Dagur - 30.01.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 30.01.1999, Blaðsíða 10
10 — LAUGARDAGUR 30. J A N Ú Á II 199 9 ÞJÓÐMÁL StjómmáL morgundag sins - um hvad snuast þau? Við þurfum að standa vörð um náttúru landsins og umhverfi. Við þurfum að haga nýtingu auðlinda okkar þannig að þær nýtist komandi kynslóðum ekki síður en okkur. ARNIÞOR SIGURÐS- SON AÐSTOÐARMAÐUR BORGARSTJÓRA, OG SÆKIST EFTIR 1. SÆTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS í PRÓFKJÖRl SAMFYLK- INGARINNAR. SKRIFAR Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram í dag. Það er ekki ástæða til að draga fjöður yfir erfiðar fæðingarhríðir hjá Samfylkingunni í haust og vetur en þær eiga aðeins að hvetja okk- ur til dáða, því við þurfum að tryggja að Samfylkingin verði trú- verðugur kostur. Það er gert bæði með málefnum og mönn- um. Þess vegna skiptir keppnin milli frambjóðenda máli og hvernig henni lyktar. Það skiptir líka máli hver styrkur flokkanna verður. Alþýðubandalagið þarf að koma sterkt út því það er ekki síst sú hlið Samfylkingarinnar sem þarf að styrkja. Aðeins þannig getur Samfylkingin orðið trúverð- ugur kostur og jafnframt það breiða stjórnmálaafl sem við vita- skuld viljum að hún verði. Málstaður Alþýðubandalagsins hefur ávallt verið skýr í íslenskri pólitík. Barátta fyrir auknum jöfnuði og réttlæti, félagslegu ör- yggi, umhverfisvernd og sjálf- stæði þjóðarinnar hefur verið snar þáttur í stjórnmálastarfi AI- þýðubandalagsins og sú barátta á að vera hornsteinn í málflutningi Samfylkingarinnar. Við höfum valið samstarf við Alþýðuflokk og Kvennalista því samtakamáttur- inn er mikill og við eigum meiri möguleika á að koma málum okkar fram í krafti samvinnunnar og þannig breyta raunverulega áherslum í þjóðfélaginu. Eg hef lagt áherslu á aukna samhygð í samfélaginu. Með því á ég við að við þurfum að leggja meiri rækt við að huga að því og þeim sem þurfa á aðstoð og stuðningi að halda, það á við um fólk en það á líka við um auðlind- ir okkar. Og þegar ég tala um auðlindir f þessu sambandi á ég bæði við hinar hefðbundnu eins og fiskistofnana, orkuna í iðrum jarðar og fallvötnum, en ég á líka við landið sjálft, náttúruna, og ég á við fólkið í landinu og þann sköpunarkraft sem í því býr og ég á við tímann sem verður æ mikil- vægari auðlind sem við verðum að fara vel með og sem við verð- um að kunna að nýta. Bæði vegna þess aukna hraða sem ein- kennir samfélag okkar þar sem hámarksárangur þarf að nást á sem skemmstum tíma en Ifka vegna þess að við munum þurfa og krefjast meiri tíma fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. I þess- um tvíþætta skilningi er tíminn auðlind. Stjórnmál morgundagsins - um hvað snúast þau? Þar er vissulega af mörgu að taka en ég vil nefna nokkur atriði sem ég tel að verði hvað fyrirferðarmest. Við þurfum að standa vörð um náttúru Iandsins og umhverfi. Við þurfum að haga nýtingu auð- linda okkar þannig að þær nýtist komandi kynslóðum ekki síður en okkur. Fiskurinn í sjónum, orkan í iðrum jarðar og fallvötn- unum og náttúra landsins eru sameign þjóðarinnar og arðurinn af nýtingu þeirra á að skila sér til þjóðarinnar allrar. Við þurfum með öðrum orðum að tryggja að almenningur fái arðinn af því sem hann á. Góð menntun þjóðarinnar er ein dýrmætasta auðlind okkar. Til þess að nýta hana til aukinnar hagsældar á nýrri öld verðum við að leggja mun meira til menntun- ar, rannsókna og vísinda en við höfum gert til þessa. I þessu sam- hengi megum við ekki einungis einblína á framhalds- og háskóla- menntun þótt hún sé vissulega mikilvæg. Við þurfum ekki síður að styrkja innviði fyrstu skólastig- anna, leikskólans og grunnskól- ans, því lengi býr að fyrstu gerð. Áherslur Alþýðubandalagsins um ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla er einn af hornsteinum félagshyggjunnar sem Samfylk- ingin hefur gert að sínum. End- urreisn heilbrigðiskerfisins verð- ur brýnt viðfangsefni á næstu árum ásamt því að tryggja og bæta félagslegt og efnahagslegt öryggi þeirra sem minnst bera úr býtum í samfélaginu. Það á m.a. við um hópa eins og öryrkja, aldr- aða, einstæða foreldra og náms- menn, en það á lfka við um fjöld- ann allan af tekjulágu vinnandi fólki sem hefur ekki séð hætishót af góðærinu sem ríkisstjórnin tal- ar sem mest um. Grundvallarskoðanir okkar um sjálfstæði, jöfnuð og réttlæti eiga að einkenna afstöðu okkar til ut- anríkismála ekkert síður en inn- anríkismála. Meginmarkmið okk- ar er að íslendingar verði áfram sjálfstæð og fullvalda þjóð og af- staða okkar til samstarfs við aðrar þjóðir og bandalög, s.s. við Evr- ópusambandið, á að mótast af því. Island á að vera herlaust land og á ekki að taka þátt í hern- aðarbrölti af neinu tagi. Vissulega hafa orðið umtalsverðar breyting- ar í alþjóðastjórnmálum á undan- förnum árum. Og það eru hags- munir okkar að taka virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi, á sviði stjórnmála, viðskipta, tækni, menntunar og menningar. En höfum það ávallt sem leiðarljós að það er verkefni okkar og raun- ar skylda að skila til komandi kynslóða, ekki bara auðlindum okkar, heldur líka sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar og menn- ingararfi. Stjórnmál morgundagsins munu ekki síst snúast um þessi mikilvægu markmið. En þau munu líka snúast um heiðarleika og traust; að stjórnmálamenn segi hlutina umbúðalaust eins og þeir eru, en hlaupi ekki í tíma og ótíma í smiðju skrúðmælgi, lýð- skrums og yfirboða. Framundan er barátta \dð Sjálf- stæðisflokkinn og ríkisstjórnina. Prófkjörið er aðeins upphitun fyrir sjálfan slaginn. Við eigum að nýta okkur prófkjörið og sýna að Samfylkingin er fjöldahreyfing þar sem margir taka þátt í að velja frambjóðendur. Það er tölu- verður munur á því og prófkjörs- aðferð Sjálfstæðisflokksins þar sem ræður einn vilji, þar sem kjósandinn er aðeins einn sem raðar sjálfum sér í fyrsta sæti en að öðru leyti ríkir fullkomin óvissa um það hvernig kjósand- inn Davíð Oddsson raðar á sinn lista í hinu sérkennilega prófkjöri D-listans. Eg er reiðubúinn í slaginn við íhaldið og Davíð en ég þarf á stuðningi þínum að halda. Munum að margar hendur vinna létt verk og með samein- uðu átaki stöndum við uppi sem sigurvegarar að morgni 9. maí í vor. Látum þann draum rætast. Ekki segja pass „í dag gefst öllum Reykvíkingum kostur á að beita atkvæðisrétti sínum I opnu prófkjöri Samfýlkingar í Reykjavík. Þetta er eina prófkjörið í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar þar sem hinum almenna borgara gefst tæki- færi til þátttöku," segir Jakob Frímann Magnús meðal annars í grein sinni. í dag gefst öllum Reykvíkingum kostur á að beita atkvæðisrétti sínum í opnu prófkjöri Samfylk- ingar í Reykjavík. Þetta er eina prófkjörið í Reykjavík fyrir kom- andi alþingiskosningar þar sem hinum almenna borgara gefst tækifæri til þátttöku. Lokað próf- kjör Framsóknarmanna er að baki og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að gefa hvorki hinum al- menna flokksmanni hvað þá hin- um almenna borgara kost á að hafa áhrif á það hveijir skuli skipa framvarðarsveit flokssins. Miklar breytingar Það segir sig sjálft að miklar breytingar verða á Alþingi að af- loknum kosningunum í vor. Margir þeirra sem hlutu þingsæti eftir síðustu kosningar hafa nú horfið af vettvangi og nokkrir af þeim sem enn sitja, hafa ákveðið að draga sig í hlé. I prófkjöri Samfylkingar bjóða sig fram 24 einstaldingar í þrem- ur hólfum Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista. Þó að mörg okkar hafi átt erfitt með að sætta sig við hólfafyrirkomulagið, var ákveðið að láta þá kröfu sumra Samfylkingarsinna ekki verða til að tefja sameiginlegt framboð meir en orðið var. Það er hins vegar mikilvægt að kjósend- ur átti sig á hvers konar forystu- sveit það vill velja hinni nýju hreyfingu sameinaðra jafnaðar- manna í Iandinu. Margar konur Ætla má að Samfylking nái 6-8 mönnum á þing að afloknum kosningum. Imyndum okkur hvernig sú sveit gæti litið út: Sitj- andi þingmaður Alþýðubanda- lags, Bryndís Hlöðversdóttir má teljast nokkuð örugg með að halda sínu sæti. Það eru reyndar fleiri frambærilegar konur í hólfi Alþýðubandalagsins sem kynnu að eiga möguleika. Kvennalistinn mun örugglega tefla fram tveimur konum í þá sex manna forsytu- sveit sem hér um ræðir. Og í hólfi Alþýðuflokksins eru nú tvær kon- ur í framboði sem báðar sitja á þingi og hafa á bak við sig umtals- vert fylgi. Ljóst má því vera að hlutur kvenna verður afar glæsi- Iegur í þessu prófkjöri og er það vel. Við karlmenn getum nú líka boðið okkur fram með betri sam- visku í þessum efnum en nokkru sinni áður. Jafnaðarmeim Jafnaðarstefnan er þjóðhagsleg nauðsyn. Sterkur jafnaðarmanna- flokkur á Islandi er draumur sem stór hluti þjóðarinnar vill sjá ræt- ast. Slíkur flokkur mun skipta sköpum fyrir framþróun íslensks samfélags sem öflugt andsvar við íhaldi annarra flokka. Því er afar mikilvægt að allir sem láta sig framtíð íslensks samfélags varða nýti sér atkvæðisrétt sinn nú í dag. Þitt atkvæði getur skipt sköp- um. Ekki segja pass.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.