Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 3. febrúar 1999 Söngurinn í genunum í húsi við Vesturgöt- una húafjórarkyn- slóðir, sú elsta erGuð- munda Elíasdóttir söngkona en nú erfull- trúi næstyngstu kyn- slóðarinnarfarinn að láta ísérheyra... „Þetta er ættgengt, eitthvað í genunum," segir Guðmunda Elí- asdóttir til útskýringar á því hví barnabarn hennar í beinan kven- legg hefur erft sönghæfileikana. Sjálf fór Guðmunda 17 ára göm- ul til Kaupmannahafnar árið 1937 til að starfa þar sem stofu- stúlka og barnapía. Markmiðið var að Iæra hjúkrun. En eins og hún var vön að heiman, þá raulaði hún mikið og söng við vinnu sína, og átti það eftir að draga dilk á eftir sér. Hún starf- aði m.a. sem barnfóstra hjá rúss- neskri frú sem leigði prófessor nokkrum, samlanda sínum, her- bergi. Prófessorinn heyrði á söng barnfóstrunnar íslensku og sagði að hún yrði bara í guðs bænum að læra að syngja. Guðmunda tók hann á orðinu, fann síma- skrá, valdi þar kennara af handa- hófi og þar með var hennar starfsbraut ráðin. En á efstu hæðinni í húsi fjöl- skyldunnar býr dótturdóttir hennar, Sigurlaug M. IGiudsen. Hún er tvítug að aldri og er ekki síður söngelsk en amman. Ætlaði aldrei að syngja „Eg hef nú enga dramatíska sögu að segja eins og amma,“ segir Sigurlaug og hlær, þar sem þær sitja saman á skrifstofu ömm- unnar. „Eg bara álpaðist inní Þegar Guðmunda ákvað í Kaupmannahöfn að sleppa hjúkrunarnáminu til að geta ein- beitt sér að söngnum vakti það ekki mikla lukku mömmu hennar. „Þetta var rétt fyrir stríðið og mamma sagði við mig þegar ég byrjaði: „Ég get nú bara ekki verið þekkt fyrir að segja ættinni hvað þú ert laus í rásinni." - Hjúkrun var náttúrulega stabílt og heiðar- legt starfSigurlaug hefur, eins og gefur að skilja, fengið heldur meiri hvatningu til söngnámsins. Hún ætlaði sér reyndar aits ekki í söng. „En með jaginu hefur maður það, “ segir Guðmunda og brosir prakkaralega. mynd: hilmar. þetta. Málið var að amma var alltaf heima að kenna þegar ég var lítið barn og þá komu þessir hræðilegu nem- endur,“ (fyrirgefðu amma, segir hún og skáskýtur augunum á ömmu sína) „falskir og lélegir. Eg þoldi þá ekki! Eg ákvað þess vegna að fara aldrei að syngja.“ Smám saman fóru þó orð ömmu hennar, um hæfileika og góða rödd, að síast inn. „Eg vissi alveg frá byrjun að hún ætti að fara þennan veg. Hún var alveg makalaus sem barn. Hún gat setið við flygil- inn hjá mér og spilað bassann á hann með sinni vinstri fjögurra ára gömlu hendi og með hinni spilaði hún sópraninn á lítið blást- urshljóðfæri. Jesús minn, ég hefði viljað hafa þetta á vídeó- bandi! Um fermingu heyrði ég í henni þarna uppi trilla Nætur- drottninguna eins og ekkert væri þegar hún hélt að enginn heyrði. Ég var alveg hárviss um að þarna færi góður hæfileiki til ónýtis ef hún ekki gerði eitthvað í þessu. Og þegar hún opnaði á æðina fóru hæfileikarnir að blómstra." - Þannig að það varst þú sem svona mjakaðir henni útá þessa hraut? „Ja, svona, eiginlega," segir Guðmunda, prakkaraleg í framan. „Eg var náttúrulega alltaf að jaga og með jaginu hefur maður það.“ Tamin í Sðngskólamun Guðmunda hætti sjálf að syngja opinberlega þegar hún veiktist í raddböndunum árið 1958. Síðan þá hefur hún kennt söng og var eitthvað að myndast við að kenna dótturdóttur sinni til að byija með en var ekki lengi að komast að því að slíkt gengi ekki. Stelpan mætti hálfilla og tók námið hjá ömmu sinni mátulega hátíðlega. Þegar Sigurlaug var orðin 16 ára ákvað Guðmunda að þetta gengi ekki og hringdi upp í Söngskóla. Sigurlaug komst strax inn og er nú, aðeins fjórum árum síðar, að ljúka 8. stigi. Þær eru báðar af- skaplega ánægðar með kennar- ana. „Asrún Davíðsdóttir hefur náttúrulega fyrst og fremst kennt henni að syngja' en hún hefur líka gert vel í því að temja hana...“ segir Guðmunda. Jafnvel gaddavírsrokkið Það er greinilega náið samband milli Guðmundu og ömmubarns- ins þótt þær séu fjarri því að vera sammála í öllum málum. - Hafið þið mjög ólíkan tónlist- arsmekk? „Neiiii..." segir Guðmunda. „Já,“ svarar Sigurlaug ákveðin. „Hún amma lifir fyrir óperuna,“ segir hún og bendir á bókaskápa fulla af myndbandsspólum með óperum í kringum sig. „Þetta er ekki ég, sinfóníumúsík heillar mig mest...“ „Þetta breytist með árunum," segir Guðmunda sannfærð. - Þig hefur ekkerí langað út i poppntústk? „Nei, nei, alls ekki, alls ekki,“ segir Sigurlaug og hryllir sig. „Jú, ég hlusta kannski á hana. Eg get hlustað á allt frá harðasta teknó út í fallegustu melódíur..." segir sú tvítuga og m.a.s. amman við- urkenndi að ýmislegt fleira væri músík en óperan ein: „Það má segja að allt sé músík, líka gadda- vírsrokk. Það er rytmi í öllu falli...“ LÓA ■ > Myndlampi Black Matrix > 100 stööva minni > Allar aögerðir á skjá > Skart tengi > Fjarstýring 1 Aukatengi f. hátalara ' íslenskt textavarp * w Myndlampi Black Matrix 50 stööva minni Allar aðgerðir á skjá Skart tengi • Fjarstýring íslenskt textavarp A öllum tækjum er öryggi sem slekkur á sjónvarpinu þegar útsendingu lýkur! > Myndlampi Black Matrix > 50 stöðva minni ■ Allar aðgerðir á skjá > Skart tengi • Fjarstýring > íslenskt textavarp virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin Vosturland: Málningarþjónustan Akranesi. Vestfiröir: Geirseyrarbúðin, Patrekstirði. Rafverk.Bolungarvlk.Straumur.ísatirði. Noröurland: Kaupfólag V-Hún.,Hvammstanga. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA, Lónsbakka. KEA.Dalvík. Kaupfólag Vopnfirðinga, Vopnafiröi. Austurland: Vólsmiöja Hornafjaröar, Hornafirði. KHB, Egilsstööum. Kaupfólag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfírði. Kaupfélag Stööfirðimga, Stöðvarfirði. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg.Grindavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.