Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 5
iriif'lf LÍFIÐ í LANDINU v V’ 0 t St t\ U v* » ’A '4 , v si u i* «(n >11 vnní - ^ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 - 21 Afmæli - bónorð - brúðkaup Vinir Gísla Sigurgeirssonarfrétta- manns segja þaö ekki koma sérá óvart þegarhann kemurá óvart. En hann kom þeim samt á óvart. Gísli Sigurgeirsson fréttamaður hélt upp á fimmtugsafmæli sitt um helgina - sú var altént trú þeirra gesta sem mættu til að samfagna honum. Það er svosem ekki í frásögur færandi þó fréttamaður verði fimmtugur en Gísli „skúbbaði". Fimm- tugsafmælið breyttist í brúðkaup. Séra Pétur Þórarinsson í Laufási gaf þau sam- an, Gísla og Guðlaugu Ringsted. Bónorðsbragur „Eg byrjaði á því eins og gengur og gerist að bjóða gesti velkomna og skipa veislu- stjóra, gamlan vin minn, Sigurð Jóhann Sigurðsson, forseta bæjarstjórnar. Ég sagði reyndar að það hefði verið í meiri- hlutasamþykktinni í byrjun þessa kjör- tímabils að forseti bæjarstjórnar ætti að vera veislustjóri í fimmtugsafmæli mínu.“ Vinnufélagar Gísla hjá Ríkisútvarpinu sungu, hver með sínu nefi, og fluttu eins konar fréttaannál. „Þar var vísað til fréttamennskunnar og þess að frétta- menn hafa tilhneigingu til að skúbba,“ segir Gísli. „Þannig að ég sá að ég varð að yfirtrompa þá, tók fram fyrir hendurnar á veislustjóranum og ákvað að drífa í þessu.“ Alftagerðisbræður sungu fyrir gesti en þá tók Gísli beygju sem veislu- gestir áttu ekki von á. „Ég ákvað að ann- aðhvort væri að gera þetta núna eða ekki, strax í upphafi veisl- unnar áður en fólk gleymdi sér alveg í veisluglaumnum. Ég sagði fólki að Álfta- gerðisbræður hefðu lengi gengið á eftir mér að syngja ein- söng.“ Gísli söng síð- an bónorðsbraginn sem hann samdi sjálf- ur, bæði lag og texta. Atli Guðlaugsson, skólastjóri Tónlistar- skólans, hafði hresst upp á Iagið og skrifað nótur og Alftagerðis- bræður rauluðu með. Textinn segir frá sam- skiptasögu þeirra Guðlaugar en bragur- inn endaði á því að Gísli spurði: „Viltu giftast mér kona?“ og rak síðan míkrófóninn upp að Guðlaugu „...og hún sagði já, öll- um að óvörum,“ segir Gísli. Grátið í fiinmtugs- afmæli Þar með hefði mörg- um þótt nóg komið í fimmtugsafmælinu. Raunar virtist Gísli vera á sama máli því hann boðaði brúðkaupsveislu í vor eða sumar. En síðan var eins og rynni upp fyrir honum ljós hagræðingar á sameiningartímum með því að gera tvær veislur að einni. Hann áttaði sig á nærveru prestsins, séra Péturs Þórarinssonar í Laufási, sem var með vinnufötin með sér. Þar með var hjónavígslan drifin af. „Ég held að veislugestir hafi fyrst hald- ið að þetta væri létt spaug en svo þegar fólk áttaði sig á að þarna var alvara á ferðum þá var það mjög skrýtin upplifun. Það datt á þvílík þögn að það hefði mátt heyra saumnál detta," segir Guðlaug. „Þetta var mjög hátíðleg stund. Einn Álftagerðisbræðra sagði, eins og honum einum er lagið: „Aldrei hefði mig grunað það að maður yrði farinn að grenja fyrir klukkan ellefu í íimmtugsafmæli." Þetta hrærði hörðustu njörtu." „Ég hlakka ti' næst þegar pabbi á af- mæli,“ segir Gísli Hróar, sem ekki vissi fyr- irfram um brúðkaupið en gegndi þó því mikilvæga hlutverki að sjá um hringana. Gísli og Guðlaug báðu að lokum um að komið yrði á framfæri innilegu þakk- læti til þeirra sem samglöddust þeim við þetta tækifæri. „Blómahafið var slíkt að maður á ekki orð,“ segir Gísli. - HI Gísli Sigurgeirsson og Guðiaug Ringsted ásamt syninum Gísla Hróari. „Ég hiakka til næst þegar pabbi á afmæli, “ segir Gísii Hróvar. mynd: brink Um biðraðir SVOJUA ER LIFIÐ Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is „Fyrstur kemur, fyrstur fær,“ er gamalt íslenskt máltæki. Einu sinni var það þannig þegar maður kom í bankann sinn um mánaðamót, þá beið manns ös og þröng. Þau vandamál eru biessunarlega leyst með því að núna taka menn númer. I miðasölum kvikmyndahúsa bæjarins skapast oft biðraðir, og það sama gildir um leikhúsin. Þegar svo er komið að því að kaupa sér popp og kók ræður réttur hins frekasta (eða ætti ég kannski að segja hins ákveðnasta). Þarna eru leikhús- in engin undantekning þó svo að manni fyndist í fljótu bragði að það væri dannaðra fólk sem sækti leikhúsin. Þarna lærist mönnum að vera ákveðnir og bíða ekki hátt- víst eftir athygli afgreiðslustúlkunnar, heldur heimta hana, jafnvel þó að konan við hliðina á manni hafi beðið uppburða- lítil við afgreiðsluborðið lengur en maður sjálfur. „Hún hlýt- ur nú sjálfsagt bara að vera að skoða úrvalið og hugsa sig um.“ Á vinsælustu veitingastöðum borgarinniar eru biðraðið al- gengar þegar fólk fer út að skemmta sér. Það er góður siður að fara aftast í röðina. Alsiða er hérlendis sem erlendis að vinum og velunnurum dyravarðanna eða annarra sem tengj- ast skemmtistaðnum er hleypt meðfram röðinni og er svo sem ekkert um það að segja. Það er hinsvegar ekki háttvísi að lauma sér inní röðina miðja. í þessum röðum skapast oft mikil og skemmtileg stemmn- ing. Stundum læðist að manni sá grunur að fólk sem er að laumast í bæinn eftir eitt um helgar sé að því til þess að standa í biðröðum og upplifir þar þá stemmningu sem skap- ast. Það hefur jafnvel komið lyrir að menn og konur hafi fyrst kynnst í biðröðum og síðar hafi leiðin legið upp að alt- arinu. Fyrstur kemur, fyrstur fær að fara inn. Hinir standa í biðröð, leggja því seinna af stað til þess að njóta skemmtun- arinnar. ■ HVAÐ ER Á SEYfll? BUBBI Á FÓGETANUM í kvöld kl. 22.00 heldur Bubbi Morthens tón- leika á Fógetanum, Aðalstræti. Að vanda verð- ur Bubbi með fullt af nýju efni, í bland við efni frá fyrri tíð. Þetta eru fyrstu tónleikar Bubba á nýju tónleikaferðalagi um landið, en fyrirhugaðir eru tónleikar í febrúar mars og apríl í Vestmannaeyjum, á ísafirði, Akureyri, Dalvík, Sauðárkróki og í ýmsum skólum Iandsins. Áfram Bubbi. Háskólatónleikar I dag kl. 12.30 verða haldnir Háskólatón- leikar í Norræna húsinu þar sem Sigrún Pálmadóttir, sópransöngkona, syngur við undirleik Iwonu Jagla sönglög eftir Ed- ward Grieg og Johan Sibelius. Aðgangs- eyrir er 400 kr. en ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteina. febrúar kl. 10-17. Nánari upplýsingar á skrifstofu MHÍ. Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs Af óviðráðanlegum ástæðum verður áður auglýstum tónleikum Þorsteins Gauta Sigurðssonar í Salnum frestað til þriðju- dagsins 2. mars nk. kl. 20.30. Sveifluspennur og sjónhimnurit keilna Anna Þórisdóttir Möller flytur erindi á málstofu í læknadeild sem hún nefnir „Sveifluspennur og sjónhimnurit keilna“. Spyrill verður Kristín Jónsdóttir. Málstof- an fer fram í sal Krabbameinsfélags Is- lands, Skógarhlíð 8, efstu hæð og hefst kl. 16.00 með kaffiveitingum. Námskeið MHÍ Myndbreytingar í tölvu-photoshop. Tónar einlita mynda, upplausn og skerpa. Litur og litakerfi Ijósmyndar og tölvu. Unnið með breytingar og lagfæringar á tónum og lit. Kennari er Leifur Þorsteinsson ljósmyndari. Kennt verður í tölvukerfi MHÍ í Skipholti 1, vikuna 8.-12. febrúar kl. 19-22. Grafík 1. A þessu námskeiði er kennt há- þrykk (efnisþrykk, kartonþrykk, dúkrista, marmorering, hlindþrikk) sem er grunnur grafískrar tækni. Námskeiðið hentar byrj- endum mjög vel. Kennari er Ríkharður Valtingojer, myndlistarmaður. Kennt í Grafíkdeild MHÍ, Skipholti 1, dagana 4. og 5. febrúar kl. 18-22 og helgina 6. og 7. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands í Hallgrímskirkju verða fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.00. Stjórnandi er En Shao. Einleikari á orgel er Björn Steinar Sól- bergsson. Kór: Mótettukór Hallgríms- kirkju og kórstjóri er Hörður Áskelsson. Efnisskrá: Jón Leifs: Requiem og orgel- konsert, A. Bruckner: Sinfónía nr. 6. Gengið á milli fjarða 1 kvöld, miðvikudagskv’öld, stendur Haíh- argönguhópurinn fyrir gönguferð yfir nes- ið á milli Kollafjarðar og Skeijafjarðar. Farið verður ffá Hafnarhúsinu að vestan- verðu kl. 20.00 með Höfninni og Eiðsvík upp á Valhúsahæð. Þaðan niður að Bakkavör og inn með strönd Skerjafjarðar og yfir Grímsstaðarholtið og Melana nið- ur að Hafnarhúsi. 1 boði er að stytta gönguleiðina og fara frá Ufsakletti yfir Bráðræðisholtið og um Kaplaskjól niður á strandstíginn og sameinast hinum hópn- um þar. Undir lok göngunnar verður litið inn í Fjarskiptaminjasaínið á Melunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.