Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU MEINHORNIÐ • Á þorrablóts- tímum þolir meinhyrningur ekki fæðuvalið á þorrabökkun- um. Jafn hall- ærislegt og það er að hafa kjöt- kássu í potti á borðinu þykir meinhyrningi óþolandi að ekki sé nóg af hangikjeti, kart- öflum ogjafh- ingi fyrir þá sem eingöngu inn- byrða slíka fæðu. Sömu- leiðis pirrar það meinhyrning ótæpilega að harðfiskurinn sé bara ýsa og það oftar en ekki af skornum skammti. Það er hámark ósvífn- innar. Nóg kost- ar þetta! • Og svo kemur meinhyrningur að gamla góða umræðuefninu um bakaríin. Það er nefni- lega svo furðu- legt að af- greiðslufólk í bakaríum gerir sér sjaldnast grein fyrir því að það er að meðhöndla mat- væli þegar það stingur fingrum í munn sér til að ná í munn- vatn og opna plast/bréfpok- ann. Þetta af- greiðslufólk tek- ur síðan með sömu beru fingrunum brauðið, stingur því í skurðarvél- ina og setur svo í pokann - án þess að sjá nokkuð athuga- vert við þessa meðferð. Hvað er að hjá þessu fólki??? Skilur það ekki hversu ógeðslegt þetta er fyrir kúnn- ann! FOLKSINS Svar vlð fyrir- spurn um geiil sneyðingu OSKAR H. GUNNARSSON FORMAÐUR SAMTAKA AFURÐASTÖÐVA í MJÓLKURIÐNAÐI SKRIFAR Þriðjudaginn 26. janúar birtist í Degi grein þar sem Kristín R. Magnúsdóttir beinir spurningum til mjólkurvinnslu- stöðva um hvers vegna mjólk sé fitu- sprengd og gerilsneydd. Einnig spyr hún hvort steinefni mjólkur nýtist eftir fitu- sprengingu, hvort ijómi og undanrenna séu fitusprengd og hvers vegna neytend- ur geti ekki valið sér mismunandi mjólk eftir vinnslustigi hennar. Strangar reglur I fyrsta lagi er því til að svara að fram- leiðsla og meðhöndlun mjólkur Iýtur ströngum reglum sem settar eru meðal annars af heilbrigðisyfirvöldum og ekki er á færi mjólkuriðnaðarins að hvika frá. Ákvæði um gerilsneyðingu mjólkur voru sett inn í heilbrigðisreglugerðir eftir nokkur alvarleg sýkingartilvik hér á landi á sjötta áratugnum. Landlæknis- embættið, Manneldisráð, Hollustuvernd ríkisins og embætti yfirdýralæknis eru á meðal þeirra aðila sem ftrekað hafa tjáð sig um mikilvægi þess að mjólk sé geril- sneydd hér á landi eins og alls staðar í hinum vestræna heimi þar sem mjólk er daglega á borðum neytenda. I nýlegri endurskoðun mjólkurreglugerðar hefur verið hert enn frekar á kröfu um ger- ilsneyðingu mjólkur og sem betur fer eru næringarfræðingar, hérlendis sem erlendis, nokkuð sammála um að ger- ilsneyðingin hafi óveruleg áhrif, ef nokkur, á hollustu mjólkur og mjólkur- afurða. AuMð geymsluþol Mjólk er hins vegar fyrst og fremst fitu- sprengd til þess að auka geymsluþol hennar og koma í veg fyrir að rjómi setj- ist til ofan á henni. Mjólk sem notuð er sem hráefni í rjóma, undanrennu og aðrar mjólkurvörur er sömuleiðis fitu- sprengd í nær öllum tilfellum. Engar sönnur hafa verið færðar á að fitu- sprenging dragi úr hollustu mjólkur og á meðal þeirra sem raunar halda hinu gagnstæða fram er Dr. Inga Þórsdóttir, næringarfræðingur og prófessor við Há- skóla íslands. Sjálfsagt er þó að upplýsa að um nokkurt skeið hefur verið boðið upp á lífrænt ræktaða og ófitusprengda mjólk enda þótt eftirspurn eftir henni hafi ekki verið sérlega mikil. Þannig leit- ast íslenskur mjólkuriðnaður við að svara óskum neytenda eftir því sem frekast er unnt en reglugerðum heil- brigðisyfirvalda er að sjálfsögðu fylgt í hvívetna. Hangið á eignaréttinmn Bpynjólfur Brynjólfsson skrifar Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Of mikil bjartsýni virð- ist vera á að Alþingi komist áfallalaust frá því að leiðrétta ágalla fiskveiðilaga. Að minnsta kosti meðal sumra þingmanna. Þeir hanga á því að sá sem hefir veiðiheimild verði að eiga hlut í kvóta til þess að heim- ildin virki. Þessi villa stendur allri sátt um fiskveiðistjórnunarlögin fyrir þrifum. Ekki er auðvelt að sjá hvaða afl heldur þessu atriði svo sterkt inni að dómur Hæstaréttar getur ekki fært þingmönn- um heim sanninn um villuna. Hugsan- lega getur verið að ótti þingmanna við fyrri verk hræði þá því sú hugmynd að þeir sem fengu kvóta án þess að gjalda hann með fé þurfi nú að fá fé fyrir að Iáta hann af hendi. Hugrenningar í þessa átt hafa heyrst áður hjá þing- mönnum og eru nú staðfestar með því sem Alþingi var að sam- þykkja nýlega. Þingmenn vita að ef kvótinn hverfur úr veðsetningum útgerðarfyrir- tækja þá eru þau ekki lengur „solvent" því þá duga raun- verulegar eignir þeirra ekki fyrir skuldum. Einhverjar undantekningar gætu verið á þessu ástandi en þær eru trúlega ekki margar. Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Á að byggja á heixnildiimi Heimild til þess að stunda fiskveiðar í íslenskri fisk- veiðileiðsögu á aðeins að byggjast á heimildinni en ekki á kvóta- eign. Þessari heimild á að úthluta á hverju ári og gilda bara það fiskveiðiár. Heimildin á að innihalda magn og teg- undir sem má veiða og bara það fisk- veiðiár. Enginn eignarréttur getur verið nema hjá þjóðinni samkvæmt lögum. Engin sala á að eiga sér stað, ekkert annað en veiðar út á heimildina. Sá sem á heimild verður annaðhvort að nýta hana sjálfur eða afsala henni til endur- úthlutunar. Ef farin væri þessi leið mundu rnörg vandamál hverfa í fram- kvæmd þessara Iaga því kvótinn sem hugmynd stendur í vegi fyrir að sátt ná- ist með þjóðinni. Þingmenn verða að hafa kjark til að bæta fyrir fyrri mistök og fella niður kvótaeign hjá einstakling- um og fyrirtækjum. Kvótaeignin er hjá þjóðinni og þingmenn eiga að gæta þessarar eignar án þess að aðrir geti náð þar eignarhaldi. Þarna hafa þingmenn brugðist og virðast núna við þessar breytingar á fiskveiðilögunum ætla að auka við villuna. Það sem er verið að bralla núna á maraþonefndarfundum verður fellt af almennum borgurum með tilstyrk Hæstaréttar. Svo getur farið að Alþingi íslendinga verði að hluta til óstarfhæft vegna áframhaldandi ósam- komulags um fiskveiðistjórnunarlögin. Röð af dómum þarf sennilega til til þess að eignarétturinn hjá öðrum en þjóðinni verði feldur úr gildi. Þar til það er gert verður aldrei sátt um fiskveiðistjórnun ina með þjóðinni. Alþingi á að vinm lagasetningar sínar þannig að dómstólar landsins geti stutt þær, annars eru þær markleysa. VEÐUR Veðrið í dag... Suðvestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi, en viða allhvasst seint á morgun. Snjókoma eða él um landið sunnan- og vestanvert, og dálltil snjókoma mn tlma síðdegis norðaustanlands. Frostlaust við suður- og austurströndina, en annars vægt frost. mti -2 til 2 stig Blönduós Akureyri rci mrr -15 10^ I 5- 'A mi] B 1 ■ l,.l J-r—; ’10 0- -5 | - -0 l.-ll.--- Þri Miö Fim Fðs Lau J /-'**'• f ^ / J J Þrt Mið Rm Fös Egilsstaðir j^ ^ ; j Bolungarvík _____ CgL. I li I ■ ■ H ■ Þri Mið Fim Fðs Mán Þri Mið Fim Fðs Lau j~^ ^ ^ ^ ^ *''v/ j j Reykjavík Kirkjubæjarklaustur CQ l ■ j■ 10 5" 5 i 0- 1,1. Þri Mið Fim Fös Lau Mán l f /~r * • • • . ^ ^ Stykkishólmur Þri Mið Fim Fös Lau Mán t j Stórhöfði coL. .1 •10 1 5- 5 ! 0 jrjL Þri Mið Fim Fös r Lau Mán Þri Mið Fim Fös Lau j j r j j Veðurspárit 02.02.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. er . k Dæmi: > táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegiun Skafrenningur er á Hellisheiði, Holtavörðulieiði og Fróðárheiði. Þungfært er inn Bröttubrekku og Skógarströnd frá hólmi og að Heydalsvegamótum. Þæfingsfærðl í Dölum og frá Reykhólum og í KoUafjörð. Ófært er um Steingrímsfjarðarheiði og snjókoma í Djúpi. Skafrenningur er í kringum Ísaíjörð á ÓshHð í Súgandafirði og á GemlufaUsheiði. Mjög slæmt ferðaveður er á Öxnadalsheiði. Á Austurlandi er veður heldur að ganga niður og vegir að verða færir, en varað er við vindstrengjum á heiðum. Þó er mjög hvasst ennþá á Breiðdalsheiði, en greiðfært er með Austurströndinni og suður um. 66* N SEXTIU OG Sex NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.