Dagur - 04.02.1999, Side 7

Dagur - 04.02.1999, Side 7
FIMMTUDAGUR I. FEBRÚAR 1999 - 23 Thgur LIFIÐ I LANDINU VEÐUR Með Oldsmobile Recon er framleiðandinn að þreyfa fyrir sér varðandi aldrifsbíl sem væntanlegur er á markað árið 2002. AldamótaMar frá Ameríku Það er sannarlega BÍLAR sorglegt að amerískir bílar skuli að iiiiklu leyti útilokaðir frá ís- lenskum bílamarkaði vegna reglna hins op- inbera um innflutn- ingsgjöld. Ekkí síst nú þegar ameríski bíliðnaðurinn er að taka ótrúlegan fjörkipp undir aldamótin með fjölmörgum nýjum og glæsilegum bflum. Oldsmobile er að kanna nýja stigu með hug- myndabílnum Recon sem sýndur var í Detroit í janúar. Útlitið er sérkennilegt, e.t.v. svolítið í ætt við herbíla - grófur. Þó nettur því hægt er að stinga handtölvunni sinni í samband við tölvu bílsins og fá aðgang að Interneti og tölvu- pósti. Oldsmobile hefur sent frá sér fjölmarga glæsilega gæða- vagna, en e.t.v. er merkið þó þekktast hérlendis fyrir stóra dí- silknúna fólksbíla sem fluttir voru inn í byrjun níunda ára- tugarins og töluvert notaðir sem leigubílar, en dísilvélarnar reyndust misvel - eða misilla raunar. Með þessum hugmyndabfl er fyrirtækið að velta fyrir sér aldrifsbíl sem væntanlegur er á markað árið 2002. Þetta er fimm manna bíll með 3,0 Iítra V6 vél. Buick Cielo sækir ýmislegt í útliti til forvera sinna á fjórða áratugnum. Þakið er fjarlægjanlegt og hurðirnar Qórar eru aflknúnar og hanga á hjörum að aftan og framan þannig að þær opnast út frá miðjunni - mjög óhefðbundið. Flest stjórn- tæki eru raddstýrð, trúlega fyrir þá sem vilja frekar láta Buick sjá um aksturinn. Þeir segja að hann sé hvorki fallegur og virki ekkert sérstaklega notadrjúgur. En sagan segir að hinn glæslegi Aztek frá Pontiac sé fyrirrennari bíls sem framleiðandinn voníst til að setja á markað árið 2001. Stubbslegur með háu þaki og fjórum hurðum reynir bíllinn að sameina kosti fjölnotabíls, jepplings og fjölskyidubíls. Þetta er framdrifsbíll með 3,4 lítra V6 vél og fjögurra gira sjálfskiptingu. Pontiac Aztek er væntanlegur á markað árið 2001. Buic Cielo með hinum ótrúlegu hurðum. Senniiega er tiltölulega þægilegt að ganga um aftursæti bílsins. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirhelgi@islandia.is Veðrið í dag... Allhvöss noróvestanátt framan af degi, en hvassviðri eða stormur norðaustan og austanlands. Snjókoma eða él, einkum norðaustanlands. Lægir mikið síðdegis og léttir til sunnanlands. Harðnandi frost. ffiti -1 til -8 stig Blönduos Akureyri Egilsstaðir Bolungarvík mm .. rc) ---r-m ! 10V-*- Mið Fim Fðs ■15 j 10' 10 | 5' 1 .1 ja.. i Sun Mán Þri Mið Rm Fös Lau Sun Mán Þri ys.v. .'~/v . ^ Reykjavík Kirkjubæjarklaustur C) mrr -15 j 5^ -io o- C) I mm -5 1 -o jjL Mið Fim Fðs Sun Mán Þri i Mið Fim Fðs Lau Sun Mán Þri í f í ^. . rí, V. \ í / I ^ Stykkishólmur Stórhöfði rcL mm .. 1 ,.(C) li 1 ■ ii Mið Fim Fðs VEÐURSTOFA ÍSLANDS | ^ K Veðurspárit Fös Lau Sun Mán Þri V í [ 3. 2.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindðrvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. . V Dæmi: > táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum Éljagangur er um allt vestanvert landið og skafrenningur á heiðum, en vegir færir. Þó er þæfingsfærð um Bröttu- brekku. Skafrenningur er á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði einnig nokkur hálka. Greiðfært er með ströndinni austan Akureyrar og einnig um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Þá er góð færð um vegi á Austurlandi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.