Dagur - 11.02.1999, Page 3

Dagur - 11.02.1999, Page 3
 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 - 19 LÍFID í LANDINU Það ersögulegur við- burðurað sjálfstætt starfandifræðimenn á íslandi taki sig saman og setji upp þverfag- lega stofnun... Reykjavíkur akademían er að komast á koppinn „og það er út af fyrir sig merkilegt þvíþetta er íeinhverjum skilningi 25 prímadonnur. Menn læra að bíta frá sér í harkinu til að lifa. Menn eru mjög þyrstir, hungraðir í að taka þátt, fá að láta Ijós sitt skína, “ segir Sigurður Gylfi. „Við fórum afstað með mikla drauma á sínum tíma, “ segir Árni Daníel, „og þeir hafa allir ræst. Þá getum við sett okkur ný markmið. Við látum okkur dreyma um að RA verði stofnun sem sameinar stabflítet akademíunnar og lífið ígrasrótinni. Þetta er náttúrulega rosalega háleitt markmið..." 2 5 prímadonnur í JL-húsinu íslendingum sem fara í lang- skólanám hefur fjölgað mjög á síðustu 2-3 áratugum. Háskól- inn er löngu hættur að hafa undan við að taka á móti þeim fjölda sem áhuga hefur á að Ieggja fýrir sig fræðimennsku. Reykjavíkur akademían varð til upp úr þessu tómarúmi, segir Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðingur og formaður stjórnar Reykjavíkur akademí- unnar (RA). Félagið var við það að gefa upp öndina, áður en það komst á koppinn, því illa gekk að finna hentugt húsnæði. Hjól- in tóku að snúast þegar atvinnu- og ferðamálanefnd borgarinnar veitti RA eina milljón í styrk til að ráða sér starfsmann og nokkrum mánuðum síðar hafði Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, fallist á að leigja félaginu skrifstofuhúsnæði við Hring- braut en hann sá í RA mikla möguleika tii að nýta hugvit fræðimanna í hug- og félagsvís- indum á mun skilvirkari hátt. Nú hafa 25 fræðimenn komið sér fyrir á 4. hæð hússins, (sex doktorar, rúmur tugur dokt- orsefna, reynslumiklir fræði- menn og ungliðar) en alls eru um 100 fræðimenn félagar að Reykjavíkur akademíunni. Verkefni eru farin að hlaðast upp, m.a. ýmis stjórnunarverk- efni í menningarmálum en þar sem flest eru enn á umræðustigi vilja þeir ekki Qölyrða um þau. Arni Daníel segir að helsta vandamál RA sé í raun ótrúleg velgengni því akademían sé orð- in ígildi opinberrar stofnunar i hugum fólks - en Sigurður Gylfi vildi nú ekki taka undir það að verkefnabunkinn væri orðinn til vandræða. Rekstux óháðrar fræðistofn- nnar En hvernig í ósköpunum ætla menn að halda svona stofnun gangandi með enga fjármuni á hak við sig? I fyrsta lagi ber að geta þess að leigan er hagstæð en þetta 1100 fermetra skrif- stofuhúsnæði hafði staðið autt um tíma eftir að Siglinga- málastofnun flutti út. Hver og einn fræði- maður greiðir sína leigu og þegar ljóst var hve leigan yrði hófleg voru menn fljótir að skipta út skrifstofunni heima á rúm- stokknum fyrir einstaklings- skrifstofur á 10.000 kr. á mánuði. „Þetta fór á einu kvöldi,“ segir Sigurður Gylfi. Ef hins vegar starfsemin breiðir úr sér eins og vonir manna standa til, þarf frekara peningaflæði til rekstrarins. Menn hafa m.a. verið að velta fyrir sér möguleikanum á nám- skeiðahaldi fyrir aðra fræðimenn og almenning og útgáfustarf- semi en RA er þegar komin í samvinnu við Hið íslenska bók- menntafélag um að gefa út rit- röð af bókum fyrir almenning. Þessi fyrirhugaða ritröð geymir í raun í hnotskurn þá hugsjón sem liggur að baki Reykjavíkur akademíunnar, þ.e. að hagnýta þekkingu fræðimanna og koma henni á framfæri til almennings. „Hugmyndin er að gefa út litlar, svona 200 síðna bækur, sem eru sérstaklega skrifaðar þannig að fólk geti lesið þær,“ segir Sigurð- ur Gylfi. Ekki sé þó ætlunin að draga úr kröfum um vísindaleg vinnubrögð, þarna verði „bull- andi fræðimennska“ á ferð en hins vegar eigi bækurnar að vera skrifaðar á læsilegum fræðitexta, lausan við 15 sentímetra neðan- málsgreinar. Enda benda þeir á að á Islandi sé mikið gefið út af góðum fræðiritum sem aldrei komist í tæri við almenning enda ekki auglýst eins og aðrar bókmenntir. Finna þurfi sölu- vænlegt efni og matreiða það á réttan hátt til að vekja áhuga fólks. „Byggðasagan hefur t.d. verið hundleiðinleg og handó- nýt, við eigum að nýta hana til að byggja upp. Það er það sem sagnfræðin snýst um,“ segir Sig- urður. Ein bók kemur út á þessu ári en svo er stefnan að gefa út 2-3 bækur á ári frá og með alda- mótum. Ótal fleiri hugmyndir eru á lofti en ekkert er borð- leggjandi enn sem komið er. „í stað þess að sitja heima og bíða eftir því að einhver hringi og fari fram á að verkefni séu unnin þá fáum við hér í RA tækifæri til að móta okkar eigin verkefni sem munu sameina framsækna fræði- mennsku og til- raun til að beita henni við raun- verulegar aðstæð- ur.“ Því er ljóst að ef velgengninni fer fram sem horfir þá verði íjármögnunin að einhvetju leyti sameiginleg. Þangað til verður hver og einn að sjá um að fram- fleyta sér, rétt eins og þeir hafa gert hingað til með styrkjum frá ýmiss konar vísindasjóðum og kennslu. Hins vegar gera Arni og Sigurður ráð fyrir að auðveld- ara verði fyrir fræðimenn að afla styrkja þegar þeir hafa stofnun eins og Reykjavíkur akademíuna á bak við sig - fyrir utan þá and- legu næringu og hagræði sem felst í þvf að starfa saman á ein- um stað. Menningm selux „Það er ótrúlegur samhugur, menn gera allt frá því að bóna gólf til þess að tala við ráð- herra," segir Arni. En til að nýta krafta og þekkingu félaga RA með skipulögðum hætti er þegar búið að setja á fót ýmsa vinnu- hópa og stofnanir á staðnum. Stofriun um byggðamenningu, sem bæði Árni og Sigurður eiga aðild að, hyggst rannsaka sögu og menningu íslenskra byggða. Þjóðernishópur einbeitir sér að þróun íslensks þjóðernis, Sögu- smiðjan hyggst miðla sögu og þjóðfræðum, Heimildastofnun ætlar að ná saman þeim gríðar- Iega fjölda heimilda á Netið sem sjálfstæðir fræðimenn hafa kom- ið á tölvutækt form og situr nú á disklingum úti um allan bæ. Sigurður Gylfi segir ósennilegt að menn hefðu farið út í þessa samvinnu ef ekki væru þeir staddir á sama gólffleti þótt ekki hafi menn enn áttað sig á hvað samvinnan geti leitt af sér. „Eg held að þetta samfélag komi til með að reyna að selja þekkingu sína á markaðnum," segir Sig- urður Gylfi. „Saga, heimspeki, bókmenntir, félagsfræði, forn- fræði og mannfræði eru greinar sem styrkja innviði samfélagsins. Menn eru farnir að átta sig á því að sagan er einhvers virði í t.d. ferðaþjónustu. Sem dæmi þá hringdi í mig sveitarstjórnar- maður á Vestljörðum og spurði: Hvað á ég að gera? Ég er hérna í litlu þorpi, fólkið allt í kring er að deyja með alla söguna á bak- inu. Ég stend hérna á hlaðinu og túrhestarnir fara svo hratt í gegn að ég er eins og þeyti- spjald. Eg verð að stoppa þetta fólk.“ Eina leiðin, segir Sigurð- ur, er að tengja sögu og menn- ingu við staðinn, búa til eitthvað sem fær fólk til að stoppa. „Það eru mjög margir að kveikja á þessu - að menningin hún sel- ur.“ -LÓA Árni Daníel og Sigurður Gylfi standa báðir að Stofnun um byggðamenningu og telja þeir brýnasta verkefni hennar að varpa já- kvæðari sýn á fortíðina og sveitir landsins. Hröð nútímavæðing hafi valdið því að sveitin hafi nánast horfið sem menningarleg heild. „Gamla fólkið sem býr í sveitunum núna er síðasta fólkið sem hef- ur lifað sveitina sem lifandi félagslega heild, en ekki sem anga af borginni," segir Árni Daníel. „Tilgangurinn er að leita svara við vanda sveitarinnar á öðrum vettvangi en hjá Hagfræðistofnun Háskólans," segir Sigurður Gylfi, „þar sem vinna strákar eins og ég, aldir upp í Vesturbænum. Svar- anna er að leita í sveitunum sjálfum." Til þess þurfi frumrannsókn- ir sem fólk á landsbyggðinni geti nýtt sér til að leita lausna í héraði. „Við sjáum að þróunin stefnir í tvær áttir, annars vegar í verk- smiðjulandbúnað og hins vegar í safnalandbúnað. Við vitum að þessi þróun er í gangi erlendis og hún er mjög hröð t.d. í Finnlandi og ekki hefur hún hægst eftir inngönguna í Evrópubandalagið." Þeirra markmið er að kanna hvort hefðin eða samtíminn feli í sér lausnir á vanda sveitanna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.