Dagur - 11.02.1999, Síða 4

Dagur - 11.02.1999, Síða 4
20-FI M M T UDAGU R 11. FEBRÚAR 1999 LÍFIÐ í LANDINU L Þar fyrir utan hníga fleiri rök að því að veiða ekki hvali en bláköld hagfræðin. Fantasía um hvali, hunda og seli „Skal ég ekki fyrir synja að ég tali Iíkt og hvalur, en honum er máls varnað!“ Sagði Jóhannes Sveinsson Kjarval í stórmerkri varnar- ræðu sinni, Fantasía um hvali, og hélt áfram vörn- inni: „Mennirnir hafa geng- ið í félag með illfiskunum gagnvart steypireyðinni, en steypireyðurinn á sér stjórn- málasögu frá byrjun sköp- unar heims!“ Meistari Kjar- val bar hönd fyrir höfuð hvalnum á prenti sjálft Nóbelsárið 1955 og gerði síst minni usla í landhelginni en Morg- unblaðsgrein Halldórs Laxness um Hernað- inn gegn Iandinu gerði sextán árum seinna uppi á fastalandinu. Er nauðsynlegt að skjóta þá? En því er Fantasía um hvali rifjuð upp að þingheimur býr sig undir að ræða hvort Is- lendingar skulu skjóta hvali á nýjan leik. Sitt sýnist hverjum og menn skiptast einkum í fylkingar á nótum hagfræðinnar þegar hval- veiðar ber á góma: Oðru megin standa sjálfir hagsmunaseggir hvalveiðanna og andspænis þeim eru annars konar seggir sem óttast að hvalveiðar ógni hagsmunum þeirra á öðrum sviðum. Hagfræði í járn og járn í hagfræði. Orð meistara Kjarval halda gildi sínu eftir hálfa öld og því er skorað á ritstjóra Dags að birta nú Hvalasögu meistarans við fyrsta hanagal. Fyrir hönd okkar í þriðja hópnum sem viljum að hvalurinn lifi á sínum eigin forsendum. Þar fyrir utan hníga fleiri rök að því að veiða ekki hvali en bláköld hagfræðin. Senn fagna Islendingar þúsund ára Kristni og þús- und ára Vínlandsferðum og við blasir besta tækifæri sögunnar til að vekja athygli á landi og þjóð. Þrátt fyrir að nokkuð sé af Græn- friðungum og öðrum grænum friðungum dregið eru hátíðahöldin kjörinn vettvangur fyrir alla heimsins friðunga að kúvenda sviðsljósi Islendinga og beina á hvalveiðarn- ar þegar minnst varir. Sviðsljósið hlífir eng- um og speglar bæði slétt og fellt yfirborðið jafnt sem djúpar keldurnar. Smugur og Hrmgormanefndir Islendingar hafa því miður þrætt of margar keldur síðari árin í sviðsljósinu: Skemmst er að minnast þegar fiskverndarþjóðin drekkti orðstfr sínum í Smugu Atlantshafsins undir sjóræningjafána í fylgd íslenskra varðskipa. Ekki er langt um liðið síðan launaðir flugu- menn Hringormanefndar stráfelldu litla seli með stór augu í flæðarmáli landsins og skildu eftir limlest hræin eins og hráviði. Eða þegar borgarstjórn Reykjavíkur vildi halda banni við hundahaldi til streitu og þjóðin komst í heimspressuna vegna ótta um að leyfislausir hundar yrðu skotnir í höfuðborg- inni. Af því tilefni sagði Halldór Laxness á Degi dýranna 1973 í gamla Austurbæjarbíói: „Landhelgisdeiluna heyrði ég varla nokkurn mann nefna í Evrópu. En þegar fólk vissi að ég væri íslendingur, var ég oft spurður af bráðókunnugu fólki: Hvers vegna vilja Islendingar endilega drepa besta vin mannsins?" „Lífstegundir ámóta og okkur sjálfa“ Islendingar fóstra nú frægasta hval í heimi og miklu frægari en Moby Dick sjálfan og bjóða líka upp á hvalaskoðun í hafinu um- hverfis landið. Hvort tveggja hefur aukið hróður Iandsins hjá þeim menningarþjóðum sem Islendingar flaðra upp um af minnsta tilefni. Orðstír er hægt að meta til fjár þó hagfræðin skilji ekki alltaf gildi hans til hlít- ar. Þúsund ára Kristni og þúsund ára Vín- landsferðir eru ekkert annað en góður orðstír þjóðar. Verður Keiko kannski skutlað- ur fyrstur hvala ef veiðar hefjast á ný og hvalaskoðun slegið saman við veiðiferðir hvalbáta til að hagræða í fiskveiðum? Getur þjóðin bæði alið hvali við brjóst sér og drep- ið þá af höndum sér? Aftur er gripið niður í frægri Hvalasögu meistara Kjarvals: „Hvort nokkur munur sé þarna á svoköll- uðum guðsneistanum - í viðhöfninni fyrir að lifa, og hvort okkur stundum ekki vanti eitt- hvað í okkur af hrifningu yfir að sjá aðrar lífstegundir ámóta og okkur sjálfa." UMBUÐfl- LAUST /Dgtfjiur BÆKUR Myndskreytt sagnfrædi Ný saga, tímarit Sögufélags- ins, er komið út og er þar leit- ast við að bera sögulegt efni á borð á aðgengilegan hátt. Rit- ið er ríkulega myndskreytt og sett upp eins og áhugaverð tímarit nútímans. Níu ritgerðir eru í Nýrri sögu og er hin fyrsta þeirra eftir Véstein Olason prófessor og Ijallar um ritgerðir þær sem Halldór Laxness skrifaði um forna menningu Islend- inga. Kanasjónvarpið er nú orðin sagnfræði og skrifar Hörður Vilbergur Lárusson um þær miklu deilur sem stóðu um það á sjöunda ára- tugnum. Sigurður Ragnarsson skrifar sögu Miðbæjarskólans og Oskar Guðmundsson segir frá Magnúsi Kristjánssyni, smið og meðhjálpara í Olafs- vík, en hann var afkastamikill fræðimaður og hélt m.a. dag- bækur í sjö áratugi. Margt er fleira fróðlegt og áhugavert í ritinu. Ummaimiim Félagsvísindastofnun Háskóla Islands hefur gefið út bókina Maður og menning eftir Harald Olafsson mannfræð- ing. I þessari bók er fjallað um skilning og skýringar á eðli manns og menningar frá sjónarhorni mannfræðinnar. Höfundur rekur þróun helstu hugmynda um manninn frá tíma upplýsingastefnunnar til nútímans og setur hug myndir mann fræðinnar samhengi við almenna hug- myndasögu þjóðfélags- fræða og líf- fræða. Höf- undur fer sínar eigin _____ leiðir í túlk- un klassískra fræðiverka á fræðasviðinu og byggir jöfn- um höndum á þýskum, frönskum og engilsaxneskum frumheimildum. Viðfangsefn- ið er ótrúlega fjölbreytt, frá göldrum, trú og töfrum til veraldlegrar skynsemishyggju, frá fábrotnum siðum frummannsins til flókins nú- tímalegs þjóðskipulags. Haraldur Ólafsson. Samfylkmgarleið- togaspumingin Því er gjarnan haldið að fólki að það skuli vera víðsýnt, sveigjan- legt, hlusta á rök annarra, taka þau til greina, þroska sjálfið og karakterinn eftir því sem efni og aðstæður leyfa og jafnvel skipta um skoðun við tækifæri þegar glimrandi röksemdir gefast. Svo er því gjarnan haldið að fólki að skipti það reglulega, en meðvitað þó, um hugmynda- fræði þá sé það vingulsháttur, skipti það um fatasmekk hafi það ekki fundið „sjálft" sig en verst af öllu er þó þegar menn skipta um flokka - þá fyrst hafa menn kastað sínu orðspori fyrir björg, virðingunni út í vindinn og troðið staðfestuna í svaðið svo enginn getur verið 100% ör- uggur um fyrir hvað viðkomandi Hringlari stendur fyrir. Staðinn sveigjanleiki Kári genahöfðingi ýjaði að því á blaðamannafundi um daginn að Magnús Kjartansson myndlist- armaður hefði sennilega goldið fyrir það hve oft hann hefði tek- ið inn ný áhrif og veitt þeim út í list sína. I orðum hans mátti skilja að endurnýjun Magnúsar hafi sennilega afvegaleitt þann hóp, sem einhvern tímann hefði getað myndað kjarna aðdáenda- og kaupendahóps listamannsins. Og er það ekkert fráleitt að myndverkakaupendur séu eins markaðir af kröfunni um að fólk skuli sitja staðn- að í sveigjanleika sínum (eða sveigjan- legt í stöðnun sinni) og aðrir. „Aðgangsharka“ Þessi krafa er eiginlega af sama meiði MENNINGAR VAKTIN Afhverju I and- skotanum þarf að upplýsa mig um það, nokkrum sinn- um á dag, að það er enginn leiðtogi fyrir Samfylking- una? og sú sem nú hefur bitið sig í fjölmiðla- menn landsins, þ.e. krafan um svart- hvítan heim sem hafi gott skyggni til hægri og vinstri. Þegar Arni Þórarins (sá fíni spennusagnahöfundur) lagði sam- fylkingarleiðtogaspurninguna sígildu fyrir Heimi Má Pétursson í Eftir fréttir í vikunni vildi Heimir auðvitað ekkert svara. Hann sagðist þó skilja vel, sem fyrrverandi fréttamaður, áhuga stéttar- innar á Ieiðtogamálinu enda þægilegra að vinna fréttir þegar hægt er að hlaupa með mál milli tveggja póla, þ.e. Davíðs og ????. En meinið er ekki bara tíma- og framleiðslupressan, ekki bara að okkur finnst svo gaman að pæla í þvf hver fái að vera stærstur og mestur, tala mest í sjónvarpið og komast oftast á forsíðu DV, heldur hefur hugtakið aðgangs- harka, með of fáum undantekningum á síðustu árum, öðlast nýja merkingu. „Aðgangsharka" er orðið yfirvarp yfir þreytandi OG meinlausar spurningar sem gefa sig út fyrir að vera geysiíeg fagþrjóska af hálfu fréttamanns. Og það er orðið klént að kenna tímaleysi um andleysi okkar þegar við hlaupum á eftir valdaelítunni með auðmjúkan drýslasvip á andlitinu og finnst Iangmerkilegast að tyggja á spurningu sem elítan vill ekki svara. Því fréttanefið segir að vilji fólk ekki svara þá er svarið merkilegt. Ekki að spurningin sé röng. Netfang: loa@ff.is

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.