Dagur - 12.02.1999, Qupperneq 4
4- FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999
FRÉTTJR
27 þúsimd í vasapening
Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að i'Jtlendingar sem ráðnir eru í
vist á íslensk heimili skuli fá að minnsta kosti 27.254 krónur í vasa-
peninga á mánuði á þessu ári. Samkvæmt lögum frá 1994 um at-
vinnuréttindi útlendinga ber ráðuneytinu að ákvarða Iágmarksvasa-
peninga fyrir aupair-fólk hér á landi.
Gögnum safnað um
afbrotamenn
Nefnd á vegum dómsmálaráðu-
neytisins aflar nú gagna frá barna-
verndamefndum og félagsþjónust-
um stærstu sveitarfélaga landsins,
en hlutverk nefndarinnar er að
gera tillögur til úrbóta í málefnum
ungra afbrotamanna og ungra
fanga. Nefndarskipanin kom í kjöl-
far álitsgerðar Umboðsmanns
barna frá síðasta sumri, þar sem
kallað var á úrbætur í anda Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Samkvæmt upplýsingum dóms-
málaráðuneytisins eru svör að ber-
ast frá sveitarfélögunum og er
reiknað með að nefndin skili
skýrslu í vor. Alitsgerð Umboðs-
manns barna laut að málefnum
ungra fanga, en nefndin hefði
ákveðið að taka mun víðara svið
fyrir, þ.e. málefni ungs fólks á af-
brotabraut með t.d. í huga hvernig grípa megi inn í þróun mála áður
en í óefni er komið.
Þórhildur Líndal, Umboðsmaður barna, segist ekkert hafa frétt af
þessari nefndarvinnu og að sér sé ekki kunnugt um að nokkrar breyt-
ingar hafi átt sér stað. „Eg bíð eftir niðurstöðum nefndarinnar og eft-
ir því hvað dómsmálaráðherra gerir við þær.“ — FÞG
Nýr forstöðumaður útvarps
Siguijón A. Friðjónsson hefur verið ráðinn rorstöðumaður útvarps
hjá íslenska útvarpsfélaginu. Sigurjón mun hafa yfirumsjón með út-
varpssviði og rekstri þriggja útvarpsstöðvar, Bylgjunnar, Mono og
Stjörnunnar.
Sigurjón hefur starfað að markaðsmálum hjá Vífilfelli frá 1993.
írnga
Þórhildur Líndal: Bíð eftir niður-
stöðum nefndarinnar.
Brot úr bókmeimtum með mjólMnni
Brot úr athyglisverðum
bókmenntatextum eru á
nýjum mjólkurumbúð-
um sem eru að koma á
markað þessa dagana, A
mjólkurfernunum hafa
undanfarin ár verið
ábendingar um íslenskt
mál og hefur Mjólkur-
samsalan þannig sýnt
íslenskri málrækt
stuðning sinn.
Á nýju umbúðum ný-
mjólkur og léttmjólkur
er breytt um áherslur
og birt brot úr bók-
menntatextum, „þannig
að í stað þess að tala
um íslensku og notkun hennar er íslenskan látin tala meira sjálf,"
segir í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni.
I tilefni þessa stendur fyrirtækið fyrir Islenskudögum í Kringlunni
um helgina þar sem verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá heigaða
íslenskri tungu.
Brot úr bókmenntatextum prýða nýjar mjóik-
urumbúðir.
Er imsmunim skattsius brot á
jafnræðisreglu?
„Hvers á það fólk að gjalda sem ekki hefur aðgang að Internetinu og
hefur þar með ekki möguleika á sama fresti og netverjar, t.d. gamalt
fólk og lítt tæknisinnað fólk? Þetta er einfaldlega brot á jafnræðis-
reglunni. Þeir hefðu allt eins getað ákveðið að fólk sem á jeppa fái
lengri frest en aðrir,“ segir óánægður skattgreiðandi í samtali við
Dag.
Skattyfirvöld bjóða öllum sem á þurfa að halda frest á skilum á
skattframtali til 28. febrúar. Netveijum er hins vegar boðið upp á að
sækja um framhaldsfrest á skilunum allt til miðs marsmánaðar og
það finnst viðmælandanum fyrrgreinda fela í sér mismunun. Guðrún
Helga Brynleifsdóttir vararíkisskattstjóri segir að embættið hafi
vissulega velt þessu atriði fyrir sér en komist að þeirri niðurstöðu að
svo væri ekki.
„Við teljum þetta í ljósi aðstæðna ekki vera brot á jafnræðisregl-
unni. Það er verið að bjóða upp á ákveðna tæknilega aðferð við að
skila skattframtalinu og þar sem þessi Ieið var ekki kynnt fyrr en 7.
febrúar þá töldum við að fólk sem vildi nýta sér hana ætti að fá
ákveðinn aðlögunarfrest,“ segir Guðrún. — FÞG
Guðbjörgin var á sínum tíma stolt ísfirska flotans en hefur nú verið seld til fyrirtækis Samherja í Cuxhaven.
Guggan seld
til Cuxhaven
Sala frystitogarans
Guöbjargar ÍS-46
hafði lítið áhrif á
sölu hlutabréfa í Sam-
herja á Verðbréfa-
þingi íslands.
Frystitogarinn Guðbjörg IS-46,
sem lengi var flaggskip ísfirska
togaraflotans, hefur verið seldur
til þýska útgerðarfyrirtækisins
Deutsche Fichfang Union
(DFFU) í Cuxhaven, sem Sam-
herji á 99% hlut í. Togarinn
verður afhentur um miðjan
marsmánuð. 2.700 þorskígildis-
tonna kvóti skipsins verður flutt-
ur á önnur skip Samheija. Allri
áhöfn skipsins hefur verið sagt
upp en reynt verður að finna
þeim pláss á öðrum skipum
Samherja. Guðbjörgin hélt frá
Reykjavík í mánudaginn á bol-
fiskveiðar á Vestfjarðamiðum, og
er það líklega síðasta veiðiferð
skipsins undir íslenskum fána.
Skipið verður kallað inn til
Reykjavíkur þegar veiðast fer
frystanleg loðna og mun þá skip-
ið liggja við bryggju og frysta afla
úr loðnuskipum, eins og fljót-
andi frystihús.
Togarinn varð eign Samherja á
Akureyri þegar Samherji og
Hrönn, sem gerði út Guðbjörg-
ina, sameinuðust árið 1997. Þá
var því Iýst yfir að útgerðin yrði
áfram með svipuðu sniði en
þverrandi rækjuafli hér við Iand
hefur m.a. gert það að verkum
að skipinu hefur verið „flaggað
út“ tímabundið á þýskan fána, til
þess m.a. að komast á grálúðu-
miðin við Grænland en DFFU á
þar umtalsverðan kvóta. Undir
merkjum DFFU getur skipið
m.a. veitt þorsk í landhelgi Nor-
egs og úthafskarfa á Reykjanes-
hrygg. Samheiji er að Iáta smíða
íjölveiðiskip í Póllandi sem bæt-
ast mun í flota fyrirtækisins á
miðju næsta ári.
Sala Guðbjargarinnar hafði
lítið áhrif á sölu hlutabréfa í
Samherja. Salan á Verbréfaþingi
íslands nam 478.279 krónum að
nafnvirði á mánudaginn en
markaðsverð var 3.995.521
króna. Hæst fór gengi bréfanna í
8,42 en 8,25 var lægsta sölu-
gengi dagsins. — GG
Véstfírsk Sam-
fylking fuUmótiid
Gengid hefur verið
frá framboðslista
Samfylkingariimar á
Vestfjörðum og er Sig-
hvatur Björgvinsson í
fyrsta sæti en Karl V
Matthíasson í öðru.
Samfylkingin á Vestfjörðum hef-
ur ákveðið framboðslistann fyrir
næstu Alþingiskosningar. List-
ann leiðir Sighvatur Björgvins-
son, formaður Alþýðuflokksins,
en í 2. sæti er sr. Karl V. Matth-
íasson, sóknarprestur í Grundar-
firði, sem þjónaði Isfirðingum
um árabil á árum áður.
Þriðja sætið er skipað fulltrúa
Kvennalistans Sigríði Ragnars-
dóttur, skólastjóra Tónlistaskóla
Isafjarðar. I næstu sætum koma
Guðbrandur Stígur Ágústsson,
skólastjóri grunnskólans á Pat-
reksfirði úr röðum Alþýðubanda-
lagsins; Arnlín Oladóttir, vist-
Sighvatur Björgvinsson. Skipar
l.sæti Samfylkingar á Vestfjörðum.
fræðingur í Bjarnarfirði á
Ströndum, sem er hópi óháðra
en er úr „kvóta“ Kvennalistans;
Anna Stefanía Einarsdóttir, fisk-
verkakona á Patreksfirði og Al-
þýðuflokksmaður; Gylfi Þ. Gísla-
son, lögreglumaður á Isafirði úr
röðum Alþýðuflokksmanna; Val-
dís Bára Kristjánsdóttir, formað-
ur Verkalýðsfélagsins Brynju á
Þingeyri og kemur úr röðum
óháðra; Bryndís Friðgeirsdóttir,
svæðisfulltrúi Rauða lo-ossins á
ísafirði, bæjarfulltrúi ísafjarðar-
listans og kemur úr Alþýðu-
bandalaginu og í neðsta sætinu
er Jóna Valgerður Kristjánsdótt-
ir, oddviti Reykhólahrepps og
fyrrverandi þingmaður Kvenna-
Iista.
Nokkrum erfiðleikum var háð
að fá tilnefningar Kvennalistans
á Samfylkingarlistann en eftir að
það lá nokkuð ljóst fyrir þurfti
ekki nema tvo fundi til þess að
ganga frá framboðslistanum.
Nokkrir gáfu kost á sér í efsta
sæti Alþýðubandalagsins, þ.e. 2.
sæti listans, þ.m.t. Guðbrandur
Stígur Ágústsson, sem skipar 4.
sætið og Heimir Már Pétursson,
sem síðar dró sig til baka og
ákvað að fara í prófkjörsslag
Samfylkingar í Reykjavík. Engin
ágreiningur var um að kratar
skipuðu efsta sæti listans. - GG