Dagur - 12.02.1999, Side 7
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 - 7
ÞJÓÐMÁL
F élagshyggjufolk í sam-
íyikmgu til sigurs
HEIMIR
INGI-
MARSSON
FV. BÆJARFULLTRÚI
SKRIFAR
Næst komandi laugardag gefst
íbúum á Norðurlandi eystra
tækifæri til að taka þátt í einu
mikilvægasta prófkjöri sem hald-
ið hefur verið á vinstri væng ís-
lenskra stjórnmála. Samfylkingin
er fyrsta raunhæfa tilraunin sem
gerð hefur verið í áratugi til að
sameina róttæka jafnaðarmenn í
eina breiðfylkingu. Breiðfylkingu
sem berst fyrir jöfnuði, félags-
legu réttlæti og lýðræði.
Reynsla síðustu áratuga sýnir
að vinstrimenn hafa ekki megnað
að komast til þeirra áhrifa sem
samanlagður stuðningur við hug-
sjónir þeirra ætti að tryggja þeim.
Það er aðallega vegna þess að
þeir hafa barist innbyrðis um
hylli kjósenda. Allt félagshyggju-
fólk á Islandi er sammála um þau
Frá utankjörfundaatkvæðagreiðslu í prófkjöri Samfylkingarinnar á
Norðurlandi eystra.
grundvallar stefnumál sem Sam-
fylkingin ætlar að beita sér fyrir.
Fái Samfylkingin gott brautar-
gengi til að koma þessum málum
áfram, er það vísir á allt annað
samfélag en hefur verið í mótun í
átta ára stjórnartíð Sjálfstæðis-
flokksins.
Þeir sem borið hafa hitann og
þungann af fæðingu Samfylking-
arinnar í hverju kjördæmi fyrir
sig, hafa neitað að gefa eftir
drauminn um öfluga breiðfylk-
ingu félagshyggjufólks þó oft hafi
blásið hressilega á móti. Þetta á
ekki hvað síst við í Norðurlandi
eystra. Þetta er til marks um það
hvað óskin um stóra og öfluga
hreyfingu róttækra jafnaðar-
manna á sér djúpar rætur í huga
fólks.
A laugardaginn er hins vegar
komið að almenningi að sýna í
verki að hann vill að þessi hreyf-
ing eflist og dafni. Sex einstak-
Iingar, allt ágætt fólk, bjóða fram
krafta sína í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar. Eg vil hins vegar
hvetja alla þá sem kosið hafa AI-
þýðubandalagið í gegnum árin að
veita þeim einstaklingum sem
koma að prófkjörinu í gegnum
bandalagið, góðan stuðning.
Með því sýna róttækir jafnaðar-
menn að þeir vilja samfylkja hér í
kjördæminu. Það er því mikil-
vægt að þau Örlygur Hnefill
Jónsson og Kristín Sigursveins-
dóttir komi vel út úr prófkjörinu.
Þau Örlygur og Kristín eru
bæði einlægir samfylkingarsinn-
ar og eru staðráðin í að beita sér
fyrir jöfnuði og félagslegu rétt-
læti, ekki bara milli einstaklinga
heldur einnig milli landshluta.
Þau hafa Iagt áherlsu á að hér í
kjördæminu eru miklir möguleik-
ar ef heimamönnum er gert kleift
að rækta þá. Þetta er einmitt eitt
af megin áhersluatriðum Sam-
fykingarinnar. Hún vill losa ein-
staklinga og fyrirtæki undan
skömmtunarvaldi núverandi
stjórnarflokka og láta almennar
lýðræðisreglur ráða.
Islendingar vilja að félagslegt
réttlæti ríki í þjóðfélaginu. Þeir
vilja að þeir sem eru veikir, fatl-
aðir eða aldraðir fái vandaða fé-
lagslega þjónustu burt séð frá
efnahag og búsetu. Islendingar
vilja opinbert menntakerfi sem
stendur öllum opið, líka þeim
sem ekki geta greitt skólagjöld
eins og í vaxandi mæli er farið að
innheimta.
„...hvað er auður og afl og hús
ef emgin jurt vex í þiuui kms?“
KRISTIN
SIGUR-
SVEINS
DOTTIR
ÞÁTTAKANDI i
PRÚFKJÖRI SAM-
FYLKINGAR Á NORÐUR-
LANDI EYSTRA SKRIFAR
í hvernig samfélagi viltu lifa?
Hvað finnst þér skipta mestu
máli? Hver er forgangsröð þín?
Um þetta snúast kosningar. I
kosningum veljum við okkur þá
fulltrúa sem okkur finnst líkleg-
astir til að vinna að okkar mál-
um. Nú sjáum við fram á nýjan
valkost. Samfylking félags-
hyggjufólks og jafnaðarmanna er
að mótast og verða að því afli
sem við höfum mörg beðið eftir.
Afli til áhrifa. Afli til breytinga.
Samfylkingin Ieggur áherslu á
manngildi fremur en auðgildi.
Við viljum lifa í samfélagi sem
byggir á virkri þátttöku kvenna
og karla í ljölskyldulífi, atvinnu-
lífi og við mótun samfélagsins.
Samfélagi sem rúmar ólíkar fjöl-
skyldugerðir og virðir réttindi
barna. Samfélagi þar sem kyn-
ferði ákvarðar ekki stöðu fólks.
Samfélagi lýðræðis og valddreif-
ingar. Samfélagi þar sem sam-
hjálp og félagslegar áherslur eru í
heiðri hafðar.
Fjölskyldustefna 1 orði...
I daglegu amstri gleymist okkur
stundum hvað skiptir mestu
máli. Við segjum flest að fjöl-
skyldan sé okkur dýrmætust en í
raun verjum við meiri tíma og
orku í ýmislegt annað. Sumir
gleyma sér í kapphlaupi um ver-
aldleg gæði, aðrir eiga fullt í
fangi með að hafa í sig og á.
Hvort tveggja er jafn slæmt fyrir
fjölskyldur okkar og þjóðfélagið í
heild.
Fjölskyldustefna er gagnslaus
nema henni fylgi úrræði. Til þess
að fjölskyldur geti ræktað hlut-
verk sitt þarf að skapa þær að-
stæður í samfélaginu sem nauð-
synlegar eru. Ráðstafanir í
skattamálum, heilbrigðismálum,
menntamálum, tryggingarmál-
um, lífeyrismálum og félagsmál-
um verða að taka mið af heildar-
hagsmunum fjölskyldunnar og
jafnrétti kynjanna.
Allir eru sammála um að ótækt
sé að börn gangi meira og minna
sjálfala og sameiginlegur tími ijöl-
skyldunnar sé takmarkaður við
hálftíma á morgnana og ldukku-
tíma um kvöldmat. Öðru hverju
fyllast fjölmiðlar af fréttum af
börnum og unglingum sem Ienda
í vanda sem beint eða óbeint má
rekja til sambandsleysis eða van-
rækslu á heimili. Þá er rætt um
úrræði, eitthvað sem losar okkur
við vandann. Það er bara of seint
í rassinn gripið. Fyrirbyggjandi að-
gerðir þurfa að fá meira vægi.
Margoft er búið að sýna fram á að
slík vinnubrögð eru ekki bara
vænleg til árangurs heldur eru
þau líka ódýrari þegar til Iengri
tíma er litið. Hvenær ætlum við
að fara að nýta okkur þessa vit-
neskju fyrir alvöru?
...og á borði
Hlutverk ríkisvaldsins er að búa
þannig um hnúta að fólk geti
sinnt fjölskyldu sinni. AHir ættu
að geta Iifað af dagvinnulaunum
sínum. Foreldrar þurfa að geta
skipt með sér ábyrgð á barnaupp-
eldi. I þeirri ábyrgð felast gæði
sem bæði kynin eiga að njóta.
Launa- og aðstöðumunur kynja
þarf að hverfa. Til þess að þetta
verði að veruleika þarf að endur-
skoða jafnréttislöggjöfina, hugs-
anlega þarf að herða viðurlög við
brotum á lögunum til að þeim
verði fylgt. Ríki og sveitarfélög
geta gengið á undan með góðu
fordæmi í þessum efnum. Auk-
inn sjálfstæður réttur feðra til or-
lofs með ungum börnum sínum
mun smám saman verða til þess
að breyta viðhorfum í samfélag-
inu og styðja aukið jafnræði með
kynjunum til hagsbóta fyrir okk-
ur öll, ekki síst börnin. Stórefla
þarf aðgang fólks að almennri
ráðgjöf t.d. þegar fólk á í uppeld-
is- eða sambúðarvanda. Slík for-
varnarvinna og önnur sambæri-
leg á að vera fólki mun ódýrari en
nú er. Það skýtur skökku við að
samfélagið grípi fyrst inn þegar
fólk er komið í þrot. Skynsamleg-
asta Ieiðin er að gera fólki kleift
að leysa sín mál sjálft. Efla það til
dáða með upplýsingum, hvatn-
ingu og fræðslu.
Fyrirsögn þessarar greinar er
sótt í Sjálfstætt fólk eftir Halldór
Laxness. Bjartur í Sumarhúsum
áttaði sig of seint á því hvað
skiptir mestu máli. Látum það
ekki verða okkar hlutskipti.
I opnu prófkjöri Samfylkingar-
innar á Norðurlandi eystra næst-
komandi laugardag veljum við þá
fulltrúa sem skipa munu fjögur
efstu sæti listans.
Veldu þinn fulltrúa.
Fiim Birgisson til forastu
BENEDIKT
GUÐ-
MUNDSSON
ipfj-f SKRIFAR
JS|
Á laugardag fer fram prófkjör
Samfylkingarinnar á Norður-
landi eystra og meðal frambjóð-
enda er Finnur Birgisson, arki-
tekt á Akurcyri. Finnur á ættir
að rekja til Isafjarðar og faðir
hans, Birgir Finnsson, var þing-
maður Alþýðufiokksins á Vest-
fjörðum og var m.a. forseti AI-
þingis um árabil.
Finn hef ég þekkt frá því á
unglingsárum mínum og þekki
hann ekki af öðru en heiðarleika
og ríkri réttlætiskennd. Hann
hefur lengi barist fyrir umbótum
á skattakerfinu, sem af flestum
er viðurkennt að vera meingall-
að, og hefur hann ritað margar
greinar um þau mál. I tilefni af
framboði Finns hefur hann tekið
saman bækling með greinum sín-
um allt frá árinu 1994 og virðast
þær standast tímans tönn sem
segir manni það að lítið hefur
verið gert af hálfu stjórnvalda til
meira réttlætis í skattamálum
Iandsmanna.
I greinum sínum hefur Finnur
íjallað sérstaklega um svokallaða
jaðarskatta, sem einna helst
bitna á fólki með börn á framfæri
og meðaltekjur. Hugtakið jaðar-
skat'tar stendur fyrir samanlögð
áhrif beinna skattagreiðslna og
skerðinga á endurgreiðslum.
Ymsar endurgreiðslur í skattkerf-
inu eru tekjutengdar og lækka
með hækkun tekna upp að
ákveðnu marki. Má þar nefna
barnabótaauka, vaxtabætur ofl.
Eg býst við, lesandi góður, að
þú sért ekkert öðruvísi en ég
hvað það varðar að pæla ekkert
of mikið í því frá degi til dags
hvernig við erum skattpínd eða
hvernig þjóðfélaginu er almennt
stjórnað. Kannski er það vegna
þess að okkur finnst stjórnmála-
menn oftar en ekki tala á þeim
nótum að ekki er fyrir hvítann
mann að skilja þá. Því er það holl
lesning að lesa bækling Finns þar
sem fjallað er um skattamál á
einfaldan, en skýran hátt, þannig
að allir geta skilið um hvað málið
snýst. Nú gefst þér, lesandi góð-
ur, tækifæri til að hafa áhrif á
hver mun leiða lista Samfylking-
arinnar á Norðurlandi eystra og
fá til forustu mann sem kann skil
á og skilur hvað brennur fyrst og
fremst á okkur íbúum iands-
byggðarinnar. Það er ekki hvort
auðlindaskattur verði lagður á
útgerðina eða hvort við göngum í
EB á næstunni eða hvort herinn
fari úr landi eða hvort við virkj-
um hér eða þar. Nei það eru
málefni sem snerta þig og mig og
fjölskyldur okkar. Það eru at-
vinnumál og að við getum Iifað á
laununum og okkur sé ekki refs-
að fyrir það að vilja afla meiri
tekna til að koma okkur þaki yfir
höfuðið með ósanngjörnum jað-
arsköttum. Við viljum að velferð-
arkerfið sé fyrir alla og að öllum
sé gert kleift að mennta sig án
tilllits til búsetu. Öll viljum við
\dðhalda byggð á sem flestum
stöðum og bæta samgöngur.
Þessi mál eru alltaf í umræð-
unni, og mörg fleiri, en stundum
þarf að skipta um menn í forust-
unni til að ferskir vindar blási um
þingsali. Því skora ég á alla þá
sem vilja breytingar, og um leið
hafa áhrif á hver Ieiðir Iista Sam-
fylkingarinnar á Norðurlandi
eystra að kjósa Finn Birgisson í
fyrsta sæti í prófkjörinu.