Dagur - 12.02.1999, Qupperneq 12

Dagur - 12.02.1999, Qupperneq 12
12 - FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 Om^t ÍÞRÓTTIR Danir skelltu Króötinn Feiknasterk miðja Frakka skóp langþráð- an sigur þeirra gegn Englendingum á Wembley. Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í Evrópu á miðviku- dagskvöldið og þar vakti að sjálf- sögðu mesta athygli sigur heims- meistara Frakka á Englending- um á sjálfum Wembiey-vellin- um. Frakkar hafa ekki unnið Englendinga á Wembley í 47 ár. Bæði mörk Frakka gerði Nicolas Anelka, leikmaður Arsenal, en vörn Englendinga stjórnaði Tony Adams, félagi Anelka í Arsenal. Það voru öðrum fremur miðju- menn Frakka, Zidane, Petit og Deschamps, sem skópu sigurinn en miðjumenn Englendinga sáu ekki til sólar í leiknum. Bronslið Króata tapaði á heimavelli gegn Dönum og hefur gengi Króata eftir heimsmeist- arakeppnina verið fremur dap- urt. Mark Dana gerði Ebbe Sand. Onnur úrslit urðu þau að Júgóslavar unnu Möltu 3-0, Pól- land og Finnland gerðu jafntefli 1 -1, Kýpur vann San Marínó 4-0 en sá leikur var í undankeppni EM, Svíar unnu Túnis 1-0, Irar unnu Paraguay 2-0, Albanía vann Makedoníu 2-0 en marka- laust jafntefli varð í leikjum Portúgala gegn Hollendingum og Itala gegn Norðmönnum. - GG Zidane á skot að marki Englendinga en Darren Anderton, Tony Adams og Martin Keown eru til varnar. Björgvin og Jóhaim Haukiir í AusturríM Þorramót Eikar í blaki öldunga fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri í dag og á morgun. Fjölmeim blákmót Allt að 500 blakmenn keppa á Akureyri um næstu helgi á tveimur mótum svo búast má við að vrða verði skellt. I KA-heimiI- inu verður fjölliðamót í blaki unglinga sem hefst á laugardag klukkan 13.00 og Iýkur á sunnu- deginum. Þátttakendur eru á aldrinum 9 til 18 ára en í 5. flokki eru leikmenn af báðum kynjum, þ.e. blandaður flokkur. Þátttökulið er 22 talsins og er þetta fyrsta mót af þremur í ís- landsmóti en bestur samanlagð- ur árangur færir viðkomandi Is- ÍÞRÓTTAVIÐTALIÐ landsmeistaratitil. Næsta mót er á Neskaupstað í marsmánuði en lokamótið í Reykjavík um pásk- ana. Um 30 lið hafa tilkynnt þátt- töku í Þorramóti Eikar í öld- ungablaki, sem fram fer í íþróttahöllinni á Akureyri föstu- dag og laugardag. Konurnar eru mun duglegri að mæta því 20 af 30 þátttökuliðum eru skipuð konum. Leikið verður eftir nýj- um reglum, en helsta breytingin er sú að stig vinnast eftir hveija hrinu. — GG Hvassviðri og mok- hríö hindrar vída skíðamótshald í Suð- ur-Evrópu. Skíðamennirnir Björgvin Björg- vinsson á Dalvík og Jóhann Haukur Hafstein í Reykjavík eru nú á Ítalíu en þeir hafa tekið þátt í mótum þar og í Sviss. Veður hefur verið mjög slæmt á þessum slóðum og mótum frestað vegna hvassviðris og snjóflóðahættu en gífurlegt fannfergi er þar eftir mikla snjókomu. Gunnlaugur Magnússon, far- arstjóri þeirra, segir þá félaga stefna að þátttöku á austurríska unglingameistaramótinu eða að taka þátt í Europa-Cup á Cella- Nevea við landamæri Italíu, Austurríkis og Júgóslavíu. A mið- vikudagsmorgun áttu þeir félag- Björgvin Björgvinsson, íþróttamað- ur Dalvíkurbyggðar 1998, er nú á keppnisferðalagi í Suður-Evrópu ásamt Jóhanni Hauki Hafstein. ar að taka þátt í stórsvigi á móti á Ítalíu, en því varð að fresta þar sem vindstyrkur mældist 12 vindstig í brautinni. — GG Fyrsti siguriim að komast í Jóhann Guðjónsson fomiaóurhandknattleiks- deildar UMFA Afturelding mætirFH- ingurn í úrslitum í bikar- keppni HSÍ í sínum fyrsta alvöruleik áfjölum Laug- ardalshallar. Jóhann Guð- jónsson segir að Mosfell- ingarætli að hafa gaman aðieiknum, en mestgam- anverðiaðsigra. - Hvernig undirbúa Mosfelling- ar sigfyrir bikarúrslitaleikinn? „Við erum þegar komnir í gang með forsölu aðgöngumiða, sem eru seldir í versluninni Basic í Mosfellsbæ. Við fengum 1500 miða til að selja og strax á fyrsta morgninum seldust 200 miðar. Forsalan verður opin áfram fram á keppnisdag á sama stað og í kvöld er opið til klukkan 21:00 og svo á morgun meðan miðar end- ast. I dag er verið að dreifa bældingi í öll hús í bænum þar sem við kynnum dagskrána fyrir leikinn. Við verðum með heilmikla fjöl- skylduhátíð í Kjarnanum sem hefst klukkan 11:00 á keppnisdag og þar verður ýmislegt á dagskrá. Skólahljómsveitin okkar mun leika létt lög og krakkarnir fá að mála sig fyrir leikinn. Þar verðum við einnig með boli og húfur til sölu og klukkan 14:30 verða fríar rútuferðir á Ieikínn. Þeir Bjarki Sigurðsson og Berg- sveinn Bergsveinsson munu í dag heimsækja skólana í bænum og munu þar ræða við krakkana. Eg á því von á mikilli stemmningu hjá unga fólkinu." - Er tnikil stemmning í bæn- nm? „Það er öruggt. Við finnum að mikil stemmning er fyrir leiknum, enda er þetta í fyrsta skipti sem liðið kemst í úrslit bikarsins. En fyrst og fremst verður þetta gam- an og ennþá meira gaman ef við vinnum." - Hvað befur liðið komist lengst i bikamum áður? „Hingað til höfum við lengst komist í 8-liða úrslitin. Við erum reyndar aðeins búnir að leika 6 ár í efstu deildinni í þessari lotu, en erum komnir til að vera og von- andi verður þ upphafið að ennþá meiru.“ - Hvað fmnst þér um mótherj- ana? „FH-ingarnir eru geysiöflugir og staða þeirra í deildinni gefur alls ekki rétta mynd af styrkleika liðsins. Þeir búa yfir mikilli bikar- hefð og í svona úrslitaleik eru menn að hugsa um allt annað en stöðuna í deildinni. Þeir eru vel mannaðir í öllum stöðum og gömlu refirnir þeir Guðjón Árna- son, Gunnar Beinteinsson, Hálf- dán Þórðarson og Kristján Arason ætla sér örugglega ekkert annað en sigur.“ - Eru Mosfellingar í góðu formi? „Við mætum til leiks með okkar sterkasta lið og allir eru í góðu standi. Við mætum óhræddir til leiks, enda höfum við yfir að ráða mikilli reynslu þó við höfum ekki bikarhefðina. Ef við berum saman leikmenn liðanna þá höfum við innan okkar raða leikmenn eins og Bergsvein Bergsveinsson og Sigurð Sveinsson sem urðu tvisv- ar bikarmeistarar með FH. Bjarki hefur einnig unnið tvo bikartitla með Víkingi og svo hefur Einar Gunnar Ieikið bikarúrslitaleik með Selfyssingum gegn Val. Þetta eru allt leikmenn með mikla reynslu, auk þess sem við höfum á að skipa Iitháensku leikmönn- unum Gintas og Gintaras, sem báðir hafa mikla Ieikreynslu. I okkar byrjunarliði eru það því að- eins Jón Andri og Magnús Már s. ekki hafa meiriháttar Úrvalsdeild- iníkörfu afturígang Leildð var í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld eftir nokkurt hlé vegna úrslitaleikj- anna í bikarkeppninni. Fimm umferðir eru eftir í deildar- keppninni og fyrir umferðina í gærkvöld höfðu Keflvíkingar nokkuð örugga forystu með 30 stig en Njarðvík og KR-ingar koma næst með 24 stig. Snæ- fellingar eru í 8. sætinu með 14 stig en þeir eiga sæti í úrslita- keppninni ekkert víst þar sem Skagamenn eru með 12 stig en lengra er í Skallagrím og Þórsara með 8 stig. Valsarar eru langneðstir, hafa aðeins unnið einn leik. Úrslit leikja í gærkvöld voru eftirfarandi: ÍA-Tindastóll 68:75 Skallagrímur-Snæfell 67:68 UMFG-Keflavík 92:75 Haukar-KR 59:78 Valur-Þór 97:73 KFÍ-UMFN verður leikinn í kvöld. Bfkarmót í sklðagöngu Bikarmót SKI í skíðagöngu verð- ur haldið í Hlíðarfjalli við Akur- eyri nk. laugardag og sunnudag. A Iaugardag verður keppt í frjálsri aðferð, karlar 20 ára og eldri keppa í 1 5 km, piltar 17- 19 ára í 10 km, drengir 15-16 ára í 7,5 km, drengir 13-14 ára í 5 km, konur 17 ára og eldri í 7,5, stúlkur 15-16 ára í 5 km og stúlkur 13-14 ára í 3,5 km. A sunnudeginum er keppt með hefðbundinni aðferð, tveggja manna start. Karlar 20 ára og eldri hlaupa 20 km, piltar 17-19 ára 10 km, drengir 15-16 ára 5 km, drengir 13-14 ára 3,5 km, konur 17 ára og eldri 5 km, stúlkur 15-16 ára 3,5 km og stúlkur 13-14 ára 2,5 km. Spáð er hægri suðvestan átt og kóln- andi veðri svo ekki ætti að væsa um göngumenn. - GG reynslu. Þess vegna má segja að fyrir utan hefðina og stöðuna í deildinni þá standi þessi tvö lið nokkuð jafnt að vígi.“ - Hvemig undirbýr liðið sig fyrir leikinn? „Undirbúningurinn fyrir þenn- an leik er mjög hefðbundinn. Leikmennirnir munu mæta í þennan leik eins e . ' . Ie.” '. Þetta er þó enginn venjulegur leikur og í fyrsta skipti sem Aftur- elding mætir á fjalir Laugardals- hallar í alvöruleik. Þetta er því stór stund fyrir strákana." - Verður háttð í Mosfellsbæ ef sigur vinnst? „Mosfellingar fara með því hug- arfari í leikinn, að ætla sér sigur og ekkert annað. Okkar fyrsti sig- ur var þó að komast í úrslitaleik- innn i fyrsta sinn í sögu félagsins og þess vegna er auðvitað búið að undirbúa mikla sigurhátíð í íþróttamiðstöðinni. Þar mun bæj- arstjórn bjóða til „sigurveislu", þar sem boðið verður upp á risa- tertu og vonandi flugeldasýningu f tilefni bikarsigurs."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.