Dagur - 16.02.1999, Qupperneq 2

Dagur - 16.02.1999, Qupperneq 2
18 - ÞRIÐJUDAGU R 16. FEBRÚAR 1999 rDwytr' LÍFIÐ í LANDINU ■ SMATT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Sighvatur Björgvinsson. Guðný Guðbjörnsdóttir. GULLKORN „Atkvæðagreiðsl- an í öldungar- deildinni í gær bindur enda á þrettán mánaða langt ferli sem hófst fyrir rúmu ári...“ Forsíðufrétt í Mbl. Góðir dagar án Guðnýjar Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður og hag- yrðingur, var staddur út í Kaupmannahöfn þegar mest gekk á í málum Guðnýjar Guð- björnsdóttur. Þegar hann heyrði af því að Guðný ætlaði ekki að taka sæti 8. á listanum orti hann: Góðir dagar án Guðnýjar gáfust okkur hjá þeim. Gefi okkur guð nýjar gæðakonur frá þeim. Hólminn Síðan fréttist það til Kaupmannahafnar að Guðnýju hefði snúist hugur og að hún ætlaði að taka áttunda sætið eftir allt saman. Þá orti Sighvatur aðra vísu: Kvennalistakonur ættu að muna að komnar eru þær í Fylkinguna. Á meðan hltfir hulinn vemdarkraftur hólmanum þar sem Guðný snéri aftur. Hverfisteinninn og ljárinn Frægur kennari í ræðumennsku var eitt sinn spurður að því hvernig hann færi að því að kenna fólki ræðumennsku, þar sem hann sjálf- ur væri afar lítill ræðumaður: „Hverfisteinarn- ir slá ekki grasið þótt þeir skerpi Ijáina," svar- aði kennarinn. Mykjudreifarinn I vestfirska blaðinu Skutli er saga af því þegar bændur í Munaðamesi í Arneshreppi á Strönd- um keyptu sér mykjudreifara í félagi við nokkra bændur í nágrenninu fyrir rúmum 30 árum síð- an. Bændum kom saman um að lána ekki dreifarann til notkunar öðrum en eigendum, því hann myndi trúlega ekki endast lengi ef allir í hreppnum fengju afnot af honum. Fljótlega reyndi á þetta því Guðmundur P. Guðmundsson frá Melum í Trékyllisvík bað um að fá dreifar- ann lánaðan. Allir bændurnir nema Munaðar- nesmenn vildu lána Guðmundi dreifarann, en þeir vildu standa á því sem samþykkt hafði verið um að lána hann ekki. Guðmundur fékk því ekki dreifarann og mislíkaði það töluvert. Nokkru seinna þurftu Munaðarnesbændur að halda kú. Kom þá í ljós að hvergi var naut að hafa nema hjá Guðmundi á Melum og var leitað til hans. Ekki stóð á svari Guðmundar við þess- ari málaleitan: „Getið þið ekki notað helvftis skítadreifarann á beljuna?" Ég er að hugsa Onefndur þingmaður er sagður hafa komið að Halldóri Ásgnmssyni utanríkisráðherra í þung- um þönkum á kaffistofu þingsins og spurt hvort hann gæti aðstoðað hann. „Nei, það held ég ekki,“ svaraði Halldór. „Eg er að hugsa.“ Þessi sagar er úr bókinni Herra forseti. Hugrún Þorsteins- dóttir er markvörð- ur og fyrirliði liðs Fram í handknatt- leik, sem vann Hauka 17-16 íbik- arúrslitaleik um helgina. Samstaðan er lykillinn Alltíkríngum leík- inn var tilfyrirmynd- ar. Viðfórum útað borða samanfórum í sund. Við vorum saman alla vikuna held ég. SPJALL og svona. Við I liðinu sei lagið. Hugrún segir það hafa styrkt liðið mikið. „Auk þess komu Jóna Björg Pálmadóttir frá Húsavík og Díana Guðjónsdóttir, systir Guðríðar, í hópinn. Þegar maður er byrjaður að vinna Ieiki eins og núna þá fer sjálfsálitið uppá við.“ Liðinu hefur gengið vel í deild- inni í ár og þakkar Hugrún það þjálfaranum Gústav Björnssyni. Hugrún segir að hópurinn hjá Fram sé fremur fámennur en þeim mun betri stemmning sé í hópn- um. „Samstaðan er lykillinn að þessu. Allt í kringum leikinn var bara til fyrirmyndar. Við fórum út að borða saman og Gústi var með marga fundi og við fórum í sund vorum saman alla vikuna held ég.“ m lagði Haukana að velli á laugar- Fram varð bikarmeistari í hand- knattleik kvenna á laugardaginn. Hugrún Þorsteinsdóttir, mark- vörður og fyrirliði Iiðsins, varði eins og berserkur. Handknatt- leikskonur Framara hafa 12 sinnum unnið bikarmeistaratitil. „Við byrjuðum alveg rosalega vel komumst í 7-1, spiluðum góða vörn og það skóp sigurinn. Við skoruðum ekki nema fimm mörk í seinni hálfleik," sagði Hugrún í gær þegar hún stóð við diskinn og afgreiddi bollur í Alf- heimabakaríi. Hún á þriggja ára son sem kemur með henni á æf- ingar. „Hann fær að spranga um svæðið á meðan mamman er á æfingu,“ segir Hugrún og bætir við að snáðinn sé oft ansi þreyttur á eftir en hún eigi góða fjölskyldu sem að er dugleg að passa. Hugrún hefur æft handknattleik frá því hún var ellefu ára, þá fór hún á æfingu hjá Aftureld- ingu. Árið eftir fór hún yfir til Fram. „Eg var varamarkmaður hjá Kolbrúnu í átta ár en er núna búinn að vera aðalmarkmaður í fjögur. Eg hef spilað í meistarflokki síðan ég var 15 ára,“ segir I lugrún. Munar iitn reynsluboltana Það er löng handboltahefð f Safamýrinni en tímabilið í fyrra var ekki félaginu gæfulegt en í vor komu tvær rússneskar konur til liðs við fé- daginn voru gamlar kempur eins og Arna Stein- sen og Guðríður Guðjónsdóttir. „Það náttúru- lega munar um það að hafa svona reynslubolta í liðinu. Þær komu inn íyrst útaf meiðslum, við erum bara tólf í hópnum. Þær byrjuðu á að spila með okkur bikarleikina og það var ákveðið að þær skyldu vera með ef við kæmumst áfram. Annars eru þær bara búnar að vera að spila í B- deildinni," segir Hugrún Þorsteinsdóttir, sem einnig er í landsliðshópnum sem er að fara til Króatíu á miðvikudaginn að leika í forkeppni Heimsmeistaramótsins. -FJESTA FRÁ DEGI TIL DAGS „Soltinn maður er ekki frjáls maður.“ Adlai Stevenson Þau fæddust 16. febrúar • 1911 fæddist ástralski rithöfundurinn Hal Porter. • 1926 fæddist breski leikstjórinn John Schlesinger. • 1958 fæddist Björn Thoroddsen gítar- leikari. • 1959 fæddist bandaríski tennisleikar- inn John McEnroe. • 1978 fæddist Vala Flosadóttir stangar- stökkvari. Þetta gerðist 16. febrúar • 1931 tók P. E. Svinhufvud við forseta- cmbætti f Finnlandi. • 1956 var dauðarefsing afnumin í Bret- Iandi. • 1959 tók Fidel Castro \ið völdum á Kúbu. • 1982 var kona í fyrsta sinn kosinn for- seti á Möltu, Agatha Barbara að nafni. • 1986 var Mario Soares kosinn forseti í Portúgal. Merkisdagurinu 16. febr. I dag er sprengidagurinn. Heimildir frá miðri 18. öld greina frá tilhaldi með kjötáti á sprengidag og er líklegt að slík matarveisla eigi rætur í kaþólskum sið. Þá var kjöt lítt við hæfi rúmhelga daga í föstuinngangi en - kjötveislan kann að hafa flust af sunnu- dagskvöldinu til þriðjudagsins við siðaskipt- in. Hangikjöt var lengstum helstur veislu- kostur, enda salt af skornum skammti, en frá síðára hluta 19. aldar er vitað um salt- kjöt og baunir á sprengidaginn. Vísan Vísa dagsins er tileinkuð föstuinngangin- um, sem var mikil Iífsnautnavika íyrr á tímum: Þriðjudag íföstuinngang, það er mér í minni, þá á hver aðfalla ífang þjónustunni sinni. Afmælisbam dagsins Kim Jong II, Ieiðtogi hinna hungruðu íbúa Norður-Kóreu, er 58 ára í dag, en hann fæddist í Síberíu árið 1941. Eftir að faðir hans, Kim II Sung, dó í júlí 1994 tók Kim Jong II óformlega við stjórn landsins, en þurfti samt að bíða í þrjú ár áður en hann var loks í október 1997 formlega gerður að leiðtoga Kommúnistaflokksins, sem er æðsta valdastaða í þessu volaða landi. Brúðkaupsnóttin Eftir brúðkaupsveisluna var unga parið komið í hjónasvítuna. Brúðurinn skrapp á salernið en kom að manni sínum þar sem hann kraup fyrir framan rekkjuna. „Hvað ertu að gera?“ spurði hún. „Eg er biðja um handleiðslu," svaraði brúðguminn. „Eg get séð um það,“ svaraði hún. „Biddu frekar um þolgæði." Veffang dagsins Norðurlandaráð er með heimasíðu sem einhverjir kynnu að hafa áhuga á: ivww. norden.org - Þar er að finna fréttir og upplýsingar af ýmsu tagi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.