Dagur - 16.02.1999, Side 5

Dagur - 16.02.1999, Side 5
 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 19 9 9 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Hvatasirkus lsk-klasans Lóa Aldísardóttir skrifar Náttúruóperan Leikfélag Menntaskól- ans við Hamrahlíð Leikstjóri: HarpaArnar- dóttir Handritshöfundur: Andri Snær Magnason Tónlistarstjórn og höf- undar tónlistar: Gunnar Örn Tynes, Örvar Þór- eyjarson Smárason. Hljómsveit: Úrúbúrúkvintettinn I nostalgíukasti yfir hreinsilagarlykt- inni á ganginum í Menntaskólanum við Hamrahlíð settist maður fullur tortryggni inní sal þar sem var að hefjast frumsýn- ing á Náttúruóperunni eftir Andra Snæ Magnason í flutningi Leikfélags MH. Það er skemmst frá því að segja að þetta var kraftmikil sýning, hópurinn heildstæður og uppfærslan metnaðarfull. E-lsk-a Það er lsk-klasinn sem er einkum að þvælast fyrir Baldri, aðalpersónu verks- ins, þ.e. þegar sérhljóðinn „e“ fer á undan og „a“ á eftir. Viðlíka ótti og greina má hjá kaldhömruðum persónum Sindra Freyssonar og Gerði Kristnýju í þeirra nýjustu bókum, við orðin „ást“ og „elska“. Astarorðafælni kynslóðarinnar sem, skv. leikritinu, mótaðist einkum af þrennu: ajkvikmyndinni The Day After með sinni kjarnorkustríðshræðslu, b) eyðniforvarn- arfárinu, c) og var svo endanlega sann- færð um að það væri „ekkert líf eftir 15“ þegar hún sökkti sér ofan í „ung- „Lífið er hvatasirkus" segir íNáttúruóperunni og svo mjög fær iífið á aðaipersónu verksins, Baldur [Jón Gunnar Þórðarson), að hann verður nærri örvita af ringulreið hvatanna. Hið sama mætti segja um hvern þann sem hyggst ná botni í persónusafn verksins [sem er hreinasti óþarfi, vel hægt að njóta óperunnar án þess] þar sem persónur bera nöfn eins og Jökuisárgjúfur, rósótt hugsun, miðaldra Ingibjargarhugsun, Jöklasóley, heiladraugur og sápukúiuhugsun si/o einhverjar séu nefndar. linga“bækur Eðvarðs Ingólfssonar. Náttúruóperan tekst að gera þessu efni skil án þess að vera tilgerðarleg eða vandræðalega tilraun til skilgreiningar á lífi ungs fólks í lok árþúsunds - einkum og sér í lagi vegna þess að óperan er sam- ansett af fíflalátum og léttúð gagnvart al- vöru lífsins. Leikritið var unnið í spuna ásamt höfundinum, eða eins og Andri segir í Ieikskrá: „af öllum mínum börnum er þetta efiaust hið undarlegasta því það á að minnsta kosti níu mæður og um 50 manns tóku þátt í forleiknum.“ Útkoman er margradda bræðingur af óperu og ádeilu, auglýsingamennsku og stjörnu- speki og ýmsu fleira. Eins og höfundur segir þá má í leikritinu m.a. greina sterk áhrif frá klassískri óperu, grískum harm- og gamanleikjum, skandinavísku raunsæi, absúrdisma, súrrealisma, Shakespeare, sirkus, þjóðsögum og teiknimyndum. Og þetta er ekki orðum aukið. Leitin að orðinu Leiðarstjarnan á ferðalaginu um hvatalíf Baldurs er leitin að „orðinu", þessu eina sanna orði sem tjáir eitthvað sem Baldur getur ekki tjáð og hann vantar tilfinnan- lega í orðasafnið. Það var eitthvað óljóst í lokin hvort leitin hefði borið árangur. En það var allavega búið að kalla fram til- finninguna fyrir orðinu (“í nýja orðinu mínu verður fullt af sofandi Ióum“) og gefa tóninn fyrir lífið, sirkusinn sem við tökum þátt í hlaupandi á eftir árásarhvöt- inni, kynhvötinni og öðrum spriklandi púkum hvatalífsins. Hópurinn stóð sig vel í heildina enda hárétt ákvörðun að láta sýningu áhuga- leikhóps ekki standa og falla með frammistöðu fáeinna Ieikara. Sérstaklega komu þau vel út Magnea Björk Valdi- marsdóttir sem liafði mjög tilgerðarlausa og sterka nærveru á sviðinu og Jón Gunnar Þórðarson (Baldur) sem hafði sérstaklega fína slyttislega líkamsbeit- ingu. Ótal fleiri höfðu hnyttin hlutverk sem voru vel af hendi leyst. Náttúruóper- an er eiginlega eins metnaðarfull sýning og hægt er að kreíjast af leikfélagi í fram- haldsskóla. Verkið er nýtt og unnið í sam- ráði við hópinn, tónlistin samin fyrir verkið og var flutt lifandi á sýningunni og flögrandi hýjalínshandbragðið hennar Hörpu Arnardóttur leikstjóra fór Ijómandi vel saman við kraftmikinn hálfkæringinn í textanum og Ieiknum. Til hamingju! Saltkjötog bauntr SVOJMA ER LIFID Pjetur St. flrason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is í dag er sprengidagur. Þá belgja menn sig út af kjöti, því eftir þessa viku hefst Iangafasta og trúaðir menn borða ekki kjöt fyrr en á páskunum, þegar þeir komast í páskalambið. Sá siður að borða saltkjöt og baunir þennan daga á sér rætur aftur á síð- ustu öld. Heyrt hef ég sagt frá heilsustofnuninni í Hveragerði. Þar er ekki borðað saltkjöt á sprengidaginn einungis baunir. Þar var einu sinni maður sem gat ekki stillt sig. Hann fór útí bæ og fékk sér saltkjöt og baunir. Hann var í megrunarhóp og vigtað- ur einu sinni í viku. Hann var Ijórum kílóum þyngri eftir salkjötsátið en hann hafði verið vikuna áður. Anna Elísabet Ólafsdóttir, næringar- fræðingur hjá Nær- ingarsetrinu, segir að höfuðvandi dagsins sé saltið. „Það getur verið allt upp undir matskeið af salti í al- gengum skammti af kjöti. Baunirnar eru ekkert óhollar sem slíkar en þær geta valdið einhverjum vandræðum hvað varðar vindgang. Af því að þarmaflóran er ekki undir þetta búin hjá þeim sem eru ekki vanir þessum baunamat. Það á við um flesta Islendinga. Þeim sem eru viðkvæmir fyrir salti ráðlegg ég að borða frek- ar nýtt kjöt. Þeim sem ætla að fá sér saltkjöt og baunir, eins og ég ætla að gera að hafa kötið ekki í mjög stórum skömmtum. Borða 100-150 gr. af kjöti og hafa svo mikið af rófum, gulrót- um, kartöflum og baunum. En ekki að borða 250 gr. af kjöti. Jurtaætur sem vilja ekki borða kjöt geta haft baunasúpu með gullrótum rófum og kartöflum. Það er skemmtileg hefð að hafa svona daga. Þetta er gömul íslensk hefð. A þessum degi geta allir fundið eitthvað sem passar fyrir þá.“ Um cl>inbilviku Ég sagði hér í pistli í síðustu viku að dymbilvikan væri í þessari viku. Það er að sjálfsögðu ekki rétt því að dymbilvikan er síð- asta vika fyrir páska. Það eru ennþá tæpar sjö vikur til þeirra hátíðarhalda. Núna er hinsvegar föstuinngangur sem er síðasta vikan fyrir Iönguföstu. HVAfl ER Á SEYDI? LANGAFASTA HEFST Á ÖSKUDAG Passíusálmar Hallgrims Péturssonar eru sungnir á föstumessu í Askirkju, miðviku- dagskvöldið 17. febrúar kl. 20.30 og síðan hvert miðvikudagskvöld föstunnar á sama tíma. Kirkjukór Askirkju undir stjórn Krist- jáns Sigryggsonar leiðir sönginn. Þessar kyrrlátu stundir andagtar og bænargjörðar i Áskirkju á föstunni, hafa undanfarin ár reynst mörgum dýrmætar, bæði það að hug- Ieiða Píslargönguna í ljósi Passíusálma Hall- gríms og lífið sitt í ljósi sálmanna hans og frásagnar guðspjallanna, sem og það að kyrra hugann í bæn f)TÍr sér og öðrum. Langafasta stendur í 7 vikur frá Ösku- degi til Páska og eru föstumessur í flestum kirkjum landsins. Passíusálmarnir eru fluttir í útvarpinu (Rás 1), einn á dag alla föstuna. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kammertónleikar í Salnum Unnur Sveinbjarnardóttir, víóla, Einar Jóhannesson, klarinett og Anna Guðný Guðmundsdóttir, pianó, leika verk eftir J. Brahms, R. Schumann, Þorkel Sigur- björnsson og M. Bruch á Kammertón- leikum í Salnum tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld kl. 20.30. Leit að ungri stúlku Frumsýnt verður í hádegisleikhúsi Iðnó fimmtudaginn 18. febrúar verðlaunaverk- ið úr leikritasamkeppni sem efnt var til í haust er leið. Fyrstu verðlaun hlaut gam- anleikritið Leitum að ungrí stúlku eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Verkið fjallar um unga stúlku sem kemur í áheyrn- arprufu til ungs kvikmyndaleikstjóra sem er að gera sína lyrstu kvikmynd. Hug- myndir þeirra um lífið og listina stangast harkalega á og samskiptin taka brátt óvænta og undarlega stefnu. Ætlunin er að sýna öll verðlaunaverkin í hádegisleik- húsi Iðnó á næstunni. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Almenn handavinna, kennari er Kristín Hjaltadóttir í dag kl. 09 - 12.30. Meist- aramót Félags eldri borgara í skák ld. 13.00, þrenn verðlaun veitt. Kaffistofan opin frá kl. 10.00-13.00. Samspil löggjafavalds og dómsvalds Er yfirskrift á málþingi sem Orator Félag lögfræðinema stendur fyrir. Erindi flytja Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, Sigurður Líndal, prófessor, Valtýr Sig- urðsson, hérðsdómari, Jón Steinar Gunn- laugsson, hrl. Málþingið hefst kl. 11 í dag og er öllum opið. Sérstök hátíðarhöld verða á árshátið félagsins sem haldin verður í Perlunni i kvöld en í dag eru 79 ár frá því Hæstiréttur Islands kvað upp sína fyrstu dóma 16. febrúar 1920. Leiðrétting vegna einþáttunga Brechts I frásögn blaðsins af sýningum Skemmti- hússins að Laufásvegi 22 á einþáttungum Brechts, sem frumsýndir verða í kvöld, féll niður nafn eins leikarans og er beðist velvirðingar á því. Guðlaug María Bjarna- dóttir fer með hlutverk gyðingakonunnar (læknisfrúarinnar). Það hlutverk lék Bríet Héðinsdóttir 1966 og er sýningin nú í minningu hennar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.