Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 3
 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 - 3 FRÉTTIR Útilokar ekki mátt álfatruariimar Ingibjörg Pálmadóttir: Mannleg samskipti eru mér ofar í huga í þessu sambandi þótt ég útiioki ekkert í okkar flóknu tilveru. Heilbrigðisráðherra segir trima (á álfa) ílytja fjöH, en að líta verði á mannlegu hliðina við lausn ágreiningsmála hjá sjukrahúsinu á Sel- fossi. „Það gerist ekki útí móa.“ Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að vart sé hægt að kenna álfum um þau ágrein- ingsmál, sem upp hafa komið meðal starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi. Eins og Dagur hefur greint frá fengu framkvæmdastjóri og yfirlæknir sjúkrahússins álfasérfræðinginn Erlu Stefánsdóttur á vettvang til að ræða samstarfsörðugleika starfsfólks og nýbyggingafram- kvæmdir á staðnum við álfa við Þórishóla nú á þorranum og voru frekari viðræður boðaðar í vor þegar náttúran vaknaði. „Starfsmenn og stjórnendur verða að líta á mannlegu hliðina og leysa sinn ágreining. Það ger- ist ekki útí móa,“ segir ráðherra. En hvað finnst Ingibjörgu þá um þetta ráðslag stjórnenda Sjúkra- húss Suðurlands? „Það er alþekkt að menn leiti álits álfa á vegaframkvæmdum, einkum ef talið er að vegarstæði raski álfabyggð, en vart er hægt að kenna álfum um þau ágrein- ingsmál sem upp hafa komið eystra," segir ráðherra. Ingibjörg segist ekki hafa komið þessum viðhorfum sínum sérstaklega á framfæri við forsvarsmenn sjúkrahússins. Ráðherra ekki andvaka ut af álfuin „Alfar halda nú ekki fyrir mér vöku, enda allt gott um þá að segja. Daglegur rekstur er ekki í verkahring heilbrigðisráðherra, hvorki rekstur Ríkisspítala né Sjúkrahúss Suðurlands, og ef upp koma mál sem tengjast rekstri með þeim hætti sem þú talar um þá skipti ég mér ekki af þeim,“ segir ráðherra. Heldur ráðherra að óhefð- bundnar aðferðir af þessu tagi geti dugað f einhveijum tilvik- um? „Trúin flytur fjöll, og ef menn trúa á að álfar Ieysi ágrein- ing, eða hjálpi til við húsbygging- ar, þá vil ég ekki útiloka að trú þeirra hafi áhrif. Mannleg sam- skipti eru mér ofar í huga í þessu sambandi þótt ég útiloki ekkert í okkar flóknu tilveru,“ segir Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra. Þess má geta að Sveinn Sveinsson yfirlæknir hefur lýst því yfir að álfarnir við Þórishóla hefðu ekkert við nýbygginga- framkvæmdir sjúkrahússins að athuga, en af svörum Erlu Stef- ánsdóttur álfasérfræðings mátti ráða að viðræður myndu ekki skila slíkum niðurstöðum fyrr en náttúran hefði vaknað í vor. Hins vegar mátti skilja á henni að orkulínur á staðnum væru slæm- ar og að það kynni að hafa áhrif á hin mannlegu samskipti. - FÞG Útgerðarmaðurinn Svavar Guðna- son keypti aflann fyrir eina krónu kílóið en lögum samkvæmt má gera aflaverðmætið upptækt. Kflóið á krónu Vatneyrin BA kom til Patreks- fjarðar í gærmorgun með 35 tonna afla, aðallega þorsk, sem fékkst á Hvalbakshalla. Aflanum var landað á bíla sem voru síðan vigtaðir með aflanum á hafnar- voginni áður en haldið var til Reykjavíkur. Utgerðarmaðurinn, Svavar Guðnason, hafði keypt aflann fyrir eina krónu kílóið en lögum samkvæmt má gera afla- verðmætið upptækt. Meðalverð fyTÍr afla eins og Vatneyrin var með eru 130 til 140 krónur fyrir kílóið, þ.e. allt að 4,9 milljónir króna í stað 35 þúsund króna. Þórólfur Halldórsson, sýslu- maður á Patreksfirði, segir að málið verði sent til ríkislögreglu- stjóra samkvæmt reglugerð um rannsókn og saksókn vegna efna- hagsbóta, og heyri undir efna- hagsbótadeild ríkislögreglustjóra. Lögreglan á Patreksfirði mun fylgjast með framvindu málsins og aðstoða ríkislögreglustjóra eft- ir föngum við rannsókn málsins. - GG Félag um fast- eignir hæjaríns Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir kostina fleiri en gallana við að stofna sérstakt félag um fasteignir Akureyrarbæjar. Róttækar breytingar á fasteignamálum Ak- ureyrarhæjar lagðar til í skýrslu vinnu- hóps. Bæjarstjórí já- kvæður í garð hug- myndanna. Vinnuhópur um húsnæðismál á vegum Akureyrarbæjar hefur skilað niðurstöðum sínum til bæjaryfirvalda um framtíðarskip- an mála varðandi fasteignir bæj- arins. Hópurinn leggur eindregið til að stofnað verði sérstakt hlutafélag um allar fasteignir bæjarins. Skýrslu vinnuhópsins var dreift til bæjarfulltrúa á bæj- arstjórnarfundi í gær, en tillög- urnar eru m.a. byggðar á skýrslu sem Landsbankinn vann fyrir bæinn í vetur um einkafjár- mögnun á fasteignum. Lagt er til að þetta fasteignafé- lag Iúti sérstakri stjórn og verði hönnun, bygging og rekstur fasteigna í þágu Akureyrarbæjar allt sameinað undir eina stjórn hjá hlutafélaginu. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir þessar tillögur vinnuhóps- ins óræddar á hinum pólitíska vettvangi og því ekki eðlilegt að fram sé kominn pólitískur ágreiningur. Hann á þó síður von á að um þetta muni rísa miklar deilur enda um framfaramál að ræða. Samkvæmt þessum hugmynd- um myndu allar fasteignir bæjar- ins, hverju nafni sem þær nefn- ast, flytjast yfir í hið nýja félag. Það á jafnt við um grunnskóla, dagheimili, ráðhúsið og annað. Bærinn myndi hins vegar Ieigja húsnæðið af hlutafélaginu. Að- spurður um hvað ynnist með þessu nýja fyrirkomulagi sagði Kristján Þór að þessu fylgdu bæði kostir og gallar. Kostirnir væru fyrst og fremst þeir að allt sem snýr að hönnun, byggingu og fasteignarekstri er sameinað á einn stað og það ætti að geta gef- ið svigrún til hagræðingar og að Iækka rekstrar- og bygginga- kostnað.. „Við^gytum líkit þpílí til þess að með þessu er verið að safna saman á einn stað þekk- ingu á byggingum, viðhaldi og rekstri, sem ætti að leiða til betri vinnubragða,“ segir Kristján. Hann bætir við að í sínum huga séu kostir þessa fýrirkomulags ótvírætt meiri en gallarnir. Kristján segir að ef þessi leið verði valin, þurfi það ekki endi- lega að þýða að menn flytji úr bæjarsjóði skuldir - ekki frekar en menn vilji. „Hins vegar getum við með sama hætti sagt að vext- ir og afskriftir komi að fullu fram í rekstrarbókhaldinu," segir .lipim, . . , ji Páll fjölskylduvænn Félagsmáíaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp til Iaga sem bannar atvinnurekendum að segja starfsmönnum upp störfum vegna ábyrgðar þeirra á fjölskyldum sfnum. Frumvarpið er jafnframt staðfest- ing á samþykkt Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, ILO, um þetta efni. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASI, segir að þetta mál sé búið að vera Iengi meðal þeirra baráttumála sem verkalýðshreyfingin hefur Iagt áherslu á að verði staðfest sem lög eins og gert hefur verið á öðrum Norðurlöndum. Hann segir að samkvæmt frumvarpinu megi ekki nota það sem rök fyrir uppsögn að viðkomandi starfsmaður sé að sinna þeirri ábyrgð sem hann hefur gagnvart fjölskyldu sinni. Undir þetta geta flokkast veikindi í fjölskyldu eða jafnvel vandræði vegna barnapössunar. Halldór segist ekki geta sagt til um það hversu mikið sé um að fólki sé sagt upp störfum vegna þessara þátta vegna þess að það hefur ekki verið skráð. — grh Umhverfisþættir í skoðim Borgarráð hefur samþykkt að fela borgarverkfræðingi og skipulagsstjóra að skoða helstu umhverfisþætti og umhverfisáhrif í þeirri frumúttekt sem þeim hefur verið falið að vinna að vegna flugvallar í Skeijafirði og íbúðabyggðar í Vatnsmýrinni. Þessi bókun borgarráðs var samþykkt í framhaldi af tillögu sjálfstæðismanna að fram fari umhverfismat vegna flutnings á Reykjavíkurfiugvelli og íbúðabyggð- ar í Vatnsmýrinni. I framhaldi af þessum tillöguflutn- ingi sjálfstæðismanna lét Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri bóka að hún teldi ekki á þessi stigi for- sendur f)TÍr því að fara út í umhverfismat á flugvallar- framkvæmdum í Skerjafirði. Það var m.a. rökstutt með því að engar til- lögur Iægju fyrir um að ráðast í slíka framkvæmd. - GRH Borgiu styrkir bjórafinæli Borgarráð hefur samþykkt að verja 500 þúsund krónum vegna góugleði í tilefni af 10 ára afmæli bjórsins á Islandi þann 1. mars nk. I tilefni þessara tímamóta ætla Samtök ferðaþjónustunnar að efna til viku- langrar hátfðar á veitingahúsum. I þessum hátíðarhöldum verður lögð áhersla á bjór, mat og menn- ingu. Áformað er að þessi hátíð verði haldin 1 .-7. mars á ári hveiju, auk þess sem hún verður markaðssett bæði innanlands og erlendis. I erindi sínu til Atvinnu- og ferðamálanefndar fóru Samtök ferðaþjónustunnar einnig fram á það að fá aðstoð borgarstarfsmanna við að hengja upp kynningarefni þar sefi} þ^ð á við. — C,RH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.