Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 17.02.1999, Blaðsíða 12
12- MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 O^ur I c i i Arlm U a 462 3500 Frá (ramleiðendum „Forest Gump" og leikstjóra „Mrs. Doubtfire" kemur þessi ógleymanlega stórmynd með vin- sælustu leikkonum Hollywood í dag, þeim Juliu Roberts og Susan Sarandon. Susan Sarandon hlaut tilnefningu til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. □□ | DQLSY | D I G I T A L Miðvikud. kl. 2100 og 23.10. Vinsælasti og umdeildasti skemmti- staður allra tíma. Þar var allt leyfi- legt og diskóið réði ríkjum. Þangað komst enginn inn nema að vera annaðhvort frægur eða moldríkur. Upplifðu diskóið uppá nýtt og sjóðu erótíska útgáfu þessarar umdeildu myndar. mi°aivi Miðvikud. kl. 21. Frábær tryllihryllir frá sömu aðilum og gerðu I know what you did last summer. Frábær spennu- mynd sem fær hárin til að risa. Miðvikud. kl. 23. IIIIHOJT'l D I O I T A L Verðlaunahafar í bikarglímu kvenna. F.v. Karólína Úlafsdóttir HSK, Inga Gerða Pétursdóttir HSÞ og Brynja Hjörleifsdóttir HSÞ. Amgeir sigraði í bikarglíiminni Soffía Bjömsdóttir, HSÞ, og Andri Leó Eg- ilsson, HSK, valin efnHegustu gHmu- menn ársins 1998. Bikarglíma Islands fór fram á Laugarvatni um síðustu helgi. Bikarglíman er með útsláttarfyr- irkomulagi og standi keppendur jafnir að vinningum eftir tvær glímur eru glímdar aukaglímur til úrslita. Inflúensa setti sinn svip á mótið og varð til þess að þátttak- endur voru færri en ráð var fyrir gert. I karlaflokki kepptu til úrslita þeir Arngeir Friðriksson, HSÞ, og Lárus Kjartansson, HSK, og sigraði Arngeir eftir tvísýna úr- slitaglímu. I kvennaflokki var aðeins einn keppandi mættur til leiks og var það Karólína Ólafsdóttir, HSK. Því færðust glímudrottningarnar úr HSÞ, þar Inga Gerða Péturs- dóttir og Brynja Hjörleifsdóttir, sem keppa í unglingaflokki 14- 16 ára, upp í kvennaflokk og með þvf fengu þær verðuga keppni. Inga Gerða hafði þar sigur eftir aukaglímu við Kar- ólfnu, en þær höfðu ekki áður mæst á glímuvellinum. I upphafi móts heiðraði Jón M. Ivarsson, formaður GLI, efnilegustu glímumenn ársins 1998, en það voru þau Soffía Björnsdóttur, HSÞ, ogAndri Leó Egilsson, HSK, og fengu þau veglega gripi til eignar. Þau sigr- uðu bæði í sínum flokkum, 14- 16 ára. Andri Ienti þó í tvísýnni keppni en sigraði Benjamín Halldórsson, HSK, í aukaglímu. Úrslit: Konur 11-13 ára: 1. Elísabet Patrica, HSK 2. Arna Hjörleifsdóttir, HSÞ 3. Sif Steingrímsdóttir, KR 14-16 ára: 1. Soffía Björnsdóttir, HSÞ 2. Andrea Ösp Pálsdóttir, HSK 3. Berglind Kristinsdóttir, HSK 17 ára og eldri: 1. Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ 2. Karólína Ólafsdóttir, HSK 3. Brynja Hjörleifsdóttir, HSÞ Karlar 11-13 ára: 1. Guðni Jensson, HSK 2. Ástþór Barkarson, HSK 3. Atli Már Ólafsson, HSK 14-16 ára: 1. Andri Leó Egilsson, HSK 2. Benjamín Halldórsson, HSK 3. Jón Kristinsson, HSK 17-20 ára: 1. Stefán Geirsson, HSK 2. Björgvin Loftsson, HSK 3. Daníel Pálsson, HSK Karlar: 1. Arngeir Friðriksson, HSÞ 2. Lárus Kjartansson, HSK 3. Pétur Eyþórsson, Víkverja Vemhard sterkur í Frakklandi ÍÞRÓTTIR Armenning- ar sigiir- sælir í alpa- greinum Fyrsta bikarmót Skíðasambands íslands í alpagreinum fór fram í Tungudal á Isafirði um helgina. Ármenningar mættu til keppni með harðsnúið lið og sigruðu í alls fimm greinum og þar af þremur fullorðinsgreinum. Urslit urðu efiirfarandi: Stórsvig karla: 1. Haukur Arnórsson, Á 1:48,68 2. Sveinbj. Sveinbjörnss., Á 1:49,46 3. Pálmar Pétursson, Á 1:50,53 Stórsvig karla 15-16 ára: 1. Steinn Sigurðsson, Á 1:55,54 2. Sindri M. Pálsson, UBK 1:55,74 3. Jens Jónsson, Vík. 1:55,82 Stórsvig kvenna: 1. Helga B. Árnadóttir, Á 2:00,49 2. Ragnheiður Tómasd., Ak. 2:00,51 3. Harpa Rut Heimisd., Da. 2:00,98 Stórvig kvenna 15-16 ára: 1. Helga B. Árnadóttir, Á 2:00,49 2. Ragnheiður Tómasd., Ak. 2:00,51 3. Harpa Rut Heimisd., Da. 2:00,98 Svig kvenna: 1. Asa K. Gunnlaugsd.,Ak. 1:30,19 2. Harpa Rut Heimisd., Da. 1:32,21 3. Ragnheiður Tómasd., Ak. 1:32,79 Svig kvenna 15-16 ára: 1. Harpa R. Heimisdóttir, Da 1:32,21 2. Ragnh. T. Tómasd., Ak. 1:32,79 3. Helga B. Árnadóttir, Á 1:33,17 Svig karla: 1. Sveinbj. Sveinbjömsson, Á 1:34,82 2. Haukur Amórsson, Á 1:35,06 3. Ingvi Geir Ómarsson, Á 1:35,62 Svig karla 15-16 ára: 1. Bragi S. Óskarsson, Ó 1:42,11 2. Steinn Sigurðsson, Á 1:42,47 3. Þórarinn Sigurbergs., Ne. 1:43,24 Biliarmót SKÍ t göngu var svo haldið t Hltðatfjalli á Akureyri og urðu úrslit eflirfarandi: Karlaflokkur: 1. Haukur Eiríksson, Ak. 29,52 2. Þóroddur Ingvarsson, Ak. 32,20 3. Kári Jóhannesson, Ak. 32,26 Piltar 17-19 ára (10 km): 1. Jón G. Steingrímsson, S 30,41 2. Ólafur T. Árnason, í 30,56 3. Helgi H. Jóhannesson, Ak. 31,03 Ðrengir 15-16 ára (5 km): 1. Jakob E. Jakobsson, Ön. 15,11 2. Árni T. Steingrímsson, S 15,18 3. Jón Þ. Guðmundsson, Ak. 16,29 Drengir 13-14 ára (3,5 km): 1. Jóhann Ö. Guðbrandss., S 10,47 2. Sigvaldi Magnússon, Str. 10,48 3. Markús Þ. Björnsson, Ön. 11,37 Stúlkur 15-16 ára (3,5 km): 1. Katrín Árnadóttir, í 12,58 2. Sandra Steinþórsdóttir, I 13,44 3. Hanna D. Maronsdóttir, Ó 14,19 Stúlkur 13-14 ára (2,5 km): 1. Eh'n Kjartansdóttir, S 9,25 2. Brynja V. Guðmundsd., Ak. 10,17 3. Freydís H. Konráðsd., Ó 10,21 DHL-tieildm á morgun 19. umferð: Kl. 20.00 ÍA-SnæfelI Kl. 20.00 Skallagrímur-KFÍ Kl. 20.00 UMFG-Þór Ak. Kl. 20.00 Keflavík-KR Kl. 20.00 Haukar-Tindastóll KI. 20.00 Valur-UMFN Vernharð Þorleifsson, júdókappi úr KA, náði frábærum árangri á franska opna meistaramótinu í júdó sem fram fór í París um helgina. Vernharð náði alla Ieið í undanúrslit, en tapaði þar fyrir Hollendingnum Sonnemans, sem síðan varð sigurvegari móts- ins. Vernharð glímdi því um þriðja sætið við Frakkann Steph- an Trainau, fyrrverandi Evrópu- meistara, en tapaði þeirri glímu. Opna franska mótið er sterkasta mótið í A-mótaröðinni, en þang- að mæta allir sterkustu júdó- menn heimsins. Sem dæmi um styrkleikann, þá lenti núverandi Evrópumeistari í 16. sætinu. Fimm íslenskir júdómenn voru meðal þátttakenda á mót- inu og voru það auk Vernharðs þeir Gísli Jón Magnússon, Ingi- bergur Sigurðsson, Bjarni Skúla- son og Sævar Sigursteinsson. Þi. ir eiga það allir sameiginlegt, auk Þorvaldar Blöndals, að hafa sett stefnuna á Ólympíuleikana í Sidney og undirbúa sig nú fyrir að ná settum lágmörkum. Állir íslensku keppei ’ , Vernharð féllu úr keppni í fyrstu umferð. Að sögn Vernharðs gekk hon- um framar vonum. „Þetta er ör- ugglega minn besti árangur til þessa og þó ég hafi tvisvar áður náð bronsi á A-mótum, þá var styrkleiki þessa móts miklu meiri. Eg gerði mér engar sér- stakar vonir og var frekar að finna út hvar ég stæði. Ég er þessa dagana með allan hugann við heimsmeistaramótið í Birmingham í haust, en þar er fyrsti möguleikinn til að tryggja sig inn á Sydney 2000. Með þessum árangri tryggði ég mig inn á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Slóveníu í vor,“ sagði Vernharð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.