Dagur - 24.02.1999, Síða 2

Dagur - 24.02.1999, Síða 2
18 — MIÐVIKUDAGUR 24. FEBKÚAK 1999 ro^ir LÍFIÐ í LANDINU ■ SMflTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON GULLKORN „Þetta var aldrei spurning þar sem það var ódýrara fyrir mig að leigja þyrluna heldur en að greiða fyrir gistingu í fjóra daga í viðbót fyrir okkur öll.“ Jón Ólafsson í DV eftir að hafa orðið veðurtepptur i Austurríki og Ieigt þyrlu í millilanda- flugi. Eitthvað hef- ur gistingin kostað. Nokkrir kostir þess að vera karlmaður Á Netinu má lesa ýmsan fróðleik en sumt er þar gáfulegra en annað. Eitt af því er eftirfar- andi listi um 29 kosti þess að vera karlmaður í dag. Njótið vel: 1. Símtöl vara ekki lengur en 30 sekúndur. 2. Það er nánast alltaf fólk af gagnstæðu kyni sem sést bert í bíómyndum. 3. Þú veist eitthvað um vélar, tæki og tól. 4. Þegar þú ferð í fimm daga frí þarftu bara á einni tösku að halda. 5. Enski boltinn. 6. Biðröðin á klósettinu er miklu styttri. 7. Þú getur opnað sultukrukkurnar sjálfur. 8. Félagar þínir gera ekki veður út af því þótt þú fitnir. 9. Þegar þú flakkar á milli stöðva þarftu ekki að stoppa þótt einhver sé að gráta á einni þeirra. 10. Það veltur ekki á rassinum á þér hvort þú færð vinnu eða ekki. 11. Þú færð alltaf ekta fullnægingu. 12. Þú getur náð þér í kvenmann þótt þú sért með ístru. 13. Þér er hjartanlega sama þótt Pamela And- erson geti ekki leikið. 14. Þú þarft ekki að ganga með handtösku. 15. ÞÚ getur tékkað þig út af hóteli þótt her- bergið sé í rúst. ló.Þótt einhver finni að verkum þínum í vinn- unni þýðir það ekki að öllum líki illa við Þig' 17. Þú færð af þér að drepa það sem þú ætiar að borða. 18. Bílskúrinn þinn er sérherbergi. 19. ÞÚ vinnur þér inn ótal prik hjá hinu kyn- inu með örlítilli tillitssemi. 20. Þú getur hlegið að Titanic. 21. Þú getur farið í sturtu og skipt um föt á tíu mínútum. 22. Þú getur sofið hjá úti um allar trissur án þess að missa mannorðið. 23. Það eru einhverjir aðrir sem sjá um að hafa áhyggjur af brúðkaupinu þínu. 24. Það þýðir ekki vinaslit þótt einhver gleymi að bjóða þér í veislu. 25. Þú getur keypt þér nærföt — þrenn saman í pakka — á 999 krónur. 26. Enginn af vinnufélögunum getur komið þér til að gráta. 27. Þú þarft ekki að raka þig fyrir neðan háls. 28. Það angrar engan þótt þú sért orðinn 34 ára og ennþá ógiftur. 29. Þú getur skrifað nafnið þitt með gulu í snjóinn. I/ala Matt ætlar að fjalla vítt og breitt um kvikmyndir í þætti sínum, fjalla um íslenskar myndir sem eru í framleiðslu, ís- lenskar stuttmynd- ir, myndirnar í bíó- húsunum og á leigunum og fleira. Vala Matt á Skjá 1 í kvöld hefst á Skjá eitt kvik- myndaþáttur í umsjá Valgerðar Matthíasdóttur en hún er Iands- mönnum meðal annars að góðu kunn fyrir fyrri þætti sína um kvikmyndir í Sjónvarpinu og Stöð 2. Margar íslenskar í vinnslu „Þetta er eitt af því skemmtileg- asta sem ég geri,“ segir Vala spurð um vinnuna að þáttunum. „Þessi þáttur verður aðeins frá- brugðinn þeim þáttum sem ég hef verið með áður að því leyti að ég legg nokkuð mikla áherslu á íslenskar kvikmyndir, meðal annars vegna þess að það eru óvenju margar í framleiðslu og því auðveldara að komast yfir efni úr þeim. Eg verð líka með í hverjum þætti efni sem ég fæ frá myndverunum í gegnum bíó- húsin. Þar eru þessi klassísku og skemmtilegu viðtöl við stjörnurnar og leikstjórana og sýnt bakvið tjöldin." Vala ætlar að fjalla mikið um íslenskar kvik- myndir, taka viðtöl við leikara og leikstjóra og sýna úr myndunum. Þá verður íslenskum stutt- myndum gerð góð skil, sumar verða sýndar f heild en brot úr öðrum og viðtöl við þá sem nota þetta listform. Stuttmyndagróska „Það er alveg ótrúleg gróska í gerð stuttmynda. Þetta virðist vera eitt helsta tómstundagamanið, sérstaklega hjá unga fólkinu. Tæknin er líka orðin þannig að það eiga margir orðið góð tæki, litlar og léttar vélar.“ - Fólk er þá með ágætar græjur til að búa til myndir án þess að þurfa að kosta milljónum til? „Já, akkúrat. Þá kemur bara inn skemmtileg hugvitsvinna. Þetta er mjög skapandi og þau fá Það eralveg ótrúleg gróska ígerð stutt- mynda. Þetta virðist vera eitthelsta tóm- stundagamanið, sér- staklega hjá unga fólkinu. þarna útrás fyrir tjáningarþörf- ina.“ - Er auðvelt að leita þetta fólk uppi? „Já, þeir sem eru í bransanum þekkja greinilega svo marga og svo hafa lfka verið að útksrifast svo margir úr Kvikmyndaskóla Is- lands. Framhaldsskólarnir virðast flestir vera komnir með námskeið í kvikmyndagerð, þannig að þetta er komið mjög mikið inn í skól- Heill veggui með leikara- myudum n M I ■ I | Myndböndin fá líka sinn skerf og U L II A L L 1 hverjum þætti ætlar Vala að fá þekkt fólk til að mæla með ein- hverri kvikmynd á myndbanda- leigunum. „Þú veist hvernig það er þegar maður fer út á Ieigu og man ekki neitt, klórar sér bara í hausn- um. Það gæti orðið skemmtilegt að fylgjast með hvað fólk er að horfa á og hverju það mælir með.“ Vala segist éinnig vonast til að geta verið við og við með annan fótinn í útlöndum, tekið við- töl eins og hún hefur gert í fyrri þáttum sínum. Hún segist hafa haft áhuga á kvikmyndum alveg frá því hún var táningur. „Þá fóðraði ég heilan vegg með leikaramynd- um, alveg þétt. Ég klippti myndir smám saman úr blöðum og þakti vegginn gjörsamlega.“ - Þannig að það er ákveðin umbun í þessu starfi aðfá að hitta stjörnurnar og taka viðtöl. „Þetta er mjög skemmtilegt. Það eru gamlir draumar sem rætast og það hefur verið alveg ævintýralegt." Þátturinn er dagskrá á Skjá 1 á fimmtudags- kvöldum klukkan 10 og endursýndur á laugar- dagseftirmiðdögum klukkan 14. - hi FRA DEGI „Kurteisi er eins og loftpúði. Þó ekkert sé innan í deyfir hún högg lífsins." Arthur Schopenhauer Þetta gerðist 24. febrúar • 1821 varð Mexíkó sjálfstætt rfki, en hafði áður tilheyrt Spáni. • 1836 gerðu 3.000 Mexíkóbúar árás á 182 Texasbúa í Alamo-vírki. • 1863 var Forngripasafn Islands stofn- að, en það var forveri Þjóðminjasafns- ins. • 1868 samþykkti fulltrúadeild Banda- ríkjaþings að kæra Andrew Johnson for- seta til embættismissis. • 1924 var Ihaldsflokkurinn stofnaður, forveri Sjálfstæðisflokksins. • 1924 var styttan af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli í Reykjavík afhjúpuð. • 1946 var Juan Peron kosinn forseti í Argentínu. TIL DAGS Þau fæddust 24. febrúar • 1791 fæddist Sveinbjörn Egilsson skáld og rektor. • 1836 fæddist bandaríski málarinn Winslow Homer. • 1843 fæddist portúgalska Ijóðskáldið og stjórnmálamaðurinn Teófilo Braga. • 1871 fæddist Sigríður Tómasdóttir í Brattholti, bjargvættur Gullfoss. • 1926 fæddist Gunnar Eyjólfsson Ieik- ari. • 1934 fæddist Bettino Craxi, fyrrverandi forsætisráðherra á Ítalíu (1983-87). • 1955 fæddist Steve Jobs, annar af stofnendum Apple tölvufyrirtækisins. Vísan Vísa dagsins er eftir Einar Benediktsson. I vinaminni Vídalín valdsmenn kann að dorga; veitir Klára, Kampavín en Kaupfélögin borga. Afmælisbam dagsins Guðrún Á. Símonar óperusöng- kona fæddist í Reykjavík þann 24. febrúar árið 1924 og hefði því orð- ið 75 ára í dag. Hún var ein merkasta og ástsælasta söngkona Iandsins um árabil. Hún lærði söng m.a. í Englandi og á Italíu og hélt tónleika bæði á Islandi og víða um heim við góðan orðstír. Guðrún lést árið 1988. Strandverðir Heimilislæknirinn og konan hans lágu í sólbaði á Benidorm þegar velsköpuð feg- urðardís í þröngum, efnislitlum bikinibað- fötum gekk framhjá þeim. Gyðjan horfði á Iækninn, brosti daðurs- lega, renndi tungunni yfir varirnar og sagði tælandi röddu: „Halló sæti gaur. Hvernig hefurðu það?“ Svo dillaði hún rassinum og hvarf í fjarskann. „Hver var þetta?“ spurði konan hans hvasst. „Ehh, - bara kona sem að ég hitti vegna vinnunnar," svaraði læknirinn. „Jæja!“ sagði konan snúðugt. „Hvaða vinnu? Þinnar eða hennar?!“ Veffang dagsins Anders Nilson heitir maður, sem hefur tekið upp á því að veita heiminum aðgang að fréttum og ýmsum öðrum upplýsingum frá Grænlandi í gegnum Intemetið. Fyrsta net- fjölmiðilinn á Grænlandi er að finna á slóð- inni www.atagu.gl

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.