Dagur - 24.02.1999, Side 4

Dagur - 24.02.1999, Side 4
20-MIDVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU „Líf stjórnmálamannsins er styrjöld," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við Is- lendingaþætti Dags, sem helgaðir voru stríðsherran- um sextugum. Þetta er sorgleg niðurstaða, en sjálf- sagt rétt. Stjórnmálamenn okkar eru stríðsmenn en ekki friðarhöfðingjar. I þessu einu friðsamasta og auðug- asta landi heims geysa barnalegar smáskærur, til- gangslaus launsátur og fá- ránlegt klækjabrall í heimi stjórnmála, skæklatog, undirmál og mestan part ófrjótt og slítandi vesen með allri þeirri tortryggni og úlfúð sem fylgir. Stórmál sem skipta sköpum um framtíð okkar hafa hins vegar kerfisbundið þyngdarlögmái. Lögmál sem tryggir sérhagsmuni sem læsa klóm í völdin. Nefnum fiskinn í sjónum, náttúruna, jaðar- skatta millitekjufólks, byggðina í landinu, þau mismunandi kerfi sem eiga að tryggja öllum þak yfir höfuðið, vímuvandann. Ráð- þrot. Stjórnmálin laða ekki fram það besta i fólkinu sem þau stundar. Styrjöld gerir það sjaldnast. UMBÚÐA- LAUST Hvernig fram- bjóöendur þurfum við? Kjötkatla- meistaramir Hinhliðm Enginn ætti að misskilja mig svo að stjórn- mál séu ómerkileg. Því fer fjarri. Stjórnmál- in eru stórmerkileg. En aðferðirnar? Við höfum séð hvernig flokkarnir eru: staðnaðir, ófijóir, hugmyndasnauðir, bandalög einstak- linga og hópa sem almennur kjósandi finnur litla samkennd með. En hvað með hina hlið- ina? Mannlega þáttinn? Þá einstaklinga sem hrærast innan flokkanna? Starfsumhverfið er mannfjandsamlegt, leikreglurnar sem menn láta sveigja sig undir ófrómar og hreyfiafl þeirra gjörða sem við stöndum frammi fyrir sjálfhverft. Persónulegur metn- aður og löngunin til að láta gott af sér leiða er áfeng blanda sem veldur skynvillu. Gogg- unarröðin til frama bundin hollustu við valdakerfið og staðnaða hugsun. Sá einn sem ekki óttast um eigin hag getur orðið góður stjórmálamaður og góður maður um leið. Hversu marga slíka er að finna? Sfríðsfímar enn? Við siðustu Alþingiskosningar varð mikil endurnýjun þingmanna. Hún hefur haldið áfram á kjörtímabilinu, og mun, ef allt geng- ur eftir sem horfir í vor, enn fjölga nýliðum í stjórnmálum. Hafa þessir nýliðar komið inn með ferskar hugmyndir og tillögur um nýjar og breyttar aðferðir í stjórnmálum? A slíku er ótrúlegur skortur. Kerfið ungar ekki út andstæðingum sínum. Það otar þeim fram sem samsama sig því. Á listana raðast fólk sem náð hefur tökum á innanflokkaskærum, sótt andlegan kraft í uppstillingaklíkur eða samsamað sig millihólfabandalögum. Siglfirska leiðin Blábjána gæti dottið í hug að almenningi hrysi hugur við. Svo er ekki. Siglfirðingar hafa kosið að gera sig að erkifíflum stjórn- málanna með því að leiða leikreglurnar til röklegra lykta þeirra sem álykta úm þjóðar- hag út frá þrengstu eiginhagsmunum. Allur bærinn kýs tvisvar hjá sitt hvoru stjórnmála- aflinu, og myndi gera það í þriðja sinn væri það hægt. Þeim er vorkunn. Svona er þetta alls staðar, bara ekki jafn grímulaust. Sjálf- stæðismenn á Austfjörðum völdu eftir þorp- apólitík, á Suðurlandi eftir hreppamörkum - eftir að hafa tryggt stefnunni um „bjálkakofa á hvert heimili" óskorað fylgi fyrst. EHefu þúsund Reykvíkingar urðu að votta flokka- dráttum hollustu hjá Samfylkingunni. Hvað er kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að bralla? I Vestur-Húnavatnssýslu er bara ein stjórnmálaskoðun: Vestur-Húnavatns- sýsla. Líka í Vestmannaeyjum. Þjóðin hyllir siglfirsku leiðina. Allir vilja eigin Kjötkatla- meistara. Persónudeilur og hrepparígur Einn helsti togkraftur íslenskra stjórnmála er hrepparígur í bland við persónudeilur. Sá sem ekki skilur þetta tvennt skilur ekki neitt. En hver nennir að setja sig inn í þessar kryt- ur? Aðeins þeir sem þær stunda. Og koma stórskaðaðir út úr. Hafi forseti Alþingis rétt fyrir sér í því efni að atgervisskortur hái þing- störfum má spyija hvort „lág“ laun ein séu or- sökin. Skyldi það ekki hafa eitthvað með þetta mannfjandsamlega starfsumhverfi að gera og kerfisbundnu Iömunarveikina? Sá réttsýnl Stjórnmál eiga að vera aðferð til að auka þjóðarhag. Ekki bara efnalega, heldur and- Iega og siðferðislega - lýsa upp vitund og bæta okkur sem fólk. Þessi örvænting um framgang stjórnmála? Er hún sprottin af síð- um dagblaðanna eða fféttatímum stöðv- anna? Nei. Lítið Ijóð eftir Jorge Luis Borges um Hinn réttsýna er auglýsing mfn eftir hæfum frambjóðanda. Beðist er velvirð- ingar á lauslegri snörun: Maður sem ræktar garðinn sinn, eins og Voltaire óskaði. Sá sem þakkar tilveru tónlist- ar. Sá sem hefur ánægju af orðsiljaffæði. Tveir verkmann sem tefla, á kaffihúsi fyrir sunnan, þögla skák. Leirkerakarlinn, sem íhugar Iit og form. Prentarinn sem setur þessa síðu vel, þó hún gleðji hann ef til vill ekld. Kona og maður sem lesa síðustu þríhend- urnar í ákveðnum Ijóðabálki. Sá sem strýkur sofandi dýri. Sá sem réttlætir, eða reynir það, sem gert er á hluta hans. Sá sem er þakklátur fyrir Stevenson. Sá sem vill heldur að aðrir hafi rétt fyrir sér. Þetta fólk, óafvit- andi, er að bjarga heiminum. ■menningar LÍFID Læri 11111 sam- skipti Málemi Háskólans hafa sjald- an verið jafnmikið til umræðu eins og einmitt að undanförnu eftir að Bylgjan tók sig til í þeim efnum og fór að sinna háskólaumhverfinu markvisst. Gott eitt í sjálfu sér um það að segja. Um helgina kom til umræðu milli kunningja læknar og Iæknanámið í Háskóla Islands. Tannlæknir, sem kvæntur er hjúkrunarfræðingi og kemur úr mikilli læknafjölskyldu, lýsti því yfir fjálglega að Iæknar þyrftu að taka fast inn í námið nokkra samskiptakúrsa og þótti þetta skarpleg yfirlýsing, sérstaklega í ljósi þess að læknar eru sí- fellt að fást við og meðhöndla manneskjur á öllum aldri, ungar og gaml- ar, með tilfinn- Hvernig tekst ingar og skoð- faeknum að anir, þeir eru meðhönd/a alltaf að fást börn ef þeir við samskipti. eru óvanir Hvernig geng- krökkum? ur til dæmis Iæknum að fá að sprauta eða sauma börn ef þeir eru óvanir að fást við litla krakka? Það er ekki víst að það gangi neitt sérlega vel. Umræditr um jafnrétti Og til að halda áfram að vekja athygli á Háskólanum og stuðla að umræðum um jafn- réttismál er upplagt að minna á að á morgun fimmtudaginn 25. febrúar verður Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögfræð- ingur með áhugavert rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Is- lands. Yfirskrift rabbsins er: „Konur og mannréttindi" og fer það fram í stofu 201 í Odda. Spjallið stendur yfir í hádeginu, hefst ldukkan 12, og allir eru velkomnir. ghs@ff.is Guðrún Helga Sigurðardóttir Yið viljum flokkun! Ég er bara svona normal Reykvík- ingur með grænu ívafi, elst upp við einnýtta frauðplastbakka, gler- flöskur og áldósir og finnst fátt matur nema það sem er pakkað inn í litríkar eða/og lofttæmdar eða/og fjöldaframleiddar umbúðir. En á síðustu 10 árum eða svo hefur græna samviskan vaxið og dafnað og tekist að koma inn of- boði hjá meðalmennum eins og mér gagnvart þessum ca. 10-15 úttroðnu ruslapokum sem fara út í tunnu í viku hverri. Smlldarleg ruslvigt Full af borgaralegri skyldurækni hef ég og mín fjölskylda ilotið með straumn- um, ofboðið umfangsmikið ruslið og höfum því fyrir alllöngu komið fyrir flöskupoka inní úlpuskáp, mjólkufernu- poka innf kústaskáp og búið er að her- taka hluta af fataskáp unglingsins undir dagblöðin sem búið er að fletta. Og auðvitað erum við ekkert of góð til að nýta svo næsta geð- vonskukast yfir plássleysi til að henda þessu endurnýtanlega rusli út í bíl og skila þessu af okkur á viðeigandi stöðum. En þegar ég í pirringi tróð blaða- bunka helgarinnar inn í ung- lingafataskápinn í gær rifjaðist upp fyrir mér frumkvæði Reykja- víkurborgar í að gera fyrirtækj- um kleift að gerast umhverfis- vænni og senda lífrænan úrgang í endurvinnsJu svo úr verði frjó- samur jarðvegur. Þá rifjaðist upp fyrir mér snilldarhugmynd R-listans að byrja á næsta ári að vigta ruslið frá hveiju heimili svo mengunarsóðarnir, en ekki við hin, borgi stærsta hluta brúsans. Jákvæða örvun En einhvern veginn hljómar sorpvigtun ekki sem stórstígt framfaraspor í um- hverfisvernd þó að útlenskir menn segi MEIMGAR VAKTIN Borgin tekur þátt í mikils- verðu verkefni til að endurnýta líf- rænt sorp frá fyrirtækjum í landnámi Ing- ólfs. En við vilj- um líka fá að vera með. að það hvetji fólk til að flokka sorp sitt af meiri umhyggju sé hirðugjaldið í sam- ræmi við þyngdina. Einhvern veginn hljómar það bara dálítið klúðurslegt að ætla að fara að vega upp á gramm hver henti hverju (svo vita þau náttúrulega ekkert hvernig greina á mengunarsóða frá öðrum í blokkunum þar sem íbúar samnýta ruslatunnur). Einhvern veginn hljómar þetta eins og eitthvað sem upp- eldisfræðingar myndu kalla neikvæð hvatning. Af hverju í ósköpunum nýtir R-listinn ekki sorpflokkunarmóment samtímans og kemur einfaldlega upp skilvirkara flokkunarkerfi við heimili borgarbúa? Eina græna tunnu fyrir dag- blöðin, bláa fyrir mjólkurfernur og svart- ar fyrir almennt rusl. Hvers vegna er ekki þegar farið að gera ráð fyrir 2-3 földum sorplúgum í byggingarreglugerð- um til að auðvelda blokkarbúum flokk- un sorps? Af hverju fáum við ekki líka að vera góð við grasið og loftið eins og fyrir- tækin? Netfang: loa@ff.is

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.