Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 1

Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 1
HELGARUTGAFA Verð ílausasölu 200 kr. Laugardagur 27. febrúar 1999 82. og 83. árgangur -40. tölublað Sj álfstæðismenn tala út og suður Framsdknarmeiui eru ævareiðir út í sam- gönguráðherra fyrir yfirlýsingar hans inn jarðgöng á Norður- landi. Formaður Frams ókna rílokk si ns segir greinilega kom- inn kosningaskjálfta í sjálfstæðismenn. „Það er greinilega kominn ein- hver kosningaskjálfti í sam- gönguráðherrann og nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins," segir Halldór Asgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, en yfirlýsingar Halldórs Blöndals um jarðgöng á Norðurlandi hafa mælst illa fyrir í Framsóknar- flokknum. „Mjög sérkennilegar flugeldasýningar í tilefni kosn- inga,“ segir Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknar, og bendir á að samgönguráðherra hafi sjálfur lagt fram á Alþingi vegaáætlun til 10 ára, þar sem ekki sé gert ráð fyrir jarðgöngum. „Og blekið á henni er varla þorn- að þegar hann er farinn að lofa jarðgöngum eftir 3 ár.“ Halldór Blöndal sagði á fundi á Siglufirði í fyrrakvöld að hann teldi raun- hæft að hefja framkvæmdir við jarðgöng á milli Siglufjarðar og Olafsíjarðar eftir þrjú ár og sagðist ætla að berjast fyrir því að af þeim )TÖi. Jón segir fram- sóknarmenn hins vegar sam- mála um að næstu göng eigi að verða fyrir austan og leggur mikla áherslu á að ekkert sam- --------- komulag sé um það við sjálfstæðismenn að ráð- ast í Siglufjarðargöng. Vaxlega í yfLrlýsingar Halldór Ásgrímsson segir að eina Ieiðin til þess að ná góðri sam- stöðu í þessum málum sé að líta Halldór Ásgrímsson: Það er greini- lega kominn einhver kosninga- skjálfti í samgönguráðherrann og nokkra þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. til lengri tíma. Margir þingmenn vilji flýta verkefnum á núgildandi vegaáætlun en aðrir fara í jarð- göng. „Þetta eru sjónarmið sem þarf að ræða á næsta kjörtíma- bili og vinna að gerð áætlunar til lengri tíma. Eg er þeirrar skoð- unar að menn ættu að gæta sín í öllum yfirlýs- ingum þar til við höfum séð leið til að fjármagna þennan nýja og nauðsynlega þátt í samgöng- um.“ Samgönguráð- herra rökstyður göng fyrir norð- an m.a. með vís- --------- an til þess að fyrirtækin Þor- móður rammi á Siglufirði og Sæ- berg í Ólafsfirði hafi verið sam- einuð. Nafni hans Ásgrímsson segist ekld gera lítið úr því að það sé mikil þörf á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Olafsljarðar. Það eigi hins vegar við um fleiri staði. „Það er jafnframt verið að sameina sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum. Það er verið að auka samvinnu milli byggðarlaga á Vestfjörðum. Menn verða að Iíta til allra þessara byggðarlaga af sanngirni en ekki vera að koma af stað einhverju kapp- hlaupi sem engum er til góðs.“ Út og suður Þetta mál hefur ekki verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn, segir Halldór. „Við vinnum eftir þeim fjárlögum sem nú eru í gildi og þeirri samgönguáætlun sem við höfum komið okkur saman um. Það tók alllangan tíma að ná samstöðu milli stjórnarflokk- anna um núverandi samgönguá- ætlun. Það tókst að ná þar niður- stöðu en jarðgangagerð var sett út af borðinu í þeim viðræðum og gert ráð fyrir því að taka það mál upp á nýjan leik síðar. Ég tel að það verði fyrst og fremst verk- efni næstu ríkisstjórnar hverjir svo sem sitja í henni. Auðvitað verða stjórnmálaflokkar að marka sér stefnu í þeim efnum en mér finnast yfirlýsingar þing- manna Sjálfstæðisflokksins ansi mikið út og suður í þessu." - vj Á Guðs eða Satans vegum „Við förum ekki í manngreinarálit og teljum að allir stjórnmála- flokkarnir hafi gert ýmislegt sem við sjáum að er alls ekki Guðs verk, heldur eru verk hins illa. Við leggjum þar alla stjórnmála- flokka að jöfnu nema Kristilega lýðræðisflokkinn (KLF), sem við teljum að sé kallaður til af Guði,“ segir Árni Björn Guðjónsson, einn af forvígismönnum KLF. Hann telur að enginn munur sé á því hvort þingmenn stjórnar eða stjórnarandstöðu ganga meira eða minna á Guðs eða Satans vegum. Árni nefnir sem dæmi að al- þingismenn hafi sett lög um fóst- ureyðingar, sem sé brot á Guðs orði. „Þeir hafa sett lög um sam- búð kynvillinga, sem er Iíka brot á Guðs orði. Hann telur kvótalögin heyra undir þetta einnig og segir: „Það er freistingadýrkun í þjóðfé- laginu og það er auðvitað bara Satans verk.“ - FÞG Þótt sumarið sé vertíð knattspyrnumanna er engin ástæða til að leggja árar í bátyfir vetrartímann. Það sögðu að minnsta kosti upprennandi knattspyrnuhetjur á Akureyri sem urðu á vegi jósmyndarans. mynd: brink Afgreiddir samdægurs Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 MMMNMMMMM woruiwmc ex/vms EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 Helgarblað Dags er stútfullt af áhugaverðu efni. Bjór í tíu ár, atkvæða- folsun og ofvirkni Stríðið við ofvirknina getur haft hrikaleg áhrif á fjölskylduna. Hugsaðu þér að eiga barn sem er svo óviðráðanlegt að það er kvíð- vænlegt að skreppa í Kringluna, fara í heimsóknir eða afmæli. Og fá svo enga aðstoð eða fræðslu fyrr en barnið er farið að nálgast skólaaldurinn. Allt um þessa erf- iðu Iífsreynslu í ítarlegu helgar- viðtali Dags. Á mánudaginn eru tíu ár liðin frá því sala hjórs var leyfð á Is- landi. Hvernig hef- ur til tekistr Rættust hrakspárnar? Helgarblaðið rifjar upp hvað menn sögðu og gerðu fyrir áratug og spyr um ástandið í dag. Frásagnir af sönnum íslensk- um dómsmálum helja nú göngu sína í helgarblaði Dags. Friðrik Þór Guðmundsson rifjar upp mikil málaferli vegna atkvæða- fölsunar á Vestfjörðum. Ari Magg segist vera „dálítil kelling." Hvernig býr hann? Það fá lesendur Dags að sjá í helgar- blaðinu. Svo er að sjálfsögðu fullt af öðru efni í helgarblaði Dags, þar á meðal: Kynlíf, Flugur, Bókahillan, Matargatið, Helgarpotturinn og margt margt fleira. Sjá blað 2. Hinn gullni mjöður. Ari Magg.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.