Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 5
X^wr-
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 - S
FRÉTTIR
Geir
bakkaði
Borga fj ór ðung íjár-
magnstekjuskattsins
Aldraðir virðast drjúgur fjármagnstekjuskattstofn.
Aðeins um þriðjungur
þjóðarinnar virðist
hafa talið fram nokkr-
ar fjármagnstekjur
1998. Aldraðir borga
rúinaii fjórðung fjár-
magnstekjuskattsins.
Yfir 65% landsmanna virðast ekki
hafa talið fram eina einustu
krónu í fjármagnstekjur í fyrra.
Varla eru samt margir sem kom-
ast hjá því að fá a.m.k. nokkra
tugi eða hundruð króna í vexti af
launareikningnum sínum, þótt
ekki væri annað. Hæsta hlutfall
fjármagnseigenda er meðal
þeirra 60 sem eftir Iifðu af fólki
fæddu fyrir 1900, en 40 þeirra
töldu fram Qármagnstekjur. Um
helmingur aldraðra er fjár-
magnseigendur (12.500 af öllum
68 ára og eldri), sem töldu fram
fjórðung allra fjármagnstekn-
anna sem rötuðu á skattskýrslur í
fyrra og greiddu því Ijórðung ljár-
magnstekjuskattsins. Þeir 66
einstaklingar sem töldu fram
meira en 20 milljóna heildartekj-
ur á árinu greiddu um 150 millj-
óna fjármagnstekjuskatt, eða
næstum helming á við þessa
12.500 öldruðu.
64.800 fjármagnseigendur
Af 203 þúsund framteljendum
töldu 65 þúsund fram samtals
13,6 milljarða fjármagnstekjur
árið 1988 og greiddu um 1,3
milljarða í Ijármagnstekjuskatt,
samkvæmt svari fjármálaráð-
herra við fyrirspurn Jóhönnu Sig-
urðardóttur á Alþingi. Fram kem-
ur að 11 þúsund fengu rúmlega
85 milljóna ónýttan persónuaf-
slátt til frádráttar fjár-
magnstekjuskatti, að hluta eða
öllu leyti. Á þann hátt greiddist
t.d. um fjórðungurinn af öllum
fjármagnstekjuskatti þeirra sem
fæddir voru fyrir 1910, ein-
hleypra kvenna.
Aldamótákynslóðin sparsam-
ari...
Hlutfall fjármagnseigenda hækk-
ar í beinu hlutfalli við aldurinn.
Um 60% þeirra sem fæddust á 1.
áratug aldarinnar, rúm 50%
fæddra á 2. áratugnum og 47%
barna 3. tugs aldarinnar, taldi
fram fjármagnstekjur, rúmar 290
þúsund krónur að meðaltali. At-
hygli vekur fólk um sjötugt virðist
ekki eiga meira sparifé heldur en
aldamótakynslóðin, sem er þó
löngu hætt störfum og langflestir
án nokkurra lífeyrisréttinda.
...en kreppuárakynslóðin?
Um 60% allra Qármagnstekna
voru talin fram af fólki fæddu á
árunum 1930-60, (þ.e. 38-67
ára), en ríflega þriðjungurinn
taldi fram slíkar tekjur. Meðal-
upphæðin var samt svipuð og hjá
þeim öldruðu. Og athyglivert að
þeir sem nálgast lífeyrisaldurinn
virðast lítið loðnari um lófana en
fólk um fertugt. Hefur kannski
60-80 ára hópnum verið ósínna
um sparnað en þeim yngri og
eldri (eða er hann „sniðugri" að
telja fram)? Fólk fætt á 7. ára-
tugnum á hins vegar helmingi
minni sjóði. Fjórðungur fæddra á
8. áratugnum eru líka byrjaðir að
spara og taldi fram 42 þús.kr.
ijármagnstekjur að jafnaði.
Um 8.400 framteljendur, sem
áttu yfir 15 milljóna hreinar
eignir, töldu fram rúmlega 60%
fjármagnsteknanna. Hins vegar
átti þriðjungur (22.500) „fjár-
magnseigendanna“ minna en 2ja
milljóna eignir og stór hluti
þeirra minna en engar. - HEI
Fyrir nokkru
neitaði Geir H.
Haarde fjár-
málaráðherra
að svara f^rir-
spurn frá Og-
mundi
Jónassyni á Al-
þingi uni hvaða
verkefnum VSÓ
verkfræðiþjón-
ustan hefði sinnt fyrir opinberar
stofnanir og hversu mikið henni
hefði verið greitt fyrir störfin.
Það er afar sjaldgæft að ráðherra
bregðist þannig við að neita að
svara fyrirspurn á Alþingi.
Ögmundur Jónasson vildi ekki
una við þessi málalok og leitaði
því til forseta Alþingis um að
hann tæki málið upp í forsætis-
nefnd þingsins. Það gerði hann
og skýrði frá þvf við upphaf þing-
fundar í gær að hann hefði
brugðist við beiðni Ögmundar og
að fyrirspurninni yrði svarað. Það
staðfesti sfðan fjármálaráðherra.
Geir H. Haarde sagðist hafa
endurskoðað afstöðu sína og
myndi svara fyrirspurninni.
Hann sagði að vísu, þegar hann
neitaði að svara (ýrirspurninni,
að ef til vill væri hann kominn út
á hálan ís með því að neita að
svara.
„Hann hefur greinilega ákveð-
ið að komast af svellinu og fá fast
land undir fætur og ég fagna
því,“ sagði Ögmundur Jónasson í
gær. - S.DÓR
Haraldur bauð best í
Áburðarverksmlðjuna
Haraldur í Andra
bauð betur í Áburðar-
verksmiðjuua en
Eignarhaldsfélag Al-
þýðubankans og KEA.
Hefur fimm daga tH
að reiða fram 1.257
miUjónir.
Haraldur Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Andra, átti hæsta
tilboðið í Áburðarverksmiðjuna í
Gufunesi þegar tilboð voru opn-
uð í gær. Haraldur bauð 1.257
milljónir króna og er fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu
skylt að taka tilboðinu. Ríkið
vildi fá a.m.k. einn milljarð króna
fyrir Áburðarverksmiðjuna en
næsthæsta boðið kom frá Eign-
arhaldsfélagi Alþýðubankans og
nam 1.220 milljónum. Tilbjóð-
endur þar fyrir neðan eru Kaup-
félag Eyfirðinga á Akureyri,
Gufunes ehf. og Sölufélag garð-
yrkjumanna.
Bara í hesthúsinu
Þrátt fyrir að Haraldur hafi að-
eins fimm daga til að staðgreiða
„Hefgaman að stórrekstri/' segir
Haraldur Haraldsson í Andra.
verksmiðjuna var hann með báða
fætur á jörðinni í gær þegar Dag-
ur náði tali af honum. „Það er
ekki meira stress á mér en það,
að ég er nú bara staddur uppi í
hesthúsi," sagði Haraldur. Að-
spurður hvort öruggt væri að
Ríkiskaup myndi taka tilboði
hans, sagði hann svo vera.
„Menn hafa aðeins Iært frá því
að SR var selt.“
Mátti ekki fá mjöUð
Haraldur telur kaupverðið hafa
verið gott enda hefði hann ekki
boðið fyrrgreinda fjárhæð ef svo
væri. En hvað Iiggur til grund-
vallar þeirri ákvörðun að stíga
þetta skref? „Það er nú fyrst og
fremst það, að ég hef gaman að
svona stórrekstri. Eg mátti ekki
kaupa fiskimjölsverksmiðju
þannig að þetta varð ofan á,“
segir Haraldur og hlær.
Hann segist ekki standa einn
að kaupunum heldur orðar hann
það þannig að „nokkrir góðir
kaupsýslumenn og félagar hans“
séu með honum. „Eg vona að
það verði engin vandamál með
að finna þetta fé þótt tíminn sé
knappur. Það liggja fyrir munn-
leg loforð frá öllum aðilum og ég
á ekki von á öðru en að það
standist."
60.000 tonn á ári
Haraldur segist ákveðinn í að
rekstrinum verði haldið áfram á
fullu og hann segist vonast til að
viðskiptavinir þess muni halda
áfram að versla við fyrirtækið eft-
ir að það kemur úr ríkiseign.
„Það eru milli 50.000 og 60.000
tonn notuð hérna árlega og við
munum reyna að standa okkur í
verðinu til að keppa við innflutn-
ing,“ segir Haraldur. — bþ
Nær 400 vantar tH þjónustu í Keykjavík
í janúarkönnun Þjóðhagsstofn-
unar á atvinnuástandi mældist
eftirspurn eftir vinnuafli ennþá
meiri en á sama tíma í fyrra, en
eingöngu á höfuðborgarsvæðinu.
Þar vildu vinnuveitendur fjölga
starfsfólki sínu um hátt í 400
manns, fyrst og fremst í tölvu- og
tæknigreinum og annarri þjón-
ustu við atvinnulífið, einnig veru-
lega í verslun og veitingarekstri
og lítillega í samgöngum. Þessar
óskir um fjölgun samsvara um
0,6% af vinnuafli á svæðinu, eða
næstum 1/4 allra þeirra sem voru
atvinnulausir í mánuðinum.
Á landsbyggðinni vildu atvinnu-
rekendur í nær öllum greinum
frekar fækka starfsfólki en fjölga.
Sérstaklega þó fýrirtæki í þjón-
ustu við atvinnuvegina, sem
gjarnan vildu sjá af 60 manns.
- HEI
Afstaða til ESB aðildar fyrir 2005
Ráðstafanir verður að gera til þess að unnt verði að taka afstöðu til
aðildar Islands að Evrópusambandinu á raunhæfum forsendum ekki
síðar en á árunum 2005-2010.
Verður í því skyni að skoða gaumgæfilega hvort íslendingar geti
fylgt stefnu er tryggi hagkvæma nýtingu eigin sjávarauðlinda ef til að-
ildar verður stofnað. Þetta er meðal helstu niðurstaðna í skýrslu
nefndar á vegum utanríkisráðherra um alþjóðavæðingu íslensks
efnahags- og atvinnulífs. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
ky'nnti þessa skýrslu á spástefnu um alþjóða- og byggðaþróun á Sauð-
árkróki í gær.
I skýrslunni er ennfremur lagt til að heildarútgjöld og skuldir hins
opinbera verði innan við þriðjungur af landsframleiðslu árið 2010 og
samneyslan innan við fimmtungur. - SBS
Græna smiðjan í gang
„Þetta er til marks um þá áherslu sem við leggj-
um á umhverfismálin," segir Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstri hreyfingar - græns
framboðs, um Grænu smiðjuna. Það er heitið á
fræðslu- og kynningarátaki sem starfshópur á
vegum hreyfingarinnar hefur undirbúið og
hefst strax um helgina.
Græna smiðjan gengst fyrir röð fræðslufunda
um umhverfismál, t.d. um hafið, loftslagsbreyt-
ingar, sjálfbæra orkustefnu og græna hagfræði.
Málþing um umhverfisvæna atvinnuþróun
verður haldið í apríl og einnig fundur um græna
framtíð í Iðnó svo nokkuð sé nefnt. Þá verða skipulagðar stuttar
gönguferðir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þátttakendur verða
fræddir um náttúru, menningu og sögu. Sú fyrsta verður á morgun
og verður gengið um Öskjuhlíðina í fylgd Álfheiðar Ingadóttur og
Garðars Mýrdals.
Yfir 30% útlánaaukniiig
Heildarútlán innlánsstofnana jukust um rúmlega 30% á síðasta ári,
samkvæmt Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Undir útlán eru þar flokk-
uð öll útlán innlánsstofnana af innlendum toga jafnt og erlendum,
og jafnframt markaðsverðbréf og eignaleigusamningar í eigu banka
og sparisjóða. Utlán minnkuðu ekki í janúar eins og venjan er. Þjóð-
hagsstofnun gerir hins vegar ráð fyrir að eitthvað dragi úr útlána-
aukningu næstu mánuði í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði vexti
í viðskiptum sínum við innlánsstofnanir í þeim tilgangi að draga úr
útlánagetu þeirra, einmitt í þeim tilgangi að sporna við vaxandi eftir-
spurn. - HEl
Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður VG.