Dagur - 27.02.1999, Side 9
8- LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
LAU GARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 - 9
FRÉTTA SKÝRING
Maraþonræður úr sögimni
Talsverðar breytingar eru fyrirhugaðar á störfum Aiþingis. Helstu breytingarnar eru stytting ræðutíma annars vegar og breyting á nefndarstörfum hins vegar. - mynd: gva
Töluverður ágreining-
ur er um ýmis atriði í
frumvarpi til breyt-
inga á lögum uin þing-
sköp Alþingis. Mest er
deilt um fækkun
nefnda og breytingu á
ræðutíma þingmanna.
Ólafur G. Einarsson, forseti Al-
þingis, mælti í gær fyrir frum-
varpi til laga um breytingar á Iög-
um um þingsköp Alþingis. I
frumvarpinu eru lagðar til fjöl-
margar breytingar, nokkrar veiga-
miklar en flestar minniháttar.
Það er einkum tvennt sem telja
má stærstu breytingarnar á þing-
sköpunum og sem nokkrar deilur
munu standa um. Það er í fyrsta
lagi stytting ræðutíma þing-
manna. Nú er það svo að við 1. og
3. umræðu mála á Alþingi er
ræðutími þingmanna takmarkað-
ur en við 2. umræðu er hann
ótakmarkaður. Og það er einmitt
við 2. umræður sem löngu ræð-
urnar eru fluttar, hinar svoköll-
uðu maraþonræður. I frumvarp-
inu er gert ráð fyrir að ræðutím-
inn verði í sjálfu sér ekki tak-
markaður en sú breyting lögð til
að ræðutíminn verði í fyrstu um-
ferð 30 mínútur við 2. umræðu
mála. Þingmaður sem biður um
orðið aftur má tala í 15 mínútur
en eftir það má hann biðja um
orðið eins oft og hann vill en bara
tala í 5 mínútur í senn. Um þetta
fyrirkomulag eru skiptar skoðanir
hjá þingmönnum. Sumir telja
þetta til bóta, aðrir ekki og leggj-
ast gegn breytingunni.
Hin stóra breytingin sem lögð
er til snertir nefndir Alþingis. Nú
eru fastanefndir Alþingis tólf. I
frumvarpinu er lagt til að þær
verði níu og skipaðar níu þing-
mönnum hver. Nú er það svo að
sumir þingmenn sitja í mörgum
nefndum og þá alveg sérstaklega
þingmenn minni þingflokkanna.
Lagt er til að nefndirnar níu heiti:
Atvinnumálanefnd, sem fjalli um
öll atvinnumál í landinu, dóms-
og menntamálanefnd og segir sig
sjálft um hvað hún á að fjalla,
heilbrigðis- og félagsmálanefnd,
sem íjalli um heilbrigðismál, al-
mannatryggingar, félagsþjónustu,
sveitarstjórnarmál, húsnæðismál
og vinnumál, fjármálanefnd en í
henni verði fjárlaganefnd og
efnahags- og viðskiptanefnd sam-
einaðar, stjórnlaganefnd, sem
fjalli um stjórnarskrármál, mál-
efni forseta Islands, Alþingis og
stofnana þess, stjórnarráðsins í
heild og önnur mál sem varða
æðstu stjórn ríkisins svo og
skýrslur Ríkisendurskoðunar og
umboðsmanns Alþingis., um-
hverfis- og samgöngunefnd og
loks utanríkismálanefnd.
Skarpari lunræða
Það er forsætisnefnd Alþingis
sem flytur frumvarpið. Ólafur G.
Einarsson er því aðaltalsmaður
þess ágæta hóps. Hann sagði í
gær að upphaf þessara breytinga
á þingsköpum megi rekja til þess
tíma þegar hætt var að deilda-
skipta Alþingi 1991. Þá hafi verið
ákveðið að endurskoða þingskap-
arlögin þegar reynsla væri fengin
fyrir því að vera með þingið í
einni málstofu. Menn hefðu ver-
ið alveg vissir um að breytingin á
deildafyrirkomulaginu myndi
kalla á breytingar á þingsköpum
og hefur verið safnað saman ótal
atriðum, á síðustu árum, sem
höfð voru til hliðsjónar þegar til
endurskoðunar laganna kom.
Hann sagði að hafist hefði verið
handa við verkið vorið 1997.
Ólafur sagðist leggja áherslu á
að samstaða næðist um helstu at-
riði þessa frumvarps milli forystu
þingsins, sem er forsætisnefnd og
formanna þingflokka. Þó hafa
þeir, sem standa að flutningi
frumvarpsins, áskilið sér rétt til
að standa að einstaka breytingum
á því. Hann benti á að frumvarp-
ið væri Iagt fram í formi breyt-
ingafrumvarps en verði það sam-
þykkt komi til greina að leggja
fram á næsta þingi heildarfrum-
varp til þingskapa.
„Um breytingarnar á þingskap-
arlögunum má segja að þær miði
að því að gera þinginu betur kleift
að rækja hlutverk sitt samkvæmt
stjórnskipaninni. Að vanda og
styrkja sem mest löggjafarstörf
þingsins og að styrkja eftirlits-
hlutverk þingsins og að styrkja
forystu þingsins. Líka að gera
skoðanaskipti í umræðum um
þingmál skarpari og að tryggja
betur samfellu í störfum þings-
ins, skipulag þingstarfanna og
síðast en ekki síst að færa til nú-
tímahorfs ýmis ákvæði sem þykja
úrelt,“ sagði Ólafur G. Einars-
son.
Talað í 700 tíma
Veigamesta atriði frumvarpsins
telur Ólafur að sé breytingin á
ræðutíma þingmanna. Hann seg-
ist deila þeirri skoðun með
mönnum bæði innan og utan
þings að koma þurfi betri skipan
á fyrirkomulag umræðna á AI-
þingi. Ólafur segist telja að þau
tímamörk, sem sett eru í frum-
varpinu, séu bæði sanngjörn og
eðlileg. Jafnframt bendir hann á
að í frumvarpinu er gert ráð fýrir
því að forseti hafi heimild til þess
að veita þingmönnum rýmri
ræðutíma þegar sérstakar mál-
efnalegar ástæður mæla með því.
„Heildarræðutími hér á Alþingi
á hverju þingi er of langur. Hann
er á milli 600 og 750 klukkutím-
ar á reglulegu þingi og er það
talsvert meira en tíðkast í þeim
löndum sem við berum okkur oft-
ast saman við. Eg leyfi mér að
fullyrða að það vaki ekki fyrir
nokkrum manni að skerða þann
tíma sem sanngjarnt og eðlilegt
er að ætla hverjum þingmanni til
að koma skoðunum sínum á
framfæri og eiga orðastað við
aðra í umræðum. En það eru
nokkrir sem trúa því, og hafa
kannski af því nokkra reynslu, að
þessum rétti hafi verið misbeitt.
A löngum þingferli mínum hef ég
bæði starfað í stjórnarflokki og í
stjórnarandstöðu. Eg skal ekki
sverja fyrir að ég eða félagar mín-
ir hafi ekki fallið í slíka freistni.
Eg tel það hins vegar ekki mér til
tekna. Að teygja á umræðum skil-
ar sjaldnast árangri í hinni póli-
tísku baráttu. Slík brögð eru hins
vegar til þess eins fallin að skaða
Alþingi sem stofnun og valda
þingmönnum vanda við að skipu-
leggja sín störf,“ sagði Ólafur
Garðar.
Sætta þarf sjónarmið
Varðandi breytingarnar á nefndar-
skipaninni sagði Ólafur Garðar að
fyrir því væru margar ástæður að
fækka eigi fastanefndum. Þannig
megi skipuleggja betur störf og
vinnulag nefndanna, sem eru mik-
ilvægasti vettvangur þingstarf-
anna. Aftur á móti tók hann skýrt
fram að forsætisnefndin myndi
ekki standa fast á þeirri útfærslu á
Úlafur G. Einarsson þingforseti:
Á að gera þinginu betur kleift að
rækja hlutverk sitt.
nefndarskipan sem gert er ráð fyr-
ir í frumvarpinu. Forsætisnefndin
væri opin fyrir því að hugmyndin
að fækkun nefndanna fái aðra út-
færslu og jafnvel að gengið verði
skemur að þessu sinni en frum-
varpið gerir ráð fyrir.
„Mér er fullkunnugt um það að
þingmenn hafa á þessu máli marg-
ar skoðanir og sumir stríðar en ég
vona að nefndin sem um frum-
varpið fjallar reyni að sætta sjónar-
rniðin." sagði Ólafur Garðar.
Agað þing - öguð ríkisstjóm
„I frumvarpinu eru að mínum
dómi margar mjög nauðsynlegar
breytingar á þingsköpunum og
það sem kemur upp í ræðum
manna hér á þinginu eru fyrst og
fremst þættir þess sem deilt er
um. Margir vilja fara varlega
vegna þess að þeim finnst Alþingi
ekki hafa nægan styrk gegn fram-
kvæmdavaldinu. Við viljum styrkja
Vaigerður Sverrisdóttir formaður
þingflokks framsóknarmanna: Hver
einasti þingmaður er sammáia því að
breyta verði þingskaparlögunum.
Alþingi en það eru í frumvarpinu
ýmis ákvæði sem veikja rétt þing-
manna og þar ber fyrst að nefna
ræðutímann, bindingu hans bæði
við 2. og 3. umræðu til viðbótar
við 1. umræðu. Þetta gerir það að
verkum að þingmenn hljóta að
spyrja sig hvort við séum að koma
á formi sem geri Alþingi ókleift að
spyrna við fótum. Einnig að sett
verði bönd á það hversu oft AI-
þingi er aðlagað að þörfum fram-
kvæmdavaldsins. I því sambandi
nefni ég hvernig ríkisstjórnir vilja
að svo og svo mörg frumvörp verði
afgreidd fyrir jólaleyfi og Iáta þing-
störf halda áfram fram yfir 20.
desember þótt búið sé að sam-
þykkja að hætta þann 18. Og alveg
það sama gerist á vorin. Þetta get-
ur ekki gengið svona áfram," segir
Rannveig Guðmundsdóttir, for-
maður þingflokks Samfylkingar-
innar.
Rannveig Guðmundsdóttir formaður
þingfiokks Samfyikingar: Margar
mjög nauðsynlegar breytingar á
þingsköpunum.
Hún segir að ef til stendur með
frumvarpinu að aga Alþingi og öll
störf þess megi þingmenn ekki
vera með óagaða ríkisstjórn í
farteskinu. En varðandi hreyting-
arnar á þingsköpum segist Rann-
veig vera hlynnt flestu því sem
fram kemur í frumvarpinu og
leggur áherslu á að það takist að
afgreiða það áður en þingslit
verða. Hún sagði að þær breyt-
ingar sem gerðar hafa verið síðan
1991 hafi reynst til góða og að
hún þekki engan sem vill taka
skref til baka í þeim efnum.
Umdeild nefndaskipan
„Eg held að hver einasti þingmað-
ur sé sammála því að breyta verði
þingskaparlögunum, þótt menn
greini ef til vill á um hverju á að
breyta. Því er hins vegar ekki að
neita að þær breytingar sem gert
er ráð fyrir í frumvarpinu eru mjög
róttækar og þá alveg sérstaklega
hvað varðar nefndaskipan fasta-
nefnda þingsins. Þeir eru til sem
telja fyrirkomulagið sem forsætis-
nefndin leggur til um nefndaskip-
an óviðráðanlegt. Ég vil að það
verði skoðað mjög vel hvort ekki er
hægt að fækka nefndunum þannig
að þingmenn almennt sitji bara í
einni nefnd og geti einbeitt sér að
henni,“ segir Valgerður Sverris-
dóttir, formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins.
Varðandi breytingu á ræðutíma
þingmanna segir hún að einhver
ágreiningur sé uppi meðal þing-
manna en telur hann mun minni
en ágreininginn um nefndaskipan-
ina vegna þess að í raun sé ekki
verið að skerða málfrelsi manna.
Hún bendir á að í stað þess að tala
eins lengi og menn vilja megi þeir
samkvæmt frumvarpinu tala eins
oft og þeir vilja.
Hún nefnir fleiri gagnlegar
breytingar sem enginn verði var
við útífrá en skipti miklu varðandi
störfin innan þings. I því sam-
bandi megi nefna að þegar mál
verði afgreidd frá nefndum verði
bara um eitt þingskjal að ræða en
ekki mörg eins og nú er. Umdeil-
anlegt sé aftur á móti hvort rétt sé
að látafliál fara til nefnda áður en
það hefur verið rætt á þinginu.
Sömuleiðis að ekki þurfi að endur-
flytja mál á næsta þingi fáist það
ekki afgreitt á þinginu þegar það
er lagt fram.
Alnám kvöldfimda
Frumvarpið er mikið að vöxtum en
ef við tökum saman meginþætti
breytinganna þá eru þeir eftirfar-
andi. Breytt og öflugra nefndar-
kerfi, mál gangi beint til nefnda,
mál geti verið til umfjöllunar
meira en eitt þing og að nefndir
skili áliti sínu í einu skjali en ekki
mörgum. Ný nefnd, stjórnlaga-
nefnd, styrki eftirlitshlutverk Al-
þingis. Þingmenn geta lagt fram
fyrirspurnir í þinghléum, nýtt
form verði á umræðum um brýn
og aðkallandi mál (munnlegar
skýrslur ráðherra). Breytt form á
ræðutíma, fækkun atkvæða-
greiðslna, með því að sleppa henni
eftir 2. umræðu, ný ákvæði um
meðferð fyrirspurna og ný ákvæði
í meðferð skýrslna.
Forseti og varaforsetar Alþingis
verði kosnir f)TÍr allt kjörtímabilið
en ekki eitt þing í einu eins og nú
er. Styttar verði umræður um
fundarstjórn forseta. Þingflokkar
verði skipaðir 3 mönnum hið
fæsta. Ný ákvæði um setuforseta
og skýrari ákvæði um aldursfor-
seta, skýrari ákvæði um afgreiðslu
kjörbréfa, ítarlegri ákvæði um ai-
þjóðanefndir þingsins, nútíma-
legri ákvæði um vítur og um út-
varpsumræður, skýrari reglur um
atkvæðagreiðslur og breyttar regl-
ur um mælendaskrár. Þá er gert
ráð fyrir að þingtíminn standi
lengur fram á vorið, jafnvel út maí,
heildarþingtiminn lengist þó ekki
því þinghlé verði fleiri. Jafnframt
þessu verði reynt að afnema með
öllu kvöldfundi Alþingis.
: ew4( tm, iHnmMjfipA miát
FRÉTTIR
Knattspyrnumenn í dag hafa ekki möguleika á að spila á innanhússvelli í fullri stærð í dag. Útlit er fyrir að það
muni breytast mikið á næstu 5 árum eða svo.
Félag um fjöl-
iþróttahús
nota
Knattspyrmuneim á
höfuðborgarsvæðinu
ætla að stofna félag í
dag um byggingn nýs
fjölnota íþróttahúss.
Iþróttafélögin í Kópavogi, Garða-
bæ, Hafnarfirði og Bessastaða-
hreppi, sem hafa starfandi knatt-
spyrnudeildir innan sinna raða,
munu í dag stofna hlutafélag um
undirbúning að byggingu fjölnota
íþróttahúss á svæðinu. Félögin
sem standa að stofnuninni eru
Breiðablik og HK í Kópavogi,
Stjarnan í Garðabæ, FH og
Haukar í Hafnarfirði og Ung-
mennafélagið í Bessastaðahreppi.
Að sögn Páls Bragasonar, for-
manns rekstrarnefndar knatt-
spyrnuvalla í Garðabæ, sem er
fulltrúi Stjörnunnar á stofnfund-
inum, er verið að stofna hlutafé-
lag sem mun hafa það meginverk-
efni að fara í undirbúningsvinnu
að byggingu fjölnota íþróttahúss á
svæðinu. Stjórn þessa félags verð-
ur falið að kanna alla möguleika á
byggingu slíks húss, hvað varðar
staðsetningu, hvaða húsgerð og
stærð henti best, gera markaðs-
könnun og kanna fyrir hvaða
starfsemi er markaður og hvaða
kröfur séu gerðar til slíks húss.
Sem sagt að afla upplýsinga um
all þætti málsins. Menn ætla sér
að þessi undirbúningsvinna gæti
tekið hálft ár, þannig að niður-
stöður lægju fyrir í haust.
Hlutafélagið verður stofnað
með tiltölulega Iitlu hlutafé, en
verið er að tala um 700 þúsund
krónur sem kemur frá félögun-
um. Það er ekki hægt að gera
nein stórvirki fyrir þá peninga, en
það verður þá einnig hlutverk
undirbúningshópsins að leita að
hugsanlegum fjárfestum til að
koma inn í þetta,“ sagði Páll.
- Hvaða tíma gefa menn sér?
„Hvað varðar áætlanir um
byggingarhraða, þá er það auðvit-
að ekki enn Ijóst. En djörfustu
hugrenningar ganga út á það að
svona hús gæti verið risið og til-
búið til notkunar fyrir árslok
2000, sem sagt á öldinni. En það
eru engin raunhæf áform á bak
við það, en vitað er að bygging
svona húss þarf ekki að taka
nema sjö til níu mánuði. Ef menn
eru komnir með fjármagn og allt
er klárt til útboðs um næstu ára-
mót, þá ætti það að takast. En ég
vil geta þess að þetta eru hug-
renningar en ekki áform og menn
fara með algjörlega óbundnar
hendur í þessa vinnu.“
- Hafa menn rætt hugsanlega
staðsetningu?
„Það er ekki hlaupið að því að
finna lóð fyrir svo stórt mann-
virki, sem er um eða yfir einn
hektari að grunnfleti og það pass-
ar ekki inn í skipulag hvar sem er.
Það er því ekki enn ljóst hvaða
lóðir eða land eru í boði, en við
vitum að bæjarfélögin eru mjög
opin fyrir málinu. En sú vinna er
öll eftir eins og allt annað sem
viðkemur málinu.“
- Sérðu þessi áform verða að
veruleika á næstunni?
„Ég er nokkuð viss um að þetta
hús verður tekið í notkun og eina
óvissan í mínum huga er hvort
það verður árið 2000 eða 2001.
Auk hússins sem fyrirhugað er í
Reykjanesbæ trúi ég að í Reykja-
vík verði reist tvö slík hús og svo
muni Akureyri koma þar á eftir.
Ég sé fyrir fimm til sex ný hús á
landinu á næstu árum,“ sagði
Páll.
„Ýmsir vilja mig út“
Renniverkstæöiö verð-
ur áfram viö lýði hvað
sem Leikfélag Akur-
eyrar gerir. Bæjar-
stjóri fagnar hug-
myndum um heilsárs-
starfsemi.
Kristján Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Renniverkstæðisins
á Akureyri, segir að hann hyggist
ekki leggja árar í bát þótt Leikfé-
lag Akureyrar muni færa um-
fangsmikinn leikhúsbúnað
Renniverkstæðisins í Ketilhús
eða annað. Kristján hefur leigt
búnaðinn að undanförnu en eins
og fram kom í Degi í gær hefur
leikhússtjóri LA uppi áform um
að félagið fari út í heilsársstarf-
semi. Hugsanlega yrðu uppfærsl-
urnar í Ketilhúsi yfir sumartím-
ann.
„Ég fer ekkert í grafgötur með
að ákveðnir aðilar hafa viljað
þetta út og ég er búinn að búa
■'kT íj; i l!
Kristján Sverrisson.
mig undir þetta. Ég er búinn að
kaupa fleiri stóla; eitthvað af Ijós-
um og fleira. Ég er búinn að
leggja í þetta fleiri hundruð þús-
und til að halda þessu í gangi og
hef farið misjafnlega út úr upp-
færslunum. Ég er hins vegar bú-
inn að lækka kostnaðarliði frá því
sem var og held ótrauður áfram.
Starfið hefur skilað alveg geig-
vænlegri verslun á Akureyri og
margir hafa skilning á því,“ segir
Kristján. Hann vill ekki tilgreina
hvaða aðilar það eru sem reynt
hafi að fá hann til að hætta leik-
hússtarfsemi.
Brothættui markaður?
Aðspurður um fyrirhugaða heils-
ársstarfsemi LA segir Kristján að
honum lítist vel á hugmyndina en
vissulega sé markaðurinn brot-
hættur og vel þurfi að vanda til
efnisvals. Þar sé léttmeti og
svokölluð kassastykki vænlegust
til vinsælda. Tekið skal fram að
ekki er útilokað að Renniverk-
stæðið og LA verði með samstarf.
Kristján tekur fram að honum lít-
ist mjög vel á nýja leikhússtjór-
ann, Sigurð Hróarsson.
Bæjarstjórinn á Akureyri, Krist-
ján Þór Júlíusson, segist fagna
hugmyndum leikhússtjóra varð-
andi lengra leikár. „ Það er örugg-
lega markaður fyrir þetta og Ieik-
húsið verður að laga sig að breytt-
um markaði. Leikhúsið á í sam-
keppni við afþreyingu, íþróttir,
bíó og ýmsa aðra menningarstarf-
semi og verður að svara þeirri
samkeppni á einhvern hátt,“ segir
Kristján Þór. — BÞ