Dagur - 27.02.1999, Síða 12
12- LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
ÍÞRÓTTIR
D*#ur
Á SKJÁNUM
Laugard. 27. feb. Sunnud. 28. feb.
Skíði KI. 12:00 Heimsbikarkeppnin Brun kvenna. Fótbolti Kl. 14:25 Þýski boltinn Hansa Rostock - B. Munchen Handbolti Kl. 16:15 Þýski handboltinn Lemgo - Nettelstedt ■wmiiVilt*! Skíði KJ. 10:30 Heimsbikarkeppnin Svig karla. Akstursíþróttir Kl. 13:00 Við rásmarkið Formúla 1. Iþróttir Kl. 21:45 Helgarsportið
ULií*l>L!HN Fótbolti KI. 12:00 Alltaf í boltanum Kl. 14:45 Enski boltinn Chelsea - Liverpool Körfubolti fþróttir Kl. 12:30 íþróttir á sunnudegi Fótbolti Kl. 13:55 ítalski boltinn Lazio - Vicenza
Kl. 12:30 NBA-tilþrif Körfubolti Kl. 16:00 EM í körfubolta Island - Litháen Fótbolti Kl. 19:25 ítalski boltinn Inter Milan - Juventus Hnefaleikar Kl. 23:25 Hnefaleikar Felix Trinidad - Pernell Whitaker Fótbolti KI. 15:45 Enski boltinn Newcastle - Arsenal Kl. 19:00 Enski boltinn Sýnt úr ýmsum leikjum. Kl. 20:30 ítölsku mörkin Golf Kl. 18:00 Golfþrautir Óvenjulegt golfmót. Kl. 20:00 19. holan Öðruvísi golfþáttur.
Þórey í Þýskalandi
Norsku liðin betri
en þau sænsku
UM HELGINA Laugard. 27. feb.
■ körfubolti Evrópukeppni landsliða KI. 16:00 ísland - Litháen ■ handbolti 2. deild karla Kl. 14:00 Völsungur - Fjölnir KI. 14:00 Breiðabl. - Hörður ■ frjálsar Meistaramótið í fjölþraut
Hefst kl. 13:00 í Baldurshaga og í Smáranum kl. 16:00. Heldur áfram á morgun, sunnu- dag kl. 13:00 í Baldurshaga og kl. 14:30 í Smáranum. ■ blak 1. deild karla Kl. 13:30 Þóttur N. - KA 1. deild kvenna Kl. 15:00 Þróttur N. - KA Suraiud. 28. feb. ■körfubolti I. deild karla Kl. 15:00 Stjarnan - Stafholtst. Kl. 14:00 Selfoss - Hamar ■ handbolti Nissandeildin Kl. 20:30 Stjarnan - ÍR Kl. 20:30 Fram - HK KI. 20:30 FH - Selfoss Kl. 20:30 Grótta/KR - ÍBV Kl. 20:30 Valur - Haukar KI. 20:30 Afturelding - KA Hblak 1. deild karla Kl. 19:30 ÍS - Þróttur 1. deild kvenna Kl. 20:45 ÍS - Þróttur
Þórey Edda Elísdóttir, stangar-
stökkvari, keppir um helgina á
alþjóðlegu stórmóti í Sindelf-
ingen í Þýskalandi. Þórey er
stöðugt að bæta árangurinn
þessa dagana og í fyrrakvöld
náði hún sínum besta árangri á
móti í Stokkhólmi, þegar hún
stökk 4,31 m og lenti þar í 3.
sæti. Sigurvegari á mótinu varð
Nicole Humbart frá Þýskalandi,
en hún gerði sér lítið fyrir og
stökk 4,56 m, sem er nýtt heims-
met. Vala Flosadóttír var í 4.
sæti og stökk 4,26 m.
Þórey er nú í mjög góðu formi
og er til alls líklega á mótinu í
Þýskalandi.
MiMð fjör í La Manga
á Spáni. Norsku topp-
liðin inim sterkari en
þau sænsku. Frábær
undirbúningur, segir
Helgi Sigurðsson.
Bestu knattspyrnulið Svía og
Norðmanna léku á La Manga
mótinu á Spáni í byrjun mánaðar-
ins. Það er skemmst frá því að
segja að norsku Iiðin völtuð yfir
þau sænsku. Rosenborg stóð uppi
sem sigurvegari eftir úrslitaleik-
inn við Stabæk þar sem Arni
Gautur Arason varði vítaspyrnu í
vítakeppninni sem þurfti til að ná
fram úrslitum.
Helgi Sigurðsson, leikmaður
Stabæk, var ánægður með mótið.
„Þetta var mjög skemmtilegt mót
og frábær undirbúningur fyrir
vorið. Við vorum hundóheppnir
að tapa fyrir Rosenborg þvi við
vorum sterkari allan leikinn. Þeir
voru í vörn allan tímann og náðu
örfáum skyndisóknum og gerðu
tvö mörk. Það hefði verið gaman
vinna Rosenborg sem ekki hafði
sigrað okkur fimm leiki í röð.
Það var ekki síður skemmtilegt
að sjá muninn á norsku Iiðunum
og þeim sænsku. Norsku liðin
voru miklu betri eins og úrslitin
sýna. Þau höfðu miklu meiri
hraða og vilja en þau sænsku.
Svíarnir eru kannski með meiri
boltatækni en það dugði þeim
ekki á þessu móti,“ sagði Helgi
Sigurðsson. Pétur Marteinsson,
félagi Helga, er meiddur og gat
því ekki tekið þátt í mótinu en
vonast er til að hann geti farið að
æfa á allra næstu vikum.
Bronsið féll Brann í skaut
Brann, lið Skagamannanna
Bjarka Gunnlaugssonar og Stef-
áns Þórðarsonar, sigraði sænsku
meistarana AIK 2-0 í baráttunni
um bronsið. Bjarki lék fyrri hálf-
leikinn en Stefán kom ekki við
sögu í úrslitaleiknum.
Sænsku Iiðin Helsingborg og
Orebro léku um fimmta sætið og
þar hafði Helsingborg, sem Hilm-
ar Björnsson Ieikur með, 3-1 sig-
ur.
Molde tók síðan IFK Gauta-
borg í kennslustund í leiknum
um 7. sætið og rúllaði yfir þá 6-0.
Atján ára gutti, Magne Hoseth,
átti frábæran leik með Molde og
þykir nú með efnilegri leikmönn-
um í Noregi.
Annað mót skandínaviskra liða
stendur nú yfir í La Manga. Þar
sigraði Malmö FF lið Ólafs
Bjarnasonar og Sverrir Sverris-
sonar, Válerenga, 1-2. Strömgod-
set, sem þeir bræður Valur og
Stefán Gíslasynir leika með, tap-
aði fyrir danska liðinu Bröndby 0-
2. Bræðurnir Iéku allan leikinn
með Godset og stóðu sig vel.
Alaborg sigraði Lilleström, sem
þeir Rúnar Kristinsson og Heiðar
Helguson leika með, 3-1. Viking
sigraði sænska liðið Örgryte 2-0.
Auðun Helgason Iék í 85 mínútur
en Rfkharður Daðason kom inn á
62. mfnútu hjá Viking. Brynjar
Björn Gunnarsson lék með sínu
nýja Iiði, Örgryte, og stóð fyrir
sínu. - GÞÖ
BRIDGE
V. • ; - ■ ■ ■ :
Emi viimiir Zia Mahmood
BJORN
ÞORLAKS-
SON
SKRIFAR
Zia Mahmood náði þeim glæsi-
lega árangri í sveitakeppninni á
Bridgehátíð að sigra í sjöunda
skipti með ólíkum sveitum sín-
um. Þetta var 18. stórmótið sem
haldið er á Hótel Loftleiðum í
samvinnu Flugleiða, BR og BSI
og hefur Zia nokkrum sinnum
verið fjarri góðu gamni. Árangur
hans er því einstæður því stund-
um hafa meðspilarar hans ekki
verið meiri spámenn en gengur
og gerist hjá bestu íslensku spil-
urunum. Zia sagði enda kátur í
mótslok, að ein ástæða þess að
hann kæmi aftur og aftur til Is-
lands væri einmitt stríðsgæfa
hans á þessu móti!
Annars fór mótið vel fram sem
endranær undir styrkri stjórn
Sveins Rúnars Eiríkssonar
keppnisstjóra. Samkvæmt venju
var mótinu skipt upp í tvímenn-
ing og sveitakeppni. Norðmenn-
irnir Tor Helness og Jon Egil
Furunes hömpuðu sigurlaunum
með 57,7% skor eða 859 stig, en
Ragnar Magnússon-Sigurður
Vilhjálmsson saumuðu að þeim í
lokin. Þeir enduðu með 57,5%
skor en annars varð lokastaða
efstu para þessi:
Zia Mahmood var maður mótsins. 1. sætið í sveitakeppni og 3. sætið í tví-
menningi. Hér er hann á milli leikja í sveitakeppninni og útskýrir fyrir sam-
herjum sínum í sveitinni af hverju þeir áttu að sjá bestu vörnina í fjórum
hjörtum. - myndir: bþ
1. Helness-Furunes 859
2. Ragnar-Sigurður 839
3. Zia Mahmood
- Barnett Shenkin 720
4. Anton Haraldsson
- Sigurbjörn Haraldsson 653
5. Jón Þorvarðarson
- Sverrir F. Kristinsson 650
6. Knut Blakset
Frederik Bjerregaard 625
7. Guðmundur Sveinsson
- Valur Sigurðsson 581
8. Vignir Hauksson
- Guðjón Bragasdon 578
Lokastaðan í sveitakeppninni:
1. Zia 195
2. Lars Blakset 189
3. Noregur 183
4. Landsbréf 178
5. Strengur 178
6. Þröstur Ingimarsson 177
7. Grandihf. 177
8. Samvinnuferðir Landsýn 176
íslandsmót tiin helgina
íslandsmót kvenna í sveita-
keppni fer fram nú um helgina,
27.-28. febrúar. Allir spila við
alla, en Iengd leikja fer eftir
fjölda sveita. Þátttökugjald er kr.
10.000 á sveit. Islandsmót yngri
spilara í sveitakeppni verður spil-
að sömu helgi. Allir spilarar
fæddir 1974 eða seinna eru vel-
komnir. Þátttaka er ókeypis.
Bæði mótin byrja ld. 11.00 laug-
ardag. Tekið er við skráningu f
bæði mótin í s. 587 9360 og
einnig er aðstoðað við að mynda
sveitir.
Frá Bridgefélagi Akureyrar
Akureyrarmótinu í sveitakeppni
er lokið og urðu úrslit eftirfar-
andi:
1. Sv. Stefáns Stefánss. 242
2. Sv. Björns Þorlákssonar 215,5
3. Sv. Jónasar Róbertss. 211
4. Sv. Sveinbjörns Sigurðss.189
5. Sv. Kristjáns Guðjónss. 167
í sigursveitinni spiluðu auk
fyrirliðans Sigurbjörn Haralds-
son, Hróðmar Sigurbjörnsson,
Pétur Guðjónsson og Grettir Frí-
mannsson. Með Birni spiluðu
Þórarinn B. Jónsson, Páll Páls-
son, Reynir Helgason og Frí-
mann Frímannsson. I sveit
Jónasar spiluðu auk hans Skúli
Skúlason, Sveinn Pálsson og
Bjarni Sveinbjörnsson.
Næsta mót er tveggja kvölda
Góutvímenningur með barómet-
ersniði.
rnaði
Tor Helness og Jon Egil Furunes sigruðu í tvímenningi Bridgehátíðar.