Dagur - 03.03.1999, Side 2

Dagur - 03.03.1999, Side 2
18 - MIÐVIKUDAGU K 3. MARS 1999 Ðagur LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Barastytting Fyrsta Islandsmótið í erótískum dönsum vakti nókkra athygli og f jallaði þetta blað m.a. um mótið. Ofanritaður átti skemmtilegt samtal við yfirþjón Þórscafés þegar blaðið var að falast eftir myndatöku af aðalæfingu. Yfirþjónninn treysti sér ekki til að gefa leyfið sjálfur, en vís- aði á yfirmann sem héti Sistó. Blaðamaður Rósa Ingólfsdóttir. hváði og spurði síðan hvernig nafnið væri skrifað. „S- I- S- T- 0,“ svaraði yfirþjónninn. „nei fyrirgefðu, S-I-S-TÓ," leiðrétti hann sig síðan. „Og talar hann íslensku?" spurði blaða- maður. „Já, hann heitir Sigursteinn. Þetta er bara stytting," svaraði þá yfirþjónninn.... „Það er mikil aukn- ing meðal eldri borgara og svo er þessi Grand rokk klúbbur. Áhuginn hefur líka verið að aukast núna útaf netinu, “ segir Ágúst Sindri Karls- son, formaður skáksambandsins. „Það er vandlif- að.“ Guðmundur Bjamason land- búnaðarráðherra á Alþingi þegar samflokksmenn hans gerðu harða hríð að honum og gagnrýndu ótíma- bæra sölu Aburð- arverksmiðjunnar. Hið kvenlega... Og meira af mótinu. Rósa Ingólfsdóttir var kynnir hátfðarinnar og fór mikinn. Athygli vakti að hún vildi frekar kalla mótið keppni í kvenlegri mýkt en að kenna það við erótík. Rósa var greinilega að reyna að eyða fordóm- um áhorfenda enda eflaust fengið borgað fyrir það. Hitt vakti furðu áhorfenda að sjmingar- dömurnar skyldu sjálfar þurfa að taka til á sviðinu eftir sig. Lítil reisn var yfir því að dansa, strippa, taka við Iófaklappi og bregða sér síðan í hlutverk rótara og sviðsmanna og tína upp eftir sig er þær gengu út af sviðinu.... Frábær framsýni Um fátt er nú meira rætt í auglýsingaheimin- um en framsýni auglýsingastofunnar Gott fólk, sem lét gera aukaauglýsingar um Thule- bjórinn eftir því hvernig Hæstiréttur myndi dæma áfengisauglýsingar. Þar er m.a. Iímt yfir munninn á Dönunum tveimur og hafa að- standendur eflaust látið gera tvær aukagerðir af auglýsingum eftir niðurstöðunni. Nú Ieikur enginn vafi á að bannað er að auglýsa bjór á Islandi en Thulemenn virðast á þurrum sjó með þessum þagnarauglýsingum sínum. Her- kænska eins og hún gerist best. Veitti vitlaus verðlaun Helgi Ass Grétarsson varð um helgina Islands- meistari í atskák í fyrsta sinn. Mótinu var sjón- varpað beint hjá RÚV og var hin besta skemmtun. Ekki síst verðlaunaafhendingin sem virtist ekki allt of vel undirbúin. Þannig afhenti forstjóri Visa, Einar S. Einarsson, skákmanninum sem varð í 3.-4. sæti sigur- launin, en sá var grandvar og skilaði þeim aft- ur með þeim orðum að hann ætti engan rétt á fyrstu verðlaununum. Hemmi Gunn kynnir gerði gott úr öllu saman og fengu hlutaðeig- andi rétt verðlaun áður en yfir lauk. Skákáhugiim að aukast Skáksambandið opnaði um helgina svokallað mátnet. Það er svæði á veraldarvefnum þar sem menn geta komið og teflt. Agúst Sindri Karlsson, Iögfræðingur, er formaður Skáksambands Is- lands. „Kosturinn er að þú getur bara stokkið þarna inn og farið á hvaða tíma sem er, verið heima hjá þér. Þetta er sérstaklega gott fyrir fjölskyldumenn sem kom- ast síður út til þess að tefla. Það eru alltaf skákmenn þarna inni og þú getur farið þegar þér sýn- ist og verið eins lengi og þér sýnist," segir Agúst. Fríx aðgangur að Mátnetinu Skáksambandið er í samvinnu við internetþjónustu Landssímans og ekki þarf að borga sérstakan aðgang til þess að tefla á netinu. Slóð mátnetsins er http://matnet.sim- net.is. Agúst segir netskák vera tíðkaða útum allan heim og bendir þeim á sem vilja fræðast nánar um skáknetið að hringja í Skáksambandið eða skoða heimasíður taflfélaganna. „Sá skákklúbbur sem er hvað þekktastur í þessu er kallaður ICC, skammstöfunin stendur fyrir Intemet Chess Club. ICC rukkar um aðgangs- gjald sem er um 2-3 þúsund krónur á ári, svo er til annar klúbbur sem heitir FICS, þar er frír að- gangur', segir Agúst. Hann bætir við að fólk all- staðar að úr heiminum tefli í þessum klúbbum. Safna ELO-stigum í netskákinni Agúst segir að skákáhugi landsmanna sé að aukast og segist hafa orðið var við grasrótar- hrejTingu í skákinni. „Það er mikil aukning meðal eldri borgara og svo er þessi Grand rokk klúbbur. Áhuginn hefur líka verið að aukast núna útaf netinu. Tafl- félagið Hellir hefur verið með Is- landsmeistaramót í netskák. Það eru líka veitt verðlaun á þessum mótum. Svo fá menn ELO stig í net- skákinni. Það er tölva sem að reiknar þau út eftir ákveðinni formúlu. Allir sem eru komnir með aðgang þarna inni geta safn- að stigum. Þá hækka menn eða Iækka eftir því hvernig gengur, ef þú vinnur þá bæturðu við þig stigum en ef þú tapar þá taparðu stigum. Það fer eftir því við hveija þú ert að tefla hvað mörg stig eru í húfi.“ Ber lítið á einmanaleikanum Ágúst segir netskák ekki vera eins og að tefla við tölvuna. Heldur sé þetta meira eins og menn séu staddir í húsi innanum fjölda skákmanna, sem geta talað saman með því að vélrita texta á lyklaborðið hjá sér. „Menn geta skorað hver á annan í skák eða boðið sig fram til að tefla. Menn eru líka að spjalla. Það er ekki eins gaman og að tefla í hóp og hitta aðra skákmenn. Á skákmótum fer allt kvöldið í þetta. Munurinn er að þú getur skot- ist heima hjá þér og teflt tvær þijár skákir á net- inu. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Netskákin kemur kannski aldrei í staðinn fyrir að hitta aðra yfir borðum en það ber lítið á einmanaleik- anum. Þú getur verið að tefla við marga skák- menn þarna inni. Þetta er svipað og að vera á irkinu. Menn hafa verið að hittast þarna inni, sérstaklega ef menn eru erlendis og svona,“ seg- ir Ágúst. -PJESTA „Munurinn eraðþúget- urskotist heima hjá þér og teflt tværþrjár sliákir á netinu. Þetta erótrú- lega skemmtilegt. Net- skákin kemurkannski aldrei ístaðinn fyrirað hitta aðra yfirborðum. “ SPJALL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS „Skemmtun er gleði þeirra sem ekki hugSá.“ Alexander Pope Þaufæddust 3.mars • 1911 fæddist bandaríska kvikmynda- leikkonan Jean Harlow. • 1914 fæddist danski málarinn Asger Jorn. • 1918 fæddist bandaríski ljósmyndarinn Arnold Newman. • 1923 fæddist Óli blaðasali Þorvaldsson. Þetta gerðist 3.mars • 1974 fórust nærri 350 manns þegar tyrknesk farþegaflugvél fórst skömmu eftir flugtak í París. • 1978 var líkinu af Charles Chaplin rænt úr gröfinni í Sviss, en það fannst nærri tveimur mánuðum síðar við Genf- arvatn. • 1991 misþyrmdu lögregluþjónar í Los Angeles manni að nafni Rodney King, og náðist atburðurinn á myndbands- töku sem varð til þess að þijótarnir voru sakfelldir á endanum eftir miklar óeirðir í hverfum blökkumanna. Merkisdagurirm 3.mars I dag er Jónsmessa Ögmundssonar Hóla- biskups. Andlátsdagur Jóns var 23. apríl árið 1121, en bein hans voru tekin upp 3. mars árið 1200 og Jón Iýstur helgur mað- ur á alþingi um sumarið. Jón var frægur fyrir að stilla veður. Hann þótti góður til áheita en náði aldrei hylli á við heilagan Þorlák. Vísan Vísa dagsins er úr erfiljóðum Símons dalaskálds um Níels Skálda Hagur t' munutu hvað eitt vann um hyggju grunda vega, smíðaði stundum hluti hann heldur undarlega. Afmælisbam dagsins Bandaríski uppfinningamaðurinn Alexander Graham Bell fæddist í Edinborg í Skotlandi árið 1847, en flutti til Kanada árið 1870 og síðan til Bandaríkjanna árið eftir. Hann hlaut bandarískan ríkisborgararétt árið 1882. Hann er þekktastur fyr- ir að hafa fundið upp símann. Hann hafði gert tilraunir með að flytja mannsröddina með hjálp raf- magns allt frá 18 ára aldri, og tókst það loks þann 10. mars árið 1874. Bell lést 2. ágúst 1922. Lögfræðingar Tveir lögfræðingar voru staddir á veitinga- stað og pöntuðu sér kaffi. Svo fóru þeir í skjalatöskurnar sínar og náðu í tvær sam- lokur og bitu hvor í sína samloku. Eigandinn kom til þeirra rauður í fram- an og sagði: „Þið getið ekki borðað ykkar eigin samlokur hérna!“ Lögfræðingarnir litu hvor á annan, ypptu öxlum og skiptust á samlokum. Veffang dagsins Breti nokkur, búsettur á Neslcaupstað, heldur úti forvitnilegri síðu um Iífið þar í bæ, með nýjum fréttum og myndum í viku hverri: www.islandia.is/~reynir- neil/nesk.htm

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.