Dagur - 10.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 10.03.1999, Blaðsíða 4
4- MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 FRÉTTIR rD^tr Mótmæla norskum línuveiðum Skipstjórar 17 íslenskra línuveiðiskipa með beitingavél hafa mótmælt við utanríkisráðherra, sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra, öll- um áformum íslenskra stjórnvalda um að leyfa norskum línuveiði- skipum veiðar í íslenskri fiskveiðilandhelgi í skiptum fyrir veiðar ís- lenskra togara í norskri landhelgi. Skipstjórarnir, sem eru á öllum útilegulínubátum með beitingavél við Island, segja að það hafi ekki verið þeir sem voru á veiðum í Smugunni. Leyfa eigi utankvótaveiðar á keilu og löngu en skipstjórarnir telja það Ijóst að þá muni Norðmennirnir einnig veiða ýsu, karfa, lúðu, grálúðu og þorsk. Þeir segjast hafa miklar áhyggjur af keilunni og löngunni og telja sóknina þegar of mikla. Ekki bæti úr skák að það stefni í mikla fjölgun lfnubáta með beitingavél hér á íslandi, jafnvel um allt að helming. Gott árferði í hafinu kringum landið Heildarniðurstöður í sjórannsóknarleiðangri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni sýna að almennt er gott árferði í sjónum kring- um landið. Astandið fyrir sunnan og vestan land er með líku sniði og 1998 en heldur lakara fyrir austanverðu Norður- og Austurlandi. Sjávarhiti fyrir Suður- og Vesturlandi var 6-7,5 gráður, sem er í góðu meðallagi og hlýsjávar gætir út af Vestljörðum, 4-6 gráður, þrátt fyr- ir að stutt væri út í ísröndina á Grænlandssundi og norður af Kögri. Söknuðu Jónu Gróu „Ferðin var skemmtileg og fróðleg. Maður er margs vísari um þá möguleika sem við getum átt í samskiptum við Japan, sem hafa e.t.v. ekki verið nýttir sem skyldi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, en hún, Alfreð Þorsteinsson og fleiri full- trúar borgarinnar komu um helgina úr heimsókn til Japans, ferð sem minnihluti D-listans í borgarstjórn gagnrýndi harðlega. Jóna Gróa Sigurðardóttur borgarfulltrúi hætti við að fara í ferðina. Saknaði borgar- stjóri Jónu Gróu í ferðinni? „Já. Eg held að hún hefði haft bæði gagn og gaman af þess- ari ferð eins og við. Eg tel að minnihlutinn hefði átt að hafa fulltrúa í þessari ferð. En ferðin ónýttist ekki fyrir vikið.“ Borgarstjóri segir að hópurinn hafi átt fund vegna samstarfs í menningarmálum, m.a. með fulltrúum Japan Foundation, sem er deild í japanska utanríkisráðuneytinu og sér um að kynna japanska menningu erlendis. Ræðismaður íslands, Eyþór Eyjólfsson, var með okkur á fundinum. „Einkum var rætt um hvernig þeir gætu hugsan- lega greitt götu japanskrar menningar á íslandi, ekki síst í tengslum við menningarborgarárið. Við vitum að Japan Fest samtökin hafa ver- ið að velta fyrir sér tveimur til þremur viðburðum á íslandi í tengsl- um við menningarborgarárið. Á sama fundi var rætt um aukinn stuðning þeirra við japönskukennslu í Háskóla íslands," segir borg- arstjóri. Fyrsta kosningaskrifstofan opnuð Framsóknarflokkurinn á Vesturlandi opnaði kosningaskrifstofu að Brákarbraut 1 í Borgarnesi síðastliðinn sunnudag. Þetta er fyrsta opnun kosningaskrifstofu sem vitað er um íyrir alþingiskosningarnar 8. maí næstkomandi. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og trygginga- ráðherra og Magnús Stefánsson alþingismaður ásamt öðrum fram- bjóðendum voru á staðnum og ræddu um menn og málefni við gesti og gangandi. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn alla virka daga frá tvö til sjö. Kosningastjóri framsóknarmanna á Vesturlandi er Kolfinna Jóhannesdóttir. Hraðkaup á Akureyri Ný Hraðkaupsverslun verður opnuð innan þriggja vikna á Akur- eyri þar sem Kjörbúð- in í Kaupangi er nú til húsa. Miklar endur- bætur og kostnaðar- samar standa yfir í húsnæðinu þar sem búðin verður stækkuð og skipt um gólf. Hraðkaup keypti hús- næðið í fyrra og hefur rekið búðina um nokkurra mánaða skeið. Reksturinn hefur verið viðunandi að sögn Jóns Scheving Thorsteinssonar, talsmanns Hraðkaups, en stefnt er að aukinni veltu. Skammt er síðan ný Hraðkaupsverslun var opnuð á Egilsstöðum og er stefnt að opnun fleiri búða á landsbyggðinni. „Við munum fjölga kælitækjum, fimmfalda grænmetis- og ávaxta- torgið og eru allar breytingarnar í þá átt að auka úrval ferskrar vöru. Aherslubreytingin verður einhver frá því sem nú er og við ætlum líka að gera búðina bjartari og skemmtilegri sem verslunarstað," segir Jón Scheving. Litlar breytingar hafa orðið á starfsfólki búðarinnar frá því að Hraðkaup keypti, enda úrvals fólk fyrir, að sögn Jóns Scheving. - B!> Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Goðsögnin um dreifða eignaraðild í hlutafélögum virðist vera ósönn. VeiMr markaðinn hve fáir ráða miMu í 70% helstu fyrir- tækja á hlutabréfa- markaði eiga 10 stærstu hluthafamir yfir 60% alls hluta- fjárius. „Eitt af megineinkennum ís- lenska hlutaljármarkaðarins er hversu fáir aðilar eiga ráðandi hluti í hlutafélögum sem eru á markaði," segir í Vísbendingu. Þrátt fyrir nokkra umræðu um blokkamyndanir á síðustu árum hafi fremur lítið verið um það rætt „að í allflestum fyrirtækjum eru það örfáir aðilar sem ráða yfir megni hlutafjár". Vísbending hefur skoðað eignaraðild 66 íyr- irtækja, þeirra á meðal allra sem skráð eru á aðal- og vaxtalista Verðbréfaþings og nokkur að auki. „Athyglisvert er að í 70% fyrirtækja eiga 10 stærstu hlut- hafar yfir 60% alls hlutafjár. í 35 af 66 félögum hafa 10 hluthafar eða færri yfir 2/3 vægi sem næg- ir til að hægt sé að breyta sam- þykktum viðkomandi félaga. Það hversu fáir ráða miklu hlýtur að veikja mjög þann hlutafjármark- að sem risið hefur hér á síðustu árum.“ Sjóvá og VÍS í fjórðimgi félaganna Astæður fyrir þessu segir Vís- bending reyndar nokkuð augljós- ar. Smæð markaðarins valdi því að rými fyrir stóra fjárfesta sé mjög takmarkað. Kjósi stór aðili að vera á markaðnum nægi oft tiltölulega litlar Qárhæðir til að komast í hóp tíu stærstu hlut- hafa. Vísbending skoðaði líka hveijir eru oftast meðal 10 stærstu hlut- hafa í félögunum. I ljós kom að tryggingafélög, Iífeyrissjóðir, fjár- festingafélög og hlutabréfasjóðir eru þar efst á blaði ásamt Burð- arási og Olíufélaginu. 117, eða fjórðungi fyrirtækjanna 66, eru Sjóvá og VÍS meðal tfu stærstu hluthafa. Burðarás og Olíufélag- ið eru meðal þeirra stærstu í 14 fyrirtækjum. Lífeyrissjóðir Aust- urlands, Norðurlands og versl- unarmanna eru í hópi stærstu hluthafa í 14-15 félögum. Og Hlutabréfasjóðurinn, Þróunarfé- lagið, Samvinnulífeyrissjóður- inn, Auðlind, Tryggingamiðstöð- in og Lífeyrissjóðurinn Framsýn eru meðal 10 stærstu hluthafa í 10-14 þessara 66 stóru félaga. Örfáir sem ráða öllu atvinniilifinn Þótt „kjölfestufjárfestar“ geti kannski stundum verið nauðsyn- legir segir Vísbending umdeilan- legt hversu mikið vægi þeir eigi að hafa. „Einhver mörk hljóta að vera þar á, því að kjölfestufjár- festir er kominn yfir strikið þeg- ar viðhorf hans til fyrirtækisins er það að hann sé eins og einka- eigandi þess.“ Agúst Einarsson alþingismað- ur segir þessar tölur staðfesta fá- mennisvald í íslenskum fyrirtækj- um. Það séu örfáir einstaklingar meðal vinnuveitenda sem ráði nær öllu í íslensku atvinnulífi. „Goðsögnin um dreifða eignarað- ild er einfaldlega ósönn." — HEI 80% ei^naaukning lif- eyrissjóða utanlands Lífeyrissjððimir fjár- festu um 40% af eignaaukningu síð- asta árs í útlöndum. Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris var komin í 405 milljarða í árslok 1998, sam- kvæmt hagtölum Seðlabankans. Eignirnar hækkuðu um 15% á árinu, eða um 52 milljarða króna, sem samsvarar kringum 360-370 þúsund á hvern starf- andi mann í landinu. Sjóðirnir kusu að ávaxta um 40% þessara nýju fjármuna, eða um 21 millj- arð, í erlendum bréfum, sem þar með hækkuðu eignir sjóðanna erlendis um ríflega 80% milli ára, í liðlega 46 milljarða í árs- lok. Þar af er tæpur þriðjungur í hlutabréfum, annar í hlutabréfa- sjóðum og afganginn að mestu í hlutdeildarskírteinum erlendra verðbréfasjóða. Lífeyrissjóðslán 40 milljarðar Af innlendum eignum sjóðanna eru nær 140 milljarðar í bréfum fjárfestingalánasjóða, um 40 milljarðar í bréfum ríkis og sveit- arfélaga, þótt eignir hafi lækkað nokkuð í báðum þessum flokk- um. Lán til sjóðfélaga jukust um rúma 2 milljarða á árinu f um 40 milljarða (rúmar 200.000 kr. að meðaltali á hvern landsmann kominn af barnsaldri). Innlend eignaaukning varð mest í hlut- deildarskírteinum verðbréfa- sjóða, bankabréfum og hluta- bréfum. — HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.