Dagur - 10.03.1999, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGUR 10. MARS 1999 - 7
X^MT
ÞJÓÐMÁL
VALGERÐUR
SVERRIS
DOTTIR
ALÞINGISMAÐUR
SKRIFAR
Enn er margt ógert í samgöngu-
málum okkar Islendinga. Verk-
efnin eru mörg hjá fámennri
þjóð í víðfeðmu landi. Auk þess
er landið vogskorið og veður vá-
lynd á köflum. Verkefnið er afar
mikilvægt fyrir afkomu og sam-
skiptamöguleika landsmanna.
A síðustu tveimur áratugum
hafa orðið miklar framfarir í
samgöngumálum og mörgum
áföngum hefur verið náð sem
hafa skipt sköpum fyrir íbúa
þessa lands.
En betur má ef duga skal og
því var ný vegáætlun, sem sam-
þykkt var á Alþingi fyrir um ári
síðan, nokkuð með öðrum hætti
en áður hafði verið. Hugsunin
sem lögð var til grundvallar var
að tengja alla þéttbýliskjarna
með yfir 200 íbúum með varan-
legum vegi með bundnu slitlagi.
Þessu verkefni skyldi lokið fyrir
árið 2010. Þau vinnubrögð sem
beitt hafði verið áður byggðu á
því að skipta vegafé fyrst niður á
kjördæmin eftir sérstökum regl-
um og síðan á vegakafla í kjör-
dæmunum.
Þessi aðferð var óhagstæð
þeim kjördæmum sem lengsta
hafa vegina og mesta þörfina.
Nýja aðferðin er því hagstæðari
stóru kjördæmunum. Vegáætlun
er hins vegar of hægfara og það
er mál sem nýtt þing þarf að
takast á við. Eg tel að eitthvert
mikilvægasta byggðamálið sé að
flýta áætluninni og að þvf mun
ég vinna að alefli.
Það styttist í kosningar
í þeirri vegáætlun sem samþykkt
var fyrir um ári síðan er ekki gert
ráð fyrir jarðgöngum. Það þarf
hins vegar ekki að þýða að ekki
Laugardaginn 20. febrúar 1999
birtist í Degi grein eftir Guðna
Ölversson undir yfirskriftinni
„HSÍ enn á hættusvæði". í grein-
inni eru tekin til umfjöllunar
ýmis atriði er lúta að framkvæmd
Heimsmeistaramótsins í hand-
knattleik sem fram fór á Islandi í
maímánuði árið 1995. Vegna
þessarar greinar og ekki síst nið-
„íþeirri vegáætlun sem samþykkt var fyrir um ári siöan er ekki gert ráð fyrir jarðgöngum. Það þarf hins vegar
ekki að þýða að ekki verði farið í slíkar framkvæmdir næstu 10 árin, “ segir Vaigerður m.a. í grein sinni.
verði farið í slíkar framkvæmdir
næstu 10 árin. Það var gert með
vilja að taka jarðgöng ekki með í
áætlunina enda málið vanda-
samt og krefst mikils undirbún-
ings og pólitískrar samstöðu inn-
an þingsins.
Nú er umræða um jarðgöng
skyndilega komin á fulla ferð.
Því ræður sennilega að það stytt-
ist í kosningar og prófkjör hafa
verið í algleymingi. Þegar jarð-
göng milli Ólafsfjarðar og Siglu-
Ijarðar hafa komið til umfjöllun-
ar í mfnu kjördæmi á undanförn-
um árum þá hef ég alltaf svarað
því þannig að þau séu gríðarlega
mikilvæg til þess að tengja
byggðir Eyjafjarðar. Það sé hins
vegar ekld hægt að taka þau
framfyrir vegaframkvæmdir í N-
Þingeyjarsýslu. Þessi skoðun
mín er óbreytt í dag.
Sú skoðun sem samgönguráð-
herra setti fram á Siglufirði á
dögunum var vissulega athyglis-
verð. Ekki síst í Ijósi þess að
hann á aðild að sama þingflokki
og Arnbjörg Sveinsdóttir þing-
maður Austurlands, sem lagði
fram þingsályktunartillögu um
það fyrir jólin að gerð skuli göng
á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð-
arfjarðar hið fyrsta. Þessi tillaga
hlýtur að hafa verið flutt með vit-
und samgönguráðherra þar sem
þessir tveir einstaklingar eru
samflokksmenn.
Mikil áhersla hefur jafnan ver-
ið lögð á að ná samstöðu um af-
greiðslu vegamála. Það er ekki
erfitt að gera sér í hugarlund
hvers konar ringulreið skapaðist
ef þingmenn almennt tækju upp
á því að flytja þingsályktunartil-
lögur um allar persónulegar ósk-
ir sínar í samgöngmálum.
Jarðgöng undir Vaðlaheiöi?
Það er hins vegar sjálfsagt að
hafa opna umræðu um sam-
göngumál. Því höfum við nokkr-
ir stjómarþingmenn undir for-
ystu Magnúsar Stefánssonar
flutt þingsályktunartillögu um
Iangtímaáætlun í jarðgangagerð.
Hugmyndin er sú að vinna málið
heildstætt og finna lausn fyrir
sem flest þeirra landsvæða sem
nefnd hafa verið í tengslum við
jarðgangagerð.
Mig langar í lokin að nefna
einn möguleika til viðbótar, sem
lítið hefur verið í umræðunni, en
það eru jarðgöng undir Vaðla-
heiði. Vegurinn um Víkurskarð
milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals
er í um 350 m hæð. Hann er
mikill farartálmi á vetrum enda
snjóþyngsli mikil á Skarðinu.
Með jarðgöngum þyrfti vegurinn
ekki að fara nema í rúmlega 100
m hæð og göngin yrðu um 7 km
að lengd. Þannig færi vegurinn
frá Ólafsfirði/Siglufirði austur í
Ö.xarfjörð aldrei hærra en í um
100 m hæð, sem yrði geysileg
framför.
Ekki hefur á þessari stundu
verið tekin ákvörðun um hvernig
vegabætur í N-Þingeyjarsýslu
verða leystar en gera má ráð fyr-
ir vegi um Melrakkasléttu sem
gæti farið í um 200 m hæð. Veg-
ur með ströndinni er ekki lengur
til umræðu sem framtíðarlausn
þar sem sú leið er of löng og
tengir ekki á viðunandi hátt þétt-
býliskjarnana í sýslunni.
Samgöngiunál heillandi
málaflokkur
Eins og sést á þessari upptaln-
ingu þá er í mörg horn að líta.
Það er mikilvægt að hafa sem
flesta möguleika með i umræð-
unni. Jarðgöng undir Vaðlaheiði
er einn þeirra möguleika. Slíkar
samgöngubætur mundu skipta
verulegu máli fyrir kjördæmið
allt, ekki síst Akureyri.
Víkurskarðið hefur verið farar-
tálmi alla tíð, haft á milli Eyja-
ljarðar og Þingeyjarsýslu. Mér
eru minnisstæðar deilur sem
voru þegar ákvörðun um þetta
vegarstæði var tekin. Nokkrir
sveitunga minna vildu fá veginn
um Dalsmynni til að tengja
Höfðahverfið alfaraleið. Ég hygg
að fleiri sjái í dag að það var ekki
viðunandi lausn þar sem vegur-
inn austur um hefði orðið um 20
km lengri. Samgöngumál eru
heillandi málaflokkur enda snú-
ast þau um framfarir. Þau eru
líka áhugaverð vegna þess að all-
ir hafa á þeim skoðanir.
Það er verkefni stjórnmála-
manna að leiða saman sjónarmið
og leita lausna á sem farsælastan
hátt fyrir alla landsmenn.
HSÍ á réttri leid
urlags hennar sér undirritaður
sig knúinn til að koma á fram-
færi eftirfarandi athugasemdum.
Þegar núverandi stjórn kom til
starfa hafði sambandið verið rek-
ið með tapi um nokkurra ára
skeið að stórum hluta til vegna
þess að mestallar tekjur runnu til
framkvæmdar HM 95 og því
varð lítill afgangur til að sinna
rekstri landsliða og annari reglu-
legri starfsemi. Það var því mikið
verk sem beið stjórnárinnar og er
óhætt að segja að ærlega hafi
verið tekið til hendinni. An
styrks frá ríkissjóði hefði þetta
verk að sjálfsögðu orðið mun erf-
iðara og kannski ómögulegt, en
núverandi ríkisstjórn ákvað að
hlaupa undir bagga og styðja
sambandið á þessum erfiðu tím-
um. Vinna vegna nauðasamn-
ings tók nokkuð lengri tíma en
ráð hafði verið fyrir gert og því
var mjög erfitt að afla tekna á
sama tíma og verið var að óska
eftir niðurfellingu skulda. Það
má því segja að það er ekki fyrr
en á yfirstandandi starfsári sem í
Ijós kemur hvernig til hefur tek-
ist.
I niðurlagi greinar Guðna Öl-
verssonar er sagt að framtíð ís-
lensks handknattleiks sé ekki
trygg á meðan sambandið sé rek-
ið með tugmilljóna tapi. Undir-
ritaður vill koma því á framfæri
að Handknattleikssamband Is-
lands er í dag alls ekki rekið með
tugmilljóna króna tapi. Slíkt tal
er víðsfjarri raunveruleikanum
og á Ársþingi HSÍ sem fram fer í
maímánuði næstkomandi gerir
stjórn sambandsins ráð fyrir að
Ieggja fram ársreikning með
nokkurra milljón króna hagnaði.
Þá stendur eftir neikvætt eigið fé
sem var í upphafi núverandi
starfsárs u.þ.b. 10 milljónir og er
það markmið stjórnar að sam-
bandið verði komið með jákvæða
eiginljárstöðu fyrir ársþing sam-
bandsins árið 2000. Erum við
bjartsýnir á að það takist með
sama áframhaldi .
Það er skoðun undirritaðs að
núverandi stjórn hafi lyft
Grettistaki í baráttunni við
skuldastöðu sambandsins og
eiga núverandi stjórnarmenn því
kröfu á að rétt sé farið með þeg-
ar fjallað er um fjárhag sam-
bandsins. Tekist hefur að afla
verulegra tekna með samningum
til nokkurra ára og því er rekstar-
arafkoma næstu ára tryggð. A
sama tíma hefur rekstur kvenna-
Iandsliðs og yngri landsliða tekið
miklum stakkaskiptum og í dag
eru öll landslið Islands í hand-
knattleik skráð í verkefni með
það að markmiði að tryggja ís-
lenskum handknattleik þann
sess að vera áfram fremstir í
flokki íslenskra hópíþrótta-
manna.