Dagur - 10.03.1999, Blaðsíða 5
MIDVIKVDAGVR 10. MARS 1999 - S
FRÉTTIR
Þórarinn Tyrfingsson kynnir stöðu mála fyrir fjölmiðlafólki í gær.
Átakanlegt er hvað
imglmgion í fiökni-
efnameðferð hefur
verið að fjölga á allra
síðnstu árum, segir
Þórarinn Tyrfingsson
yfirlæknir á Vogi.
Unglingum sem leita áfengis- og
fíkniefnameðferðar á Vogi fjölg-
aði meira í fyrra en nokkru sinni.
Hlutfall 19 ára af öllum sjúk-
lingahópnum á Vogi hefur t.d.
hækkað úr 4% upp í 14% á ein-
um áratug. Árið 1998 komu 230
unglingar 19 ára og yngri í alls
300 meðferðir, samkvæmt upp-
lýsingum Þórarins Tyrfingssonar
yfirlæknis. Hópurinn hafði þá
stækkað úr 100 átta árum áður,
eða um 130%. Hver meðferð
unglings á Vogi kostar 106.000
krónur og tvöfalda þá upphæð
fari hann sfðan á Staðarfell eða
Vík. SÁÁ varði 43 milljónum í
meðferð unglinga í fyrra.
4,4% í meðferð fyrir tvítugt
Af öllum fæddum strákum árið
1971 komu 2,3% í meðferð fyrir
tvítugt. En úr 1978 árganginum
höfðu 4,4% komið í meðferð fyr-
ir tvítugsafmælið, á síðasta ári,
eða nær tvöfalt fleiri. Af stúlkum
úr sömu árgöngum hækkaði
hlutfallið úr 1,4% upp í 2,3%
þessi sömu ár. Og helmingur
allrar þessarar fjölgunar varð
milli síðustu tveggja ára. Af
4.100 íslendingum sem urðu tví-
tugir í fyrra höfðu 40 vistast á
Vog fyrir þann merkisáfanga, og
mörg þeirra oftar en einu sinni.
Ur næsta árgangi á undan komu
100 og úr 1971 árganginum inn-
an við 80 unglingar.
Helminguriim í hassi
daglega
Neysla ólöglegra vímuefna hrek-
ur að öllum líkindum fleiri ung-
menni í meðferð en áfengið, seg-
ir Þórarinn. Af 230 unglingum
sem komu í meðferð í fyrra voru
74% stórneytendur hass eða am-
fetamíns og helmingurinn reykti
hass daglega. Stórneytendum
kannabis, 19 ára og yngri, fækk-
aði heldurfrá 1991-1994 en hef-
ur síðan íjölgað úr rúmlega 30 í
nær 150 manns, eða fimmfald-
ast. Amfetamínnotendur fylgja
fast á eftir og fjöldi sprautufíkla
hefur lfka margfaldast. Um 50
sprautufíklar 19 ára og yngri
komu á Vog í fyrra.
Hassáróðurian blómstrar
Þórarinn segir þetta henda til
veigamikilla þjóðfélagsbreytinga
sem ekki verði skýrðar á einfald-
an hátt, en kalli á tafarlausar að-
gerðir. Hluti vandans sé alþjóð-
legur og vel þekktur í grannlönd-
um okkar. Viðskipti með vímu-
efni stóraukist og markhópur
þeirra yngist sífellt. „Samfara
auknum viðskiptum virðist sú
umræða sem vekur áhuga ung-
linganna á að nota vímuefni,
einkum kannabisefni, eiga greið-
an aðgang inn í flesta fjölmiðla
auk þess sem hún blómstrar á
Internetinu. Við þetta bætist svo
skemmtanaiðnaður sem er hlið-
hollur wmuefnum," segir Þórar-
inn.
Unglingadrykkja látin
viðgangast
Islenskir unglingar hafi þar að
auki búið við lítinn aga og lélega
geðheilbrigðisþjónustu um
nokkurt skeið. „Þannig hefur
unglingadrykkja lengi verið
vandamál á Islandi og hún Iátin
vdðgangast." Önnur agavanda-
mál meðal ungs fólks hafi orðið
áberandi á seinni árum m.a.
mikið brottfall 14-20 ára úr
skóla. Erfiðast sé að hjálpa þeim
unglingum sem eigi við veruleg
vandamál að stríða áður en þeir
heíja vímuefnanotkun.
Björn Bjarnason.
Námslán
hækkuð
Ríkisstjórnin ákvað á fundi í
morgun að tillögu menntamála-
ráðherra um endurskoðun á út-
hlutunarreglum Lánasjóðs Is-
lenskra námsmanna, að hækka
grunnframfærslu um 5 prósent,
eða úr 57.600 krónum í 60.500
krónur. Síðan yrði stefnt að
þriggja prósenta hækkun þann
1. júní í samræmi við verðlags-
og gengisþróun. Grunnfram-
færsla fyrir skólaárið 1999-2000
yrði þá 62.300 krónur.
Jafnframt var samþykkt að
dregið verði úr tekjutengingu
námslána vegna skólaársins
1999-2000 og frítekjumark
hækkað úr 185 þúsundum í 250
þúsund krónur. Áætlað er að
þessi hækkun frítekjumarks
leiði til um 150 milljóna króna
útlánaaukningar og 85 milljóna
króna hækkunar á framlagi rfk-
issjóðs frá og með árinu 2000.
- HI
Góðæri í bókhaldi Skeljungs
Hagnaður Skeljungs á síðasta ári nam 242 milljónum króna, en var
74 milljónir árið 1997. Sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum fór
hagnaðurinn úr 3,7% í 10,4%. Arðsemi eigin fjár hækkaði úr 2,6% í
8,5%. Á bak við mesta hagnað fyrirtækisins um margra ára skeið eru
skipulagsbreytingar á síðasta ári sem leiddu til rekstrarhagræðingar
og þá ekki síst með Iækkun skulda og Ijármagnskostnaðar.
Skuldir Skeljungs lækkuðu milli ára um 467 milljónir króna. Á síð-
asta ári seldi fyrirtækið hlutabréf í öðrum félögum fyrir 212 milljón-
ir, en keypti ný hlutabréf fyrir 182 milljónir. Heildareignir í árslok
námu um 6,6 milljörðum króna. Áætlanir fyrir 1999 gera ráð fyrir
auknum hagnaði af reglulegri starfsemi. — FÞG
Sjö vilja sýsliimaimsemhættið
Sjö umsækjendur eru um embætti sýslumannsins á Keflavíkur-
flugelli, en umsóknarfrestur rann út 2. mars sl.
Umsækjendur eru: Árni Haukur Björnsson, fulltrúi sýslumannsins
í Keflavík, Björn Rögnvaldsson, sýslumaður í Ólafsfirði, Jóhann R.
Benediktsson, sendiráðunautur, Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi Iög-
reglustjórans í Reykjavík, Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði,
Sigurður Georgsson, hæstaréttarlögmaður og Sævar Lýðsson, full-
trúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. — FÞG
Nýr horgarráðs-
formaður
Á fundi borgarráðs í gær var Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kjörinn
formaður borgarráðs Reykjavíkur. Sigrún
Magnúsdóttir, oddviti borgarstjórnar-
flokks Reykjavíkurlistans, hafði áður ver-
ið formaður ráðsins en hún lét af því
starfi í gær.
Sigrún Magnúsdóttir fráfar-
andi formaður borgarráðs. (nIJ,T
Vilja taha upp
meiðyrðadóm
Voru dæmd í háar
sektir og ummæli mn
vafasöm málverk hjá
Gallerí Borg 1990
dæmd dauð og ómerk.
Vilja endurupptöku í
ljósi nýrra gagna og
dómsins í málverka-
fölsimarmálmu.
Ákvörðun hefur verið tekin um
að fela Iögfræðingum að undir-
búa beiðni um endurupptöku
Pressumálsins svokallaða, þar
sem ritstjóri Pressunnar, Krist-
ján Þorvaldsson og blaðamaður
blaðsins, Þóra Kristín Ásgeirs-
dóttir, voru fyrir nokkrum árum
dæmd í háar sektir og til ómerk-
ingar ummæla í blaðagrein um
meintar falsanir og rangar full-
yrðingar f tengslum við Gallerí
Borg. Ákvörðunin er tekin í ljósi
nýrra gagna og með hliðsjón af
dómi í máli eiganda Gallerís
Borgar.
I grein sem Pressan birti 6.
desember 1990 undir fyrirsögn-
inni „Gallerí Borg beitti fyrir sig
rannsóknum sem aldrei fóru
frarn" og var vísað til á forsíðu
undir fyrirsögninni „Laug til um
rannsóknir á málverkum" komu
Kristján Þorvaldsson, fyrrverandi
ritstjóri Pressunnar: „Við bentum á
að þessi markaður væri á brauð-
fótum og eftirlitslaus og allt hefur
það komið á daginn."
fram ásakanir á hendur Úlfari
Þormóðssyni. Blaðið tiltók rang-
ar fullyrðingar Ulfars um að tvö
málverk eftir Sigurð Guðmunds-
son hefðu fyrir upphoð verið
gegnumlýst til að kanna aldur
þeirra og fleiri dæmi voru rakin
af vafasömum málverkum eða
\dðskiptaháttum Gallerís Borgar.
Hæstiréttur gaf grænt ljós
„Eg get staðfest að það er fullur
\ilji til að taka málið aftur upp,
en auðvitað verður það ekki end-
anlega ákveðið fyrr en lögfræð-
ingar hafa farið vandlega yfir
malið,“ segir Kristján í samtali
við Dag. Hann segir að þó hann
fagni dómi héraðsdóms í máli
Péturs Þórs Gunnarssonar, eig-
anda Gallerís Borgar, þá verði
endanlegt mat að bíða niður-
stöðu Hæstaréttar.
„Reynsla mín af þessum
tveimur dómstólum er reyndar
þannig að ég er fullur efasemda.
I Pressumálinu fann ég heldur
ekki fyrir stuðningi frá kollegum
mínum í blaðamannastétt, þegar
Hæstiréttur gerði tilraun til að
taka af mér æruna. Staðreyndin
er sú að við lugum engu í um-
ræddri blaðagrein, en þó var
megnið af því sem við sögðum
dæmt dautt og ómerkt. Dómur-
inn var um leið nokkurs konar
vottorð fyrir málverkafalsara og
vísbendingar eru um að fölsuð-
um málverkum hafi stórlega
fjölgað á markaðnum eftir hann.
Við bentum á að þessi markaður
væri á brauðfótum og eftirlits-
laus og allt hefur það komið á
daginn. Hæstiréttur gaf grænt
ljós og ég held að það fólk sem
orðið hefur fjxir tjóni vegna fals-
ana ætti að senda Hæstarétti
reikninginn. Hann fengist þó lík-
lega seint borgaður," segir Krist-
ján. Hann ítrekar fyrirvara sinn
um að ósk um endurupptöku
hvíli á mati lögfræðinga. „Eg
geng ekki sjálfviljugur aftur í
snöru dómstólanna," segir Krist-
ján. - FÞG