Dagur - 10.03.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 10.03.1999, Blaðsíða 12
12 - MIDVIKUDAGU R 10. MARS 1999 Ðruptr Sími 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio SERHVER MAÐUR ORRUSTU. SEAN PENN, WOODY HARELSON, JOHN TRAVOLTA, NICK NOLTE, GEORGE CLOONEY & FLEIRI STORLEIKARAR TILNEFND TIL 7 OSKARSVERÐLAUNA THIN RED LINE □LilsaííJ D I G I T A L HER ER A FERÐINNI BLOÐUG .HROLIVEKJA. URVALSSVEIT 1 SAMFELAGI MAURA ER" ERF'lTT Afl \lPPA PIKKTAIÍIIP PM M?AIIR- BLOÐStJGUBANA ÆTLAR AÐ DI?EPA SIÐUSTU BLOÐSUGUNA * SEM-TIL ER 1 HEIMINUM. MU V LI\M LII1 J IMIUJ 1 \ ‘ T.l/^ LJ. 1 !• AR GETA LIKA VERIÐ GAyR^R! Miðvikud. kl. 21. * Miðvikud. kl. 23. Miöauei'ö 600/30O I(fe tom Hanks saving private ryan Sýnd kl. 17-lsl. tal. Sýnd kl. 21 Power sýning ÍTHX ÍÞRÓTTIR íslendinga- slagur í Stabæk Ríldiarðiir skoraði eitt og lagði upp tvö í æf- ingaleik íslendingalið- anna. íslensku strák- amir tilbúnir í slag- inn gegn Lúxemborg. Norsku bikarmeistararnir, Sta- bæk og Viking frá Stavanger, léku æfingaleik í Stabæk á laugardag- inn. Víkingarnir sigruðu, 2-3. Ríkharður Daðason átti finan leik, skoraði eitt marka Víking- anna og lagði hin tvö upp. Auðun Helgason Iék 30 mínútur en fór þá af velli vegna eymsla í hné. Helgi Sigurðsson lék seinni hálf- leikinn fyrir Stabæk og átti mjög góða spretti, m.a. bakfallsspyrnu í þverslána auk þess sem hann var felldur innan vítateigs án þess að nokkuð væri dæmt. Rosenborg fær meiri samkeppni Það er ljóst að Rosenborg fær harðari keppni á næsta keppnis- tímabili en mörg undanfarin ár. Stabæk, Viking og Molde mæta öll sterkari til leiks en í fyrra og munu gera harða hríð að meistur- unum í Þrándheimi Auðun Helgason sagði að liðið væri þungt núna. „Eg er ekkert meiddur en finn aðeins til í hnénu. Eg vil síður leika þannig á gervigrasinu. Svo er líka lands- leikur framundan og maður verð- ur að spara sig fyrir hann,“ sagði Auðun og glotti. Vikingsliðið virk- ar mjög sterkt nú. Það hefur Ieik- ið fjölda æfingaleikja að undan- förnu og aðeins tapað einum þeirra. íslensku leikmennimir í góðu formi Helgi Sigurðsson tók í sama streng og Auðun og sagði að Sta- Ríkharður Daðason. bæk liðið væri þungt núna og færi rólega yfir. Það fer þó ekki á milli mála að íslensku leikmennirnir í liðunum eru í mjög góðu formi, miðað við árstíma, og ættu ekki að valda vonbrigðum í landsleikn- um við Lúxemburg í kvöld. Það hlýtur að vera gleðiefni fyr- ir landsliðsþjálfarann að Pétur Marteinnsson er allur að koma til af nárameiðslum sínum. „Eg er aðeins byrjaður að æfa með liðinu núna. Ef allt gegnur eftir áætlun ætti ég að vera byijaður af fullum krafti á æfingunum eftir svona tvær vikur“, sagði Pétur. Stefnan er að hann verði kominn í þokka- legt form þegar leiktíðin hefst í Noregi eftir rúman mánuð. - GÞÖ Stabæk tapaði 50 milljónum Hlutafélagið um norska knatt- spyrnufélagið Stabæk, lið Helga Sigurðssonar og Péturs Mart- einssonar, tapaði u.þ.b. fimmtíu milljónum króna á síðasta ári. Forráðamenn liðsins eru þó al- deilis ekki bangnir og segja að tapið sé ekkert óeðlilegt að þessu sinni. „Meðan við erum að bygg- ja upp framtíðarlið með mjög góðum leikmönnum er ekkert óeðlilegt við að tapa einhverjum milljónum. Leikmannahópurinn er fjárfesting sem við vonumst til að skili félaginu arði í framtíð- inni“, sagði Stein Erik Jensen, stjóri Stabæk. Hörmulegir dómarar Andy Gray, fyrrum knattspyrnu- hetja Aston Villa, Iiggur ekki á skoðunum sínum nú frekar en fyrr. Dómararnir Paul Durkin og Mike Reed fengu það óþvegið frá Gray í gær. „Brottrekstur bæði Di Matteo og Paul Scholes, í bikarleik United og Chealsea um helgina, var algerlega út í hött. Durkin hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera,“ sagði Andy Gray. Reed fær ekki háa einkunn fyrir frammistöðu sína í Ieik Charlton og Liverpool á dögun- um þar sem hann rak Liverpool- leikmanninn, Jamie Carragher af leikvelli fyrir meint olnbogaskot. Þó tekur steininn úr þegar Gray gefur Reed einkunn fyrir störf sín í leik Newcastle og Arsenal sem nýlega fór fram. „Þar sýndi Reed þá ömurlegustu frammistöðu sem ég hef séð hjá nokkrum dómara fyrr og síðar," sagði Gray. Hann tekur undir hvert orð Gor- don Strachan, þjálfara Coventry, þegar hann sagði að dómararnir í dag þekktu reglurnar mjög vel en þeir þekktu leikinn ekld neitt. „Knattspyrnan í Englandi er vinsælli nú en nokkurn tímann áður. Það sorglega er að hún virð- ist vera að fæða af sér freka og at- hyglissjúka dómara eins og Durk- in og Reed.“ 1 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR I BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Austurnes við Bauganes - breyting á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurnesi við Bauganes. Afmörkuð er lóð fyrir íbúðarhús, sem fyrir er. Tillagan er til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 frá 10. mars til 7. apríl 1999. Ábendingum og athugasemdum vegna ofan- greindrar kynningar skal skila skriflega til Borgar- skipulags Reykjavíkur fyrir 21. apríl 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Vinafundur eldri borgara verður í Híerárkirkju á morgun fimmtudaginn 11. mars kl. 15.00. Samveran hefst með stuttri helgistund. Gestur fundarins verður séra Pétur Þórarinsson, einnig mun Baldvin Kr. Baldvinsson syngja nokkur lög Kaffiveitingar • Allir velkomnir tþu ói; bk-d a-j mDni;Dlio!iiú i_.liooh nif.ri < íííjii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.