Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 2
2-LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 T)í}tfjur FRÉTTIR Haukur Jónsson, aðstoðarskólameistari VMA kynnir fjarkennsluna í einu best búna töivuherbergi skólans. Mynd brink. Aöeins 10% brott- fall úr fjarkeimslu Æ fleiri nýta sér fjar kennslu hjá Verkmennta- skólanum á Akureyri. Nemendur dreifast á 16 tímabelti í heiminum. Mun færri komast að en vilja. Það sem hófst árið 1994 með lítilli til- raun tveggja manna er nú orðið að stór- veldi í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri. Fjarkennsla er orðið. 48 kennarar kenna nú námsefni sem nær yfir 116 áfanga. Sóknin fer vaxandi og Haukur Agústsson og Adam Oskarsson eru stoltir yfir árangrinum. Þeir eru upp- hafsmenn verkefnisins. Út um allan hfim Nokkrir yfirmanna skólans kynntu sl. föstudag þá byltingu sem orðið hefur í fjarkennslu að undanförnu. Haukur Jónsson aðstoðarskólameistari sagði markhópinn alla þá sem ekki kæmust í FRÉTTA VIÐTALIÐ skóla að öðrum kosti. Þar má nefna fólk sem atvinnu sinnar vegna er bund- ið heimahögum og t.d. námsmenn í er- lendum ríkjum. A haustönn dreifðust nemendur allt frá Tælandi til Kaliforn- íu og spannaði nemendasviðið 16 tíma- belti. Ankinn skilningnr ráðuneyíis Menntamálaráðneytið hefur að sögn aðstoðarskólameistara sýnt velvilja að undanförnu til að tryggja fjarkennslu skólans á langtímagrunni. Samningar við kennara eru komnir á rekspöl og rekstrarumhverfi allt jákvæðara en ver- ið hefur. Sfðari misseri hafa borist um 400 umsóknir en skólinn hefur ekki getað annað nema mest 280 nemend- um. Markmiðið er að allir fái inni sem óski, enda er brottfall nemenda afar lágt. Sjálfvirk leiðréttiug Fram kom í máli skólamanna að skól- inn býr nú yfir fjórum tölvustofum og er skammt sfðan tölvueigninni Ijölgaði um 25. Auk þess stendur fjxir dyrum starfræksla verkefnaherbergis þar sem VMA mun bjóða fólki úr atvinnulífinu að nýta sér búnað skólans. Haukur Agússtsson, sem eryfirkennslusviðinu, segir einkenni fjarkennslunnar einfald- ar kennsluaðferðir sem þó skili undra- verðum árangri. Meðal þess sem þróað hefur verið bjá skólanum er sjálfvirk leiðrétting verkefna. Tímalaust umhveríi 1 fjarkennslu eru nemendur ekld bundnir af ákveðnum tíma sólarhrings- ins er þeir setjast fyrir framan Iykla- borðið. Hins vegar eru tímarammar á verkefni sem reynist nemendunum hvati. Brottfall á þessari önn stefnir í aðeins 10-15% sem þykir mjög gott. Gjaldið hverja önn er kr. 63.000 en með tilliti til kostnaðar sem fylgir bú- ferlaflutningum er það ekki há fjárhæð að mati Hauks Agústssonar. Adam Oskarsson kerfisfraeðingur segir góða samvinnu vera milli skólans og Islenska menntanetsins í fjarkennsl- unni. Námsefnið er opið öllum sem vilja. - Bt> Landsfundarræða Davíðs var miMð til umræðu í heita pottin- um og fréttist m.a. af miklum viðbúnaði á Veðurstofunni. Dav- íð sagði nefnilega að úr því menn héldu að gott gengi efnahagsmála réðist af utanaðkomandi aðstæð- um væri bara hægt að fela Veður- stofunni landsstjórnina. í gærmorgun voru menn á Veðurstofunni að undirbúa sig og töldu sig hafa réttu græjumar í málið. í kjallara Veð- urstofunnar er loftþiýstingsklefi, sem notaður er til að mæla loftþiýsting og þeim eiginleikum gæddur að þar má auka og minnka þiýsting að vild. Höfðu veðurfræðingamir þegar ákveið að setja hagkerfið í þann klefa. í pottinum var sagt frá þvl að meðal frétta- manna, sem íýlgdust með landsfundinum í gær, hafi menn talið augljóst að 80% fýrirspurna úr sal til ráðherra hafi vcrið fyrirfram undirbúnar og einhverjir góðkunningjar ráðherranna verið fengnir til að standa upp og spyrja þægilegra spuminga um mál sem kæmu viðkomandi ráð- herra vel. Hins vegar hafi 20% verið greinilega óundirbúið og þá hafi verið áberandi hve forsæt- isráðherra virtist komast best frá málunum.... Pottveijum þótti það merkileg tíðindi að Amþrúður Karlsdóttir væri á ieið í framboð fýrir Sverri á Norðurlandi eystra. Þykir þetta staðfesta orðróm um að Sverrir hafi engan hcimamann fundið til að fara fram. Enginn trúir því þó að Amþrúður sé ekki ákveðin enn, hvort hún ætlar að hrökkva eða stökkva - telja það hluta af leikritinu. Sérstaklega þótti mönnum koma til þess að Arnþrúður kveðst ættuð að norðan - úr Flatey á Skjálfanda - og þó þar búi enginn lengur sýnir þetta að hún á ekki í vandræðum með að finna sér tengingu við kjör- dæmið... V Arnþrúður Karlsdóttir. Guðrún Helga- dóttir i r alþitigismaður. Athygli vehurað Guðrún Helgadóttir er ekki á lista Vinstri Hreyfingarinnar - græns framboðs íReykjavík. Henni stóð ekki til boðaað vera í efstu sætum og af- þakkaði boð um vera neðar á listanum. Hætt að skúra fýrir strákana Framboðslisti VG í. Reykjavík var sant- þykktur ú fundi i fyrrakvöld og er Og- mundur Jónasson t 1. sæti, Kolbrún Háll- dórsdóttir í 2. og Hjörleifur Guttormsson t 3. sæti. Á fundinum kom fram tillaga um að setja Guðrúnu í 2. sætið en hún var ekki samþykkt. Kanntu einhverja skýr- ingu á þvt afhverju þér var hafnað? „Já, ég veit allt um það. Hjörleifur Gutt- ormsson, Ögmundur Jónasson og Kristín Haildórsdóttir ákváðu þetta bara yfir hausn- um á uppstillingarnefndinni og menn stóðu frammi fyrir þeirri staðreynd. Það var ekki margt fólk á þessum fundi, aðallega fólk sem er á listanum og það var hrætt við að hrófla við honum. Svo einfalt er það. Þetta gekk reyndar svo langt að einn uppstilling- arnefndarmaðurinn hafði ekki heyrt um að það væri búið að bjóða Kolbrúnu 2. sætið. Þetta gerðist mjög sérkennilega en ég efast ekki um að það er mikil fengur að henni og Hjörleifur stendur alveg fyrir sínu. Eg get svo sem ekki haft neitt við þetta að athuga en ég neita því ekki að það kemur mér dálítið á óvart að hreyfingin skuli ekk- ert þurfa á mér að halda. Ég þykist alveg vita hvaða fylgi ég hef í Reykjavík meðal alþýðu manna og ég hélt að okkur veitti ekkert af því fylgi.“ - Var þér kunnugt um það fyrir fundinn að uppstillingamefndin gerði ekki ráð fyr- ir þér ofarlega á lista? „Ekki fyrr en allra síðustu daga. Það hafði enginn sagt mér frá þessum áformum. Hjör- Ieifur var búinn að tilkynna að frann ætlaði ekki í framboð og ég hafði ekki hugmynd um að hann væri búinn að setjast þarna of- arlega á Iistann. Ég kann ekki þessa klæki og var ekkert að velta þessu mikið fyrir mér. Það kom uppástunga um að breyta listanum en fólk vildi ekki leggja í það og ekki mikið meira um það að segja. Uppstillingarnefndin hefur sjálfsagt ekki þorað að beita sér mikið. Ég veit að það voru deildar meiningar þar en niðurstaðan var sú að menn vildu ekki hrófla við Iistanum og það verður bara að hafa það. Það verður hver að meta það hvort það er ávinningur eða ekki.“ - Það hefur ekki komið til greina að þú yrðir neðar á listanum? „Jú, mér var boðið að vera einhvers staðar á listanum en ég afþakkaði það. Ég er ýmsu vön af hálfu karlpeningsins í stjórnmálum en ég er einfaldlega hætt að skúra fyrir þessa stráka. Ég nenni því ekld lengur. Ég tel mig fullburðugan stjórnmálamann, alveg á borð við þá. Minn veikleiki f pólitík er hins vegar að ég hef aldrei safnað í kringum mig einhverri hirð innan flokksins. Mér hefur alltaf gengið vel í forvölum, því þá kemur bara fólkið f borginni og ég veit svo sem ekk- ert hvaða skari það er. En maður þarf víst að hafa einhveija stuðningshópa eins og það er kallað." - Hver verða þín viðbrögð - Ætlarðu að halda áfram að starfa með þessari hreyf- ingu? „Ég hef alveg sömu hugsjónir og ég hef haft. Ég sé hins vegar ekki að það sé sóst eftir minni vinnu f þessari hreyfingu og ég hef nóg annað að gera.“ - Þú hefur ekki hugsað þér að snúa aft- ur til Samfylkingarinnar? „Nei, drottin minn dýri. Ég hef ekki skipt um pólitíska skoðun.“ - vj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.