Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 4
4 -LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Axel formaður hjá Frjálslyndum Axel Yngvason, Merkigili í Eyjafirði, var kjörinn formaður kjördæmafélags Frjáls- lynda flokksins á Norðurlandi eystra á stofnfundi félagsins í fyrradag. Axel Ienti í 5. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í kjördæminu á dögunum og hefur nú skipt um flokk. Auk hans voru kjörnir í stjórn Sævar Sæmundsson Akureyri, Hermann B. Har- aldsson Akureyri, Pétur Pétursson Húsa- vík og Asgeir Yngvason Akureyri. Vilja sameinast Mikifl meirihluti félaga í Kennarasambandinu og Hinu íslenska kennarafélagi vilja sameina félögin. Atkvæði hafa verið talin í at- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna og var niðurstaðan sú að um 80% þeirra sem afstöðu tóku í Kennarasambandinu sögðu já og um 75% í HíK. Stofnþing nýs kennarasambands verður haldið í nóvember og það tekur formlega til starfa eftir áramót. Axel Yngvason farin til Frjáls- lyndra. Kaupmöimiun á horninu fækkar emi Bragi Kristjánsson kaupmaður hefur selt rekstur verslunarinnar Hetjólfs í Skipholti í Reykjavík til Kaupáss, sem rekur 11-11 verslan- irnar. Kaupás mun áfram reka verslunina í Skipholtinu. Bragi og fjöl- skylda hans hafa rekið Heijólf í rúm 40 ár, fyrst á Grenimel og síðan í Skipholtinu. Ólafur formaður eldri horgara Olafur Olafsson, fyrrverandi landlæknir, var kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík á aðalfundi félagsins um síð- ustu helgi. Páll Gíslason læknir, sem ver- ið hefur formaður undanfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs af heilsufars ástæðum. I skýrslu stjórnar félagsins kom fram að síðasta ár hefði verið mjög viðburðaríkt og þar hefðu borið hæst kaup og flutning- ar í Glæsibæ sem hefðu gerbreytt allri að- stöðu hjá félaginu. Félagsstarfið hefur aukist verulega og má ætla að í hverri viku tald u.þ.b. 1000 manns þátt í með einhverjum hætti. Lokáhátíð Stóru upplestrar- keppninnar Upplestrarkeppni barna í 7. bekk grunnskóla er að ljúka og verða lokahátíðir haldnar í átta byggðalögum næstu daga. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin og hafa um 2000 nemendur í 40 skólum tekið þátt og æft vandan upplestur og framburð í vetur. Á lokahátíð koma fram bestu upplesarar í 7.bekk í hverju byggðar- Iagi eða hverfi og dómnefnd velur þrjá bestu. A mánudaginn verður lokahátíð í Grafarvogskirkju og Njarðvíkurkirkju, á þriðjudag í Hafn- arborg, á miðvikudag í Gerðubergi, og á fimmtudag í Bústaðakirkju og Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar. Þriðjudaginn 23.mars verður loka- hátíð í Mýrarhúsaskóla, og daginn eftir í Ráðhúsi Reykjavíkur, Fé- Iagsheimili Kópavogs og Garðaskóla. Ólafur Ólafusson, nýr formað- ur eldri borgara í Reykjavík Ný stjóm stúdentaráðs Finnur Beck stjórnmálafræðinemi var kjörinn formaður Stúdenta- ráðs á skiptafundi ráðsins á fimmtudaginn. Hann tekur við af Ásdísi Magnúsdóttur laganema. Framkvæmdastjóri verður Pétur Maack Þorsteinsson sálfræðinemi. Röskva samtök félagshyggjufólks í Háskólanum héldu meirihluta sínum í kosningum 24.febrúar síðastliðinn níunda árið í röð. Ný stjórn samtakanna tekur við á mánudaginn kemur. Ný frímerkjaverslim Ný verslun með frímerki var opnuð á fimmtudaginn. Islandspóstur hef- ur opnað nýja verslun með frí- merki að Vestur- götu lOa. Mark- miðið er að auka þjónustu við frí- merkjasafnara og efla almennan áhuga á söfnun ís- lenskra frímerkja með margvísleg- um hætti. Versl- unin var opnuð á fimmtudaginn og var af því tilefni haldið Fyrstadags- boð. FRÉTTIR Davíð Oddson hefur ekki tekið opinberlega afstöðu til varaformannsslagsins í Sjálfstæðisflokknum og erþví ábyggilega ekki að hvísla neinum stuðningsorðum að Geir Haarde fjármálaráðherra. Milli þeirra situr Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Einsleit forysta óspennandi Landssamband Sjálf- stæðiskvenna virðist ekki jafn ánægt með stöðu kvenna í flokkn- um og formaður flokksins ef marka má bækling sem það heíiir dreift á lands- fundi. „Sýnum áræði og þor og styðjum konur í framboði til áhrifastarfa innan flokksins,“ segir í áróðurs- bæklingi, sem Landssamband Sjálfstæðiskvenna hefur dreift á öll borð á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins til þess að fá fulltrúa til að kjósa Sólveigu Pétursdóttur sem varaformann. Landssam- bandið beitir sér af fullum þunga fýrir Sólveigu og er greinilega ekki alveg jafn ánægt með stöðu kvenna innan flokksins og for- maður hans. Davíð Oddson sagði í setningarræðu sinni á Iands- fundinum að útlit væri fyrir að konum myndi fjölga verulega í þingflokki Sjálfstæðismanna í vor. „Á hinum væng stjórnmála- lífsins, sveitarfélögunum, eru sjálfstæðiskonur áberandi í for- ystusveit. Kona er formaður þingflokksins, kona er varafor- maður þingflokksins, kona er framkvæmdastjóri þingflokksins. Kona er leiðtogi borgarstjórnar- flokksins. Kona er formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Konur eru í meirihluta í framkvæmdastjórn Sjálfstæðis- flokksins. Konur hafa aldrei ver- ið fleiri í sögu miðstjórnar flokks- ins en nú er og svona mætti lengi áfram telja. Og upp úr stendur að fái Sjálfstæðisflokkurinn góð- an byr í kosningunum, þá mun mesta sókn kvenna inn f stjórn- málin gerast fyrir meðalgöngu Sjálfstæðisflokksins," sagði for- maður Sjálfstæðisflokksins. Öniiur iiiynd I fyrrnefndum bæklingi Lands- sambands Sjálfstæðiskvenna er dregin upp dálítið önnur og dekkri mynd. Þar er vakin athygli á því að engin kona hafi gegnt ráðherraembætti á vegum Sjálf- stæðisflokksins á þessum áratug, að af 25 þingmönnum flokksins séu aðeins 5 konur eða 20%, að færri konur en karlar kjósa Sjáfl- stæðisflokkinn og að „einsleit flokksforysta getur leitt af sér óspennandi ímynd með takmark- aða skírskotun til kjósenda," eins og segir orðrétt. Stuðningsmenn keppinautar- ins Geirs Haarde fjármálaráð- herra láta hins vegar minna á sér bera og virðist engin formleg kosningabarátta í gangi á hans vegum þótt eflaust ræði maður við mann - og konu. Kosningin fer fram á sunnudaginn og verð- ur það eitt síðasta verk lands- fundarfulltrúa áður en haldið er út í kosningabaráttuna að kjósa nýjan varaformann flokksins. -Vj Undrast seinagang bæiaryflrvaíaa Verslunarstjóri Rúm- fatalagersins telur að bæjaryfirvöld ættu að geta iiiinið af meiri krafti í Akureyrarvall armáliuu. Birgir Reynisson, verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Akureyri, undrast seinagang bæjaryfirvalda sem enn hafa enga ákvörðun tek- ið hvað verður um lóð Akureyrar- bæjar þar sem aðalíþróttaleik- vangur bæjarins stendur. Hann segir Rúmfatalagerinn lítið geta aðhafst í leit að öðru húsnæði á meðan bærinn hugsi málið. „Ef umsókninni verður hafnað finnst okkur eins og búið sé að draga okkur á asnaeyrunum. Við getum lítið horft á kringum okkur eins og stendur," segir Birgir. Það var milli jóla og nýárs sem hugmyndir komu fyrst fram um að KEA og Rúmfatalagerinn myndu sækja um lóðina undir allt að 10.000 fermetra verslun- arhúsnæði. Þetta var að frum- kvæði bæjarins og skömmu síðar var starfshópur myndaður á veg- um skipulagsnefndar. Vilborg Gunnarsdóttir, formaður skipu- lagsnefndar bæjarins, sagði að hún byggist við niðurstöðu öðru megin við síðustu mánaðamót en mikilvægt væri að rasa ekki um ráð fram í ákvarðanatökunni. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segist ekki geta sagt annað en að ákvörðunar sé að vænta einhvern tíma í mánuð- inum. Verlsunarstjóri Rúmfatalagers- ins segir eigendur Rúmfatala- gersins aðeins hafa átt einn fund með bæjarstjórninni vegna máls- ins. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framvinduna, en segist hafa átt von á meiri and- stöðu við hugmyndina en komið hafi fram. Birgir furðar sig á að fyrst í síðustu viku hafi hafist könnun á því hvort grundvöllur væri fyrir því að byggja upp nýjan íþróttavöll í bænum. „Mér finnst að menn hefðu mátt vinna af meiri krafti í þessu máli,“ segir Birgir. - Iil>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.