Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR NATO stækkaði í gær uin þrjú A-Evrópimki Yfirmaður bandaríska herráðsins ásamt pólskum starfsbróður sínum í Var- sjá fyrr í vikunni. Ekki eru mörg ár frá því þessi ríki voru erkifjendur. Aðild Póliands, Tékk lands og Ungverja- lands var staðfest formlega með athöfn í Bandaríkjunum. Þrjú ný ríki bættust í hóp aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins í gær, og eru þau þá orðin 19 tals- ins. Opinber athöfn var haldin í Independence í Missouri, Banda- ríkjunum, í gær, þar sem aðild Póllands, Tékklands og Ungveija- lands var staðfest. A þriðjudaginn kemur verður aðild þeirra svo fagnað með hátíðarhöldum í aðal- stöðvum NATO í Belgíu. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu á athöfninni, þar sem hún fagnaði nýju aðildarríkjunum, sem öll eru fyrrverandi aðildarríki höfuðandstæðings NATO, Var- sjárbandalagsins. Borgin Independence var valin vegna þess að þar tilkynnti Harry S. Truman Bandaríkjaforseti stofnun Atlantshafsbandalagsins árið 1949. I upphafi voru aðildar- ríkin 12, en Grikkland og Tyrk- land bættust í hópinn árið 1952, Þýskaland 1955 og Spánn 1982. Onnur Austur-Evrópuríki hafa einnig mörg hver sóst eftir inn- göngu í NATO. Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, og sömuleiðis Slóvenía, Rúmenía, Búlgaría og Slóvakía munu fylgjast grannt með hátíð- arhöldum vegna hálfrar aldrar af- mælis NATO, sem haldið verður 23. til 25. apríl £ Washington, í von um bein eða óbein skilaboð um það hverjum verði næst hleypt inn fyrir. Rússnesk stjórnvöld ítrekuðu í gær andstöðu sína við þessa stækkun NATO til austurs, sem þau segja ekki til þess fallna að treysta böndin milli austurs og vesturs. Þvert á móti geti stækk- Freyvangs- Hamingjuránið - frábær gamansöngleikur eftir Benght Alfors Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson Tónlistarstjóri: Garðar Karlsson 4. sýn. laugardaginn 13. mars kl. 20:30 5. sýn. þriðjudagskvöld STJÁNASÝNING - óskiptum aðgangseyri varið til minningarsjóðs um Kristján Jónasson frá Rifkelsstöðum Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Miðapantanir í síma 463-1195 kl. 16.00 - 19.00 alla daga unin orðið til þess að magna deil- ur og kljúfa vináttubönd ríkja. Vilja Rússar þess í stað Ieggja áherslu á að byggja upp evrópskt öryggiskerfi undir merkjum Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE). Ahugi almennings í nýju aðild- arríkjunum þremur á aðild hefur heldur dvínað undanfarið. A síð- asta ári voru 80% Pólverja hlynnt- ir aðild, en nú segjast einungis um 60% Pólverja vilja aðildina. Um 60% Ungverja styðja sömu- Ieiðis aðild og 50% Tékka. Schröder veröur formaður Forysta þýska Jafnaðarmannaflokksins samþykkti í gær með miklum meirihluta að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, tæki við for- mannsembætti flokksins eftir að Oskar Lafontaine sagði óvænt af sér öllum embættum á vegum flokksins á fimmtudag. Efnt verður til auka- flokksþings þann 12. apríl þar sem formannskjör fer fram. Hans Eichel, forsætisráðherra í þýska sambandslandinu Hessen, tekur við embætti íjármálaráðherra. I gær höfðu enn engar opinberlegar skýringar fengist frá Lafontaine á því hvers vegna hann sagði af sér. Bæði stjórnarandstaðan og fulltrú- ar atvinnurekenda í Þýskalandi hafa lýst yfir ánægju sinni með afsögn Lafontaines, og verðbréf hækkuðu verulega í verði eftir afsögnina. Lafontaine hefur verið leiðtogi vinstri vængs Jafnaðarmannaflokksins, en stefna Schröders er mun meira til hægri. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og meó 15. mars 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 21. útdráttur 4. flokki 1994 - 14. útdráttur 2. flokki 1995 - 12. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 3. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu laugardaginn 13. mars. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúóalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi uppLýsingar um útdregin húsbréf. s Ibúðalánasjóður Suöurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 EcrG/irbic DIGITAL. SOUIMD SYSTEIVI nyjfl bio DlfilTAl RÁÐHÚSTORGI SÍMI 461 4666 | HX ^ISHMASTEj^ GEGGJUÐ HRYLLINGSMYND Sýnd kl. 23.10. - B.i. 16 ára. STÓRMYND Sýnd kl. 21. Sýnd kl. 17-ísl.tal. Einnig sýnd kl. 15 um helgina. MuIan Sýnd kl. 19. Sýnd um helgina kl. 13 Miðaverð kr. 300 kr. 1 ItTMIliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiliiiii im jl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.