Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 rD^tr ÞJÓÐMÁL IMMIIM Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: i.soo KR. Á mánuði Lausasöluverð: íso kr. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (reykjavík) Landsfundarræða með iimslagi í fyrsta lagi I heiðursmerkjafræðum þykir fínt að fá orðu. En það þykir fínna að fá orðu með keðju. I landsfundarfræðum Sjálfstæðisflokks þykir ræða formanns mikill hápunktur. Nú hefur Dvaíð hins vegar bætt um betur og að þessu sinni flutti hann landsfunda- ræðu með innslagi. Spilun á upptöku með Olafi Thors, mitt í ræðu Davíðs, er til marks um þann landsföðurlega stíl sem ein- kenndi ræðu formannsins. Sú staðreynd að öllum þótti þetta vel við hæfi undirstrikar að Davíð er algerlega óumdeildur foringi - einn af þeim þrem stóru. í öðru lagi Mikið hefur verið gert úr útspili formannsins í sjávarútvegsmál- um. Morgunblaðið hefur meira að segja gengið svo langt að segja að ræðan marki þáttaskil í sjávarútvegsumræðunni. Það er fráleit fullyrðing. Davíð kemur ekki með neina nýjar tillögur eða hugmyndir um breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Hann og þá væntanlega Sjálfstæðisflokkurinn munu ganga til kosninga með nákvæmlega sömu sjávarútvegsstefnu og hann hefur fylgt á því kjörtímabili sem nú er að Ijúka. Enda má segja að það væri held- ur ótrúverðugt ef formaður Sjálfstæðisflokksins færi að skipta um hest svona rétt fyrir kosningar. í þriðja lagi Vissulega er formaður Sjálfstæðisflokksins tilbúinn til að viður- kenna að það er ekki sátt um núverandi kerfi. Hann vill meira að segja hlusta með opnum huga. Hins vegar afskrifaði hann all- ar hugmyndir sem þegar hafa komið fram, þar sem um þær yrði ekki meiri sátt en núverandi kerfi. Það sem næst komst því að vera bein tillaga hjá formanninum voru ummælin um að sjávar- útvegurinn ætti að geta í framtíðinni greitt hærri þjónustugjöld. Þetta er þó gömul lumma. Umbúðalaus niðurstaða ræðunnar er að fiskveiðistjórnunarkerfið sé gott og enn hafi enginn bent á aðra leið betri. I Ijósi stöðu formannsins í flokknum, má ganga út frá því að það verði líka raunveruleg niðurstaða landsfundar- ins. Birgir Guómundsson. Litgreindur og sinart Garri er alveg hættur að botna í pólitíkinni og er þá fokið í flest skjól því eins og alþjóð veit hefur hann verið manna næmastur á pólitískar hrær- ingar. Flokkaflakkið á fram- bjóðendum undanfarnar vikur hefur hins vegar slegið Garra dálítið út af laginu. Menn hafa hlaupið út og suður á vinstri vængnum og jafnvel gengið i flokka sem þeir áður höfðu lagt sig sérstaklega fram um að beija á jafnvel árum saman. Garri hefur þó getað séð að Bryndís Hlöðversdótt- ir ætti ágæt- lega heima í flokki með Lúðvík Berg- vinssyni. Hann hefur líka haft skilning á að Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki vera með í því liði en þegar Jón Bjarnason stökk yfir til Vinstri hreyfingarinnar nokkrum dögum eftir að hafa boðið sig fram fyrir Samfylk- inguna á Norðurlandi vestra varð Garri alveg steinhisssa. Og alveg kjaftstopp þegar hann frétti að Arnþrúður Karlsdóttir yrði oddviti Frjáls- lynda flokksins fyrir norðan. Eins og allir vita bauð Arn- þrúður þessi sig fram í efsta sætið í prófkjöri Framsóknar- manna í Reykjavík en lenti í 6. sæti. Garri getur reyndar alveg skilið að það sé skemmtilegra að vera f 1. sæti en því sjötta því þá flokkast maður með mikilvæga fólkinu og kemst í sjónvarpið. En það vefst dálít- ið fyrir Garra hvernig hægt er að skipta svona algjörlega um V skoðun í sjávarútvegsmálum á ekki lengri tíma. Markmið frjálslyndra er jú að eyðileggja kvótakerfið sem Framsókn hefur staðið vörð um. Eins og hver önnur vinna Að vandlega athuguðu máli hefur Garri komist að þeirri niðurstöðu að hér séu á ferð- inni stór- merkilegar breytingar á stjórnmálum. Stjórnmála- menn í dag eru meira í ætt við fjöl- miðlafulltrúa eða lögfræð- inga en sann- færða predik- ara. Lögfræð- ingur getur verið sann- færður um að skjólstæðing- ur sinn sé hinn versti skúrkur en ber samt sem áður að kynna og veija málstað hans. Eins er þetta að verða í póitík. Fyrst er að velja sér flokk þar sem líklegt er að maður komist til valda, síðan að kynna sér stefnu hans og ef vel tekst til þá kemst maður á þing og tekur að sér að breiða út málstaðinn. Ef svo illa vill til að maður kemst ekki í ör- uggt sæti, þá er að velja sér annan flokk, kynna sér stefnu hans og svo koll af kolli. Það skiptir ekki máli hvaða skoðun viðkomandi stjórn- málamaður hefur, ef hann þá hefur nokkra. Það er meira at- riði að koma vel fyrir en hafa eitthvað að segja. Aðalatriðið er að vera „fjölmiðlavænrí', litgreindur og í smart jakka. GARRI ODDUR ÓLAFSSON SKRIFAR Nútíminn rembist sleitulaust við það að leggja mat á það sem er mest og best. Andlega spektin fer ekki varhluta af keppnisáráttunni og keppa bækur, popplist og önn- ur kúnstverk um að komast á verðlaunapalla. Sagt er að þetta örvi markaðssetningu. Nú er reitt hátt til höggs í bóka- upphefðinni. Bókaþjóðin á að velja bók aldarinnar og verður gert mikið stáss með það hugverk þegar úrslit verða kunn. Þegar farið er að fletta upp í literatúr aldarinnar og velja þá bók, sem setja skal á stall, koma örfáar bækur upp í hugann, flest- ar samdar á öndverðri öldinni. En að einhver ein beri ótvirætt af öðrum er verkurinn. Litla gula hænan I Og þó. Valið er auðvelt þegar upp skýtur í minningunni verki sem er þrungið þeim Iífssannindum að guð bjargar þeim sem bjarga sér sjálfir. Skáldverk sem lofsyngur dugnað en fordæmir letina og Bæknr aldaima hvernig lífsframi er tryggður með því að grípa tækifærin og vinna úr þeim og síðan hvernig þeim farn- ast sem ekki þekkja sinn vitjunar- tíma og ætlast til að aðrir vinni fyrir þeim. Þetta er reynslusaga frá þeim tímum þegar því var trú- að, að þeir eljusömu ættu að njóta vinnu sinnar og verðmætasköpun- ar. Litla gula hæn- an, eftir Steingrím Arason fær hér með atkvæði sem bók aldarinnar. Sagan um litlu gulu hænuna sem fann hveitfræið, sáði því, sló akur- inn, þreskti hveit- ið, malaði það og bakaði brauðið. Svínið, kötturinn og hundurinn nenntu ekki að sá, slá, þreskja eða baka en vildu samt fá að borða brauðið og njóta þar með fram- taks og elju litlu gulu hænunnar, án þess að leggja neitt af mörkum til framleiðsluþátta brauðsins. Litla gula hænan II Nú er undirritaður staðráðinn í að skrifa bók næstu aldar. Hún verður Iíka um litlu gulu hænuna, svínið, köttinn og hundinn og grundvallarartiði framtaks, fram- leiðslu og arðs. Litla gula hænan finnur fræ. Kisa leggur fram papp- íra sem sanna, að hún erfði spilduna sem fræðið fannst á. Svínið úrskurðar að fræið fylgi land- areigninni og hundurinn stingur upp á að stofnað verði hlutafélag um fræið. Kötturinn leggur fram Iandið en svínið og hundurinn Iáta Bjarna bankó fjármagna sinn hlut, sem síðar greiðist með hluta af ágóðanum af Akri hf. Litla gula hænan er ráðin til að sá fræinu, slá akurinn, þreskja hveitið og baka brauðið. Svínið, kötturinn og hundurinn éta það svo. Litla gula hænan verður obbolítið vonsvikinn og Iangar til að fá bita af brauðinu. Svínið seg- ir að hún eigi ekki nokkurn mola skilinn, því hún eigi ekkert hluta- bréf í Akri hf. Þá fer litla gula hænan að hitta félaga Napóleon sem býr í stíu sinni við Lækjartorg og er hand- hafi góðæris og réttlætis. Hún ber sig illa, að fá ekki brauð að borða. - Ofundsjúka púta!, segir hann, - þú verður að eiga hlutabréf til að fá brauð. En af því að hún hafði verið svo dugleg að skapa verðmæti, höfðu bréfin í Akri hf. hundraðfaldast í verði að hún hafi ekki efni á að kaupa þau. Nú var litla gula hæn- an farin að grána og var orðin Iúin og var sagt upp hjá Akri hf. Hún tórir á snöpum og þegar hún finn- ur fræ, lætur hún það Iiggja. Litla gula hænan er bók aldarinnar að mati pistii- höfundar. Hver er besta bóli aldariiinar? Sr. Halldór Reynisson prestur í Neskirhju í Reykjavilt. „Heimsljós eftir Halldór Laxness. Mér finnst sú bók bæði skemmtileg, einsog góðar bækur eiga að vera, en líka háalvar- leg. Þar er krufið til mergjar hvað er að vera manneskja og svo er bókin ein- faldlega vel skrifuð. Einnig held ég ákaflega mikið upp á Fjall- kirkjuna eftir Gunnar Gunnars- son og þá sérstaklega fyrsta hluta verksins sem er Kirkjan á fjall- inu, þar sem segir frá þroskasögu Ugga og því hvernig það upplykst fyrir honum hvað er lífið er stór- kostlegt og skemmtilegt - en get- ur um leið verið harmrænt eins- og þegar hann missir móður sína.“ Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akur- eyri. „Eg tel að þessari spurningu sé í raun ekki hægt að svara. Hins- vegar er gaman að reyna að svara spurn- ingum sem eiga sér ekkert svar. Og til þess að reyna að svara spurningunni nefni ég bók Halldórs Kiljans Laxness, Sjálfstætt fólk, sem er áhrifamikil lýsing á baráttu ein- staklinga fyrir tilveru sinni - og þessi bók er orðin ein af sígildum verkum eftir evrópskan höfund." Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir rithöfundur í Ámesi í Aðaldal. „Alveg frá barnæsku hef ég verið tryggur les- andi Hall- dórs Laxness og af bókum hans myndi ég nefna Sölku Völku, sem bestu bók aldarinnar. Hún er skrifuð af mikilli stíilist, innsæi og djúpum skilningi á mannlegu eðli.“ Guðni Ágústsson alþingisniaður. „Eigum við ekki að hafa það Sjálf- stætt fólk eða Innan- sveitar- króníku, hún er jafn góð. Það eru karakterarnir í bókunum sem gera þær heillandi, þeir eru í raun alþjóðlegir þó maður þekki þá líka út í sínu daglega umhverfi hér heima. Og svo eru það Iíka þessi snilldartilsvör ís- Ienskrar alþýðu, sem Haildór hefur náð að festa á blað, sem gefa bókum hans vægi."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.