Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 12
12 - LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 rDnjftr ÍÞRÓTTIR k. ^ UM HELGINA Laugard. 13. mars ■ handbolti 2. deild karla KI. 16:00 Fylkir - Þór Kl. 14:00 Hörður - Völsungur ■ ÍSHOKKÍ Islandsmótið - Úrslitakeppni Skautahöllin í Laugardal Kl. 18:45 SR - SA ■ fótbolti Deildarbikarinn Asvellir: Kl. 11:00 Stjarnan - Reynir S Kl. 13:00 ÍBV - Njarðvík Kl. 15:00 Breiðabl. - Léttir Leiknisvöllur: Kl. 13:00 Leiftur - Aftureld. Kl. 15:00 ÍR - Selfoss Surniud. 14. mars ■ FRJÁLSAR Revnismótið á Akurevri Kl. 20:00 í íþróttahöllinni ■ ÍSHOKKÍ Islandsmótið - Urslitakeppni Skautasvellið á Akureyri Kl. 17:00 SA - SR ■ FIMLEIKAR Islandsmótið í trompi Hefst kl. 14:00 í íþróttahúsinu Digranesi. ■ körfubolti 1. deild - Urslitakeppni Kl. 20:00 Hamar - Þór, Þorl. ■ fótbolti Deildarbikarinn Asvellir: Kl. 13:00 Keflavík - Sindri Kl. 15:00 Hvöt - Víkingur Leiknisvöllur: Kl. 11:00 Skallagr. - Dalvík Á SKJÁNUM Laugard. 13. mars Sunnud.14. mars mwr Skíði Skíði Kl. 10:00 Heimsbikarkeppnin Kl. 10:15 Heimsbikarkeppnin Svig karla - Utsending frá Spáni. Stórsvig karla - Utsending frá Fótbolti Spáni. Kl. 14:25 Þýski boltinn Fótbolti Hamburger SV - B. Munchen Kl. 16:50 Markaregn Handbolti íþróttir Kl. 16:15 Þýski handboltinn Kl. 22:10 Helgarsportið Frankfurt - Kiel iagainnf Fótbolti íþróttir Kl. 12:00 Alltaf í boltanum Kl. 12:30 Iþróttir á sunnudegi Kl. 14:45 Enski boltinn Fótbolti Chelsea - West Ham Kl. 13:55 ítalski boltinn Körfubolti Venezia - Fiorentina Kl. 12:30 NBA-tilprif Hnefaleikar Fótbolti Kl. 12:45 Hnefaleikar Kl. 19:25 ítalski boltinn Endursýnt frá Madison Square Inter Milan - AC Milan Garden í NewYork. Hnefaleikar Fótbolti Kl. 02:00 Hnefaleikar Kl. 15:50 Enski boltinn Bein útsendin frá Madison Middlesbr. - Southampton Square Garden í NewYork. Kl. 20:30 ítölsku mörkin Á meðal þeirra sem mætast eru Golf heimsmeistararnir í þungavigt, KI. 17:55 Golfmót í Evrópu Evander Holyfield, WBA-meist- Kl. 18:55 19. holan ari og Lennox Lewis WBA- Öðruvísi golfþáttur. meistari. Kl. 19:30 Golfmót í USA íslandsmótið í trompfiinl eikum íslandsmótið í trompfimleikum fer fram í íþróttahúsinu Digra- nesi um helgina. Mótið hefst kl. 14:00 á sunnudag og taka níu hópar þátt í keppninni. Ljóst er að baráttan um Islandsmeistara- titilinn verður hörð að þessu sinni og er búist við að lið Gerplu og Stjörnunnar muni slást um sigurinn. Mótið hefst með keppni á gólfi, en síðan er keppt á dýnu og á trambólíni til skiptis. KNATT SPYRNA Steve Stone til Aston Villa Steve Stone, leikmaður Nottingham Forest og fyrr- um enskur landsliðsmaður, var í gær seldur til ná- grannaliðsins Aston Villa fyrir 5,5 milljónir punda. Stone, sem er 27 ára miðvallarleikmaður, gerði rúmlega íjögurra ára samning við Villa og mun leika sinn fyrsta leik með félaginu, þegar það mætir Tottenham á White Hart Line í dag. Þar var hann rekinn af velli fyrr í vetur, í Ieik Forest gegn Totten- ham í úrv'alsdeildinni. Stone sem á að baki níu landsleiki fyrir England, hefur allan sinn feril leikið með Nottingham Forest, en hefur átt við erfið meiðsli að stríða síðustu tvö árin eftir slæmt fót- brot. Að sögn Stone hefur hann nú sett stefnuna á að vinna aftur sæti sitt í enska landsliðshópnum, en þar var hann síðast þegar Englend- ingar léku gegn Spánverjum í Evrópukeppninni 1996, en var þá á varamannabekknum. Hann hefur aðeins þrisvar sinnum verið í byrj- unarliði Englands, en það var gegn Portúgölum, Búlgörum og Króöt- um í undankeppni EM. Gregory með Gallardo í sigtinu John Gregory, framkvæmdastjóri Aston Villa, nyggst styrkja lið sitt enn meira og eftir að hann gekk frá kaupunum á Stone, hefur kvis- ast að hann sé að hugleiða 6 milljóna punda tilboð í argentínsku HM-stjörnuna Marcelo Gallardo hjá River Plate í Argentínu. Gallardo, sem er 23 ára, vakti mikla athygli á HM í Frakklandi í sumar og er líkt við sjálfan Maradona. Talið er nokkuð öruggt að River Plate vilji selja kappann og þá fyrir dágóða upphæð, þar sem félagið á í miklum fjárhagsvandræðum. Hoddle viH hjálpa Glenn Hoddle, sem látinn var hætta sem landsliðsþjálfari Englands í síðasta mánuði, hefur nú boðið Kevin Keegan aðstoð með landslið- ið. „Ég sagði við Keegan að hann mætti hafa samband við mig ef hann þyrfti á hjálp að halda og ég mun verða til taks. Það er alltaf erfitt fyrir nýja þjálfara að taka við, hvort sem það er félags- eða Iandslið og gott að geta leitað til þeirra sem hafa reynslu, eins og ég hef, sagði Hoddle. Englendingar leika gegn Pólverjum í riðlakeppni Evrópumótsins þann 27. mars nk. og Keegan mun tilkynna Ieikmannahópinn á Pimmtudaginn. BRIDGE Sveit Þróimar stal senunni BJORN ÞORLAKS- SON Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni fór fram um síð- ustu helgi með þátttöku 40 sveita. 10 sveitir komust áfram í úrslit sem verða spiluð í Dymbil- vikunni. Ekki kom margt á óvart, en þó sitthvað. Þar ber fyrst að nefna að D-sveit Þróunar vann sinn riðil af öryggi sem er frá- bært afrek. I þeim riðli sátu sílf- urhafar Islandsmótsins í fyrra eftir, sveit Ingvars Jónssonar frá Siglufirði. C- sveitin Heitar sam- Iokur komst áfram á kostnað B- sveitar Granda. Annars voru úr- slit að mestu eftir bókinni. Lokastaða efri sveita: A-riðill: 1. Landsbréf 158 2. Spotlight Club 123 3. Sveinn Pálsson 103 4. Sigfús Þórðarson 101 B-riðill: 1. Samvinnuferðir Landsýn 135 2. Heitar Samlokur 133 3. Grandi 123 4. Bílaspftalinn 101 Sveit Strengs stóð sig vel á íslandsmótinu í sveitakeppni og sigidi örugglega í úrslitin. Tveir liðsmanna sveitarinnar, Ragnar Magnússon og Sigurður Vilhjálmsson, náðu besta árangri íslensku paranna í tvímenningi Bridgehátíðar á dögunum. Myndin er tekin þegar Ljósbrá Baldursdóttir veitti þeim silfurverðlaunin. C-riðill: 1. Strengur 144 2. Þrír Frakkar 130 3. Herðir 123 4. Nota Bene 108 D-riðill: 1. Stilling 141,5 2. Þröstur Ingimarsson 113 3. Kjötvinnsla Sigurðar 109,5 4. Kaupfélag Þingeyinga 106 E-riðill: 1. Þróun 140 2. Holtakjúklingur 125 3. Ríkiskaup 119 4. Ingvar Jónsson 118 Mótið fór fram í Bridgehöll- inni Þönglabakka og tókst hið besta undir styrkri stjórn Sveins Rúnars Eiríkssonar. Jól í mars Margar stórar sveiflur litu dags- ins Ijós á Islandsmótinu í spili 16 í 6. umferð mótsins. I leik Sparisjóðs Norðlendinga gegn Neta- og veiðafæragerðinni Siglufirði var ekki endilega spurt um réttlæti. V/AV ú hættu 4 T5 ¥ KD873 ♦ T43 4 D83 4 AG9643 ¥ ÁT54 ♦ ■ 4 ÁK2 D2 ♦ AKG97652 4 975 4 K87 ¥ G962 ♦ D8 * GT64 Þannig gengu sagnir í opna salnum: Vestur Norður Austur Suður lspaði pass 2tíglar pass 2hjörtu pass 3tíglar pass 3spaðar pass 4spaðar pass 4grönd pass 5tíglar pass 5hjörtu pass 6spaðar pass pass pass AV spila eðlilegt kerfi. 5hjörtu spurðu um spaðadrottninguna en hitt skýrir sig sjálft. Slemman vinnst alltaf og virtist afrakstur- inn þokkalegur, enda allmörg dæmi þess að menn spiluðu að- eins 5 tígla eða 4-5 spaða. I lok- aða salnum komust AV hins veg- ar alla leið í 7 tígla og við þeim samningi er ekkert að gera. Drottningin kemur önnur í tígli og spaðastaðan hreinn draumur. Hver sagði svo að jólin væru bara einu sinni á ári? Frá Bridgefélagi Akuxeyrar Góutvímenningi félagsins er lok- ið með þátttöku 19 para. Reynir Helgason stal sigrinum með risa- skor í síðustu umferð. Lokastaða: 1. Reynir Helgason - Jónas Þorláksson 78 2. Pétur Guðjónsson - Grettir Frímannsson 65 3. Grétar Örlygsson - Örlygur Örlygsson 61 4. Gissur Jónasson - Soffía Guðmundsd./ Ragnhildur Gunnarsdóttir 42 5. Örn Einarsson - Hörður Steinbergsson 37 Næsta mót er þriggja kvölda Board-a-match sveitakeppni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.