Dagur - 13.03.1999, Qupperneq 6
20
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999
■n
im}>
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sýnt á Stóra sviði
Tveir tvöfaldir
Ray Cooney
i kvöld Id. - nokkur sæti laus
föd. 19/3 • uppselt
föd. 26/3 - uppselt
Sjálfstætt fólk
eftir Halldór Kiljan Laxness í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar og Sigriðar
margrétar Guðmundsd.
Fyrri sýning: Bjartur -
Landnámsmaður íslands
Frumsýning sud. 21/3 kl. 15:00
- nokkur sæti laus • 2. sýn. mvd.
24/3 kl. 20:00 - nokkur sæti laus •
3. sýn. fid. 25/3 kl. 20:00 - nokkur
sæti laus • aukasýning þrd. 23/3 kl.
15:00 - uppselt • aukasýning. sud.
28/3 kl. 15:00
Siðari sýning: Ásta Sóllilja
Frumsýning sud. 21/3 kl. 20:00
- nokkur sæti laus • 2. sýn. þrd. 30/3
kl. 20:00 • - nokkur sæti laus
aukasýning þrd. 23/3 kl. 20:00
- uppselt • aukasýning sun.
28/3 kl.20:00
Brúðuheimili
- Henrik Ibsen
Menningarverðlaun DV 1999:
Elva Ósk Ólafsdóttir
Id. 20/3 - Id. 27/3
Bróðir minn Ijónshjarta
- Astrid Lindgren
sud. 14/3, kl. 14:00 • Id. 20/3,
kl. 14:00 - Id. 27/3 kl. 14:00
Sýnt á Litla sviði kl. 20.00
Abel Snorko býr einn
Erik-Emmanuel Schmitl
í kvöld - uppselt • föd. 19/3 - uppselt
• föd. 26/3 - Id. 27/3
A.t.h. ekki er hægt að hleypa gestum
i salinn eftir að sýning hefst.
Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20.30
Maður í mislitum sokkum
- Arnmundur Backman
í kvöld Id. - uppselt *sud. 14/3 -
uppselt • fid. 18/3 - uppselt
föd. 19/3 - uppselt • Id. 20/3 -
uppselt • fid. 25/3 - laus sæti
föd. 26/3 - laus sæti • Id. 27/3 -
uppselt • sud. 28/3 - laus sæti
A.t.h. ekki er hægt að hleypa gestum
í salinn eftir að sýning hefst.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
Mád. 15/3 kl. 20:30 SAMTlMAMENN-
karlahetjukvöld sem á sér enga hlið-
stæðu. Húsið opnað 19:30 - dagskráin
hefst 20:30
Miðasalan er opin mán.- þri. 13-18
mid-sud. 13-20. Símapantanir frá
kl.10 virka daga. Sími 551-1200.
«0 LEIKFÉLAG M
53£rf.ykjavíkur35?
BORGARLEIKHÚSIÐ
Stóra svið kl.14:00
Pétur Pan
eftir Sir J.M. Barrie
i dag lau. 13/3 - uppselt
Sun. 14/3 - uppselt
Lau. 20/3 - uppselt
sun. 21/3 - uppslt
Lau. 27/3 - uppselt
Sun. 28/3 - örfá sæti laus
lau. 10/4 - sun. 11/4
Stóra svið ki. 20.00
Horft frá brúnni
eftir Arthur Miller
7. sýn. lau, 13/3, hvít kort
Fim. 18/3, Lau. 27/3
Verkið kynnt í forsal kl. 19:00
Stóra svið kl. 20.00
Sex í sveit
eftir Marc Camoletti
73. sýn fös. 19/3 - uppseit
74. sýn lau. 20/3 - örfá sæti
laus
75. sýn fös. 26/3
- nokkur sæti laus
Stóra svið kl. 20.00
íslenski dans-
flokkurinn
Diving eftir Rui Horta
Flat Space Moving eftir Rui
Horta
Kæra Lóló eftir Hlíf
Svavarsdóttur
6. sýning sun. 28/3
Litla svið kl. 20.00
Fegurðardrottningin
frá Línakri
eftir Martin McDonagh
2. sýn. lau. 13/3 - uppselt
3. sýn. fim. 18/3 - uppselt
Mióasalan er opin daglega
frá kl. 12 - 18 og fram að
sýningu sýningadaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiöslukortaþjónusta.
Sími 568 8000 fax 568 0383
Kvikmyndaskáldið
Stanley Kubrick tókst að
ljúka við frágang síðustu
kvikmyndar sinnar - „Eyes
Wide Shut" - rétt áður en
hann fékk hjartaslag og lést
síðastliðinn sunnudag, sjö-
tugur að aldri. Kvöldið áður
en hann dó átti hann langt
símtal við samverkamenn
sína í Ameríku sem þá
höfðu séð myndina og lýstu
mikilli ánægju með árang-
urinn.
Kubrick lagði alla tíð
megináherslu á að ráða sjálfur öllu um þær
kvikmyndir sem hann gerði. Það átti líka við
um þessa síðustu mynd, sem verður frum-
sýnd í sumar. Hún er byggð á skáldsögu eftir
Arthur Schnitzler og fjallar um tvo sálfræð-
inga sem dragast inn í heim sjúklinga sinna.
Hjónin Tom Cruise og Nicole Kidman fara
með aðalhlutverkin.
Sjálfmenntaður
Kubrick hefur alla tíð verið mjög umdeildur,
enda fór hann ekki troðnar HoIIywoodslóðir.
Það þýddi meðal annars að hann gerði færri
myndir en ella, en hver þeirra var augljóslega
hans verk. Enda lét hann sér ekki nægja að
leikstýra heldur hélt um alla tauma og hafði
alltaf síðasta orðið.
Þessi sérstæði kvikmyndahöfundur var að
mestu sjálfmenntaður. Honum gekk illa í
skóla í New York, þar sem hann fæddist 26.
júlí 1928, en sökkti sér af brennandi ákafa í
áhugamál sitt sem var ljósmyndun og kvik-
myndir. Hann var þaulsetinn í bíósölum og
afar hrifinn af verkum höfunda á borð við
von Stroheim, Griffith og Eisenstein.
En sá líka mikið af ömurlegum myndum.
„Ég vissi ekkert um það hvernig ætti að gera
kvikmyndir, en ég man að ég hugsaði sem
svo: „Jafnvel þótt ég kunni ekkert, þá trúi ég
ekki öðru en að ég geti búið til kvikmynd sem
er betri en þessi.“ Þess vegna byrjaði ég; til að
reyna að gera betur.“
Hann hóf feril sinn með gerð stuttra heim-
BÚKA-
HILLAN
ildamynda. Fyrstu leiknu myndina, „Fear and
Desire,“ gerði hann íyrir lítinn pening 1953;
skrifaði handritið, leikstýrði, myndaði og
klippti. „Killer Kiss“ fylgdi í kjölfarið 1955.
Síðan flutti hann til Hollywood, stofnaði þar
fyrirtæki með félaga sínum og sendi frá sér
„The Killing1' 1956.
Brjálæði stríðsins
Líta verður á þessar myndir sem æfingu fyrir
það sem í vændum var. Það var fyrst með
næstu mynd, „Paths of Glory“ (1957), sem
Kubrick sýndi og sannaði að nýtt, sérstætt og
mikilhæft kvikmyndaskáld væri komið fram á
sjónarsviðið. Kirk Douglas lék aðalhlutverldð
í myndinni sem gerist í fyrri heimsstyrjöld-
inni og er afar sterk ádeila á stríðsrekstur og
þá sem herjum stjórna, gjarnan af ótrúlegri
heimsku og tilfinningaleysi.
Vegna kynna af Kirk Douglas við gerð
stríðsmyndarinnar var Kubrick fenginn til að
taka við leikstjórn stórmyndarinnar um
„Spartacus" (1960) - leiðtoga sögufrægrar
þrælauppreisnar í Rómaveldi. Hann hét því
að þetta yrði síðasta kvikmyndin þar sem
hann hefði ekki úrslitavald í öllu - og stóð við
það.
Atlaga Kubricks að brjálæðingum hernað-
arhyggjunnar náði hármarki í einni snjöll-
ustu mynd hans, „Dr. Strangelove“ (1964),
en birtist einnig með áhrifaríkum hætti í
„Full Metal Jacket“ (1987) sem fjallar um
stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Víetnam.
Óbilandi kjarkur
Eitt helsta einkenni skapgerðar Kubricks var
óbilandi kjarkur hans til að fara eigin leiðir
hvort sem umheiminum líkaði betur eða verr.
Þetta sýndi hann eftirminnilega í „Lolitu“
(1962) sem byggir á alræmdri skáldsögu No-
bokovs um ástarsamband barnungrar stúlku
og miðaldra karlmanns. Og aftur í hrikalegri
úttekt á ofbeldi í „A Clockwork Orange“
(1971) sem sækir efniviðinn í samnefnda
skáldsögu Anthony Burgess.
Hann ruddi einnig brautina með „2001“
(1968) en þar vann hann með Arthur C.
Clarke við að búa til sannkallaða geimsinfón-
íu sem er í senn listræn og heimspekileg
framtíðarsýn. En hann fór aldrei í sömu föt-
in tvisvar og gerði því jafn ólíkar kvikmyndir
og „Barry Lyndon“ (1975) og „The Shining"
(1980).
Margar bækur hafa verið samdar um
Kubrick, þótt hann hafi neitað allri samvinnu
við höfunda slíkra verka. Þær helstu eru:
„Stanley Kubrick: A Biography11 eftir Vincent
Lobrutto, „Stanley Kubrick Directs" eftir Al-
exander Walker og „Kubrick: Inside a Film
Artist’s Maze“ eftir Thomas Allen Nelson.
Hægt er að nálgast þær á netinu.
Snyrtilega farið með lífsleiðann
BÍÓBORGIN
The Ice Storm
(1997)Leik-
stjóri: Ang Lee
Handrit: James
Schamus og
Rick Moody
Aðalhlutverk:
Kevin Kline,
Joan Allen,
Sigourney Wea-
ver, Christina
Ricci, Toby
Maguire, Elijah
í myndinni kynnumst við
tveimur vinahjónum og börnum
þeirra í velmegandi millistéttar-
hverfi í Bandaríkjunum árið
1973. ÖII líða þau um eins og
afturgöngur í eigin Iífi og þrauka
tilveruna með þyngslalegum
svip. Þrátt fyrir vel tækjum húin
og rúmgóð heimili, heilbrigð
börn/foreldra, peninga og vini
(altso kunningja) er heldur lítið
sem kveikir í þeim. Dofnar til-
raunir til að hleypa lofti f dekkin
niistakast og ekki einu sinni
skipulögð framhjátaka nær að
flikka eilítið upp á hversdagsgrá-
mann. Jafnvel þótt framhjáhald-
ið ætti að hafa alla burði til að
setja smá skjálfta í hvunndaginn
verður kynlífið með maka ná-
grannans jafn andlaust og annað
í Iífi þessa fólks.
Lífsleiðaþoka
Það er Iifsleiðaþoka yfir þessari
mynd, ólíkt fyrri myndum Ang
Lee (The Wedding Banquet, Eat
Drink Man Woman og Sense
and Sensibility) en svo vel fer
leikstjórinn með efnið að hún
verður ffemur gráthlægileg en
drungaleg. Sögumaður, elsti son-
ur annarra hjónanna, talar í upp-
hafi myndar um að fjölskyldan sé
einskonar andefni - en efni og
andefni eyða hvort öðru. M.ö.o.
sé hornsteinn bandarísks
draumaþjóðfélags, fjölskyldan,
dæmdur til að eyða sjálfum sér.
Fjölskyldan sé gædd ósættanlegri
mótsögn og Ijölskyldulífið grafi
undan tilveru sinni innan frá.
Sögumaður heldur því líka
fram að við lifum öll að hluta í
neikvæðri vídd. Hins vegar býr í
okkur kergja, sem kemur í veg
fyrir að við fleygjum okkur alfar-
ið yfir í neikvæðu víddina. Kergja
sem er smekklega framsett í
Iyklapartíinu undir lok myndar.
Þar er gestkomandi hjónafólki og
öðrum gestum boðið að setja bfl-
lyklana sína í skál. I lok veislunn-
ar er svo dregið um lykla og
ræðst þá hver fer heim með
hverjum. Skjálfandi gestirnir eru
að molna undan álaginu við
lykladráttinn en af því að sam-
kvæmisleikurinn er, eðli málsins
samkvæmt, dannaður þá tekst
þeim að viðhalda fáguðu yfir-
bragði á bullandi framhjáhaldinu
sem í vændum er. Formið hefur
yfirtekið innihaldið, samkvæmis-
sjóið réttlætir athöfnina, meðalið
helgar tilganginn.
Gleymdi að
strjuka af sér glottið
Leikhópurinn er undursamlega
vel valinn, Joan Allen (Elena) er
grá og samanbitin eiginkona,
Sigourney Weaver er köld og
hvefsin, gjörsamlega frábitin
nokkrum tengslum við aðrar
mannverur. Sá eini sem ekki féll
inn í hópinn var Kevin Kline sem
var helst til uppskrúfaður
pabbi/eiginmaður/kokkálari.
Kline var enn smurður sama
glotti og prýddi hann í A fish
called Wanda en átti engan veg-
inn við hér.
Stemningin, litirnir, fötin og
yfirhöfuð allt yfirbragð myndar-
innar er einstaklega samræmt.
Þótt tíska og yfirbragð áranna
kringum ‘70 sé fremur afgerandi
þá hefur leikstjóranum tekist að
skapa sjálfstæðan heim, mynd-
gert sína eigin túlkun á andrúms-
lofti og umhverfi þess tíma. Tón-
listin er frábærlega valin, dripp-
dropp hljómurinn jók á brakið í
ísstorminum sem skall á í lok
myndarinnar þar sem ísdropar
frusu á trjám og glerhált ísskæni
lagði yfir götur og hús.
Fín mynd sem fer snyrtilega
með Iífsleiðann í vel mettu og
klæddu nútímafólki.
KVIK-
MYIMDIR
Wood.