Dagur - 13.03.1999, Page 8
LÍF/Ð í LAND/NU S
ÆmS
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999
—
íSflísái
V' •'■'iíííív1-.!
ÆUk
; ■ - :x:
V'
Mér finnst stundum talað um „góðærið" eins og það sé vandamál - vandamál sem Framsóknarflokkurinn hafí átt meginþátt í að leiða yfír þjóðina. Þá spyr maður sig oft þeirrar spurningar hvernig talað væri ef
hér væri allt á niðurleið."
Eg ætla að beriast
í viðtali
ræðir Hall-
dór Ás-
grímsson,
utanríkis-
ráðherra og
formaður
Framsóknarflokksins,
um stöðu Framsóknar-
flokksins, ríkisstjórnar-
samstarfið, Samfylking-
una og komandi kosn-
ingar.
- Nýlega birtist skoðanakönnun
sem sýndi 13 prósent fylgi við
Framsóknarflokkinn. Voru þetta
ekki heldur kaldar kveðjur frá
þjóðinni?
„Ég man ekki betur en Fram-
sóknarflokkurinn hafi verið jafn-
vel ennþá Iægri í skoðanakönn-
unum á svipuðum tíma í aðdrag-
anda síðustu kosninga, svo að
það þarf meira til að ég missi
móðinn. En auðvitað finnst
manni alltaf betra að fá góða út-
komu en vonda, líka í skoðana-
könnunum.“
- Nú heyrist því ofl haldið fram
að minni flokkar tapi alltaf í
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Er þetta að sannast núna?
„Það held ég ekki. Eg er ekki
trúaður á alhæfingar. Framsókn-
arflokkurinn hefur verið að
vinna í mjög erfiðum málum í
þessari ríkisstjórn, og stjórnar-
andstaðan hefur, einhverra hluta
vegna, beint spjótum sínum nær
einvörðungu að okkur. Virkjana-
og stóriðjumálin áttu stóran þátt
í uppsveiflunni hér í upphafi
kjörtímabilsins en iðnaðar- og
viðskiptaráðherra hefur mátt
sæta gagnrýni fyrir - þótt undar-
legt megi virðast. Sama má segja
um endurskipulagningu á íjár-
málamarkaðnum, sem hefur
valdið verulegri vaxtalækkun hér
á Iandi. Heilbrigðismálin hafa
verið þungur málaflokkur og
Ingibjörg Pálmadóttir, líkt og
Sighvatur og Guðmundur Arni,
hefur sætt mikilli gagnrýni en -
ólíkt þeim - tel ég að Ingibjörg
hafi styrkt mjög stöðu sína í
þessu embætti. Umhverfismálin
hafa verið áberandi og þar er nú
verið að afgreiða mjög mikilvæg
mál eins og frumvarp til laga um
náttúruvernd, sem á eftir að
skipta miklu fyrir umhverfismál
á Islandi. Félagsmálin hafa jafn-
framt verið í skotlínunni, meðal
annars vegna endurskipulagn-
ingar húsnæðismála og síðast en
ekki síst vegna breytinga á
vinnulöggjöfinni. Féíagsmálin
hafa grundvallarþýðingu og
þetta voru umdeild framfaramál.
Sjálfur tók ég pólitíska áhættu
með þvf að vinna að samningum
um Smuguna og gat átt von á
því að verða fyrir gagnrýni með
sama hætti og dundi á mér þeg-
ar okkur tókst að semja um síld-
ina á sínum tíma. Báðir þessir
samningar eru mikilvægir fyrir
þjóðina og hið sama má segja
um Kolbeinseyjarmálið og fimm
ára samning við Bandaríkja-
menn um varnarmál. Þessi
samningamál hafa tekið mikið af
mínum tíma á þessu kjörtíma-
bili.
Ég er þeirrar skoðunar að þeg-
ar menn meta þessi mál í fram-
tíðinni, hvort sem það gerist fyr-
ir kosningar eða ekki, þá geri
þeir sér Ijóst að þetta eru málin
sem hafa afgerandi þýðingu
varðandi þá þróun sem átt hefur
sér stað hér á Iandi og á eftir að
verða. Við búum við það sem
kallað er góðæri - og það kemur
ekki einvörðungu af himnum
ofan. Það er að sjálfsögðu sam-
bland af utanaðkomandi áhrif-
um, ákvörðunum ríkisstjórnar og
framgöngu aðila vinnumarkaðar-
ins, atvinnulffs, einstaklinga og
ýmissa samtaka þeirra. Mér
finnst stundum talað um „góð-
ærið“ eins og það sé vandamál -
vandamál sem Framsóknarflokk-
urinn hafi átt meginþátt í að
leiða yfir þjóðina. Þá spyr maður
sig oft þeirrar spurningar hvern-
ig talað væri ef hér væri allt á
niðurleið."
Málefnasnauð
Samfylking
- Nú virðist það vera eins konar
tískustefna að vera á móti virkj-
unum. Finnst þér þessi andstaða
verafull öfgasinnuð?
„Það var verið að samþykkja
fjórar nýjar og stórar virkjanir á
Alþingi. Það sýnir vel að hægt að
ná sáttum um virkjanamál. Hvað
mest fjaðarafok hefur orðið út af
hugsanlegum virkjunum á Aust-
urlandi og sú umræða hefur á
margan hátt verið nokkuð öfga-
full. Ég er þeirr-
ar skoðunar að
skynsamleg
orkunýting,
náttúruvernd og
ferðamennska
geti farið vel
saman, enda er
nýting auðlinda
forsenda byggð-
ar í landinu."
- Flvernig met-
ur þú störf Finns
Ingólfssonar?
„Ég met þau
mjög mikils.
Finnur hefur
verið mjög dug-
legur og rögg-
samur ráðherra.
Framsóknar-
flokkurinn setti
sér það mark-
mið í upphafi
þessa kjörtíma-
bils að skapa
12.000 störf
fram til næstu
aldamóta. Slíkt
gerist ekki með
því að menn sitji
með hendur í skauti og voni
bara það besta. Vegna mikils at-
vinnuleysis var óumflýjanlegt að
fara í uppbyggingu og fá hjól at-
vinnulífsins til að snúast. Það
kom ekki síst í hlut Finnst að
vinna að því. Það var líka mjög
áríðandi að taka til á Ijármagns-
markaðnum til að minnka
kostnað og lækka vexti til fyrir-
tækja og almennings. Arangur-
inn sýnir sig í mikilli fjölgun
starfa, lækkandi
fjármagnskostn-
aði sem aftur
hefur skapað
fleiri störf og
betri afkomu
heimilanna. Það
er þetta sem ég
horfi á þegar ég
met störf Finns.
Aðrir vilja dæma
verk hans út frá
stóriðjufram-
kvæmdum - sem
þeir eru fyrir-
fram andvígir.
Ég spyr hvort
þeir hinir sömu
væru tilbúnir að
bera ábyrgð á at-
vinnuleysi og
slæmri afkomu
hundruða heim-
ila í landinu,
sem við hefðum
staðið frammi
fyrir í dag, ef
þessi gagnrýni
hefði verið Iögð
til grundvallar.“
- Finnst þér að
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
hafi staðið nægilega vel með ráð-
herrum Framsóknarflokksins,
eins og til dæmis Finni og Ingi-
björgu Pálmadóttur?
„Ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins hafa
almennt staðið mjög vel saman.
„Ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins og Framsókn-
arflokksins hafa al-
mennt staðið mjög vel
saman. Það hefur eng-
inn ágreiningur orðið
sem tekur því að kvarta
yfir. Það hefur þó verið
tilhneiging hjá ýmsum
sjálfstæðismönnum og
jafnvel þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins að
skýla sér á bak við
Framsóknarflokkinn
þegar heilbrigðismál og
viðskipta- og iðnaðar-
mál eru gagnrýnd.“