Dagur - 13.03.1999, Qupperneq 11
Dat^ur
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999- 25
LANDS
SÍHINN
Nokkur dæmi um
stuðning fyrir-
tækja við menn-
ingu og listir:
• Landssíminn hefur í sinni
fjárhagsáætlun eyrnamerkt
um 40-50 milljónir á ári sem
á að ganga til verkefna í
menntum, menningu og
íþróttum.
• VÍS setti á fót menningar-
sjóð fyrir 5 árum og veitir ár-
lega þrenn verðlaun og Qölda
styrkja úr þeim sjóði, samtals
5 milljónir. Peningarnir renna
ekki eingöngu til lista, heldur
og til vísinda og jafnvel
íþrótta.
• SPRON hefur í Qölda-
mörg ár veitt styrki til menn-
ingar og lista. Arið 1994 var
stofnaður Menningar- og
styrktarsjóður SPRON. A
hverju ári eru lagðar 8 millj-
ónir í sjóðinn og þorrinn af
upphæðinni fer í tónlist og
sviðslistir. Um 3-4 milljónir til
viðbótar þeirri upphæð fer þó
í beinan og óbeinan stuðning
við menningu og listir, m.a.
með listaverkakaupum og
styrkjum til ýmissa sýninga en
auk þess geta myndlistarmenn
sett upp sýningar í aðstöðu
bankans í Mjóddinni, sér að
kostnaðarlausu.
• íslandshanki: Menningar-
sjóður var stofnaður við ís-
landsbanka eftir sameiningu
bankanna Ijögurra fyrir 9
árum. Styrkirnir eru veittir
nokkrum sinnum á ári og er
þá valið úr innsendum styrk-
beiðnum. Á síðasta ári voru
alls veittar fimm milljónir.
• Eimskip hefur ekki eyrna-
merkta upphæð sem rennur til
menningar en styrkir þó ýmiss
konar menningarstarfsemi á
hverju ári, m.a. Islensku óper-
una, Sinfóníuhljómsveitina,
málverkasýningar (flutning á
verkum og slíkt), kórastarf-
semi o.s.frv. Fyrirtækið vildi
þó ekki gefa upp hversu háar
upphæðir þetta væru.
• ÍSAL hefur ekki veitt
skipulega styrki til menningar
og Iista, eingöngu til umhverf-
isrannsókna og líknarmála,
utan árlegs styrks til Islensku
óperunnar en fyrirtækið gefur
ekki upp hversu hár hann er.
• Samherji á Akureyri styrk-
ir menningarstarfsemi að ein-
hverju Ieyti en fyrirtækið vildi
ekki veita upplýsingar um
hversu miklir Ijármunir færu í
slíka styrki.
safni íslands 12 milljóna króna styrk. Þórarinn segir for-
ráðamenn Landssímans hafa verið sannfærða um að fyr-
irtækið öðlaðist jákvæðari ímynd meðal landsmanna
með því að styrkja Listasafnið. „Við erum Iíka sannfærðir
um að viðskiptavinir okkar kunni að meta það að fyrir-
tækið noti burði sína ekki aðeins í eigin þágu, til að
safna upp tæknibúnaði og hagnaði, heldur láti samfé-
lagsleg verkefni sig einnig nokkru varða. Við á Lands-
símanum lítum þannig á að þetta sé beinlínis í þágu fyr-
irtækisins."
Móralskur stuðningur
Islenski dansflokkurinn undirritaði í lok janúar samning
við Landsbanka íslands sem er á svipuðum nótum og
Landssímasamningurinn við Listasafnið. Samningurinn
nær til þriggja ára og í honum felst beinn fjárstuðningur
að hámarksupphæð 1,2 milljón fyrsta árið en auk þess
skuldbindur bankinn sig til þess að standa að kynningu
á Islenska dansflokknum, t.d. í útibúum, í markpósti til
viðskiptavina og með því að greiða fyrir birtingu auglýs-
inga. Þannig hefur Landsbankinn t.d. auglýsingapláss í
Háskólabíó sem hann nýtir undir Dansflokkinn. Einnig
felst í samningnum möguleiki á að bankinn styrki nem-
endur í dansnám erlendis. Þá hefur Landsbankinn
möguleika á að nýta dansara flokksins í sínum kynning-
armálum.
„Markmiðið er auðvitað að gera okkur að vænlegum
kosti fyrir fyrirtæki sem vilja styrkja spennandi listgrein
á sýnilegan hátt,“ segir Valgeir Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Dansflokksins. „Eg á von á því að tekjur
okkar vegna svona samninga aukist á komandi árum.
Fyrirtæki hafa verið að styrkja menninguna mjög mikið
en það hefur í flestum tilvikum verið ómarkvisst og lítt
sýnilegt. Þau hafa ekki verið að fá mikið fyrir peningana
sína. Eg held að sá tími sé liðinn að fyrirtæki séu að
styrkja menninguna af einhverri góðmennsku. Þau verða
að fá eitthvað fjTÍr sinn snúð. Þessi leið sem við bjóðum
upp á er miklu markvissari fyrir fyrirtæki sem vilja láta
gott af sér leiða en vilja um leið nýta sér það í sínu kynn-
ingarstarfi. Svo er ekki síður gott fyrir okkur að hafa
svona stuðningsyfirlýsingu frá stærsta banka landsins.
Við erum ekki bara að fá peninga, við erum líka að fá
móralskan stuðning."
Hvernig styrkja fyrirtækin menninguna?
Fyrirtæki hafa farið ýmsar leiðir til þess að setja fé í
menningu í gegnum tíðina. Allmörg fjármálafyrirtæki
hafa stofnað menningarsjóði sem veitt er úr reglulega,
sumir styrkja upprennandi listamenn til náms, þannig
fengu t.d. Kristján Jóhannsson og Halla Margrét Jóns-
dóttir námsstyrki frá fyrirtækjum. Nokkuð óvanaleg leið
var farin hjá Islenskri erfðagreiningu lýrir skömmu þegar
myndlistarmaðurinn Halldór Ásgeirsson var settur á
launaskrá í um mánaðartíma en á meðan ætlaði hann
vinna að listaverki upp úr reynslu sinni við að starfa hjá
IE. Engin stefna hefur verið mótuð hjá ÍE um stuðning
við menninguna í landinu en Kári Stefánsson forstjóri
telur þó að þessi leið gæti hentað vel. „Annars finnst
mér í sjálfu sér eðlilegt að gera ráð fyrir að listin geti Iif-
að af sjálfri sér, þ.e. að listamenn búi til verk sem ein-
staklingar, fyrirtæki og stofnanir vilji kaupa. Hvort þau
kaupi þessi verk með því að styrkja myndlistarmenn
meðan þeir eru að búa þau til, áður eða eftir, er í sjálfu
sér bara spurning um útfærslu. Eitt af sérkennum ís-
lensk samfélags er hvað þú sérð mikið af orginal Iista-
verkum á veggjum hjá fólki, í fyrirtækjum o.s.frv. Ég
held að þrátt fyrir allt hafi íslenskt samfélag stutt tiltölu-
lega vel við bakið á sínum Iistamönnum. En stórfyrir-
tækjum í landinu ber fyrst og fremst skylda til að útvega
fólki vinnu og búa til peninga. Ég held að við verðum að
leyfa stórfyrirtækjum að hafa dálítið frjálsar hendur um
hvernig þau ráðstafa sínu umframfé. Mér persónulega
finnst að það sé eðlilegt og sjálfsagt að þau noti eitthvað
af sínu umframfjármagni til þess að gera umhverfi sitt
og samfélag betra.“
Höfum skyldur við samfélagið
SPRON hefur um langan tíma veitt styrki til menningar
og lista en árlega eru lagðar 8 milljónir í Menningarsjóð
SPRON. Það var fyrir tilstilli Baldvins Tryggvasonar,
fyrrum sparisjóðsstjóra SPRON, sem Sparisjóðurinn fór
á sínum tíma að styrkja menninguna. Baldvin segir að í
fyrstu hafi lítið verið um að einstaklingar kæmu og ósk-
„Efað menn gera þessa
hluti ekki afsæmilega eig-
ingjörnum hvötum, þá verð-
ur alltafholur hljómur, “
segir Þórarinn V. Þórarins-
son.
Kári Stefánsson telur
eðlilegt að listin geti lifað af
sjálfri sér, þ.e. að listamenn
búi til verk sem
einstaklingar, fyrirtæki og
stofnanir vilji kaupa.
„Ég held að sá tími sé liðinn
að fyrirtæki séu að styrkja
menninguna afeinhverri
góðmennsku. Þau verða að
fá eitthvað fyrir sinn snúð, “
segir Valgeir.
Ljóðskáld nokkurt vonaðist
eftir greiðslu fyrir Ijóðabók
sem Ragnar í Smára hafði
gefið út. Jú, Ragnar mætti
heim til skáldsins á að-
fangadag - með fangið fullt
af hljómplötum!
„Ritstörfin eru e.t.v. verri
söluvara á þessum vett-
vangi en t.d. leiksýning eða
myndlistarverk - það er ein-
hvern veginn ekki nógu
sölulegt að geta ekki boðið
í frumsýningarpartiið strax, “
segir Ragnheiður.
uðu eftir styrkjum en þeim mun meiri fleiri hópar lista-
manna, s.s. leikhópar, sem sóttust eftir fjárstuðningi til
ákveðinna verkefna og hefur SPRON reglulega lagt
þeim til styrki. „Við teljum að okkur beri skylda til að
sýna samfélaginu eitthvert þakklæti fyrir viðskipti við
okkur. Að standa við bakið á menningu og list í okkar
samfélagi er bara Iiður í kostnaði við að reka Sparisjóð-
Rithöfundar hugmyndasnauðir
Megnið af óbeinum styrkjum fyrirtækja og þeirra sem
veittir eru samkvæmt umsóknum renna til myndlistar-
manna (með listaverkakaupum), tónlistarmanna og Ieik-
ara. Stærri hópar virðast eiga auðveldara með að sækja
um ijárstuðning til fyrirtækja, eða kannski er réttara að
segja þá vera ófeimnari við slíkt. Rithöfundar eru senni-
lega sú stétt listamanna sem minnst hefur notið hagn-
aðar fyrirtækja. Fáeinir menningarsjóðir fyrirtækja hafa
fyrir venju að rithöfundur sé á meðal styrkþega en ekk-
ert skipulagt styrkjakerfi er innan einkageirans til að
styrkja rithöfunda, og eru þeir sjálfir afspyrnu slappir við
að sækja sér þá.
Þegar haft var samband við Ragnheiði Tryggvadóttur,
framkvæmdastjóra Rithöfundasambands íslands, taldi
hún ekki ósennilegt að rithöfundar sæktust lítið eftir
styrkjum frá fyrirtækjum. „Rithöfundar þurfa á starfs-
styrkjum að halda frekar en styrkjum til afmarkaðra
verkefna. Þeir þurfa á vinnufrið að halda en geta ekki
tryggt styrkveitanda að bók komi út á ákveðnum tíma.
Ritstörfin eru e.t.v. verri söluvara á þessum vettvangi en
t.d. leiksýning eða myndlistarverk - það er einhvern veg-
inn ekki nógu sölulegt að geta ekki boðið í frumsýning-
arpartíið strax. Þess vegna held ég að rithöfundar séu yf-
irleitt ekki á höttunum eftir peningum með þessum
hætti.“
Fyrir utan Andra Snæ Magnason sem fékk stuðning
frá Bónus til að gefa út Bónusljóð þá veit Ragnheiður
ekki af nokkrum rithöfundi sem farið hefur þá leið að
falast eftir styrkjum frá fyrirtækjum. Þegar Rithöfunda-
sambandið ákvað að leita stuðnings fyrirtækja til að
koma sér fyrir í húsi Gunnars Gunnarssonar, sem sam-
bandið flutti í árið 1997, höfðu talsmenn fyrirtækja á
orði að afar sjaldan kæmu beiðnir um styrki úr ritlistar-
geiranum.
Hagur beggja
Misjafnt var hvort viðmælendur teldu að stuðningur fyr-
irtækja við menningu væri að aukast. Þórarinn V. Þórar-
insson telur að stuðningur við samfélagsleg verkefni hafi
verið óeðlilega ójafn, íþróttirnar fengið meginþorrann
en menntir og menningarlíf ekki eins mikið og eðlilegt
væri. Hann telur þetta þó vera að breytast. „Á kreppuár-
unum upp úr 1990 dró mjög úr því að fyrirtæki keyptu
t.d. listmuni. Það er held ég aftur vaxandi núna.
Kannski er það að kaupa verkin þeirra, mikilvægasti
stuðningurinn sem hægt er að veita starfandi listamönn-
um. í kaupum á listaverkum felst auðvitað áhugi, mat
og hvatning."
Sumir Hðmælendur blaðsins töldu heldur ekki þörf á
sérstökum breytingum á skattalögum til að hvetja fyrir-
tæki til að styrkja menningarlífið þar sem þau hefðu í
raun komist upp með að gjaldfæra t.d. kaup á listaverk-
um sem rekstrarkostnað. Flestir töldu þó að einhvers
konar skattaívilnanir mjmdu efla menningarlífið enda
virtist fljótleg könnun blaðsins ekki benda til þess að
stórfyrirtæki landsins hefðu mjög ákveðna stefnu í
stuðningi sínum við menningarlíf Iandsins. Þeir eru því
ekki margir forstjórarnir sem hafa einlæga ást á listsköp-
un landsmanna, altént ekki svo mikla að hún dugi til að
hagnaði sé með skipulögðum hætti varið til að styrkja þá
sköpun.
Svo stuðningur fyrirtækja við menningu eflist þarf
samstarfið milli þessara ólíku þjóðfélagsgeira sennilega
að vera á svipuðum nótum og fyrrgreindir samstarfs-
samningar, þar sem stuðningur fyrirtækisins er mjög
sýnilegur, eða að fyrirtæki hafi möguleika á skattaaf-
sláttum eða öðrum fríðindum. Það þurfi að vera gulrót í
kerfinu sem hvetji fyrirtæki til að taka að líta á starfsem-
ina sem hiuta af samfélagi en ekki afmarkaða einingu
sem ekkert á skylt við það umhverfi er það starfar í. Eins
og Þórarinn V. segir, þá mun samstarf af þessum toga
aldrei blessast nema báðir aðilar hafi þá tilfinningu að
þeir hafi hag af: LÓA