Dagur - 13.03.1999, Page 17
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 - 33
X^wr_
Jafnrétti
kynjanna:
markviss
stefna eða
marklaus
orð?
Stjórn-
málamennirnir eru að
kvikna til Iffsins en
vinnumarkaðurinn er
seinni til. Elsa S. Þor-
kelsdóttir ræðir jafnrétt-
ismálin í samtali við
Dag.
„Mér finnst staða jafnréttismála
oft vera eins og lítið blóm sem
er aðeins að byrja að springa út.
Við sjáum allar þessar frambæri-
legu konur í stjórnmálum, á
vinnumarkaði, í stúdentapólitík-
inni og víðar. Konur víða um
land eru að banka á dyr á öllum
málasviðum, gera kröfur um
áhrif og að ákvarðanir taki mið
af þeirra þörfum," segir Elsa S.
Þorkelsdóttir en hún hefur verið
framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs
frá árinu 1987.
Ahugi á jafnréttismálum er
mikill um þessar mundir, kona
er í fyrsta skipti í framboði til
varaformanns í Sjálfstæðis-
flokknum á morgun og allt
stefnir í milda umræðu um jafn-
réttismál fyrir kosningarnar í
vor. Stjórnmálamenn eru krafðir
svara um ljölskyidustefnu og
möguleika karla til að taka þátt í
fjölskyldulífi og flokkarnir eru
krafðir svara um hlut kvenna og
karla á framboðslistum. I kosn-
ingabaráttunni verða stjórn-
málamennirnir væntanlega að
svara því hvað þeir hafa gert og
hvað þeir ætla að gera hvað
varðar jafnrétti kynjanna. Elsa
er nokkuð bjartsýn á að baráttan
fari að skila sér og hefur á til-
finningunni að það verði
„sprenging" í þessum efnum á
næstu sjö til tíu árum.
Ein til tvær verði ráðherra
„Við erum að komast upp í 30
prósentin á þingi en þá er sagt
að konur fari fyrst að hafa áhrif.
Hvernig sem næsta ríkisstjórn
lítur út, eða hvaða flokkar sem
hana mynda, bendir ýmislegt til
þess að þar verði innan borðs
fleiri en ein kona. Til að koma
sjónarmiðum á framfæri þá dug-
ir ekki til að ein kona sé í ríkis-
stjórn. Það þurfa að vera fleiri,“
segir hún og bendir á að lands-
lagið sé breytt, nú sé Margrét
Frímannsdóttir talsmaður Sam-
fylkingarinnar, Rannveig Guð-
mundsdóttir leiði listann í
Reykjanesi og Jóhanna Sigurðar-
dóttir leiði listann í Reykjavík.
„Þegar Friðrik Sophusson
mætti á fund sem Nefnd um
aukinn hlut kvenna í stjórn-
málum stóð nýlega fyrir taldi
hann allar líkur á því að Sjálf-
stæðisflokkurinn gæti ekki
annað en sett eina konu, ef
ekki tvær, í ráðherrastól í
næstu ríkisstjórn,11 rifjar hún
upp og telur að það megi búast
við að konum fjölgi í hópi ráð-
herra eftir kosningar.
Meiri skilningur virðist vera á
jafnréttismálum meðal ráða-
manna þjóðarinnar þó að vissu-
lega sé enn tekist á um það hvað
beri að gera og hversu langt eigi
að ganga til að flýta þróuninni
eða tryggja konum og körlum
raunverulega jafna möguleika í
samfélaginu. „Þetta er nýtt. Fyr-
ir einungis fáum árum fóru
menn hjá sér vegna þessa mála-
flokks. Stjórnmálamennirnir líta
ekki lengur svo á að þetta sé
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
skrifar
„Við erum að komast upp í 30 prósentin á þingi en þá er sagt að konur fari fyrst að hafa áhrif. Hvernig sem næsta ríkisstjórn lítur út, eða hvaða flokkar sem hana mynda,
bendir ýmislegt til þess að þar verði innan borðs fleiri en ein kona," segir Elsa B. Þorkelsdóttir.
málaflokkur sem þeir þurfi ekki
að hafa skoðanir á,“ segir hún.
Feður mæta fordómum
Þó að hlutur kvenna fari vaxandi í
stjómmálum er enn langt í land á
ýmsum sviðum. Heildstæða fjöl-
skyldupólitík vantar til dæmis
bagalega á Islandi. Heildstæð
Ijölskyldustefria verður vafalaust
til umræðu í kosningabaráttunni í
vor og Jafnréttisráð mun reyndar
leggja sitt af mörkum til að svo
geti orðið, meðal annars með ráð-
stefnu í lok mars. Elsa Ieggur
áherslu á að litið sé á þetta mál
frá öllum sjónarhomum, einnig
sjónarhorni atvinnurekenda sem
axla takmarkaða ábyrgð í þessum
málum.
„Eg er sannfærð um að ein af
ástæðum þess að við höfum ekki
náð lengra er að enn er mjög
erfitt að samræma þátttöku á
vinnumarkaði og fjölskyldulíf,“
segir hún og spyr hver sé stefna
stjórnvalda með tímabilið frá því
að fæðingarorlofi lýkur þar til
barn kemst á leikskóla. „Ná-
grannaþjóðir okkar hafa gert
mun meira en við, bæði að því
er varðar fæðingarorlof, réttinn
til að vera fjarverandi frá vinnu
vegna veikinda barna og mis-
munandi viðhorfa atvinnurek-
enda til hlutverka feðra og
mæðra. Margir íslenskir feður
telja sig mæta fordómum á sín-
um vinnustað ef þeir vilja axla
foreldraábyrgð sína í ríkari mæli
og konur sæta misrétti vegna
fæðingar- og móðurhlutverks
síns, jafnvel vegna hugsanlegs
móðurhlutverks í framtíðinni.
Lengi má taka til atriði sem þarf
að taka á og ég tel brýnt að verði
gert.“
Dottið í pyttinn?
Hið sígilda umræðuefni, launa-
misrétti kynjanna, er ennþá
staðreynd og Elsa telur að enn
sé langt í land með að uppræta
það. Heimatökin ættu að vera
hæg hjá hinu opinbera. Jafnrétt-
isráð hefur ítrekað ályktað að
fræða þurfi forstöðumenn og
beint þeim tilmælum til fjár-
málaráðuneytisins að slík
fræðsla verði skipulögð. Flestir
atvinnurekendur Iíta svo á að
launamisrétti sé ekki á þeirra
ábyrgð og að launamisrétti fyrir-
finnist ekki hjá þeim. „Þess
vegna er svo mikilvægt að sér-
hver vinnuveitandi kanni með
reglulegu millibili hvort hann
hafi nokkuð dottið óvart í pytt-
inn,“ segir hún.
Fræðsla til að koma í veg fyrir
launamisrétti er inni í fram-
kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn-
ar. Elsa telur að það þurfi mark-
vissa vinnu í tíu ár. „Eg held að
það þurfi fræðslu og mikla og
reglubundna tölfræði. Það þarf
að virkja stéttarfélögin og fá þau
til að fylgjast með launaþróun á
mismunandi vinnustöðum. Við
eigum að skoða betur starfsmat,
frammistöðumat og ég tel mikil-
vægt að settar séu leiðbeinandi
reglur um launaákvarðanir, að
minnsta kosti hjá hinu opinbera.
Starfsmatsverkefninu, sem hef-
ur verið í gangi, er að ljúka og
skýrsla væntanleg. í framhaldi af
því koma vonandi fleiri tillögur.
Menn mega auðvitað ekki
gle^Tna því að eitt er að gera
þessa kröfu á stjórnvöld, sem
eru stærsti vinnuveitandinn,
annað er að aðilar vinnumarkað-
arins komi að þessu líka. Það er
mjög mikilvægt.11
Fæðingarorlofsmál brenna á
körlum í dag. Elsa segir að
stjórnvöld hafi hunsað dóm
hæstaréttar frá því fyrir um það
bil tveimur árum þar sem maður
í þjónustu ríkisins fékk ekki að
halda launum sínum eftir að
hann fór í fæðingarorlof. Karla-
nefnd Jafnréttisráðs hefur verið
með málið til skoðunar og hugs-
anlegt er að stéttarfélögin fari
með frekari mál. „Það er auðvit-
að gjörsamlega óþolandi að vera
með niðurstöðu frá kærunefnd
jafnréttismála í svo brýnu hags-
muna- og jafnréttismáli og kosta
það í gegnum dómskerfið til að
öðrum körlum sé þrátt fyrir
þennan dóm vísað á dyr og fái
ekki að halda sínum launum,"
segir hún og bætir við það sé út
í hött annað en að stjórnkerfið
bregðist við dómi sem þessum.
Reglurnar um fæðingarorlof
eru almennt séð flóknar, stífar
og reyndar brot „þvers og kruss
á jafnréttislögum“, að hennar
mati. „Auðvitað er ákveðinn
hluti fæðingarorlofsins íyTÍr
konuna til þess að geta náð sér
eftir ákveðnar breytingar sem
fram fara í líkama hennar og lífi
en síðan á þetta að vera sveigj-
anlegt og opið fyrir bæði konur
og karla til að deila með sér og
ákveða sjálf hvernig þau vilja
hafa,“ segir hún.
Tregða á vinnumarkaði
Síðla vetrar var lagt fram frum-
varp í þinginu þar sem Iagt var
til að öll fyrirtæki með 25 starfs-
menn eða fleiri kæmu sér upp
jafnréttisáætlun sem ætti að
taka til reglubundinnar skoðun-
ar Iaunamisrétti á viðkomandi
vinnustað og starfsmannastefnu
fyrirtækisins, það er hvernig fyr-
irtækið vill koma til móts við
starfsmenn varðandi möguleika
á að samtvinna íjölskyldu- og at-
vinnulíf. Elsa telur að það taki
um tíu ár að þróa og koma til
framkvæmda áætlunum af þessu
tagi. Frumvarpið náði fram að
ganga á þessu þingi „en verður
væntanlega tekið aftur upp í
haust."
- Er ekki sjálfkmfa stífni gegn
svona á vinnumarkaði?
„Jú, það er viss tregða. Eg hef
á tilfinningunni að í ákveðnum
geirum atvinnulífsins vilji menn
ekki vinna að jafnrétti kynja
þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á
um hlutverk atvinnurekenda á
þessu sviði. A sama tíma er mik-
il umræða um að þau fyrirtæki,
sem blómstri á 21. öldinni séu
þau sem hafa framsækna fjöl-
skyldupólitík. Eg held að þarna
þurfi mikla fræðslu til að hvetja
atvinnurekendur til að vinna að
slíkri stefnu, ekki bara út frá
mannréttindum karla og
kvenna, heldur líka út frá hags-
munum þeirra sjálfra."