Dagur - 13.03.1999, Síða 21

Dagur - 13.03.1999, Síða 21
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999- 37 Dayir- RAÐ AUGLYSINGAR i hiiíííi Bókasafnssjóður höfunda - nýskráningar 1. janúar 1998 tóku gildi lög nr. 33/1997 um Bóka- safnssjóð höfunda. Úr sjóðnum skal úthluta til rithöf- unda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, enda séu bækur þeirra notaðar á þeim bókasöfnum sem lögin taka til. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höf- undar og rétthafar að skrá sig á sérstökum eyðublöð- um sem fást hjá Bókasafnssjóði höfunda, c/o Rithöf- undasamband (slands, Dyngjuvegi 8,104 Reykjavík, sími 568 3190, fax 568 3192, netfang: sjod- ur@mmedia.is eða á heimasíðu Bókasafnssjóðs http://www.mmedia.is/sjodur. Skráningarfrestur er til 10. apríl 1999. Rétt til úthlutunar vegna afnota bóka í bókasöfnum eiga: 1. Rithöfundar, enda hafi bækur þeirra verið gefnar út á íslensku. 2. Þýðendur, svo og þeir sem enduryrkja, endursegja eða staðfæra erlendar bækur á íslensku. 3. Myndhöfundar og tónskáld, enda séu hugverk þeirra hluti af þeim bókum sem getið er í 1. tölul. eða gefin út sem sjálfstæð rit á íslandi. 4. Aðrir sem átt hafa þátt í ritun þeirra bóka sem getið er í 1. og 3. tölul., enda sé framlag þeirra skráð í ís- lenska bókaskrá frá Landsbókasafni íslands - Há- skólabókasafni. Rétt til úthlutunar eftir andlát rétthafa eiga: 1. Eftirlifandi maki. 2. Eftirlifandi einstaklingur sem var í sambúð með rétt- hafa þegar hann lést, enda hafi sambúðin staðið í fimm ár hið skemmsta. 3. Börn yngri en 18 ára, enda sé hitt foreldrið látið eða njóti ekki réttar samkvæmt lögum þessum. Vakin er athygli á að þeir sem nú þegar hafa skilað skráningu þurfa EKKI að skrá sig aftur. Ný verk verða sjálfkrafa færð á skrá höfunda. Reykjavík, 10. mars 1999 Stjórn Bókasafnssjóðs höfunda. Nýsköpunarstyrkir Byggðastofnunar 1999 • Byggðastofnun mun á árinu 1999 veita 25 m.kr. í styrki til verkefna á sviði nýsköpunar í atvinnumálum á landsbyggðinni. • Miðað er við að einstakar styrkveitingar verði á bilinu 200-700 þ.kr. Þær geta þó ekki verið hærri en 40% af kostnaði. • Sérstök áhersla er lögð á: a) Verkefni tengd afþreyingu í ferðaþjónustu. b) Verkefni um könnun nýrra atvinnukosta. c) Samstarfsverkefni fyrirtækja, atvinnuþróunarfélaga og rannsóknastofnana. • Framangreind verkefni sem fela í sér umtalsverð ný- mæli og hagrænt gildi hafa að öðru jöfnu forgang við úthlutun. Svæði sem byggja aðallega á sauðfjárrækt hafa einnig nokkurn forgang við úthlutun. • Umsóknum skal skila á umsóknareyðublöðum sem 'ást ásamt leiðbeiningarblaði hjá atvinnuþróunarfé- lögum og Byggðastofnun. Atvinnuþróunarfélögin veita aðstoð við gerð umsókna. • Með umsókn skulu fylgja viðeigandi gögn svo sem greinargerð, kostnaðar- og fjármögnunaráætlun og upplýsingar um fjárhagsstöðu umsækjanda eftir því sem við á. Vel undirbúnir umsóknir eiga frekar mögu- leika á að fá úthlutun. • Umsóknarfrestur er til 10. apríl 1999 og úthlutun verður fyrir maílok. • Umsóknum skal skilað til Byggðastofnunar, Engja- teigi 3, 105 Reykjavík. Byggðastofnun Engjategi 3 • 105 Reykjavík* stmi 560 5400« Bréfsími 560 5499 Menntamálaráðuneytið Endurmenntunarsjóður grunnskóla Auglýst er eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 1999. Sjóðurinn er í vörslu menntamálaráðuneytisins og sér þriggja manna stjórn um að meta umsóknir og gera tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Til úthlutunar að þessu sinni eru 18 milljónir króna. Þar af eru 4 milljónir ætlaðar sérstaklega til endurmenntunar á sviði upplýsingatækni í grunnskólum. Um framlög úr sjóðnum geta þeir sótt sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir grunnskólakennara á árinu 1999 t.d. kennaramenntunarstofnanir, skólaskrifstofur, sveitarfélög, skólar, félög og fyrirtæki. Þær umsóknir einar koma til mats sem sýna að byggt sé á • að endurmenntunartilboð mæti þörfum grunnskólans • skólastefnu og aðalnámskrá • að sveitarfélögum og skólum sé ekki mismunað • fagmennsku og gæðum Sjóðurinn veitir ekki fé til ferða og uppihalds kennara sem njóta endurmenntunarinnar. í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar um hvers konar endurmenntunartilboð umsækjandi hyggst bjóða fram, m.a. markmið námsins, stað og tíma, áætlaðan fjölda þátttakenda, skipulag kennslu, stjórnun, ábyrgðarmann og annað það sem máli kann að skipta við mat á umsókn. Einnig skal leggja fram sundurliðaða kostnaðaráætlun. Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk, verður gerður sérstakur samningur um hvert endurmenntunarverkefni þar sem fram kemur m.a. lýsing á markmiðum og fyrirhugaðri framkvæmd og hvernig greiðslum verður háttað. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 9. apríl 1999. Menntamálaráðuneytið, 8. mars 1999. Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms og rann- sókna í Rússlandi. Stjórnvöld í Rússlandi bjóða fram tíu styrki handa íslend- ingum til grunnnáms í háskóla og þrjá til framhaldsnáms og/eða rannsókna í Rússlandi á námsárinu 1999-2000. Umsækjendur um styrki til grunnnáms skulu að öðru jöfnu vera yngri en 27 ára og umsækjendur um styrk til framhaidsnáms og/eða rannsókna skulu vera yngri en 35 ára og hafa lokið MA- eða MS-prófi. Fyrrnefndu styrkirnir nema 83,49 rúblum á mánuði (u.þ.b. 250 ísl. kr.) en þeir síðarnefndu 417,45 rúblum á mánuði (u.þ.b. 1.300 ísl. kr.). Að auki verður styrkþegum séð fyrir her- bergi á stúdentagarði, sem þeir greiða fyrir sömu leigu og rússneskir námsmenn. Styrkþegar greiða sjálfir allan ferðakostnað. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Um- sóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmæl- um og læknisvottorði. Umsóknarfrestur er til 9. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 11. mars 1999. www.mrn.stjr.is Menntamálaráðuneytið Styrkur til háskólanáms á Ítalíu. (tölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa (slendingum til háskólanáms á Ítalíu námsárið 1999-2000. Styrkurinn er einkum ætlaður til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við lista- háskóla. Styrkfjárhæðin nemur 1.500.000 lírum á mánuði. Umsóknum um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 9. apríl nk. á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 11. mars 1999. www.mrn.stjr.is I UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavik er óskað eftir tilboði í gerð 30 km hverfa. Verkið felst i afmörkun 6 hverfa og eru þau staðsett á ýmsum stöðum í borginni vestan Reykjanesbrautar. Verkið nefnist: ,„30 km Hverfi 1999“. Helstu magntölur: Stein-og hellulagðir fletir 2.500 m2 Steyptir fletir 600 m? Malbikaðir fletir 300 m2 Pipulögn 150 mm ST 250 m Síðasti skiladagur í verkinu er 15. október 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá þriðjud. 16 mars nk., gegn 10.000 krskilatr. Opnun tilboða: 31. mars 1999 kl. 11:00 á sama stað.Stgat 29/9 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjóra og Lands- síma íslands er óskað eftir tilboði í verkið: „Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 2. áfangi 1999, Hagar" Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu, rafveitu og síma og gang- stéttir í Högunum. Helstu magntölur: Skurðlengd 4.800 m Lengd hitaveitulagna í plastkápu 6.600 m Lengd plaströra 3.000 m Lengd símastrengja 23.000 m Lengd rafstrengja 4.000 m Malbikun 1.300 m2 Steyptar stéttar 3.300 m2 Hellulögn 2.000 mJ Pökulögn 1.000 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá miðvikud. 17. mars nk. gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: 24. mars 1999 kl. 15:00 á sama stað. ovr 30/9 F.h. Byggingadeildar borgarverkfraeðings er óskað eftir til- boðum í jarðvinnu vegna Borgarskóla. Helstu magntölur: Uppúrtekt 14.000 ms Fylling 10.000 ms Fleygun klappar 1.500 ms Skilatími verks: 15. maí 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Opnun tilboða: 25. mars 1999, kl. 15:30 á sama stað. bgd 31/9 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 12 kV háspennustreng. Áætlað magn er 30.000 m. Útboðið er aug- lýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 29. apríl 1999, kl. 14:00 á sama stað.ovr 32/9 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 1 kV lágspennustreng. Áætlað magn er 100.000 m. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 29. apríl 1999, kl. 15:00 á sama stað. ovr 33/9 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616/561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 j t -i N A M S K E I Ð VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Sprenginámskeið Dagana 6.-10. apríl 1999 verður haldið námskeið í meðferð sprengiefna ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er ætlað þeim sem öðlast vilja réttindi til að fara með sprengiefni og annast sprengivinnu sam- kvæmt reglugerð nr. 497/1996 um sprengi- efni. Námskeiðsgjald er kr. 37.000,- sem greið- ast skal fyrir upphaf námskeiðsins. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Vinnu- eftirlits ríkisins að Bíldshöfða 16, Reykjavík. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnu- eftirliti ríkisins, Bíldshöfða 16, Reykjavík, sími 567 2500, fax 567 4086.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.