Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 1
 Þeirstofnuðu bílskúrsband fyrír tæpum 30 árum og voru á hátindiferilsins árið 1972 þegarhún hlaut nafnbótina Unglingahljómsveit ársins - ogeru enn að... I kringum 1970 tóku nokkrir 11-12 ára piltar sig saman og stofnuðu hljómsveit. Enginn í hljómsveitinni átti né kunni á hljóðfæri en tveimur árum síðar spilaði hljómsveitin, og sló í gegn, um verslunar- mannahelgi í Húsafelli árið 1972. Þar tóku þeir þátt í árlegri hljómsveitakeppni og var sveitin þeirra kjörin unglingahljóm- sveit ársins. Rösklega 13 ára gamlir voru meðlimir hljómsveitarinnar Skóhljóð sem sagt á „hátindi frægðarinnar“ tilkynntu þeir blaðamanni þegar þeir voru heimsótt- ir í æfingaaðstöðu sína á Eiðistorgi í síð- ustu viku. Nafnið valið blindandi Skóhljóð hljómar eilítið skringilegt hljóm- sveitarnafn enda var það valið í snarhasti. Þannig var að þegar strákarnir ætluðu að skrá sig í hljómsveitakeppnina í Húsafelli þurftu þeir að koma sér upp nafni með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Ragnar fór þá í bókaskáp foreldra sinna, dró út Ijóðabók eftir Orn Arnarson, opnaði hana og setti puttann blindandi á eitt ljóðið - sem hét Skóhljóð. -En af hverju dkvúðuð þið að stofna hljómsveit? „Það kom bara ekkert annað til greina,“ svöruðu þeir. „Þetta var bara svo hrikalega töff.“ Einokuðu Hagaskólaböllin Strákarnir voru samtíða í Melaskóla og síðar í Hagaskóla og eru allir fæddir á ár- unum 1957-9. Ferillinn lá reyndar ekki strax niður á við eftir Húsafell ‘72 því sumarið á eftir bauð ein aðalhljómsveit landsins á þeim tíma, Roof Tops, ungling- unum í Skóhljóð að vera pásuhljómsveit. Sumarið 1973 þeyttust Skóhljóðarar því Hin 29 ára gamla hljómsveitin Skóhljóð, sem skipuð er félögum í Ungmennafélaginu Skóhljóð, spilar einkum rokk og blús með bítlaívafi. Albert Pálsson [húsamálarij spilar á hljómborð, Ragnar Björnsson [rafeindavirki) syngur og spilar á banana, kassagítar og munnhörpu, Eiríkur Thorsteins- son [kvikmyndagerðarmaðurj spilar á bassa, Ásgrímur Guðmundsson (bókhaldari) á gítar og Þórhallur Andrésson (verslunarlmaður) ber tromm- urnar. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í hljómsveitinni í gegnum tíðina, m.a. eru tveir meðlimanna látnir, Ingvar Haukur Sigurðsson og Jónas Björnsson. mynd: teitur. um landið og spiluðu á sveitaböllum með Roof Tops. A sama tíma hafði bandið náð nánast einokunarstöðu á HagaskólaböII- unum vegna þess að skólastjórnendur höfðu ákveðið að banna aðkeyptar hljóm- sveitir á gagnfræðaskólaböllum, vegna láta sem þeim fylgdu. „Þannig að við sátum bara að þessu.“ Eiginkomimar halda vart vatni Eftir þessa snemmbúnu frægð lagðist hljómsveitin í dvala, leiðir skildu eftir gagnfræðaskóla og hefðbundið lífshlaup tók við. Sveitin kom þó saman öðru hvoru en vaknaði ekki almennilega til lífsins fyrr en upp úr 1990. Sveitin fór að hittast aft- ur regluiega og árið 1994 fengu þeir sitt fyrsta alvöru „gigg“ síðan Roof Tops sællar minningar. Skóhljóð var beðin um að spila á 20 ára gagnfræðaafmæli ‘58 árgangsins í Hagaskóla á Rauða ljóninu. (Það er kannski óviðeigandi að taka það fram að Ragnar söngvari í Skóhljóði sat víst í skemmtinefndinni og misnotaði þannig sín pólitísku völd...) Skóhljóði var vel tek- ið á gagnfræðaafmælinu og síðan hafa þeir verið fengnir til að spila við ýmis tæki- færi - m.a. fertugsafmæli hvers annars... Og því hefur Skóhljóð nú ákveðið að taka spilamennskuna loks alvarlega. Var fyrir nokkrum dögum að ganga frá kaup- um á æfingahúsnæðinu á Eiðistorgi, sem þeir hafa leigt til þessa. Eru búnir að hljóðeinangra aðstöðuna svo rækilega að þeir geta hæglega gengið þar af göflunum án þess að barflugur Rauða ljónsins í næsta sal heyri svo mikið sem gítarhljóm. Þegar húsnæðið fékkst til leigu, þann 18. desember 1996, var Ungmennafélagið Skóhljóð stofnað og eru nú haldnir viku- Iegir fundir í aðstöðunni á Eiðistorgi sem gengur undir nafninu Karlaathvarfið með- al eiginkvennanna. „A fundum hjá Ungmennafélaginu er pínulítið spilað, pínulítið kjaftað og drukk- inn pínulítill bjór - svona til að halda bragðlaukunum við,“ segja þeir ljómandi á svip og kinka ákafir kolli þegar spurt er hvort eiginkonurnar séu sáttar við Ung- mennafélagsfundina. „Þeim er nefnilega boðið reglulega til að hlusta á strákana, þ.e. einu sinni á ári. Og alltaf vekjum við þvílíka lukku hjá þessum kerlingum, þær gráta hér og halda varla vatni. (hvíslaði þá einn þeirra: Það má nú gefa svona 50% af- slátt af þessu)...“ LÓA C&ð[MnEGfi5 fl^nTOITT?T3jffaFn ofiMfllT 'GEEðlGgCÍMMfi ORMSSONHF S(mi 533 2800 l augunoc,eyrun Þriggja ára abyrgð a ollum Pioneer hljomflutningstækjum [minm • Geisláspilarii aiWqtb is kantfcÍStatra 1900 - (ektiilifTnifalió i veröij. nc •. r»rrj n j íí'i l > i'j'í'i' I ,a)'i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.