Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 2
18 — ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 LÍFIÐ í LANDINU .D^ííI" SMATT OG STORT UMSJON: SIGURDOR SIGURDÓRSSON Jóhanna Sigurðardóttir. Eggert Haukdal. GULLKORN Hrein mey I snörpum umræðum á Alþingi um skýrslu for- sætisráðherra um stöðu, aðbúnað og kjör ör- yrkja í síðustu viku tók Jóhanna Sigurðardóttir skýrsluna og hreinlega tætti hana niður mál- efnalega. Siv Friðleifsdóttir sagði í sinni ræðu að Jóhanna Sigurðardóttir hefði verið félags- málaráðherra í 7 ár og því gæti hún ekki Iátið eins og „hrein mey“ í þessum málum. Um þetta var nokkuð rætt í þinghúsinu. Okkur Hjálmari Jónssyni kom saman um að þetta verðskuldaði vísu og settum þetta saman: Þingmenn æstir óhu í hlað og andann á lofti tóku. Hver er það sem ætlar að afmeyja hana Jóku. Bllkkaði Steina stuð Eggert Haukdal bóndi á Bergþórshvoli og fyrr- verandi alþingismaður, var með sérstakt fram- boð til Alþingis fyrir fjórum árum og hafði Iisti hans bókstafinn S. Nú hefur samfylkingin fengið þessum listabókstaf úthlutað. Eggert segir í Sunnlenska fréttablaðinu að hann hefði ekkert þurft að gefa þennan listabókstaf eftir. „Það er tekinn af manni listabókstafurinn. Fyrst hringdi Svavar Gestsson, svo Margrét Frímannsdóttir og loks Jakob Frímann Magn- ússon öll þessara erinda. Svo hlýtur forsætis- ráðherraefni þeirra að hafa blikkað Steina stuð (Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra) því allt í einu var samfylkingin komin með þennan bókstaf. Það var því gengið fram hjá mínum rétti og okkar sem stóðum að Suðurlandslist- anum,“ segir Eggert Haukdal. Hestaleigan „Því er nú þannig háttað að þessir fulltrúar þjóðar- innar á þingi fara með afkomu okk- ar og örlög. Kirkju Krists er ekkert mannlegt óvið- komandi og að því gefnu tel ég að raddir þessara fulltrúa eigi full erindi inn í kirkj- una.“ Séra Onundur Björns- son aðspurður um ástæður þess að hann fékk þingmenn Suður- lands til að predika í kirkju sinni. Víða um Iand eru reknar hestaleigur fyrir ferðamenn, bæði stórar og smáar. Það gerðist á einni slíkri að maður úr Reykjavík vildi taka hest á leigu og Ieist hestaleigumanninum ekki meira en svo á Reykvíkinginn sem væntanlega knapa. Hann lét þó undan en bað Reykvíking- inn að greiða hestaleiguna fyrirfram. Sá reidd- ist þessu og spurði hvort hann héldi að hann myndi ekki skila hestinum aftur. „Jú áreiðan- Iega,“ svaraði hestaleigumaðurinn, „en hitt gæti komið fyrir að hesturinn skilaði þér ekki aftur.“ Aldur og sannsögli Dómari kallaði miðaldra konu fyrir rétt sem vitni og sagði: „Fyrst ætla ég að spyija þig um aldur og síðan ætla ég að áminna þig um sannsögli." Þroskaferli ungl- ingsáranna, sem mörgum reynast erfið,“ segir sr. Halldór Reynisson, prestur í Neskirkju í Reykjavík. Brugðist við neikvæðri gerjun „Tilgangurinn með þessum sam- ræðukvöldum hér í Vesturbæn- um er að við reyna að skilja betur hvað er á seyði í lífi unglinganna, þá meðal annars með óróann í Hagaskóla á fyrstu dögum þessa árs í huga. A samræðukvöldun- um fáum við fagfólk til að ræða þau atriði þar sem mest á reynir meðan krakkarnir ganga í gegn- um þroskaferli unglingsáranna, sem mörgum reynast erfið,“ segir sr. Halldór Reynisson, prestur í Neskirkju í Reykjavík. Óróleiki og neikvæö gerjun Nokkur félagasamtök í Vestur- bænum í Reykjavík standa um þessar mundir fyrir samræðu- kvöldum, þar sem ýmis mál er brenna á unglingum eru tekin fyrir og bera þau yfirskriftina SAM-vera í Vest- urbænum. Fundir eru haldnir í Hagaskóla og fyrsta fundinn sóttu hartnær 300 manns, en þar voru samskipti unglinga og foreldra sérstaklega í brennidepli. Næsti fundur verður þann 25. mars og þar mun Einar Gylfi Jónsson sálfræð- ingur mæta og ræða fíkniefnamál, ofbeldi og ýmsar slíkar hættur. Þriðji og síðasti fundurinn verður 8. apríl en þar mun Sóley Bender hjúkr- unarfræðingur ræða kynferðismál og siðferði kynlífs. „Ég held að staða unglingamála sé svo sem ekki verri eða betri hér í Vesturbænum en hvar annarsstaðar, þó Hagaskólamálin hafi komið upp. Hinsvegar verðum við vör við óróleika og Félagasamtök og kirkjan í vesturbæ Reykjavíkur standa nú að umræðufund- um um málefni ung- linga, sem berayfir- skriftina SAM-vera í Vesturbænum. neikvæða geijun meðal unglinga og við henni þarf að bregðast," segir Halldór Reynisson, sem segir að vímuefnaneysla í dag sé komin niður í yngri hópa en áður hafi sést, jafnvel niður í ferming- arárganginn. - „Reykjavík er vægðarlausari borg en áður var. Eg sé mun á borgarlífinu í þá átt frá því ég fluttist aftur í hæinn fyrir Ijórum árum, eftir að hafa verið í níu ár prestur út á landi, að ég tali ekki um breytinguna sem orðið hefur á samfélaginu hér í borginni ef litið er enn lengra aftur í tímann." SPJALL Margfalt fleirl tækifæri Að SAM-veru í Vesturbænum standa Hagaskóli, Foreldrafélag Hagaskóla, félagsmiðstöðin Frostaskjól, Dómkirkjan, KR, Skátafélagið Æg- isbúar og Neskirkja. Halldór Reynisson segir að kristnir söfnuðir komi margir að málum sem þessum og fjölmargir einstaldingar í vanda staddir, til dæmis vegna vímuefnaneyslu, leiti til sóknarpresta sinna, sem reyni að greiða götu þeirra skjólstæðinga sinna sem kostur sé. „Ég vil vekja athygli á þeirri staðreynd að unglingar í dag hafa margfalt fleiri tækifæri en til dæmis ég hafði þegar ég var á þeirra aldri fyrir þrjátíu árum. En að sama skapi er Iíka miklu auðveld- ara að misstíga sig og verða hættum að bráð. Þar þurfum við fullorðna fólkið að hjálpa unga fólkinu," segir sr. Halldór Reynisson. -SBS. FRA DEGI TIL DAGS „Hver dáð sem maðurinn drýgir er draumur um konuást.“ Stefán frá Hvítadal Þaufæddust 16.mars • 1913 fæddist Nína Tryggvadóttir list- málari. • 1917 fæddist Andrés Björnsson út- varpsstjóri • 1927 fæddist sovéski geimfarinn Vla- dimir Mikhaílovitsj Komarov. • 1940 fæddist ítalski kvikmyndaleik- stjórinn Bernardo Bertolucci. • 1970 fæddist Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Þetta gerðist 16. mars • 1968 myrtu bandarískir hermenn nokk- ur hundruð manns (karla, konur og börn) í þorpinu My Lai í Víetnam. • 1978 var ítalska stjórnmálamanninum Aldo Moro rænt af skæruliðahreyfingu sem nefndist Rauðu herdeildirnar. • 1980 hófst fjórða hrina Kröfluelda. • 1983 voru undirritaðir samningar um kaup Reykjavíkurborgar á Viðey. • 1986 flutti Ronald Reagan Bandaríkja- forseti ræðu þar sem hann hvatti þingið til að samþykkja Qárstuðning handa Contra-skæruliðum í Níkaragúa. Merkisdaguriim 16. mars í dag er Gvendardagur. Guðmundur góði Arason Hólabiskup lést á þessum degi árið 1237. Mikil helgi var á Guðmundi í Katólskum sið og eimdi lengi eftir af dýrkun hans, einkum á Vestfjörðum. Þar eru heimildir um tilhald á messudegi Guðmundar frá á 20. öld. Sunnanlands var gert ráð fyrir veðrabrigðum til hins verra þennan dag, eða daginn eftir, og jafnvel talið ills viti ef það brást. Vísan Vísu dagsins orti Páll Ólafsson um unga stúlku: Ekki tala málið margt má við svanna ungan, þá er eins og stálið stælt strax í henni tungan. Fyrir réttum 210 árum, þann 16. mars árið 1789, fæddist í Erlangen í Þýskalandi stærðfræðingur að nafrji Georg Simon Ohm. Hannn uppgötv- aði lögmálið, sem við hann er kennt, og segir að straumur um rafrás sé í réttu hlutfalli við rafspennuna en í öfugu hlutfalli við viðnám rásarinn- ar. Uppgötvun hans var tekið heldur fálega í fyrstu en hafði mikil áhrif á rafmagnsfræði. Mælieiningin yfir viðnám gegn rafstraumi var síðar nefnd í höfuðið honum. Ohm Iést árið 1854. Siggi lærir að keyra Siggi var nýkominn með bílpróf. Fjölskyld- an fjölmennti að fjölskyldubílnum fyrir utan heimilið og settist inn. Siggi ætlaði að fara með foreldra sína í fyrstu ökuferð- ina og sýna þeim hvað hann var nú góður ökumaður þrátt fyrir ungan aldur. Jónas settist í aftursætið beint fyrir aftan Sigga litla. „Ég er viss um að þú situr þarna til að fá öðruvísi útsýni úr bílnum en þú ert vanur, pabbi minn, frekar en að sitja í framsætinu eins og þú ert búinn að gera allan tímann á meðan ég var í æfinga-akstri,“ sagði glað- ur unglingurinn við föður sinn. „Ne-hei!“ sagði Jónas, faðir hans. „Ég ætla að sitja hérna og sparka aftaná sætið á meðan þú ert að keyra, nákvæmlega eins og þú ert búinn að gera síðastliðin sautján ár!“ 'Hfit I' íKrrri Íí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.