Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR Samtök bifreiðaeigenda í Evrópu hafa rekið áróður fyrir auknu umferðaröryggi með sérstakri áherslu á öryggi þeirra sem eru í bílnum - all fast sem í bílnum er. Bílaframleiðendur leggja einnig sífellt meiri áherslu á öryggi og er það orðinn stór þáttur í því að selja bíla. Þessi Ford Focus var sýndur á bílasýningunni í París í haust til að sýna það svart á hvítu hvernig bíllinn kæmi út úr árekstrarprófi. - mynd: ohr. Þetta erslagorð sem samtök bifreiðaeig- enda íEvrópusam- bandsríkjunum hafa auglýstað undanfómu sem þátt í að auka um- ferðaröryggi. A hverju ári Iátast 45.000 börn, konur og karlar í umferðarslysum á vegum Evrópusambandsríkj- anna. 1,6 milljón manns slasast. Einn af hverj- um áttatíu Evrópubúum deyr í slysi, að meðaltali 40 árum fyrr en gera má ráð fyrir að hann Iifði annars samkvæmt almennum lífslíkum. Einn af hverjum þremur fær meðferð á spítala einhvern tíma á Iífsleiðinni vegna áverka sem hann hlýtur á þjóðvegunum. Persónulegar þjáning- ar verða ekki metnar til fjár en fjárhagslegur kostnaður, sem felur í sér kostnað vegna björgunar- aðgerða, spítala og tap- aðra tekna fyrir íjöl- skyldu, er reiknaður sem 1.000.000 ECU fyrir Festið börnin i hvert líf sem íapast, eða barnabílstól. tæPar 80 milljónir ís- --------- lenskra króna. Ef allir þeir sem ferð- BÍLAR ast í bílum gerðu fáein grundvallaratriði að reglu mundi það draga verulega úr dauðaslysum á vegum Evrópu. Ef allir sem í bílnum sitja, hvort heldur það er bílstjórinn eða far- þegar í fram- eða aftur- sætum mundu spenna bílbeltin alltaf þá mundi það bjarga 7500 manns- lífum á hverju ári. Með átakinu sem er undir yfirskriftinni „10 sekúndur .... sem geta bjargað Iífi þínu,“ og skipulagt er af samtökum bifreiðaeigenda í Evrópu er verið að ýta við bílstjór- um í þeirri von að breyta hegðun þeirra. Skilaboðin eru einföld: Gætið þess að börnin séu örugglega fest í barnasæti aftur í bílnum. Festið iausan farangur í farangursrými bílsins - verði árekstur getur far- angurinn breyst í ban- vænar eldflaugar. Setjið bílstjórasætið á réttan stað og stillið höf- uðpúðann til að koma í veg fyrir hálsmeiðsli. Spennið beltin alltaf. Stillið sætið og höfuðpúðann. Notabeltin „Sem at\innuökumaður huga ég mjög mikið að öryggi, ekki aðeins á kappakstursbrautinni heldur einnig úti á vegum. Ég mundi ekki láta mér detta í hug að hefja keppni án þess að hafa fest öryggisbeltið tryggilega, eða að setja bílinn minn í gang án þess að ganga áður úr skugga um að allir sem eru með mér í bílnum séu tryggilega fastir. Það þarf afar lítið til, nokkur handtök og fáeinar sekúndur hugsunar og athafna til að tryggja mesta mögulega öryggi í bílnum. Ekki gleyma: Hugsaðu áður en þú keyrir," segir Michael Schumacher, sem er með Ginu Mariu dóttur sinni á myndinni hér til hliðar. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is Veðrið í dag... Austan gola eða kaldi og bjart veður norðantil, en vaxandi austanátt með slyddu og síðan rigningu, íyrst sunnanlands með morgninum. Allhvöss eða hvöss austanátt meó suðurströndinni um tíma síðdegis. Hiti um eða rétt yfir frostmarki sunnanlands, en vægt frost norðantil. Sunnan- og vestanlands hlýnar þegar líður á daginn. ffiti 4 til 3 stig Blönduós Akureyri Mén Þri Mlð Fim Fös Uu Sun Mén Þri Mið Flm Fös Uu í í / í i v \ \ I l \ \ \ S. ^ Egilsstaðir Bolungarvík wan Þri MIÖ rim Fös Lau Sun I Mén Þri Mlð Fim Fös Uu Sur Y Sr Veðurspárit 15.03.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. k Dæmi: » táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum í gærkvöld var snjókoma og skafrenningur á Vestfjörðimi, Noröurlandi og Austurlandi. Mjög slæmt veður var á Sandvíkurheiði, skafrenningur og verulega blint. Breiðdalsheiði var aðcins fær jeppum og stærri hílum. Annars voru allir helstu þjóðvegir landsins færir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.