Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 3
ÞRIDJUDAGUR 16. MARS 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Einhver innri kraftur Rífandi stemmning einkenndi stökkmót- ið, sem haldið varí íþróttahöllinni áAkur- eyri á sunnudags- kvöld. Metin féllu og sigurbros sáust á vör. Og áhorfendurvoru fjölmargirá öllum aldri. í hæstu hædum. Jón Arnar Magnús- son plummaði sig vel í stangarstökki og sveifyfir rána sem var í 5,20 metra hæð. Bekkir íþróttahallarinnar voru þéttskipaðir og áhorfendur veittu keppendum mikilsverðan stuðning. mynd: brink karla og í síðastnefndu greininni gerðust ævintýrin. Þá tókst Húnvetningnum ljóshærða, Ein- ari Karli Hjartarsyni, sem keppir undir merkjum ÍR, að tvíbæta Islandsmet sitt á fáeinum mín- útum. Metið var 2,16 m. og fyrst reyndi Einar við hæðina 2,17 m. Ahorfendur klöppuðu og Einar vildi meira klapp svo þeir sem í salnum voru gáfu í með lófataki sín. Ein, tveir, einn, tveir. Einar náði íslands- meti í annarri atrennu. Það gengur betur næst, segir mál- tækið og Iét Einar hækka rána upp í 2,20 m. Áhorfendur Iétu ekki sitt eftir liggja og klöppuðu. I fyrstu atrennu sveif hann yfir og fagnaðarlátunum í Höllinni ætlaði seint að linna. Aðeins af- reksmenn tvíbæta met sfn svona sama kvöldið. „Hér var góð æfing að sldla sér og ég taldi að ég gæti náð því „Ég man hvað mér þótti sem lítilli stelpu gaman að fá eiginhandaráritanir og því finnst mér sjálfri ekki nema sjálfsagt nú að árita fyrír þá sem vilja, “ sagði Vaia Flosadóttir, hér umkringd áhorfendum. að stökkva 2,20. Þegar ég kom til þessa móts var eitthvað slen yfir mér, en svo merkilegt sem það nú er nær maður oft best- um árangri þá. Þá gefst manni einhver innri kraftur," segir Ein- ar Karl Hjartarson, sem segir það ekki fjarlægt markmið í sín- um huga að bæta Islandsmetið meira á þessu ári. Að stökkva 2,25 m. sé næsta markmið. Ég er orðin þreytt Eftirvænting áhorfenda var hvað mest gagnvart stangarstökk- skeppni kvenna. Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir eru átrúnaðargoð og það sést vel á Völuklippingunni og eins því hve margir vilja eiginhandarárit- un hennar. Vala er að því Ieyti einsog poppstjarna - og að Iíkja stökkmótinu við popptónleika er að því leyti ekki út úr kortinu. Omæld hrifning ríkir gagnvart goðunum, þó gengi þeirra og dagsform sé með ýmsu móti. - Þanng náði Þórey Edda Elís- dóttir aðeins að stökkva 3,80 metra en þær Vala Flosadóttir og Zsuzsa Szabó náðu báðar sama árangri, það er að sveifla sér með stönginni yfir rána, sem var í hæðinni 4,20 m. „Eg hefði vissulega viljað ná betri árangri, enda þó 4,20 m. sé heldur ekki svo afleitur ár- angur. En nú er komið undir lok Iangrar keppnislotu og ég er orð- in þreytt. Það hafa verið mót í Frakklandi, Englandi, Þýska- landi, Belgíu, Japan og nú á Ak- ureyri og nú er eitt eftir enn, mót sem verður í Laugardals- höllinni á þriðjudagskvöld. Þar ætla ég að reyna að gera mitt besta, einsog ég geri ævinlega," sagði Vala og brosti. Fann hér mildnn stuðning „Eg fann hér mikinn stuðning frá áhorfendum," segir Vala Flosadóttir. Það eru ábyggilega orð að sönnu því stemmningin í íþróttahölllinni var einstæð. íþróttaunnendur skemmtu sér hið besta á einstöku móti og keppendur sýndu hvað í þeim býr. Enn eru sagðar sögur af af- rekum lítillar þjóðar norður í höfum. „Nei, ég er ekkert þreytt í úln- liðnum. Eg man hvað mér þótti sem lítilli stelpu gaman að fá eiginhandaráritanir og því finnst mér sjálfri ekki nema sjálfsagt nú að árita fyrir þá sem vilja,“ sagði stangastökkvarinnn Vala Flosadóttir, þar sem hún stóð í miðjum skara aðdáenda sinna að Ioknu stökkmóti Ungmenna- félagsins Reynis á Árskógs- strönd, sem haldið var í Iþrótta- höllinni á Akureyri síðastliðið sunnudagskvöld. Rífandi stemmning einkenndi mótið og var það fjölsótt, bæði af kepp- endum og áhorfendum. Sunnudagaskólinn Ef til vill var stemmningin sem ríkjandi var á mótinu líkust því sem gerist á popptónleikum. Áhorfendur, sem voru á öllum aldri, stöppuðu, kölluðu og klöppuðu. Þetta voru krakkar, pabbar, mömmur, afar og ömm- ur einsog segir í auglýsingum presta um sunnudagaskóla og á sinn hátt var mót þetta líka sunnudagaskóli í því að sjá hvernig hið unga afreksfólk Is- lendinga í íþróttum hefur já- kvæð áhrif á mannlífið og bætir það á ýmsa Iund. Keppendur sögðu að móti loknu að hin góða stemmning meðal áhorfenda hefði sannarlega haft sitt að segja. Einar Karl Hjartar- son sagði að það hefði haft mikla þýð- ingu fyrir sig og hjálpað sér að tvíbæta Islandsmet sitt í há- stökki. „Áhorfendur hér eru móttækilegir," sagði Einar Karl. Beit á jaxlinn o g bðlvaði í bljóði Stökkmótið fór fram í tvennu lagi og fyrst var keppt samtímis í stang- arstökki karla og há- stökki og langstökki kvenna. Það var ekki síst stang- arstökkið sem fólk sýndi áhuga, en þar áttust þrjár kempur við. Jón Arnar Magnússon, Pólverj- inn Sebastian Chmara og Eist- lendingurinn Erki Nool. Þeir kappar komust seint í gang í stangarstökkinu, þurftu nokkrar atrennur við hveija hæð en í byijun var hún 4,80 m. Svo jókst mönnum kraftur, kjark og Áhorfendur voru a á öllum aldri og fylgdust með afáhuga. Sumir grípu fyrir augun af spennmgi- þor. - Nool lenti þó í vandræðum þegar hann sveif yfir hæðina 5,20 m, en lenti utan dýnu og niðri á gólfi. Áhorfendur setti hljóða, en brátt steig þó Nool upp eftir byltuna. Beit á jædinn, bölvaði í hljóði og hætti ekki fyrr en hann sveif yfir 5,30 m. og náði bestum árangri manna í þessari grein á mótinu. í hástökki kvenna var Þórdis Gísla- dóttir sigurvegari kvöldsins en hún stökk 1,73 metra og náði bestum árangri þeirra Ijögurra kvenna sem reyndu með sér í þessari grein. I langstökki var Guðný Eyþórsdóttir lukkunnar pamfíll og stökk Iengst. Eitthvað slen Það var í síðari hluta mótsins sem keppt var í stangarstökki kvenna og lang- og hástökki Sigurður Bogi Sævarsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.