Dagur - 16.03.1999, Side 5

Dagur - 16.03.1999, Side 5
I’HIDJUDAGUR 16. MARS 1999 - 21 D^ir LÍFIÐ í LANDINU Glottandi grimmd Leikfélag Reykjavíkur - Litla sviðið Fegurðardrottningin frá Línakri (The Beauty Queen from Leenane) eftir Martin McDonagh Leikstjóri: María Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Steinþór Sig- urðsson Þýðandi: Karl Guðmundsson Leikendur: Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, EIl- ert A. Ingimundarson ogjóhann G. Höfundur leikritsins Fegurðardrottningin frá Línakri hefur haldið því fram að hann geri lítið annað en góna á sjónvarpið og að helstu fyrirmyndir hans séu úr heimi kvikmyndanna, sérstaklega leikstjórarnir Martins Scorscese og Quentin Taratino. Þá hefur hann einnig líkt skáldskap sínum við tónlist hljómsveita á borð við Pogues sem spilar hefðbundna írska tónlist með pönkívafi og sættir þannig hefð og nútíma. Því virðist sem Martin McDonagh hafi áhuga á að feta svipaða leið á sviði, þ.e. leiða saman hefð og nútíma svo úr verði eitt- hvað nýtt. Sainskipti á ystu nöf Leikritið hrekkur ekki almennilega í gang fyrr en um og upp úr hléi. Framan af erum við að kynnast illskeytnum bragnum á heimili mæðgnanna Mags (Margrét Helga Jóhannsdóttir) og Maureenar (Sigrún Edda Björnsdótt- ir). Maureen er meykerling, komin um fertugt og hefur aldrei verið með karlmanni en þráir nú ekkert heitar. Mag, sjötug móðir hennar, veit að Maureen er að önanglast yfir Iífi sínu sem er að fara í súginn. Kerlingin spilar inn á örvæntingu dótturinnar og gengur svo langt í gegndarlausri kröfuhörku um að dóttirin þjóni henni á alla lund að samskiptin milli þeirra mæðgna eru einlægt á ystu nöf. Það er ekki fyrr en Pato Dooley (Ellert A. Lóa Aldísardóttir skrifar Jóhannsson. Maureen [Sigrún Edda Björnsdóttir) er á barmi örvæntingar yfir karlmannsleysi og döprum framtiðarhorfum. Hjólin fara hins vegar að snúast þegar Pato Dooley (Ellert A. Ingimundarson) fer að sýna henni áhuga ... Ingimundarson) kemur í stutta heimsókn til þorpsins og sýnir áhuga á Maureen að hjólin fara að snúast og Maureen fær óbeina hvatningu til að binda enda á stríðsástandið milli þeirra mæðgna... Leikrit sem þetta stendur og feliur með Ieik og texta enda er lítið annað að gerast í Ieikrýminu, hljóð, tónlist og leikmynd eru ekki burðarbitar í verkinu. Leikurinn var góður. Sigrún Edda átti marga frábæra spretti í hlut- verki Maureen, Ellert var afar sannfærandi sem lang- beygður og ráðvilltur Pato og Jóhann G. Jóhannsson (Ray Dooley) sem leikur bróður Patos er hæfilega slytt- ingslegur og fúll yfir tilbreytingarlausu lífinu í þoqrinu. I fyrstu virkaði glottið er lá undir leik Margrétar Helgu sem hún stæði fyrir utan persónu sína Mag. En eftir því sem leið á leikritið varð Ijóst að þetta glott sem lá undir grimmdinni var í raun helsti kostur verksins. Hefðin hefur yfirhöndina Viðfangsefnið er nefnilega kunnuglegt: hvernig grimmd- in brýst fram þegar vonleysi nær heljartökum á fólki sem býr við stöðnun/niðurlægingu. Það ferskasta við leikritið, sem kom vel fram í túlkun leikaranna, sérstaklega f gegnumgangandi glottinu í augnkrókum Margrétar Helgu og hlakkandi illgirninni hjá hinni þreytulegu Maureen, var eitthvert undirliggjandi hæðnislegt kæru- leysi. Kunnuglegt Mðfangsefnið, þ.e. grimmd vonleysis- ins, hefði sjálfsagt orðið mörgum leikskáldum tiíefni dramatísks uppgjörs að hætti hefðbundinna stofudrama. Fegurðardrottningin frá Línakri er vissulega að mörgu Ieyti hefðbundið stofudrama en Iéttúðugur kaldraninn sem birtist bæði í leik og texta sviptir verkið þyngslunum sem efniviðurinn býður annars uppá. Hins vegar tekst Martin McDonagh ekki jafn leiftr- andi vel að sætta hefð og nútíma og t.d. Quentin Tar- antino. Því þrátt fyrir glottandi grimmdina í þessu lista- vel skrifaða leikriti gerir umgjörðin og klassísk uppbygg- ingin það að verkum að hefðin hefur haft yfirhöndina. Tryggmar og skellinöðrur SVOjMA ER LIFIÐ Pjetur St. flrason skrifar © Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann ld. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Lesandi hringdi og fannst að tryggingarnar á skellinöðrunni sinni hefðu hækkað óeðlilega mikið. Um áramótin sameinuðust Vátryggingaeftirlitið og Banka- eftirlitið og þá var stofnað Fjármálaeftiríit, sem tók við hlut- verki þessara tveggja stofnana. Hjá vátryggingaeftirlitinu var starfandi sérstök neytenda- deild, sem var samkvæmt lögum um vátryggingastarfið. Deildin gegndi þ\á hlutverki að veita upplýsingar um rétt fólks. Hún var hlutlaus upplýsingaþjónusta en hafði ekki það hlutverk að reka málstað neytenda. Hjá lögfræðingi Fjármálaeftirlitsins fengust þær upplýsingar að enn sé óráðið hvað verði um þessa upplýsingaþjónustu Vátryggingaeftirlitsins en viðræður séu gangi um að Neytendasamtökin taki við þess- ari þjónustu og geri þá þjónustusamning við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Það liggi í loftinu að Fjármálaeftirlitið minnki einstaklingsbundna neyt- endaþjónustu. Eftir sem áður hefur fjármálaeftirlitið eftirlit með því að ið- gjöldin séu í sam- ræmi vi áhættu trygginafélags- ins og þess- háttar. Lög- fræðingur Fjármálaeftir- Iitsins sagði að bærust einhveijar vísbendingar um að iðgjöld séu ekki í samræmi við áhættu þá sé það hlut- verk eftirlitsins að kanna það. Mikið er um einstök deilumál vegna tjónauppgjörs. Oft er það þannig að rök séu með og á móti. Þá þarf hreinlega dóms- úrskurð til þess að kveða úr um hvað sé rangt og hvað sé rétt. Fjármálaeftirlitið sinnir ekki uppgjöri í einstaka málaflokkum, en ef eitthvað óeðlilegt er á ferðinni þá grípa þeir inní. Ef að neytendur telja sig vera hlunnfarna af tryggingafélögunum geta þeir haft samband við Fjármálaeftirlitið í síma: 525 2700, eða Neytendasamtökin í síma: 562 5000. Hjá þremur stórum tryggingafélögum fengust þær upplýs- ingar að sá sem tryggir létt bifhjól þarf að borga af því iðgjald, sem er á bilinu 12-15 þúsund krónur. Síðan kaupa menn sér slysatryggingu aukalega, þannig að alls kostar um 43-44 þús- und krónur að tryggja skellinöðru. HVAD ER Á SEYBI? SKÓGRÆKT OG TÓNLIST í kvöld verður opinn fræðslufundur í umsjón Skógræktarfélags Reykjavík- ur um „Lerki“. Þröstur Eysteinsson mun m.a. fjalla um k^Tibætur á lerki, auk þess að sýna myndir frá vaxtar- stöðum lerkis í Síberíu og N-Amer- íku. Skógræktarfélögin hafa tekið upp samtstarf við Félag fslenskra hljómlistarmanna og munu tónlistar- mennirnir Gunnar Hrafnsson (mynd) og Gunnar Gunnarsson Ieika nokkur létt lög. Fundurinn verður haldinn í sal F.I., Mörkinni 6 og byrjar kl. 20.30. Allir áhugamenn og konur um skógrækt eru velkomnir á meðan húsrúm Ieyfir. Kaffiveitingar HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vortónleikar í Salnum Samkór Kópavogs, heldur sína árlegu vortónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld kl. 20.30. A dagskrá eru m.a. verk eftir: Tryggva Baldvinsson, Ingibjörgu Bergþórsdóttur, Valgeir Guð- jónsson, Jósef Strauss, F. Chopin, Andrew Loyd Webber, Matini, G. Gersh- win, Irving Berlin o.íl. Stjórnandi er Dag- rún Hjartardóttir. Einsöngvari, Svava Kristín Ingólfsdóttir. Undirleikari, Claudio Rizzi. Kvenfélag Kópavogs Aðalfundur Kvenfélags Kópavogs verður haldinn 18. mars kl. 20.30, að Hamra- borg 10, Kópavogi. Fyrirlestur lagadeildar H.I. Síðdegis í dag eða kl. 16.15 verður hald- inn fyrirlestur í stofu L-101 í Lögbergi. Þar mun dr. juris Geir Ulfstein, prófess- or, halda fýrirlestur um efnið: „Þjóðrétt- arleg staða Svalbarðasvæðisins með sér- stöku tilliti til auðlindanýtingar". Um- ræður og fyrirspurnir verða að loknum fyrirlestrinum og verður Gunnar G. Schram, Ph.D., prófessor, fundarsjtóri. Félag eldri borgara Asgarði, Glæsibæ Handavinna, perlusaumur ofl. kl. 9.00. Skák í dag kl. 13.00. Góu-gleði verður 19. mars. Upplýsingar og miðapantanir á skrifstofu. Ráðstefnan „Heilsa og ham- ingja“ verður laugardaginn 20. mars kl. 13.00. Fjallað verður um krabbamein, læknignar og rannsóknir. Félag eldri borgara Þorraseli Opið í dag frá kl. 13.00 til 17.00.,Leik- fimi í dag kl. 12.20. Handavinna og perlusaumur í dag kl. 13.30. LANDIÐ Gítartónleikar á Raufarhöfn MiðHkudaginn 17. mars kl. 20.30 verður gítarleikarinn Kristinn H. Arnason með tónleika í Raufarhafnarkirkju. A efnisskrá tónleikanna verða meðal annars verk eftir Bach, Jón Asgeirson og Albeniz. Þrjár geislaplötur hafa komið út með leik Kristins og hlaut plata hans með verkum efti Sor og Ponce íslensku tónlistarverð- launin sem klassísk plata ársins 1996. Tónleikar á Egilsstöðum Hljómleikar verða í Egilsstaðakirkju mið- vikudagskvöldið 17. mars kl. 20.30. Sögvarar og hljóðfæraleikarar flytja ís- Iensk og erlend lög. Þetta er hljómleika- röð sem Tónlistarskóli Austur-Héraðs heldur einu sinni í mánuði. Fyrstu vor- hljómleikar skólans á skólaárinu verða laugardaginn 27. mars nk. þar leika ungir hlóðfæraleikarar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.