Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 6
6 -FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 ÞJÓÐMÁL _______________Utor Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARDARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Sfmar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: í.soo KR. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simar augiýsingadeiidar: CREYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Bjðrnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (reykjavík) Afstaða Framsóknar í fyrsta lagi Eftir því sem Samfylkingin eflist sem sameiningarafl vinstra megin við miðju aukast líkurnar á að framsóknarmenn geti klemmst harkalega á milli hinnar nýju hreyfingar og Sjálfstæð- isflokksins. Forystumenn Framsóknarflokksins hafa ekki að- eins við að stríða þær ábendingar sögunnar, að stjórnarsam- starf við Sjálfstæðisfiokkinn er oftar en ekki líklegt til fylgis- taps, heldur er hætt við að Samfylkingin dragi til sín hluta af því íylgi sem færði sig yfir á Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum, sérstaklega þó í stóru kjördæmunum í Reykjavík og á Reykjanesi. í öðru lagi Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tók það greinilega fram í viðtali sem Dagur birti um síðustu helgi, hvernig hann og flokkurinn hyggjast mæta þessari hættu. Hann ítrekaði að framsóknarmenn myndu sækjast eftir því að hafa forystu í næstu ríkisstjórn, en lagði um leið þunga áherslu á að skilyrði þess að flokkurinn yrði yfirleitt með í rík- isstjórnarstarfi væri góð útkoma í kosningunum. Og hann gekk lengra og lagði í reynd stöðu sína sem flokksleiðtogi að veði fyrir góðu gengi flokksins. Þetta er djörf afstaða og líkleg til að treysta stöðu Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni. í þriðja lagi I málflutningi sínum leggja talsmenn Framsóknarflokksins al- mennt áherslu á þrennt varðandi stjórnarsamstarf eftir kosn- ingar. I fyrsta lagi að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hafi í öllum helstu atriðum gengið mjög vel. I öðru lagi að flokkur- inn gangi óbundinn til kosninga. Og í þriðja lagi að Samfylk- ingin sé enn „óskrifað blað“ málefnalega. Með þetta í huga er síður en svo sjálfgefið að Samfylkingin eigi aðgang að myndun ríkisstjórnar eftir kosningar, jafnvel þótt hún fái það fylgi sem skoðanakannanir gefa til kynna. Það má því ekki gleymast í ákafa kosningabaráttunnar að horfa lengra fram á veginn og byggja nauðsynlegar brýr milli manna. Elias Snæland Jónsson Góð íþrótt... Garri er mikill aðdáandi fs- hokkís. Hins vegar gerir það honum erfitt fyrir að hann sér aldrei fyrirbærið sem ís- hokldmennirnir slá á milli sín. Það kallast víst pökkur en þessi Iitla þúst týnist alltaf þegar Garri horfir á meistar- ana í sjónvarpinu. Garri veit því aldrei hvenær hann á að fagna ef hann heldur með öðru liðinu, en þykist sjá allt og veiar og húrrar á víxl. Kona Garra sér ekkert betur en hann sjálfur og spyr stundum hvernig í ósköpunum hann fari að því að sjá hvað sé að gerast. Garri brosir dular- fullur en segir ekki neitt. Dulítið er skrýtið að sjóndepran komi svona niður á Garra og fjölskyldu því samkvæmt könnunum er ís- hokkí ein vinsælasta sjón- varpsíþrótt heims. Það sagði a.m.k. einhver íshokkímaður við Garra á dögunum og Garri trúir flestu sem við hann er sagt. Sjónvarpsútsendingar frá íslenskum íshokkíleikjum hafa hins vegar verið harla fáar. Garri hitti fyrir skemmstu dag- lega fólk sem hafði ekki hug- mynd um að spilað væri ís- hokkí í landinu. Reyndar komst landsliðið í fréttir 1' fyrra þegar það setti heimsmet í ósigri gegn einhverjum súper- stjörnum, en annars hefur ís- hokkíprófíllinn verið heldur lágur hér á landi. Vekur mikla at- hygli Þetta vita sennilega kempurn- ar í Skautafélagi Akureyrar og því hafa þeir nú gert sitt til að vekja athygli á íþróttinni. Eins og íslenskum íþróttamönnum er tamt hafa þeir ákveðið að fara kæruleiðina. Þeir telja leikmenn Skautafélags Reykja- víkur sem unnu Akureyring- ana í fyrsta skipti sögunnar, hafa verið ólöglega og slá með því tvær flugur f einu höggi. Kannski fá þeir sigurinn dæmdan af SR og á sama tíma vekja þeir athygli á íþróttinni. Náðu forskoti Athygli er einmitt Akureyring- um nauðsynleg því bæjaryfir- völd hafa lofað að reisa skautahöll hið bráðasta undir íshokkímennina og annað skautafólk. Mjög er þetta skilj- anleg. framkvæmd, þar sem Akureyr- ingar hafa sagt að Reykvíkingar séu komnir með miklu betri keppnisað- stöðu. Það sannaðist líka núna þegar Reykvíkingar hirtu titiil- inn af norðanmönnum og fóru með hann suður. Slíkt má alls ekki koma fyrir aftur en norð- anmenn þurfa fleiri ís- hokkímenn þannig að höllin standi ekki hálftóm. Þjóðþrifamál Garri er þess vegna hlynntur því að útsvarspeningum Akur- eyringa sé eytt í skautahöll. Skiptir minnstu máli hve margir njóti dýrðarinnar held- ur er aðalatriðið að hægt verði að berja á Reykvíkingum og vinna þá alla næstu öld. Kæru- leiðin er reyndar alltaf fyrir hendi ef illa fer, en sumir segja líka að sigur innan vallarins hafi ákveðinn sjarma. Garri hefur enga skoðun á því. Hann sér nefnilega aldrei hvað er að gerast. GARRI Afskaplega sérkennileg staða er nú í framboðsmálum Samfylk- ingarinnar á Norðurlandi eystra. Sigbjörn Gunnarsson, óumdeild- ur sigurvegari í prófkjöri flokks- ins, kveðst ekki lengur geta setið undir rógburði félaga sinna, sem hafi af hreinum óþverraskap gert fjármál hans tortryggileg með Iágkúrulegum hætti. Enginn virðist kannast við að bera ábyrgð á rógnum, sem Sigbjörn talar um, en þó hafa allir eða vel flestir heyrt einhvern ávæning af honum. Við sem heima sitjum og þekkjum ekki til innviða deiln- anna þurfum að gera upp við okkur hvort Sigbjörn á samúð okkar skilið í baráttunni við for- herta klíku eða hvort Sigbjörn er í móðursýki að oftúlka dálitla andstöðu sem hann mætir meðal félaganna. Ótrúlegt klúOur Stóra strand Hitt er ljóst að þessum fram- boðsmálum hefur nú verið siglt í slíkt strand að engin augljós leið virðist út úr þess- um ógöngum. Til- finningaþrungi er í spilinu og þung orð hafa fallið. Málið hefur verið að magnast í heil- an mánuð. Dagur flutti fyrstur frétt- ir af þessu máli fyrir 2 vikum, enda þóttu það stórtíðindi að deila af þessu tagi gæti náð að stefna framboðsmálum þessa stjórnmálaafls í tvísýnu. Augljóst er að sú umræða hefur ekki orð- ið til varnaðar - þvert á móti er greinilegt að deilan hefur enn magnast og nálgast óðum að verða full- blásinn leðju- slagur. Á tal- máli kallast svona lagað „megaklúður“. Ekki tekið á niálinu Það er ekki gott að segja hverj- um það er að kenna að svona er komið, en ábyrgðin hlýtur að Iiggja hjá for- ystuliði Samfylkingarinnar. Bæði á Norðurlandi eystra og ekki síð- ur hjá forustunni á landsvísu. Af hverju er ekki Iöngu búið að höggva á þann hnút sem augljós- Iega hefur verið að herðast síð- ustu vikur. Ef staðbundnir for- ingjar voru of innvinklaðir í mál- ið þá átt landsforystan auðvitað að taka við. Niðurstaðan er því sú að Samfylkingin í kjördæm- inu er ldofin. Olíklegt er að Sig- björn Gunnarsson muni vinna með þeim sem hann segir róg- bera sig. Óh'klegt er að hinir muni vilja starfa með Sigbirni eftir það sem á undan er gengið. I raun er vandamálið, þegar allt kemur til alls, ekki fjármál Sig- björns eða hvort eitthvað nýtt „Hrannarsmál" kunni að koma upp í kosningabaráttunni. Vand- inn er miklu frekar, að pólitískir leiðtogar Samfylkingarinnar hafa ekki haft burði til að taka á málinu. SPUlífcl svaurauð Er þörffyrir sérstaha listahátíó á landsbyggð- inni, sem mótvægivið Listahátíð íReyhjavíh? Valgerður Hrólfsdóttir bæjaijulltrúi á Akureyri ogform. leikhúsráðs Leikfélags Akureyrar. „Mér finnst ekki nema gott um það að segja að hugsað sé til listahátíðar á landsvísu, en hvert bæjarfélag hefur sína sér- stöðu hvað varðar listir og menn- ingu og á henni þyrfti hátíð af þessum toga að byggja. Þessar sérstöku áherslur eru til dæmis Listasumarið hér á Akureyri, sem hefur fengið fastan sess í bæjar- lífinu - og utan á það má síðan flétta sífellt fleiri dagskrárliðum." Hjálmar H. Ragnarsson rektorListaliáskóla íslands. „Gera verður áætlun um upp- byggingu menn- ingarlífs á lands- byggðinni, sem byggir á starf- semi sem fyrir er. Markmið með listahátíð yfir allt landið ætti að vera metnaðarfullt eins og gerist með Listahátíð í Reykjavík og skal í því taka mið af þeirri uppbyggingu listahátfða vítt og breitt um landið. Þar nefndi ég tónleikaraðir í Skálholti, á Klaustri, í Reykjaholti, á Isafirði og Norðurlandi og víðar og myndlistarstarfsemi s.s. á Seyðis- firði og Isafirði. Spurning er hvort þeir sem standa að þessum hátíðum ættu ekki að samræma krafta sína í markaðssetningu og ijáröflun. En þarna er vísir að listahátíð Islands." Jón Ormar Ormsson rithöfundurá Sauðárkróki. „Ekki sem mótvægi, heldur miklu fremur sem sjálfstætt framtak og sam- starfsvettvangur við Listahátíð í Reykjavík. Hug- myndin er frábær og hafi menntamálaráðuneyti þökk fyrir að veita fé til að koma lífi í menningu á landsbyggðinni. Menningarlíf úti á landi er í sjálfu sér ekki afskipt, en það þarf greinilega opinberan stuðn- ing til þeirra aðila sem eru að puða á þessum vettvangi.“ Guðrún Jónsdóttir formaðurnietiningannálanefndar Reykjavtkur. „Mér finnst þetta skemmti- leg hugmynd en ég vil ekki setja listahátíð á landsbyggðinni upp sem mót- vægi við Lista- hátíð í Reykjavík. Ég tel að þess- araflhátíðir þurfi ekki að vera í neinni samkeppni, heldur gætu þær vel stutt hvor aðra og verið ólíkar. Menningarviðburðir gera það eftirsóknarverðara að búa á þeim stöðum úti á landi, þar sem slíkt er í boði.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.