Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 2
2 —FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 FRÉTTIR Leikklúbburinn Saga. Fremst á myndinni er Eva Signý Berger. Krakkarnir ætia ekkert að leggja upp iaupana, leita nú að nýju verki og ætia að nota páskana vel. mynd: brink Mesfa ekki leika Skuaboðaskjóðu Tkgur Framsóknarmcnn vítt og breitt um land hafa iniklar áhyggjur af stöðu mála. Skoð- anakannanir hafa náð þeim upp á tæniar og mun stórsókn nú í undirbúningi. í pottinum er fullyrt að hjá Framsókn bindi meiin miklar vonir við miðstjómarfundinn, sem verður hclgina 27. og 28. mars - að sá fundur og athyglin í kringum hami inuni koma þeim aftur á skoðanakaimanakortið.... Meira af framsókn. Framsókn armeim á Suðurlandi liafa val- ið sér kosningastjóra en það er Ólafía Ingólfsdóttir í Vorsa- bæ, sem skipar 3. sætið á lista flokkshis í kjördæminu. Hún hefur áður stýrt kosningabar- áttu flokksins í kjördæminu, eu síðast stýrði Ami Magnús- son, aðstoðarmaður iðnaðar- ráðherra og bæjarfulltrúi í Hveragerði, kosningabaráttuiuii. Hins vegar hafa framsókuarmeim í Reykajvik eim ckki gengið frá list- anum, og vekur það nokkra athygli ekki síst í ljósi þess að þeir em þcgar búuir að ráða sér kosninga- stjóra!.... LeikMúbburiim Saga á Akureyri fær ekld að sýua Skilaboðaskjóðima eftir Þorvald Þorsteinsson með tónlist Jóhanns G. Jó- hannssonar. Saga er leikklúbbur ungs fólks á aldr- inum 15-21 árs og er stjórnað af ung- lingunum sjálfum og hefur undanfar- inn mánuð lagt mikla vinnu í æfingar á Skilaboðaskjóðunni. En nýjustu skilaboðin úr skjóðunni eru heldur sorgleg. Eftir þriggja vikna æfingatímabil neyðast þau nú til að hætta við æfing- ar, þar sem Þorvaldur Þorsteinsson höfundur verksins og Jóhann G. Jó- FRÉTTA VIÐTALIÐ Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri Undirritaður hefur verð Jjámiögnunarsamningur um byggingaframkvæmdirvið Háskólann áAkureyri til ársins 2003 að upphæð 414 milljónirkróna, enhúsnæðið nýtistaðallega sem kennslu- húsnæði. hannsson höfundur tónlistarinnar, vilja ekki veita klúbbnum leyfi til að taka verkið til sýninga. Eitt af skilyrð- um Jóhanns var að ákveðinn tónlistar- maður sæi um tónlistina í uppfærsl- unni en það hinsvegar strandar á fjár- hag klúbbsins. Gefumst ekki upp Ekki náðist í formann klúbbsins, Evu Berger, en í samtali við Dag sagði Sandra Hlíf Ocares, meðstjórnandi og leikari, að ekkert uppgjafarhljóð væri í hópnum þrátt fyrir þetta. „Þetta er eig- inlega búið að vera rosalegur misskiln- ingur,“ segir Sandra Hlíf. „Þorvaldur vissi af þessu áður en við byijuðum æf- ingar og hann setti ekkert út á það.“ Sandra Hlíf segir Ólaf leikstjóra hafa átt að fá einhver skilaboð frá Jóhanni en þau hafi ekki skilað sér. „Jóhann setti fram kröfur um að við þyrftum að ráða ákveðinn tónlistarmann í þetta og yrðum með lifandi tónlist á hverri sýn- ingu en peningalega séð höfðum við ekki efni á því. Þeir voru síðan búnir að segja að þeir ætluðu ekkert að banna okkur að setja þetta upp en hringja svo daginn eftir og segjast ætla að setja stopp á þetta,“ segir Sandra Hlíf. Sögufólkið ætlar þó ekkert að leggja upp Iaupana og eru núna að velta fyr- ir sér öðru verkefni. „Frumsýningu seinkar kannski um tvær til þrjár vikur. Við æfum á fullu um páskana og not- um tímann vel,“ segir Sandra Hlíf. „Það ætla allir að halda áfram. Það á eftir að verða dúndursýning. Við gef- umst ekkert upp.“ - Hi Enn magnast orðrómurinn um að Ellert B. Schrain sé að íhuga að taka 1. sætið hjá S verri Hermamissyni í Reykj a- vík. Benda nienn á að Ellert virðist kunna vel við sig í sviðsljóinu síðustu daga og gömlu stjómmálamannstakt amir séu enn á sínum staö. í pottinum benda menn líka á að Ellert sé vinsæll og með góð sambönd inn i íþróttahrcyfinguna, scm sé mikill kost- urí pólitíknú tU dags.... Ellert B. Schram. SamnÍTigiirum eykur fraiii kvæmdahraða við háskólann - Hvaða jrjðingu hefur þessi fjúrmögnun- arsamningur fyrir Háskólann á Akureyri? „Þetta er fyrsta skuldbinding stjórnvalda um nýbyggingar við Háskólann á Akureyri, sem eru sérstaklega hannaðar fyrir starf- semi nútíma háskóla og munu þar með gjörbreyta starfsaðstöðu bæði kennara og nemenda. Þessi samningur þýðir líka það að framkvæmdahraðinn eykst frá því sem áður var áætlað. Fyrir samninginn vorum við með 60 milljónir króna fjárveitingu á þessu ári en fáum 130 milljón króna fjár- veitingu á næsta ári þannig að það fjármagn sem við höfum til ráðstöfunar tvöfaldast.11 - Nú nær þessi samningur til ársins 2003 með 414 milljóna króna heildar- framlagi. Hafið þið einhverja tryggingu fyrir því að nýr samningur verði gerður árið 2003 til að tryggja framhald upphygg- ingar háskólasvæðisins að Sólborg? „Nei, að sjálfsögðu ekki, en við trúum ekki öðru en. áfram- verði haldið með. upp- byggingu á svæðinu og byggingaráætlun fyrst svona myndarlega er tekið á fyrsta hlutanum. Það gæti jafnvel átt sér stað að undirritaður yrði nýr samningur um fram- hald framkvæmda fyrir árið 2003. Ég óttast ekki að menn hugsi sem svo að nú sé nóg að gert í bili. Auk þess eru til aðrar hug- myndir um fjármögnun en endilega það að þetta séu framlög ríkissjóðs. Þar er ég að hugsa um fjármögnun Akureyrarbæjar og e.t.v. einkaframkvæmdir, en ekkert slíkt hefur reyndar séð dagsins ljós ennþá." - Hvenær verður öll statfsemi Háskól- ans á Akureyri komin á Sólborgarsvæðið að þínu mati í Ijósi þessa nýja fjármögn- unarsamnings? „Það fer eftir því hversu hratt skólinn þróast en ég held að árið 2005 sé alls ekki óeðlilegt markmið í því sambandi." - Þú hefur boðið lóð á háskólasvæðinu undir væntanlegt menningarhús, sem ríkisstjómin hefur tilkynnt að reist verði á Akureyri sem og fleiri stöðum- á landinu. Eruð þið forsvarsmenn Háskólans áAkur- eyri með þvi að fara ódýra leið á kostnað annarra til þess að leysa mikinn skort á ráðstefnusal við skólann? „Við erum að samstilla þær þarfir sem eru á svæðinu fyrir slíkt menningarhús og þar hlýtur Háskófinn á Akureyri að vera mjög stór aðili. Not Háskóla Islands af Háskóla- bíói er ein fyrirmyndin þó ekki verði kvik- myndasýningar í þessu húsi. Ég sé ekki að afnot háskólans gangi gegn þörfum annarra aðila á Akureyri og víðar vegna tónlistar- og leiklistarflutnings og annarar menningar- starfsemi því það væri hægt að ganga þannig frá málum að Iistamenn hefðu að- stöðu til undirbúnings sínum listaflutningi í húsinu að degi til. Nýsamþykkt stefnu- mótun í atvinnumálum á Akureyri visar víða til vinnu sem háskólinn hefur hafið og aug- ljóst að skýrsluhöfundar höfða mjög til þekldngaruppbyggingar hér á svæðinu og í því sambandi er háskólinn í lykilhlutverki. Hluti þeirrar uppbyggingar. er stuðningur við uppbyggingu listgreina." gg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.