Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 9
FIMMTVDAGUR 18. MARS 1999 - 9 T>Mptr. fyUdngu — ':f' i /■K>% % ------------------ r • *. / 1 'v V * vv " * K.Jj ; )fkjörinu. hefur stöðugt verið upplýst um gang mála,“ svarar Finnur. Sigur eða sjálfsmorð? A meðan fylgismenn Sigbjörns virðast ánægðir með að hann skuli tala hreint út, heyrast einnig radd- ir sem segja hann hafa framið pólitískt sjálfsmorð með rógburð- aryfirlýsingum sínum og því að vekja athygli á peningamálum sín- um með fyrrgreindum hætti. „Mér finnst sem Sigbjörn sé búinn að sparka þannig frá sér að það hafi myndast fullkominn trúnaðar- brestur milli hans og þeirra sem reynt hafa að leysa rnálið," segir landsþekktur pólitíkus. Annar seg- ir: „Menn þurfa ekki að vera hissa á því þótt einhverjir fái kalda fæt- um Hrannar B. Afnarsón og Helga Hjörvarr sem kom upp fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í vor.“ Þá heyrist einnig: „Það sem menn hafa mestar áhyggjur af er að það næst ekki eining um listann. Þetta kemur ekkert Ijármálum við.“ Steingrfmur kátur Mönnum ber hins vegar saman um að einn sitji nú á ljósbitanum og hlæi að öllu saman. Sá maður sé Steingrímur J. Sigfússon, sem Ieiðir VG-framboðið á Norður- landi eystra. Hann hefði ekki get- að pantað betri atburðarás með tilliti til fylgismöguleika í íjórð- ungnum. FRETTIR Hagnaðui Sam- herja 706 niilljnnir Eitt af meginmark- miðinn Samherja á ár- inu 1998 var að bæta rekstur erlendu dótt- urfyrirtækjanua, og ])aö gekk eftir. Rekstrarhagnaður Samherja nam 706 milljónum króna í fyrra en var 204 milljónir árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir tekju- og eignarskatt nam 589 milljónum króna en hagnað- ur án áhrifa dóttur- og hlutdeild- arfélaga nam 676 milljónum króna. Rekstur Samherja gekk vel á árinu og öll dótturfyrirtæki félagsins erlendis voru rekin með hagnaði. Mikil fjármunamyndun var í rekstrinum en veltufé frá rekstri nam 1.397 milljónum króna. Rekstrartekjur Samheija voru tæpir 9,5 milljarðar, saman- borið við tæpa 7,4 milljarða króna árið áður. Rekstrargjöld 7,7 milljarðar í fyrra en 6 millj- arðar 1997. Að sögn Þorsteins Más Bald- vinssonar, framkvæmdastjóra Samherja, var eitt af meginmark- miðum félagsins á árinu 1998 að bæta rekstur erlendu dótturfyrir- tækjanna. Mikil umskipti áttu sér stað hjá Onward Fishing í Bretlandi í kjölfar gagngerrar endurskipulagningar á rekstrin- um og ráðinn var nýr fram- kvæmdastjóri. Skipastóllinn var endurskipulagður og var leiga á frystiskipinu Snæfugli liður í því. Samherji á nú 99% hlut í DFFU en til þess félags var Guðbjörg IS nýlega seld. Þorsteinn Már segir ljóst að Ijölþættur rekstur Sam- heija geri það að verkum að fé- Dýrar rjúpur Héraðdómur Reykjavikur dæmdi í gær ríkissjóð til að greiða ijúpnaskyttu 50 þúsund krónur vegna ólögmætrar handtöku og upptöku á byssu og sjö rjúpum - bæturnar eru því rúmlega 7 þús- und á hveija ijúpu. Rjúpnaskytt- an, Rúnar Eiríkur Siggeirsson, fór í mál og krafðist 100 þúsund króna skaðabóta eftir að Hæsti- réttur sýknaði hann af ákæru um ólöglegar fuglaveiðar á landar- eign Gilsár á Jökuldalsheiði, en Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að eignarhald á Iandar- eigninni væri ekki óyggjandi. Undirréttur hafði dæmt manninn í 30 þúsund króna sekt og gert ijúpurnar sjö upptækar. Akæra í málinu var byggð á því að allt land innan merkja Gilsár væri háð beinum eignarrétti jarðeigandans. Var Rúnar sýkn- aður í Hæstarétti með vísan til þess að vafi var talinn leika á um hvort stofnast hefði að lögum til beins eignarréttar eiganda jarð- arinnar Gilsár yfir öllu því land- svæði þar sem Rúnar kann að hafa verið við veiðar. I skaðabótamálinu komst Sig- ríður Olafsdóttir héraðsdómari að þeirri niðurstöðu að handtak- an hefði eins og á stóð verið ólögmæt og sömuleiðis Ieit í bíl að skotvopninu án dómsúr- •skurðar. - - . Þorsteinn Már Baldvinsson: Meg- instyrkur Samherja að fyrirtækið starfar á öllum sviðum sjávarút- vegs. lagið sé vel í stakk búið til að mæta sveiflum í einstökum greinum. „Nýliðið ár var slakt hvað varð- ar rækjuveiðar, verð á fiskimjöli lækkaði mjög á árinu og afkoma í kavíarvinnslu var slök. Þá veidd- ist mun minna af loðnu en vonir stóðu til. Á hinn bóginn var af- koma frystiskipa félagsins mjög góð, afurðaverð var hátt og mark- aðs- og sölustarf gekk vel. Þrátt fyrir erfiðleika í einstökum grein- um er afkoman svo góð sem raun ber vitni. Eg held að þetta sýni betur en margt annað að megin- styrkur Samherja felst í því að fé- lagið starfar á öllum sviðum sjáv- arútvegs og sveiflur í einstökum greinum hafa því minni áhrif en ella. Erlendu dótturfélögin skjóta sterkum stoðum undir rekstur- inn og það er einmitt erlendis sem ég tel að helstu vaxtarmögu- leikar okkar liggi. Þá höfum við ákveðið að láta smíða fyrir félag- ið nýtt fjölveiðiskip sem kemur inn í reksturinn á fyrri hluta árs 2000,“ segir Þorsteinn. - GG UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ 50 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins Hátíðarfundur Föstudaginn 19. mars 1999 verður haldinn hátíðarfundur á veg- um utanríkisráðuneytisins í tilefni af 50 ára afmæli Atlantshafs- bandalagsins. Fundurinn verður haldinn í Listasafni íslands og hefst kl. 17.15. DAGSKRA Kl.17.15 Opnunarræða utanríkisráðherra, Halldórs Ás- grímssonar Kl.17.25 Breyttir tímar Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og skrifstofu- stjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Samstarf Landhelgisgæslunnar og varnar- liðsins Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar. Almannavarnir og NATO Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins. Fríðargæsla í Bosníu-Hersegóvínu Emilía Petra Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Sólveig Dóra Magnúsdóttir, læknir. Samstarf á vegum NATO milli hernaðarlegs og borgaralegs flugs Hallgrímur Sigurðsson, forstöðumaður rekstrar- deildar flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar. Hin hliðin á NATO - umhverfis- og þjóðfélagsmál Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geisla- varna ríkisins. Vísindi í þágu friðar Dr. Ágúst Valfells, kjarnorkueðlisfræðingur. Upplýsingastarfsemi NATO Dagný Erna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi NATO á íslandi. Fundarstjóri verður Gréta Gunnarsdóttir, sendiráðunautur. Kl. 18.45 Fundi slitið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.