Dagur - 24.03.1999, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 - 23
t^iir
LÍFIÐ í LANDINU
VEÐUR
FOLKSINS
Reykvíkingur
fer hringmn
Sem betur fer er ég hættur að
skrifa svokallaða „ritdóma" um
nýjar bækur 'í dagblöð. Skrif af
því tagi eru tíðast undirlögð af
því sem kalla mætti „andleg jafn-
aðarstefna" og er hvimleitt fyrir-
bæri í smáum samfélögum. Ekk-
ert má standa upp úr meðal-
mennskunni, svo menn fari nú
ekki að ofmetnast, og því skal
forðast stóru orðin. Góðsemi
gagnrýnandans - sem er þó ekki
nein góðsemi ef að er gáð - veldur því svo á hinn
bóginn að undirmálsverkum er gjarnan tosað upp
í meðallagið. Niðurstaðan verður sú að enginn
veit greinarmun á framúrskarandi verkum, fram-
bærilegum og þeim sem ekki ná máli.
Ég hef gert mér að skyldu að fylgjast með nýj-
um höfundum og umtöluðum bókum. Oftast er
lesmálið liðið úr minni um leið og bókinni er lok-
að. En um daginn brá svo \dð að ég las fyrstu bók
höfundar sem ekki aðeins hélt mér við efnið held-
ur kveikti í mér, reyndist bráskemmtileg og ágæta-
vel skrifuð. Hún heitir Góðir Islendingar og er eft-
ir Huldar Breiðfjörð, 26 ára Reykvíking sem hefur
starfað við blaðamennsku, segir á kápu. Bjartur
gefur út.
Þetta er ferðasaga, nánar tiltekið „vegasaga" frá
íslandi um hávetur. Sögumaður, ungur Reykvík-
ingur sem varla hefur komið út fyrir borgarmörk-
in, kaupir sér Lapplanderjeppa og fer hringinn um
Island til að kynnast þjóðinni og finna sjálfan sig.
Raunar ekki bara hinn venjulega hring, því hann
þræðir Vestfirðina, lendir meðal annars í miklum
háska í Djúpinu. Hann er í þessari ferð upp undir
tvo mánuði, frá miðjum janúar og fram í mars.
Það sem sker úr er vitanlega stílgáfa höfundar-
ins. Myndrænt skyn kemur víða fram, til dæmis í
atriði eins og þessu, frá Skeiðarársandi: „Sólin
Iækkar á lofti, sterkir skuggar teygja sig í Iandið og
byrja að safna því til sín. Tjöld eru dregin fyrir
skærrauðar og bláar klettaborgir en í víðáttunni á
Skeiðarársandi verður allt svarthvítt. Þannig er þá
að vera lús í sebrafeldi. Stuttu síðar ek ég inn í
sandfok og litir snúast við. Sólin verður svört og
sandurinn gulur. í Brunahrauni kveikir logandi
sandfokið í hraunstrýtum. A eftir líta þær út eins
og brunnar eldspýtur." - Svona skrifar sá einn sem
valdið hefur.
Húmorinn sem hríslast um frásögnina er ekki
síst fólginn í íronískri fjarlægð sem höfundur nær
frá sjálfum sér / sögumanninum, hinum unga
Reykvíkingi af Kaffibarnum andspænis kyrrlátu
mannlífi landsbyggðarinnar. Og svo er vel lýst
smæð ferðalangsins andspænis hrikaleik Iandsins.
Ironía af þessu tagi er sjaldgæf hjá ungum höf-
undum, þeim hættir sem kunnugt er til að taka
sjálfa sig svo hátíðlega. I þessu efni höfum við
eina háa viðmiðun sem er Þórbergur. Nú er nýbú-
ið að veita stílverðlaun kennd við hann og komu
þau maklega niður sem fyrr. Af ungum höfundum
sem ég hef lesið sé ég engan sem fremur má nefna
í sömu andrá og Þórberg en Huldar Breiðfjörð.
Ekki af því að hann líkist Þórbergi beint, því síður
líki eftir honum. En sjónarbornið er skylt, íjærri
og nærri í senn, og hann Ieggur augljósa alúð við
stíl sinn. Og svo ég nefni annan höfund sem
kannski þykir ekki eins fínn í ráðandi bók-
menntaklíkum: Lýsing Huldars á sambandi sínu
við Lapplanderinn minnir á Indriða G. - og ekki
leiðum að líkjast.
Þetta er víst orðin nægileg lofræða um ungan
höfund í bili. Það er vissulega ábyrgðarhluti að
byrja svona vel. Hér eftir fylgist maður með því
sem kemur frá Huldari Breiðljörð.
Tveir af mestu hræsnunmi USA
EINAR K. FREYR
SKRIFAR
Hin 445 síðna Ianga ákæruskýrsla Kenneths
Starrs á hendur Bill Clinton hefur verið send til
bandaríska þingsins í von um að Clinton verði vik-
ið frá völdum. Sumir kalla skýrsluna „klámrit“ mr.
Starrs.
Þegar skýrslan er rannsökuð niður í kjölinn má
sjá að hinn bandaríski púritanismi getur leitt til
geðveiki (psykos). Hér er rétt að minna á, að faðir
Kenneths Starrs var pokaprestur í Texas og helvít-
ispredikari. Ráðunautar Clintons hafa flestir verið
of frumstæðir í hugsun til að geta gert sér þetta
Ijóst. Málið gegn Clinton fær því meira pláss í
fréttum en það á skilið. Skýrslan íjallar ekki um
„ófullnægju" Lindu Tripp og Lucienne Goldberg,
og enn síður um hinar dularfullu peningasending-
ar til þeirra sem vildu vitna gegn Clinton, en á
bakvið þær stóð m.a. margmilljónamæringurinn
Richard Mellon Scaife, sem er ekki aðeins haldinn
Jehovakomplex líkt og Starr, heldur stjórnast
einnig af öfund. Hann mun jafnvel hafa borgað
hið nýja nef Paulu Jones. Allt þetta leiðinlega mál
lýsir fyrst og fremst á hvaða menningarstigi
Bandaríkin standa.
Forfeður Scaife græddu auðæfi sín á fjármála-
braski og olíusölu. Mr. Scaife, sem er eigandi
blaðsins, Tribune Post í Pittsburgh, sparkar hik-
laust þeim blaðamönnum er skrifa „óþægileg
sannindi" er varða hagsmuni Scaife og persónu.
Sjálfur tilheyrir hann versta afturhaldi Bandaríkj-
anna og er því hluti af því.
Það eru einmitt trúaðir kapítalistar eins og mr.
Starr og mr. Scaife sem með framkomu sinni og
athöfn hafa Ieitt til þess að byggð eru miklu fleiri
fangelsi en skólar í Bandaríkjunum. (Hitler og
Mussolini byggðu fleiri fangelsi en skóla). A sein-
ustu Ijórum eða fimm árum hafa verið byggð í
kringum 212 ný fangelsi í Bandaríkjunum, og þar í
landi eru fangarnir tæplega 6 milljónir. Miðað við
hugarfar mr. Scaife og mr. Starr hljóta þeir að vera
mjög ánægðir með alla líflátsdóma, og myndu
áreiðanlega vilja láta lífláta Bill Clinton til að auka
völd hinna trúuðu Republikana. Það er kjarni
málsins.
Menn á borð við mr. Scaife styðja hina svoköll-
uðu Tiger-hagfræði, sem er einskonar áframhald
af markaðshagfræðinni, og sem nú er að gera 20
milljónir íbúa Indónesíu atvinnulausa, og sem hef-
ur aukið völd mafíunnar í Rússlandi, og veldur
mörgum sjálfsmorðum í Suður-Kóreu, svo fátt eitt
sé nefnt. Slík efnahagsþróun er mjög hættuleg fyr-
ir allan heiminn. Kapitalistar á borð við mr. Scaife
myndu áreiðanlega vilja kaupa Landsbanka Is-
lands og hjálpa til að leggja efnahagslíf Islands í
rúst, að hætti nútíma fjármálamanna. A Islandi er
að vísu ekki til öflugur, íslenskur her og íslensk
herforingjaklíka sem erlendir kapitalistar gætu
mútað með peningum til að halda þjóðinni niðri
með hervaldi meðan á arðráninu stendur; eins og
tíðkast víða um heim. Bananalýðveldið Island er
ekki enn tímabært. (Kannski seinna.) Hins vegar
eru til kapitalistar í Bandaríkjunum sem vildu
gjarna fá „hjálp“ af NATO til að koma sér upp
bananalýðveldum f ýmsum löndum.
Ríkislögregla Bandaríkjanna FBI er um þessar
mundir að opna nýja skrifstofu í Stokkhólmi og
hefur þegar opnað skrifstofur í Tallin og Kaup-
mannahöfn til að auðvelda baráttuna gegn hinni
skipulögðu glæpastarfsemi frá Austur-Evrópu. En
hefur stjórn FBI gert sér ljóst, að mafían og hin
skipulagða glæpastarfsemi er bein afleiðing af
kapitalismanum? Að kommúnisminn var einnig af-
leiðing af kapitalismanum? Er ekki orðið tímabært
að gera sér rétta grein fyrir slíkum sannindum?
Veðrið í dag...
Norðaustlæg átt og vlða stiimingskaldi en allhvasst um
landið norðvestanvert. Éljagangur um landið norðan- og
austanvert, en annars skýjað og úrkomulaust að mestu.
Frostlaust með suðurströndinni, en annars verður frostið
2 til 6 stig.
Blönduós
Akureyri
f jc')' mm ; AC) _ _
! 3
-10 ; °' -10
-5 -5- -5
a ■ , ■ B , „ . , « . m. -o !-io- ■ J.. 1,8 1 M -o
Þri Mið Rm Fös
Mán Þri Mlð Rm Fös Uu
:'/I \ l i I.l W \ \ ^; í
Egilsstaðir
Bolungarvík
ca
15 j 5-
10 i 0'
,C5L_
J-. B .1.
Þri Mið Fim Fðs
Reykjavík
Sun Mán Þrl Mið Rm Fðs Uu Sun
Í * i | /~ •L' f * í / I <f
Kirkjubæjarklaustur
Þrl Mið Fim Fös
7 í í
Mán Þri Mið Fim Fðs Uu
Stykkishólmur
-^hí l f
Stórhöfði
CO mm Lfci mm
ilu
■ ■ ■■■■:■ -10 i 5‘
- “ T ro í -5- - -T- ,■ — , ■
rZT Veðurspárit 23.03.1999
Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsðfnuð i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði táknaður með
skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
Þríhyrningur táknar 25 m/s. er
k
Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s.
Færð á vegum
Dálítill skafrenningur var í gærkvöld á heiðum og
ijallvegum á Vesturlandi og á norðanverðum Vestfjörðum,
þungfært var um Steingrímsfjarðarheiði. Á
Norðausturlandi var skafrenningur og þæfingsfærð sunnan
Raufarhafnar og á Brekknaheiði. Skafrenningur var í
nágrenni Víkur í Mýrdal. Að öðru leyti var allgóð
vetraifærö á landinu.
SEXTÍU
OG
SEX
NORÐUR