Dagur - 01.04.1999, Síða 2

Dagur - 01.04.1999, Síða 2
2 -FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 TD&gmr FRÉTTIR Látum stj ómast af skvnseminni Eiim 63 þiiigmaima Al- þingis æskuimar er vel kiumugur þingmannsstör- fimiim, enda starfar móðir hans sem alþingismaður. Alþingi æskunnar var slitið í gær þar sem 63 einstaklingar á aldrinum 19-24 ára fengu að kynnast vinnulagi alþing- ismanna og innviðum þingsins. Einn þeirra var Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19 ára nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann er yngstur þriggja sona Svanhildar Jónasdóttur alþingis- manns og hefur því haft einhverja hug- mynd um hvað biði hans. „Það hefur verið mjög gaman að kynnast störfum þingsins innanfrá. Það sem mest hefur komið á óvart, er kannski hve leiðinlegt er að sitja yfir málum sem maður hefur ekki áhuga á en að öðru Ieyti hefur þetta verið mjög skemmtilegur tími og áhugaverður," segir Jónas Tryggvi. Hann segir að burtséð frá starfsvali hans muni þingmennskan nýtast hon- um í framtíðinni og útilokar ekki þing- mannsferil. Jónas segir málefnavinnu hafa verið góða á þinginu og Iítið um rifrildi. „I raun hafa allir orðið sam- mála hér eftir smá umræður. Sá er sennilega mesti munurinn á okkur og hinu þinginu að við náum góðri sátt eftir umræður, þar sem við erum ekki máluð af sérstökum pólitískum vilja heldur látum stjórnast af skynsem- inni,“ segir Jónas Tryggvi. Lítið einkalíf Svanfríður segir alla syni hennar þrjá mjög áhugasama um pólitfk. Kysi hún sjálf að Jónas Tryggvi fetaði sömu braut og hún? „Já, ef metnaður hans og áhugi á þjóðmálum verður áfram fyrir hendi, mun ég styðja hann til þess.“ Svanfríður segir starf alþingis- manns mjög mismunandi frá degi til dags. Stundum sé það skemmtilegt og gefandi en aðrir dagar séu ekki jafn góðir. „Það er gaman að hafa tækifæri til að koma skoðunum sínum á fram- færi og valda með því breytingum. Þetta er mjög íjölbreytt starf og maður fær tækifæri til að kynnast mörgu áhugaverðu fólki. Helsti gallinn er kannski sá að í svona litlu samfélagi er erfitt að varðveita einkalífið," segir Svanfríður. Þingmenn starfí af hugsjón En hvað um eril, stress og langan vinnudag alþingismanna sem Jónas Tryggvi hefur eflaust kynnst í gegnum móður sína? „Það er misjafnt hve þing- menn vinna mikið en mamma hverfur stundum klukkan sjö á morgnana og kemur ekki aftur heim fyrr en klukkan eitt á nóttunni. I því ljósi er starfið ekki eftirsóknarvert miðað við launin, en það er spennandi að hafa áhrif á þjóð- félagið. Þingmenn eiga að starfa af hugsjón." Jónas Tryggvi segir ályktanir um höfnun skólagjalda og breytingar á reglum LIN hafa verið áhugaverðastar að hans mati á þinginu. - isi> FRÉT TA VIÐTALIÐ Auglýsingakostnaður stjórn- málallokkanna fyrir þingkosn- ingar cr mikill og hafa ílestir flokkamir kveinkað sér undan honurn. Engin tilraun hefur eim verið gerð að þessu sinni til að ná samkomulagi um að auglýsa ekki í sjónvarpinu. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í pottmum sögðu að vonlaust væri að fá tlraldið í slíkt sam- komulag nú. Ástæðan er sú að flokkurinn á inni svo mikla pcninga hjá styrktarfyrirtækjum sín- um vegna þess að ekki fór króna í prófkjörsslag í Reykjavík að þessu sinni. í heita pottinum segja menn að viðtæk óánægja sé hjá starfsfólki Rafveitu Akureyrar vegna hugsanlegrar sölu á húsnæði Rafveitunnar til AKOplasts - en eftir sameiningu AKOplasts og Plastos á dögunum stendur til að flytja alla starfsemi samehiaðra fyrirtækja norður. Boðnar munu hafa verið 70 milljónir í húsnæði Rafveit- unnar undh nýju starfsemina og em bæjaryfir- völd að skoða málið. í hópi starfsmamra spyrja menn hins vegar hvað sé unnið með því að selja ef það kostar Rafveituna hátt í 120 millur að flytja!.... Ríkisstarfsmennimh í heita pott- inum hafa mikið rætt þann rausn- arskap Geirs Haarde að borga starfsmönnunr út laun nú fyrir páskana, þrátt fyrir að enn séu ekki komin mánaðamót. Ekki þyk- ir þeim mhmi hehnsborgarabragur á því að fjármálaráðherra skuli senda út sérstaka fréttatilkynningu til fjölmiðla af þessu tilefni. Allir em sammála um að þessi liðlegheit muni hjálpa ráðherranum í komandi kosningabar- áttu. Það eina sem skyggir á er að alla minnir að laun hafi alltaf verið borguð út með þessum hætti hjá ríkinu þegar stórhelgar cra hamunda. Munurinn er bara sá að það licfur aldrei áður verið V_ Geir Haarde. Anöur Ólafsdóttir yfirsjúkraþjálfari Hjarta og lungnastöðin (HLstöðin) heldur upp á tíu ára ajmæli sitt um þessar mundir. Öll hreyfmg tll bóta „Markmið starfseminnar er fyrst og fremst að ná fram betri heilsu og betri Iíðan þeirra hjartasjúklinga, sem hafa þurft á einhvers konar endurhæfingu að halda í framhaldi af miklum hjarta- og lungnasjúkdómum. Hverju sinni eru í þjálfun hjá okkur kring- um 300 hjarta- og lungnasjúklingar í 13 hópum. Við höfum líka í auknum mæli ver- ið að fá inn fólk með áhættuþætti eins og of háan blóðþrýsting, offitu og hreyfingarleysi. Þetta eru svokallaðar 1. stigs forvarnir, þ.e. að heíja þjálfun áður en fólk veikist, en ekki bíða eftir áfallinu." - Hvenær kemurfólk til þjálfunar? „Fólk er yfirleitt sent til okkar af lækni, skömmu eftir hjartaaðgerð, í svokallaða stig 2 grunnþjálfun, sem tekur venjulega 8-10 vikur. Það hefur þá yfirleitt val um hvort það kemur til okkar eða fer inn á Reykja- lund í sambærilega þjálfun. En nýleg rann- sókn sýndi, að útkoman reyndist mjög svip- uð eftir þjálfun hjá okkur og á Reykjalundi. Allir byija á að fara í þolpróf og viðtal og skoðun hjá lækni áður en þjálfun hefst, og síðan kemur fólk hingað þrisvar í viku og þjálfar klukkustund hverju sinni undir miklu eftirliti. Eftir útskrift úr þessari grunnþjálfun ræð- ur fólk hvort það heldur áfram hjá okkur í viðhaldsþjálfun, sem margir gera, eða gerir eitthvað annað; fer t.d. út að ganga, að synda eða t.d. í sinn gamla leikfimihóp. En allir eru hvattir til að stunda framvegis ein- hverja reglubundna þjálfun, út h'fið." - Er ráðgjöf ekki Itka hluti af starfi HL- stöðvarinnar? „Það er ákveðin fyrirlestraröð sem gengur jafnaðarlega í gegn hjá okkur. Þar er fjallað um streitu, offitu og aðra áhættuþætti hjartasjúkdóma, áhrif þjálfunar og næring- arráðgjöf. Allir sem fá bjartasjúkdóma þurfa að ganga í gegn um þessa ráðgjöf einhvers staðar á leiðinni, því þetta er hluti af endur- hæfingunni." - Hvemig gengurfólki svo að „kveðja" sí- garetturnar og aukakílóin? „Það eru ekki margir þeirra sem koma til okkar sem reykja, enda reykingar svolítið „tabú“ hjá hjartasjúklingum. Flestir sem reykja reyna að hætta, en þeir þurfa oft meiri stuðning en þeir gera sér grein fyrir í fyrstu. Aukakílóin eiga að fara með aukinni hreyfingu og betri lífsháttum. En við finn- um að það er ekki nóg að vigta fólk vikulega, sumir þurfa svolítið meiri stuðning. Fyrir nokkrum vikum tókum við út sérstaklega þá þátttakendur hjá okkur sem flokkast í offitustuðul og settum þá í sérstakan að- haldshóp, þar sem við höfum veitt þeim ákveðið aðhald. Og þetta hefur gefið svona þokkalegan árangur, flestir eru að missa einhver kíló og halda því vonandi áfram." - Fjórðungur landsmanna eru sagðir kyrrsetumenn, við hvað er þá miðað? „Það er svolítið afstætt. En hálftíma hreyfing á dag hefur mikið forvarnargildi varðandi hjartasjúkdóma. Sá sem hreyfir sig reglubundið sem samsvarar hálftíma röskri göngu á dag getur minnkað líkur á að fá hjarta- og æðasjúkdóma um hátt í 40%. Sumum finnst þetta mikið. Það hefur líka sýnt sig að öll hreyfing telur. Þannig að þótt fólki finnist það ekki geta byrjað að ganga hálftíma á dag, þá munar um allt, jafnvel að ganga út í búð eða dagleg 10 mínútna ganga fram og til baka í strætó er betri en ekki. Það getur síðan leitt til þess að fólk hefur reglubundna daglega þjálfun, sem er auðvit- að það allra besta". - HEI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.