Dagur - 08.04.1999, Síða 3
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 - 19
Thwir
LIFIÐ I LANDINU
„í stúlknahópnum að þessu
sinni tel ég að fleiri stúlkur en
oft áður eigi möguleika að vinna
til verðlauna. Oft hafa þetta ver-
ið ein til þrjár stúlkur sem hafa
skorið sig úr, en nú eru þær
mun fleiri sem gerir keppnina
vitaskuld mun meira spenn-
andi,“ segir Sigurður Gestsson,
framkvæmdastjóri Fegurðarsam-
keppni Norðurlands. Ellefu
stúlkur taka þátt í keppninni að
þessu sinni og keppa þær um
hver sé þeirra fegurst, en jafn-
framt er keppt um ýmsa aðra
titla af sama meiði.
Piiuiahælaæfmgamar erfiðar
Æfingar vegna keppninnar hafa
verið á hverju kvöldi að undan-
förnu og Dagsmenn litu inn á
æfingu í Sjallan-
um í fyrrakvöld.
Þá voru stúlkurn-
ar ellefu að reyna
sig í þeirri kúnst
að ganga á skóm
með pinnahæl-
um, sem er hæg-
ara sagt en gert.
„Þetta reynist
mörgum erfitt, en
engin þeirra hef-
ur þó hætt þátt-
töku vegna þessa.
Þær bara bíta á
jaxlinn og halda
áfram,“ sagði
Karen Ingimund-
ardóttir, sem hef-
ur annast göngu-
þjálfun stúlkn-
anna. Vegna
keppninnar hafa
stúlkurnar stundað alhliða lík-
amsrækt og einnig gert sér sitt-
hvað til skemmtunar til að ná
sem best saman. Farið saman á
skauta, í sund og fleira í þeim
dúr.
„Eg er sammála Sigurði í því
að fleiri stúlkur eigi nú mögu-
Ieika en oft áður á því að ná
langt í þessari keppninni," segir
Karen Ingimundardóttir. „Fyrir
keppnina fengum við fjölmargar
athugasemdir utan úr bæ um
hvaða stúlkur ættu hingað er-
indi og síðan vorum við að sía úr
samkvæmt þeim ábendingum.
Margar heltast úr lestinni því
lágmarkshæð stúlknanna má
Skyggni ágætt. Föngulegar eru stúlkurnar sem taka þátt í Fegurðarsamkeppni Norðurlands en þær eru, í fremri röð frá
vinstri; Bjarney Þóra Hauksdóttir, 19 ára frá Vopnafirði, Anna Berglind Pálsdóttir, 19 ára frá Akureyri, Sigurborg Bjarna-
dóttir, 19 ára frá Möðruvöllum á Hörgárdal, Svana Rún Símonardóttir, 17 ára frá Dalvík, Ebba Særún Brynjarsdóttir frá
Akureyri og Freydís Helga Árnadóttir, 20 ára frá Akureyri. í efri röð frá vinstri. Hanna Dögg Maronsdóttir, 17 ára frá
Ólafsfirði, Mæja Eir Kristinsdóttir, 19 ára frá Bakkafirði, Guðný Berglind Garðarsdóttir, 19 ára frá Akureyri, Erla Jóna
Einarsdóttir, 19 ára frá Húsavík og Linda Rós Magnúsdóttir, 18 ára frá Dalvík. - myndir: brink
„Fleiri stúlkur eiga nú möguleika en oft áður á því að ná langt í keppninni, “
segir Karen Ingimundardóttir þjálfari, sem er hér ásamt Sigurði Gestssyni.
ekki vera undir 1,67 metrar.
Fjölmörg önnur atriði þarf að
hafa í huga svo sem vaxtarlag og
andlitsfall. Almennt myndi ég
segja að margar fallegar stúlkur
sem eiga mikið erindi í svona
keppni séu hér á Akureyri og ég
er strax farin að spá í hvaða
stúlkur við eigum að fá til þátt-
töku á næsta ári.“
Hvemig á að bera sig
Stúlkurnar sem taka þátt í
kepppninni koma víða af Norð-
urlandi og þekktust þær inn-
byrðis ekki nema að litlu leyti
áður en æfingar hófust. En hóp-
urinn hefur náð vel saman og
vinabönd hafa
myndast og
hyggjast stúlk-
urnar halda
hópinn í næstu
framtíð eftir að
keppni lýkur og
hafa meðal
annars ráðgert
að fara saman
út að borða
fljótlega eftir
keppnina.
„Eg hef lært
margt á æfing-
unura fyrir
keppnina. Með
gönguþjálfun
hef ég til dæm-
is lært hvernig
á að bera sig og
koma vel fram
og þá hafa snyrtifræðingar kennt
okkur sitthvað um til dæmis
förðun,“ segir Svana Rún Sím-
onardóttir, ein stúlknanna sem
tekur þátt. Hún segir að keppnir
af þessum toga eigi að sínu mati
fullan rétt á sér og sú gagnrýni
sem oft heyrist komi gjarnan úr
hörðustu átt, að sínu mati.
Hafragrautur á morgnana
„Eg hef aldrei gengið á pinna-
hælum áður og mun sjálfsagt
aldrei gera það eftir þessa
keppni. En þetta er ágæt þjálfun
í því að læra hið kvenlega, það
hefur ekki verið mín sterkasta
hlið,“ segir Freydís Helga Arna-
dóttir, ein stúlknanna ellefu.
Hún segir æfingar hafa tekið
mikinn tíma, en það setji þó sín-
ar áætlanir ekki úr skorðum því
hún stundi stífa líkamsþjálfun
og sjálf er hún þjálfari í Vaxtar-
ræktinni.
„Vegna þessi þurfti ég að
breyta mínu mataræði talsvert.
Eg borða til dæmis alltaf hafra-
graut á morgnana, en því er ég
reyndar vön frá því ég var stelpa
í sveit austur í Mývatnssveit. í
hádeginu sýð ég mér gjarnan
fisk eða fæ mér skyr. Síðan er
ágætt að fá sér grænmeti með
kotasælu og allan daginn er ég
að narta í hrökkbrauð. Þetta
„Ég hefaldrei gengið á pinnahælum,
þetta er ágæt þjálfun," segir Freydís
Helga Árnadóttir.
Ellefu
norðlensk-
arstúlkur
keppa á
föstudags-
kvöld um
hversé þeirrafegurst.
Keppnin nú þykir
spennandi og margar
stúlkureiga mögu-
leika. Stífþjálfun í
kvenlegri framkomu.
skrifar
kemur alveg í staðinn fyrir pizz-
urnar, sælgætið, gosið og bras-
aða matinn," segir Freydís.
Dómnefnd veröur vandi á
höndum
Fegurðarsamkeppni Norður-
lands hefur verið haldin árlega í
um fimmtán ár og hafa stúlkur
að norðan oft gert góða hluti í
keppninni um Ungfrú Islands.
Er skemmst að minnast þess að
á síðasta ári var Guðbjörg Her-
mannsdóttir frá Akureyri valin
fegurst íslenskra kvenna og fyrir
nokkrum árum komst Gígja
Birgisdóttir á sama stall. Osagt
skal látið hvort stúlkurnar í
keppninni nú ná jafn langt.
Engu að sfður er Ijóst að dóm-
nefnd er nokkur vandi á hönd-
um í vali sínu, en nefndina
skipa Elín Gestsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Fegurðarsam-
keppni Islands og er hún for-
maður nefndarinnar, Gunnar
Sverrisson, ljósmyndari Fróða á
Akureyri, Sigríður Sunneva Vig-
fúsdóttir, fatahönnuður á Akur-
eyri, Bjarni Olafur Guðmunds-
son, útvarpsmaður og Agústa
Jónsdóttir, sem lengi hefur haft
með Fegurðarsamkeppni Suður-
nesja að gera.
VHmstiíHouia velja lesendur
Sem áður segir er keppt um
fleira en titilinn Fegurðardrottn-
ing Norðurlands. Ljósmyndarar
á Akureyri velja ljósmyndafyrir-
„Keppni afþessum toga á að mínu
mati fullan rétt á sér, “ segir Svana
Rún Símonardóttir.
sætu keppninnar og úr sínum
hópi velja stúlkurnar þá vinsæl-
ustu. Þá er valin Sportstúlkan
og þar gefur Sportver á Akureyri
góð verðlaun, meðal annars
glæsilegt fjallahljól, en stúlkan
sem fær þennan sæmdartitil
mun væntanlega koma fram í
auglýsingum verslunarinnar.
Nikerbox-umboðið á Islandi gef-
ur Nikerboxverðlaunin til
stúlkunnar sem sómir sér best í
baðfötum.
Þá mun tímaritið Vikan gefa les-
endum kost á því að velja Viku-
stúlku keppninnar. I nýjustu
Viku eru birtar myndir af stúlk-
unum ellefu og með því að
hringja í 905 2500 geta lesend-
ur valið sína eftirlætisstúlku.
Þykir spennandi að vita hvort
dómur lesenda og dómnefndar í
Sjallanum verður sá sami. -SBS.