Dagur - 08.04.1999, Síða 4
20-FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
LÍFIÐ í LANDINU
„Fyrir mörgum áratug-
um uppgötvaði Vest-
ræn samvinna að
Norður Atlantshafs-
sáttmálinn er varnar-
sáttmáli og NorðurAtl-
antshafsbandalagið er
varnarbandalag. Svo oft
hefur góð vísan verið
kveðin að góði dátinn
NATÓ er löngu farinn
að trúa því sjálfur að
hann sé best geymdur í
vörninni og jafnvel fyrir
aftan markið."
Góði dátinn
Sveik fær
uppreisn æru
Ekki fer sögum af öðrum
eins vígamanni og góða dát-
anum Sveik, sem á sínum
tíma rambaði um keisara-
dæmið Austurríki og Ung-
verjaland undir heraga. Að
vísu bitnaði aginn illa á
góða dátanum sjálfum sem
var margt betur gefið en
ganga í takt og fyrir bragðið
var herþjónusta dátans með
öðru sniði en betri styrjaldir
gera ráð fyrir. Enda var dát-
inn sjálfur nú einu sinni
persóna í sögubók.
Pistilhöfundur átti því síst von á því að
góði dátinn Sveik gengi í endurnýjun lífdaga
sinna nú mörgum árum eftir að öll helstu
stríð eru jrnist unnin með sigri eða varnar-
sigri og þar með talin bæði heit stríð og
kaldir sigrar. Tölvuleikir hafa leyst bæjónett-
ur af hólmi og bakverðir útheija.
Endurborinn og góður dátinn er nú grár
fyrir járnum á ferð um sömu blaðsíður og fé-
lagi Sveik þrammaði um sjálfur á sínum
tíma svartur af prentsvertu. Og í tilbót er
dátinn ekki einn á ferð eins og hvert annað
týnt bókamerki heldur fer hann hópum sam-
an undir höfundarnafninu NATO.
Vöm er besta sóknin
Fyrir mörgum áratugum uppgötvaði Vestræn
samvinna að Norður Atlantshafs-sáttmálinn
er varnarsáttmáli og Norður Atlantshafs-
bandalagið er varnarbandalag. Svo oft hefur
góð vísan verið kveðin að góði dátinn NATO
er löngu farinn að trúa því sjálfur að hann sé
best geymdur í vörninni og jafnvel fyrir aftan
markið.
Fyrir bragðið hafa útherjar NATO lagt
takkaskóna á hilluna fyrir löngu og tekið
fram inniskóna í hálfleik. Að minnsta kosti
eru sóknarfæri góðu dátanna í Júgóslavíu að
breytast úr tækifærum í glötuð tækifæri.
Enda er spakmælið um að vörn sé besta
sóknin áfram í fullu gildi í Brussel. Eða
hvað?
Pistilhöfundur hélt að verkefni góða dát-
ans NATÓ væri að draga sverð úr slíðrum og
bjarga stríðsbörðu fólki í Kosovo frá hörm-
ungum og dauða. Stilla til friðar svo alþýða
manna geti freistað þess að eija sinn reit í
friði við guð og menn. Fólk á flótta megi
snúa aftur heim og leggja sitt af mörkum til
að grafa landið úr rústum. Standa vörð um
líf manna og eigur þangað til ólguna lægir
og hatrið sljákkar. Það hélt pistilhöfundur
enda er hann ennþá grænn á bakvið eyrun.
En þar með er ekki öll sagan sögð:
Græjumar hans NATÓ
Árum saman hefur góði dátinn NATÓ fetað
í fótspor nafna sfns og fallið í allar djúpar
keldur í keisaradæminu Austurríki og Ung-
veijaland. Látið níðinga Balkanskagans
teyma sig á asnaeyrum um skínandi fundar-
sali á meðan börnin gráta foreldra sína á
heljarslóð. Neyðaróp fólksins ná ekki eyrum
heímsins fyrir skarkala á pressufundum.
í stað þess að bregða brandi til bjargar
fólkinu í Kosovo sest góði dátinn NATÓ nið-
ur við tölvuna sína og dundar við skotmörk í
Júgóslavíu sem koma hörmungum fólksins
ekki við. Prófar alla fínu skotbakkana í nýja
vídeóleiknum sínum í beinni útsendingu á
öldum ljósvakans um heimsbyggðina. Veru-
leikinn lætur hljóður undan síga fyrir sýnd-
arveruleikanum og dregur sig brátt í hlé.
Alfa, Roger og Bravo hljóma miklu mun bet-
ur en Mayday og SOS.
í hugbúnaði tölvuleiksins er mannslífið
ekki lengur metið eftir þjáningum lifandi
fólks á vígaslóð og bráðum bana heldur út-
lögðum kostnaði við að þjálfa nýja flug-
menn. Balkanstríðið snýst ekki um deyjandi
fólk og þjóðir heldur um góða dátann NATÓ
og nýju græjurnar hans.
Góði dátinn Sveik hefur loks fengið upp-
reisn æru en brátt verður of seint að gráta
Baldur úr helju.
UMBUÐA-
LAUST
--------
■menningar]
LÍFID
Haraldur
IngóHsson
Málverk Matthiasar Sig-
fússonar
í
Byggða-
safni Ár-
nesinga
stendur
nú yfir
sýning
á mál-
verkum
son. Sýningin ber heitið „Sýn-
ing á sama sjónarhorninu í
fortíð og nútíð“. I tilkynningu
frá safninu segir meðal ann-
ars að líklega hafi fáir gert
hinn bjarta himin, íslenska
sveitabæinn, túnin og fjöllin f
kring jafn ódauðleg og vinsæl
eins og listamaðurinn Matthí-
as Sigfússon. Listamaður sem
aldrei var viðurkenndur af
akademíunni í íslenskum
sjónlistum.
Á sýningunni í Byggðasafni
Árnesinga f Húsinu á Eyrar-
bakka eru valin verk sem kalla
má bæjarmyndir Matthíasar
en hann var oft fenginn til að
mála myndir af sveitabænum,
ýmist þeim gamla niðurrifna
eftir gömlum ljósmyndum eða
þá frá staðnum. Eftir Matthí-
as liggur mikill fjöldi verka,
altaristöflur og eftirlíkingar af
frægum málverkum.
Matthías Sigfússon fæddist
1904 að bænum Egilsstaða-
koti í Villingaholtshreppi.
Hann lést 1984. Hann var að
mestu sjálfmenntaður í listum,
utan þess að veturna 1934-36
sat hann á skólabekk hjá Jó-
hanni Briem og Tryggva
Magnússyni. Matthías tók þátt
í mörgum samsýningum hér
heima og erlendis og fékk við-
urkenningu fyrir litanotkun.
Sýningin verður opin til 16.
maí og er safnið opið á Iaug-
ardögum og sunnudögum ld.
14-17. Á öðrum tímum er
hægt að skoða safnið eftir
samkomulagi við safnvörð,
sem er í síma 483 1504. Þá
má einnig finna nánari upp-
lýsingar um safnið á Netinu.
Slóðin er:
www.south.is/husid/
V_______________________/
Rósrauð hainingja?
Það er svo ótrúlega skondið
hvemig sami innihaldslausi
draumurinn um frægð og frama
gengur aftur og aftur hjá ungu
fólki, körlum og konum, ár eftir
ár og áratug eftir áratug. Grunn-
urinn er náttúrulega draumur-
inn um frægð og frama í útlönd-
um, að baða sig í peningum og
kastljósi fjölmiðlanna og verða
jafn frægur og fræga fólldð sjálft
og helst frægari. Sóknin er eftir
ferðalögum til útlanda, að búa
erlendis, lifa þar og starfa án fyr-
irhafnar... Hvað svo sem það kann að
innibera, tæpast tóma rósrauða ham-
ingju, að minnsta kosti ekki allan tím-
ann.
Ýmsar misfellur
Stelpudraumurinn er starf fyrirsæt-
unnar og dæmin um uppfyllingu þess
draums virðast óteljandi því að vissu-
lega má nefna nöfn „súpermódela"
eins og til dæmis Andreu Brabin því
til sönnunar þó að ekki sé ég viss um
að María Guðmundsdóttir, fyrirsæta í
Frakklandi og Ameríku og út um
allan heim hverrar ævisögu
Ingólfur Margeirsson skrifaði
fyrir nokkrum árum sé sannfærð
um að lífið hafi verið einn alls-
herjar rósrauður draumur, það
er eins og mig minni að í bók-
ínni hafi komið fram ýmsar mis-
fellur.
En hvað um það. Draumurinn
um frægð og frama er Iíka til hjá
strákunum og það er draumur-
inn um að komast í atvinnu-
mennsku í fótbolta/handbolta í
útlöndum. Sá draumur er heldur á
.uppleið en hitt. Allir strákar vilja æfa
fótbolta og stefna að atvinnu-
mennsku, gera Ieikinn að atvinnu
sinni. Munurinn á þeim og steipunum
er helst sá að stelpurnar hafa alist
upp við það að hugsa um útlit sitt,
neita sér um mat og fara á göngunám-
skeið, en ekki þurft að útheila blóði
eða tárum við það. Strákarnir hafa
hins vegar sparkað bolta árum saman,
svitnað og djöflast, allt til þess að
uppfylla drauminn.
MEIUIMII\IGAR
VAKTIN
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
skrifar
Fótboltastrákar ættu ef til vill að fá sem skyldulesningu lesefni fegurðardrottningar og fyrirsætu...
Gætu eftil vill lært eitthvað á því, að minnsta kosti hvað varðar drauma og veruleika?
Svo einMt
I öllu þessu draumaflóði gleymist raun-
veruleikinn, sú staðreynd að draumar
eru aldrei rósrauðir, alltaf þarf að beijast
fyrir öllu í lífinu. Undirrituð er mikil efa-
semdarmanneskja þegar draumar eru
annars vegar. I atvinnumennskunni gild-
ir harkan sex, í fyrirsætubransanum gild-
ir harkan sex, svo einfalt er það. Þess
vegna eru skilaboðin þessi: Bókin um
hana Maríu (eða annað álíka námsefni)
ætti kannski að verða skyldulesning í öll-
um fyrirsætuskólum og fótboltafélögum
- hugmynd fyiir skólastjórana og fót-
boltaformenn að athuga því að rósrauðir
draumar eru varasamir. ghs@ff.is