Dagur - 08.04.1999, Qupperneq 5

Dagur - 08.04.1999, Qupperneq 5
FIMMTUDAGV R 8. APRÍL 1999 - 21 T>wptr_ LÍFIÐ í LANDINU Rafsuða íFjölbrautaskóla? Óvenjuleg hugmynd en ekki Jráleit. KrakkamiríFjöl- brautaskóla Garðabæjar standa í röðum til að komast í rafsuðu hjá vélsmiðjunni Norma. Svo vinsælt erþað að fara í eitthvað verklegt með- fram bóklega náminu. Þó að Gunnar Jónsson, 20 ára, sé á fé- lagsfræðibraut ákvað hann að skella sér í rafsuðuna til að læra handtökin, búa sér til nytjahluti og redda sér síðustu þremur einingunum í stúdentinn. A fimm dögum Gunnar Jónsson, 20 ára, hefur búið til tvö borð, kertastjaka og gítarstand. - myndir: teitur Snorri Simsen, 18 ára, er nemandi á tölvulínu hagfræðibrautar og lítið verklegt tekið en ákvað samt að skella sér í rafsuðuna. Brj álaður biðlisti? hefur Gunnar búið til tvö borð, kerta- stjaka og gítarstand úr ferhyrndum plöt- um sem þau hafa fengið í vélsmiðjunni. „Mig vantar gítarstand undir gítarinn minn og borð geta komið að góðum not- um,“ segir hann. Gunnar sýður saman plöturnar og pússar að lokum. Ekki vill hann meina að mikil hönnun sé að baki en er þó fljótur að viðurkenna að „ímyndunaraflið fer upp fyrir allt“ í þessari vinnu. „Maður verður að nota ímyndunaraflið í þessu,“ ieggur hann áherslu á og kveðst ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um áður en hann ákvað hvaða hluti hann ætlaði að gera. „Eg byrjaði bara á einhverju og svo varð þetta til. Mig vantaði lítið borð en ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við hitt, skil það eftir, gef mömmu það eða eitt- hvað,“ segir hann. Fór ábiðlistann Snorri Simsen, 18 ára, er á tölvu- línu á hagfræðibraut í Fjölbrautaskólan- um. Rafsuðan hljómaði spennandi og hann vantaði þijár einingar í myndlist. Myndlistarkennarinn er „ekki það skemmtilegur að maður færi aftur í tíma hjá henni“ svo að hann álcvað að slá til þegar hann sá auglýsingu um rafsuðunám- skeiðið í skólanum og fór á biðlistann. „Það var ekki brjálaður biðlisti en fólk, sem hafði skráð sig i fyrravor, hafði for- gang,“ segir hann. Alls eru það tíu krakkar sem hafa eytt \riku í Norma að „gera eitt- hvað annað en maður gerir venjulega í skólanum. Snorri segir að mjög lítið sé um verklegt nám í skólanum, eiginlega bara myndlist, fata- saumur og trésmíði. Hann hefur þó ekki tekið neitt verklegt annað en rafsuðuna enn sem komið er og er nokkuð hrifinn en vill ekki rafsjóða alla daga. „Vinur minn er í iðn- skólanum að læra að verða vélsmiður. Hann er að spá í að kaupa sér rafsuðu- tæki og ég get örugglega fengið að fara í þau,“ segir hann um nyt- semina af náminu. Hann hampar borði sem hann hefur vetið að rafsjóða og ætlar að setja upp í herberginu sínu og svo hef- ur hann gert festingu „fyrir allt mögulegt". -GHS Borð virðist vinsælt verkefni i rafsuð- unni en þó hefur einn nemandinn gert forláta kertastjaka. Um erfðabreytt matvæli SVOJVfl ER LIFID Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. :ða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is í fréttum fyrir nokkru var sagt frá því að evrópskir stórmarkaðir ætl- uðu að sniðganga erfðabreyttar mat- vörur. Erfðabreyt- ingar á tómötum eru mjög vinsælar. Þá hefur mönnum jafnvel dottið í hug að búa til ferkant- aða tómata, og gantast þannig með duttlunga náttúrunar sem ákvað að tómatar ættu að vera hnöttóttir. Einnig hafa vísinda- menn unnið að því að gera vöruna geymsluþolnari, þannig að auðveldara verði að flytja hana á milli staða og hún haldist lengur fersk. I Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa framleiðendur skor- dýraeiturs tekið uppá því að greiða fyrir rannsóknir með það fyrir augum að matvæli þoli þannig meira eitur. Það er vitað að skordýr eru mjög fljót að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, því má spyrja hvort verið sé með þessu að framleiða ofurskordýr, og þar með sé verið að skapa vítahring sem ekki verði séð fram úr. Darwin setti fram kenningar sínar um náttúruval sem miðaði að því að þeir hæfustu lifðu af. Því má spyrja hvaða af- leiðingar það hefur fyrir úrval náttúrunnar þegar farið er að hræra í erfðaefninu og hafa sumir nefnt þessar matvörur Frankeinstein matinn. Það eru ekki einunings rök sem mæla gegn erfðabreyting- um, heldur eru líka rök með slíkum aðgerðum. Sumir segja að erfðabreytingar kynnu að auka framleiðsluna og gera hana ódýrari og svo framvegis. Þannig gætu erfðabreytingar reddað hungruðum heimi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, seg- ir það vera lágmarkskröfu að neytendur fái að vita af því að þeir séu að borða erfðabreytt matvæli. „Við viljum að fyrst verði sannað vísindalega að þetta geti hvorki haft slæm áhrif á heilsu neytenda né heldur umhverfið áður en vörurnar eru settar á markað.“ Jóhannes bendir á að fyrir nokkru hafi komið upp úr dúrn- um að heilaskemmdir í músum megi rekja til erfðabreyttra kartaflna. Það sé því eðlilegt og sjálfsagt að hvorki neytendur né umhverfið séu gerð að tilraunadýrum. HVAfl ER Á SEYDI? LÆRIÐ SKYNDIHJÁLP Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands gengst fyrir tveimur námskeið- um í almennri skyndihjálp. Fyrra námskeiðið hefst mánudaginn 12. apríl ld. 19 og stendur til 23. apríl. Námskeiðin teljast 16 kennslu- stundir. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum og blæðingum úr sárum. Einnig verður fjallað um heimaslys. Að námskeiðinu loknu fá nem- endur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig í síma 568-8188. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hvað er að gerast í íslenskum nútíma- bókmenntum? Hollvinafélag heimspekideildar H.í. gengst fyrir stuttu málþingi í dag kl. 17- 19 um spurninguna „Hvað er að gerast í íslenskum nútímabókmenntum?" Mál- þingið fer fram á Kaffi Reykjavík við Vest- urgötu. Frummælendur verða Dagný Kristjánsdóttir, dósent og Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur. Umræðum stjórnar Pétur Már Olafsson, útgáfu- stjóri. Ollum er heimill ókeypis aðgangur. Foreldrahúsið I dag verður opnað Foreldrahús að Von- arstræti 4b, Rvk. Það er rekið af Vímu- lausri æsku og Foreldrahópnum. Marg- vísleg þjónusta verður þar í boði m.a.: fjölskylduráðgjöf, viðtöl, sjálfshjálpar- hópar, námskeið um forvarnir, o.fl. For- eldrahúsið verður opið virka daga frá kl. 9-17, síminn er 511-6060 og 511-6161. Upplestur í Gerðasafni Ritlistarhópur Kópavogs hittist í Gerða- safni í dag kl. 17.00 og munu níu kven- skáld lesa úr verkum sfnum: Anna S. Björnsdóttir, Guðríður Lillý Guðbjöms- dóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Helga K. Einarsdóttir, Kristjana E. Guðmunds- dóttir, Sigríður Helga Sverrisdóttir, Sig- ríður Vilhjálmsdóttir, Sigrún Guðmunds- dóttir og Sigrún Oddsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Bridds í dag kl. 13.00. Bingó í kvöld kl. 19.45. Betri vinningar, allir velkomnir. Kaffistofan er opin frá kl. 9.00 til 13.00 alla virka daga. Félag kennara á eftirlaunum 1 dag hittist bókmenntahópurinn kl. 14.00 og kórinn kl. 16.00 í Kennarahús- inu við Laufásveg. LANDIÐ Vortónleikar-Húsavík-Breiðumýri Rökkurkórinn Skagafirði heldur Vortón- leika sína í Húsavíkurkirkju laugardag- inn 10. apríl kl. 16.00 og í Breiðumýri sama dag kl. 21.00. Lagaval er að venju fjölbreytt og skemmtilegt eftir bæði inn- lenda og erlenda höfunda. Með kórnum er einsöngur, tvísöngur og kvennasöng- hópur. Stjórnandi er Sveinn Árnason og undirleikari Pál Szabo. Þingeyingar syngjum inn vorið með Rökkurkórnum á laugardaginn. Háskólinn í Skövde Kynning verður á tölvudeild Hásólans í Skövde í Svíþjóð í Menntaskólanum á Akureyri föstudaginn 9. apríl kl. 15.30- 16.30 og í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróld laugardaginn 10. apríl kl. 10.30-11.30. Á þessum vetri hafa um 30 íslendingar verið við nám í Skövde í tölvu- og tæknigreinum. Um- sóknarfrestur til náms í Skövde rennur út 15. maí n.k. fyrir íslenska umsækjendur ef notað er sérstakt umsóknareyðublað.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.