Dagur - 09.04.1999, Side 1
82. og 83. árgangur - 66. tölublað
Verð ílausasölu 150 kr.
Það voru glaðir en þreyttir flóttamenn sem komu til landsins á níunda tímanum í gærkvöld frá Kosovo. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði meðal
annars að fólkið mætti dveija á íslandi eins lengi og það kysi og vakti sú yfiríýsing fögnuð meðal flóttamannanna. mynd: hilli
Tiittugu fyrstii fldtta-
meunimir frá Kosovo
komu í gærkvöld.
Þörf á flóttamaiuia-
búðum fyrir um 100
manns. Akureyri hef-
ur boðið Skjaldarvík.
Eiðaskóli líka nefnd-
ur.
„Við eigum von á 80 flóttamönn-
um til viðbótar og við þurfum í
raun og veru að koma upp flótta-
mannabúðum í nokkrar vikur,"
segir Arni Gunnarsson formaður
Flóttamannaráðs.
Akureyri býður Skjaldarvík
Engin ákvörðun hefur verið tekin
um hvar þessar flóttamannabúð-
ir verða staðsettar á landinu né
heldur hvenær 80 flóttamenn frá
Kosovo koma til landsins til við-
bótar við þá rúmlega 20 sem
komu í gærkvöld með flugvél
Landhelgisgæslunnar. Arni
Gunnarsson telur þó að koma
þeirra geti orðið alveg á næstu
vikum. Hann segir nokkra staði
koma til greina sem flóttamanna-
búðir og m.a. hefur Akureyri
boðið fram húsnæðið í Skjaldar-
vík. Auk þess hefur Eiðaskóli
einnig verið nefndur, Reykjaskóli
í Hrútafirði og raunar fleiri stað-
ir. Hann segir að hugmyndin sé
að allir flóttamennirnir sem
koma hingað til lands frá Kosovo
búi í þessum flóttamannabúðum
um einhvern tíma, eða jafnvel
allt að tveimur mánuðum.
Skammtímadvöl
Þessi tími verður m.a. notaður til
að huga að líkamlegu ástandi
fólksins, veita því áfallahjálp og
hjálpa því að vinna úr þeim áföll-
um sem það hefur orðið fyrir eft-
ir þær raunir og hörmungar sem
það hefur mátt þola síðustu daga
og vikur. Þá hefur þetta fólk
misst allar eigur sínar i stríðinu.
Árni telur að eftir þennan tíma
geti fólkið farið að ákveða hvað
það vilji fara að gera. Hann
bendir þó á að dvöl fólksins á
landinu sé hugsuð sem skamm-
tímadvöl. Það fer hinsvegar alfar-
ið eftir ástandinu þar ytra hvað
sá tími muni verða langur. Við-
búið sé að einhverjir af þessum
100 flóttamönnum og jafnvel
stór hluti þeirra muni óska eftir
að dvelja hér á landi til framtíðar.
önnur staða
Formaður flóttamannaráðs
minnir á að staða þessara flótta-
manna sé sýnu öðruvísi en þeirra
sem áður hafa komið til landsins
frá Balkanskaga. Sá munur felst
fyrst og fremst í því að fólkið frá
Kosovo kemur nánast beint af
vettvangi stríðsins, öndvert við
hina sem höfðu dvalið í mislang-
an tíma í flóttamannabúðum
áður en þeir komu hingað. Þetta
gerir það að verkum að fyrsta stig
aðstoðar sem áður var fram-
kvæmt í flóttamannabúðum ytra
verður í verkahring þeirra inn-
Iendra aðila sem taka á móti
flóttafólkinu og annast það til að
byrja með.
Tvær vikur á gistikeimili
20 fyrstu flóttamennirnir frá
Kosovo komu til landsins í gær-
kvöldi með Fokkerflugvél Land-
helgisgæslunnar. I þessum hóp
eru íjórar Ijölskyldur, eða fimm
karlmenn, fimm konur, tíu börn
og þrír unglingar. Vegna veikinda
urðu mæðgur eftir á grísku eyj-
unni Korfu. Búist er við þvi að
þær muni koma til landsins á
næstu dögum. Flóttafólkið mun
fyrst um sinn hafa aðsetur í gisti-
heimili Guðmundar Jónassonar í
Borgartúni. Ekki sé gert ráð fyrir
því að það dvelji þar lengur en í
tvær vikur. Eftir það verður því
komið fyrir í flóttamannabúðum.
- GRH
AuMð eftírllt
nauðsynlegt
Nauðsynlegt er að fylgja samn-
ingum sem Akureyrarbær hefur
gert \ið Iþróttafélagið Þór og
Leikfélag Akureyrar um fjár-
hagsaðstoð og byggingarsamn-
ingum við KA, Þór, Golfklúbb
Akureyrar og Skautafélag Akur-
eyrar eftir með því eftirliti sem í
þeim samningum er boðað.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í greinargerð frá KPMG
Endurskoðun Akureyri hf. með
endurskoðuðum ársreikningi
bæjarins. Þá er einnig bent á að
auka mætti eftirlit með því að
þeir sem fá styrki til ákveðinna
verkefna verji styrkjunum raun-
verulega til þeirra verkefna. - hi
Ólafur Ólafsson.
Nefndin hélt
bara einn fund
„Við erum samhljóma f þessu
máli, ég og forseti íslands. Eg er
mjög ánægður með að hann
skyldi taka málið upp og sýna
því eins djúpan skilning og fram
kom í ræðu hans,“ sagði Olafur
Ólafsson, fyrrverandi landlækn-
ir og núverandi formaður Sam-
taka aldraðra í Reykjavík, um
gagnrýni forseta Islands á þann
þrönga bás sem öldruðum er
skipað á hér á landi.
„Fyrir níu árum síðan lagði ég,
sem landlæknir, fram tillögu um
sveigjanlegan starfsaldur. Sú til-
laga fór fyrir Alþingi og þingið
samþykkti þingsályktunartil-
lögu, sem borin var fram af
þingmönnum allra flokka um að
þetta yrði tekið til athugunar.
Síðan var skipuð nefnd í málið.
Nefndin hélt einn fund og síðan
ekki söguna meir. Sögulok,“ hélt
Ólafur áfram.
ítarleg umfjöllun um ræðufor-
seta Islands og viðbrögð við henni
er ú bls. 8-9.
Afgreiddir samdægurs 1
QA Venjulegir og gw demantsskomir trúlofunarhringar /"V. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 WORU3W/DE EXPRESS “ EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100