Dagur - 09.04.1999, Blaðsíða 11
FÖSTVDAGUR 9. APRÍL 1999 - 11
ERLENDAR FRETTIR
Loftárásir NATO hafa valdid serbneska hernum miklu tjóni.
Er Milosevic að ná
inarkmi ðum sínum?
Serbar segja skæru-
liða vera sigraða og
ekkert því til fyrir-
stöðu að flóttamenn
snúi aftur.
Bandarísku hermennirnir þrír,
sem Serbar handtóku fyrir páska,
áttu að koma til Kýpur f gær-
kvöld að því er bandarísk her-
málayfirvöld sögðu. Kýpverski
stjórnmálamaðurinn Spiros
Kyprianou, sem er vel kunnugur
ráðamönnum í Júgóslavíu, hefur
haft milligöngu um að hermenn-
imir yrðu látnir lausir.
Slobodan Milosevic, forseti
Júgóslavíu, hefur sýnt nokkurn
sáttavilja síðustu daga, boðið ein-
hliða vopnahlé og tekið þátt í
samningaviðræðum með Rúss-
um, þótt Vesturveldin hafi túlkað
þessa viðleitni sem tilraun Milos-
evic til að koma sér undan því að
hlíta þeim skilyrðum sem honum
hafa verið sett. Flestum virðist
þeim sem Milosevic sé eingöngu
að reyna að kljúfa samstöðu inn-
an NATO með því að sýna sátta-
vilja.
Þegar Milosevic lýsti yfir ein-
hliða vopnahléi í Kosovo á
þriðjudag, sögðu yfirmenn í
bandaríska varnarmálaráðuneyt-
inu að það væri líklega merki um
að búið væri að „hrista“ heldur
betur upp í honum. Honum væri
greinilega brugðið og væri með
þessu að reyna að komast hjá
frekari eyðileggingu af völdum
Atlantshafsbandalagsins.
Milan Bozic, ráðherra í ríkis-
stjórn Júgóslavíu, gaf hins vegar
nokkuð aðra mynd af stöðunni
og sagði að Serbar væru að bjóða
einhliða vopnahlé „vegna þess að
við teljum að hryðjuverkamenn-
irnir, sem notuðu sprengjuárásir
NATO til þess beita land okkar
þrýstingi, hafi nú í raun verið
upprættir."
Engin merki sáust þess reynd-
ar að staðið hafi verið við yfirlýs-
inguna um einhliða vopnahlé,
því vopnaðar sveitir Serba hafa
haldið áfram hernaði sínum í
héraðinu.
Margt bendir þó til þess að
Milosevic ætli að reyna að ná
fram samkomulagi um sjálfstjórn
handa Kosovo á líkum nótum og
Rambouillet-samkomulagið, en
þó án þess að hersveitir NATO
gegni eftirlitshlutverki. Hugsan-
Iega gæti hann þó sætt sig við al-
þjóðlegar eftirlitssveitir undir
stjórn Sameinuðu þjóðanna, ef
Atlantshafsbandalagið kæmi þar
hvergi nærri. Fáir tóku reyndar
eftir því að í ályktun serbneska
þingsins frá því skömmu áður en
loftárásirnar hófust,, þar sem
Rambouillet-samkomulaginu var
eindregið hafnað, var boðið upp
á þennan möguleika.
Franska fréttastofan AFP hef-
ur það hins vegar eftir heimildar-
mönnum í Tirana, höfuðborg
Albaníu, að þótt Frelsisher
Kosovo (KLA) hafi mátt sæta
þungum áföllum sé hann ekki
gjörsigraður heldur hafi Iiðs-
menn hans dregið sig í hlé til að
safna kröftum. Visa Reka, tals-
maður KLA í Tirana ber sig að
minnsta kosti vel og segir
skammt að bíða þess að árásir
Atlantshafsbandalagsins hafi
Ieikið Serba illa og aðeins sé
tímaspursmál hvenær hershöfð-
ingjar Milosevic neyði hann til
þess að hætta frekari baráttu.
„En við verðum þá enn á svæð-
inu,“ segir Visa Reka.
Dugnaður kíuverskra njósnara meiri
en fullyrt var
BANDARÍKIN - Bandaríska dagblaðið NewYorkTimes skýrði frá því
f gær að snemma árs 1996 hafi Bandaríkin fengið upplýsingar um
það, frá njósnurum sínum í Kína, að starfsmenn kínversku leyniþjón-
ustunnar væru að státa sig af því að hafa komist yfir bandarísk kjarn-
orkuleyndarmál, sem þegar hafi verið notuð til þess að betrumbæta
kínverskar vetnissprengjur. Þessi frásögn kemur þvert ofan í fullyrð-
ingar bandarískra stjórnvalda undanfarið um að kínverskar kjarn-
orkunjósnir í Bandaríkjunum hefðu einungis átt sér stað áður en BiII
Clinton settist í forsetastól Bandaríkjanna.
Ummæli Gusmaos könnuð
INDÓNDESÍA - Muladi, dóms-
málaráðherra Indónesíu, lét í gær
helja rannsókn á ummælum Xan-
ana Gusmao, leiðtoga aðskilnaðar-
sinna á Austur-Tímor sem nú situr
í stofufangelsi í Indónesíu.
Gusmao hvatti á mánudag Austur-
Tímora tii þess að grípa til vopna
til að verjast vopnuðum hópum
sem njóta stuðnings indónesíska
hersins, en þessir hópar hafa farið
um með ofbeldi í Austur-Tímor og
eru m.a. sakaðir um að hafa myrt
25 manns á þriðjudaginn var.
Muladi sagði nauðsynlegt að
kanna það hvort rétt væri eftir
Gusmao haft, og ef svo væri ekki
þyrfti hann að leiðrétta það opin-
berlega.
FGabein tG sölu á ný
NAMIBÍA - í Windhuk, höfuðborg Namibíu, verður í dag haldið
uppboð á fílabeini og er það í fyrsta sinn frá því alþjóðlegu banni við
viðskiptum með fílabein var aflétt að hluta til. Einungsi Japanir hafa
heimild til að kaupa fílabein. Bann við sölu fílabeins var lagt á árið
1989, en sumarið 1997 ákvað 10. alþjóðlega dýnærndarráðstefnan
að í Namibíu, Botsvana og Simbabve væri heimilt að efna til sölu á
fílabeini undir ströngu eftirliti og þá eingöngu til Japans.
Forsætisráðherra Kína hjá Clinton
BANDARÍKIN - Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, tók í gær á móti
Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, f Hvíta húsinu. Clinton sagði við
það tækifæri mikilvægt að ríkin tvö héldu áfram að þróa með sér upp-
byggileg samskipti, en þar þyrfti að byggja á takmörkun gereyðingar-
vopna, stöðugleika í Asíu og Kyrrahafssvæðinu, frjálsum viðskiptum,
umhverfisvernd og virðingu fyrir mannréttindum.
Jörg Haider kosinn forsætisráðherra
AUSTURRÍKI - Austurríski stjórnmálamaðurinn Jörg Haider, sem
þótt hefur öfgasinnaður hægri-þjóðernissinni, var í gær kosinn for-
sætisráðherra í sambandslandinu Kárnten í Austurríki. Þing sam-
bandslandsins kaus hann strax í fyrstu umferð með aðeins 16 at-
kvæðum Frjálslynda flokksins (FPÖ), sem er flokkur Haiders, og
óbeinum stuðningi íhaldsflokksins (ÖVP), sem greiddi ekki atkvæði.
Flokkur Haiders vann verulegan sigur í þingkosningum sambands-
landsins í síðasta mánuði.
S3.5amskipti er heildarlausn í skjalastjúrnun ag verkefna-
stýringu íyrir fyrirtæki ag stafnanir. S3.Samskipti gefur
víötækt yfirlit yfir alla vibskiptavini, tengiliði og samskipta-
ferli. I einum gagnagrunni er haldið utan um öll mál, verkefni
og samskipti sem fyrirtækið á við viöskiptavini sína. Skráð
Premium Partner
Dreiíingaraðili Lotus Notas á fslandi
eru samtöl, mál og verkefni með ákveðnum lakadagsetningum og
ábyrgðaraðilum og öll samskipti s.s. bréf,
símbréf og tölvupóstur eru send f
gegnum S3.Samskipti sem vistar þessi
gögn og tryggir starfsfólki aðgang að
nýjustu upplýsingum á hverjum tíma.
Skaftahiið 24 • Sími 569 77D0
http ://www.nyher ji.is
NÝHERJI